Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 157. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48 SÍÐUR MEÐ16 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI

157. tbl. 65. árg.

ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1978

Prentsmiðja Morgunblaðsins.

Soares tapaði

þingmeirihluta

Lissabon. 24. júlí. AP, Reuter.

FLEST benti til að örlbg ríkis-

stjómar Mario Soaresar væru

ráðin í Portúgal í dag, er

íhaldsílokkur     Miðdemókrata

ákvað að hætta stuðningi sínum

við stjórnina og draga þrjá

ráðherra sína til baka. Ríkis-

stjórn Soaresar er sex ittánaða

gömul og er önnur stjórn hans

síðan ný lýðræðisleg stjórnarskrá

tók gildi 1976.

Talsmaður íhaldsmanna skýrði

frá því, að þrír flokksfélagar,

sem sæti áttu í samstjórn íhalds-

manna og jafnaðarmanna, hefðu

sagt af sér störf um á hádegi. Þeir

eru utanrfkisráðherrann Victor

Sa Machado, viðskiptaráðherra

Basilio Horta og ráðherra fyrir

endurbætur á ríkiskerfi Rui

Pena. Það var miðnefnd

Miðdemókrataflokksins, sem tók

þessa ákvörðun og bar því við í

tilkynningu  að  jafnaðarmenn

hefðu unnið með kommúnistum í

framkvæmd landbúnaðarstefnu

og snúist á sveif með sameignar-

stefnu á kostnað einkaframtaks.

Glæsilegt Landsmot


:-rv sv

j+*tz, 5"**"m'irfT-T 58cs»^?aj

16 síðna íþróttablað fylgir

Morgunblaðinu í dag. Er það

að mestu leyti helgað 16.

landsmóti UMFÍ, sem fór

fram á Selfossi um helgina og

þótti mjög vel heppnað.

Bretum

dýrkeypt

að vera

íEBE

Briissel, 24. júlí. Reuter, AP.

AÐILD að Efnahagsbandalagi

Evrópu hefur reynzt Bretum

dýrkeypt í sjávarútvegi og

hefur kostað þjóðina meira en

helming hugsanlegs veiðiafla

að sögn brezka sjávarútvegs-

ráðherrans Johns Silkins í dag.

Ráðherrann skýrði frá því á

blaðamannafundi, að sextíu og

tvo hundraðshluta alls fisks, er

Efnahagsbandalagsþjóðirnar

ættu aðgang að, væri að finna

á hafsvæðum Breta. Benti hann

á að Bretar fengju aðeins

tuttugu og sex hundraðshluta

af heildarafla bandalagsins eða

fjörutíu og tvo af hundraði þess

afla, er þeir gætu veitt einir

sér.

Til samanburðar gat Silkin

þess að Danir fengju tvö

hundruð og áttatíu hundraðs-

hluta miðað vð það sem þeir

gætu haft út af fyrir sig, Belgar

Framhald á bls. 47

Leiðtogi flokksins, Siogo Preitas

do Amaral, lýsti því yfir að

ákvörðunina bæri ekki að túlka

svo sem miðdemókratar hefðu

snúið baki við jafnaðarmönnum.

Hann vonaðist þvert á móti til að

atburðir þessir ættu eftir að verða

til þess að flokkarnir samrýmdu

sjónarmið sín. Tilgangurinn með

afsögnum ráðherranna mun eink-

um hafa verið að knýja Soares til

að reka landbúnaðarráðherrann,

Luis Saias, úr stjórninni og gera

aðrár breytingar á stjórnarliðinu.

Jafnaðarmenn sjálfir líta svo á

að íhaldsmenn hafi rtynt að

brjóta stjórnarsáttmála þann, er

gerður var eftir tveggja vikna þóf

á síðasta vetri.

Fréttaskýrendur eru ásáttir um

að Soares eigi nú nokkurra kosta

völ og sé einn þeirra að leggja

fram afsagnarbeiðni fyrir ráðu-

neyti sitt við Antonío Eanes og

efna til nýrra kosninga. Einnig

Framhald á bls. 47

„Þetta hundsspott," mætti halda að Begin hugsaði er Dayan

víkur máli sínu að Peres. leiðtoga stjórnarandstöðunnar. á

ísraelsþingi á mánudag. Dayan sést ekki á myndinni. en Peres

glottir að baki Begins.

Begin lumar á

gagntilbodum

Jerúsalem — Kaíró,

24. júlí, AP, Reuter.

MENACHIM Begin, forsætisráð-

herra ísraels, gaf í skyn í dag að

Israelsstjórn kynni að gera

Egyptum ný friðartilboð, þrátt

fyrir að hann hafi hafnað að

verða við beiðni Sadats, Egypta-

landsforseta, um að láta Egyptum

eftir viss svæði á Sinai-skaga.

Einnig lýsti Begin því yfir að

hann myndi leila eftir óformleg-

um vinarsamskiptum við ná-

grannaríki næðu friðarsamning-

ar fyrir botni Miðjarðarhafs ekki

fram að ganga.

„Við látum ekki eftir svo mikið

sem eitt sandkorn af Sinai-eyði-

mörk  að  gjöf,"  sagði  Begin  í

Dollar ekki lægri

eftir seinna stríð

London, 24. jíilí.

Reuter — AP.

DOLLAR hrundi í verði á gjald-

eyrismórkuðum í Evrópu í dag

eftir að hafa fallið niður fyrir 200

ycna markið í Tókýó í fyrsta

skipti eftir heimsstyrjöldina síð-

ari. Eins og ævinlega þegar

óreiða ríkir á gjaldeyrismarkaði

hækkaði verð á gulli snarlega. í

kjölfar þessara atburða voru

kaffi og sykur skráð á lægra

verði á verðbréfamarkaði í Lond-

on en tíðkast hefur um árabil.

Þrátt fyrir að Japansbanki

keypti um 400 milljónirdollara í

dag til að sporna við frekara falli

gjaldmiðilsins kom allt fyrir ekki

og var dollar skráður á 197.9 yen

á hádegi í London í dag, en það er

lægsta verð hans í meira en 30 ár.

Verð dollars hefur fallið jafnt og

þétt undanfarnar vikur, en þetta

er þó í fyrsta skipti að það sem

kaupsýslumenn hafa nefnt hið

„sálfræðilega skilrúm" við 200 yen

er rofið. Fréttin vakti gífurlega

athygli í japönskum blöðum í dag

og létu sérfræðingar í ljós áhyggj-

ur yfir áhrifum atburðarins á

japanskar efnahagsúrbætur.

Bankayfirvöld og talsmenn fjár-

málaráðuneytis hafa þó lýst yfir

að ósennilegt sé að dollarinn tefji

lengi undir 200-yena borðinu.

Það kom fram hjá talsmanni

japönsku ríkisstjórnarinnar,

Shintaro Abe, á blaðamannafundi

í dag að hann teldi að fall dollars

væri tímabundið viðbragð kaup-

sýslumanna við þeim orðrómi að

samtök olíuútflutningsríkja hygð-

ust binda verð olíu framvegis við

gengi mismunandi gjaldmiðla

annarra en dollars. Aðrir sérfræð-

ingar hafa bent á að skýra megi

hrakfarir dollars í ljósi nýafstað-

inna stórfunda um efnahagsmál

svo sem fundar Efnahagsbanda-

lagslandanna í Bremen og sjö-

veldafundarins í Bremen. Þannig

var haft eftir verðbréfasala að

fundurinn í Bonn hefði nákvæm-

lega komið engu til leiðar í þá átt

að styrkja stöðu bandaríska gjald-

miðilsins í framtíðinni.

Framhald á bls. 37

5hæða

hús hrundi

í rúst

Kaíró, 24. júlí AP

FIMM hæða sambýlishús

hrundi til grunna í fátækra-

hverfi í miðborg Kaíró á

mánudag og varð fjörutíu og

tveimur að fjörtjóni. Stórtjón

varð einnig á tveimur háhýsum

í grenndinni.

Samkvæmt upplýsingum leit-

armanna er enn verið að grafa

lík úr rústunum og er talið að

áðurnefnd tala geti hækkað. Að

sögn lógreglu bjuggu um 50

manns í háhýsinu, þrátt fyrir

að grunur leiki á að íbúar hafi

verið helmingi fleiri.

Fjölbýlishúsið mun hafa

hrunið um kl. sex að morgni

meðan flestir íbúa voru enn í

fastasvefni.

argvítugum orðasamskiptum

stjórnar hans og andstæðinga um

stefnu í utanríkismálum í dag. Á

hinn bóginn sagði Begin að ef

Sadat riði á vit sín og samþykkti

að leiða friðarumræður við Isra-

elsmenn á ný eftir tvær vikur

myndi hann gera gagntillögur á

móti því að Egyptar fengju

ol-Aarish og Santa Kater-

ínu-klaustur á Sinai-fjalli. Aftur á

móti kom ekki fram hjá forsa»tis-

ráðherranum hvers ísraelsmonn

kynnu að vænta í staðinn. en blóð

í lsrael hafa ýjað að því að

stjórnin fari þess e.t.v. á leit að

Egyptar fallist á landnám og

hernaðaraðstöðu ísraelsmanna i

Sinai.

„En komi það á daginn," bætti

Begin við, „að friðarsamningar

roynist ógerlegir munum við

fallast á að stuðla að friðsamleg-

um samskiptum. Sígilt dænii þess

konar stefnu er Þýzkaland í

Kvrópu. Þjóðverjar undirrituðu

enga friðarsamninga við lok

lu'imsstyrjaldarinnar síðar, en

búa nú í sátt og samlyndi við alla

nágranna sína."

Begin var iðuléga truflaður í

Framhald á bls. 17

Vargöldin nær

til Salisbury

Salisbury, 24. júlí

Reuter

SLEGIÐ hefur í brýnu með

þjóðernissinnuðum blökkumbnn-

um og öryggissveitum í úthverf-

um höfuðborgar Rhódesíu í

fyrsta sinn síðan borgarastyrjöld-

in hófst fyrir sex áruin að sögn

lögreglu í dag. Þrír uppreisnar-

menn létu lífið og tveir særðust

og voru teknir höndum.

Vopnaviðskipti áttu sér stað í

úthverfunum Mufakose og High-

Framhald á bls. 17

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48