Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 159. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						

36 SIÐUR

159. tbl. 65. árg.

FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1978

Prentsmiðja Morgunblaðsins.

Qvæntur andófsmaður í Moskvu:

María Slepak

fékk þr jú ár —

skilorðsbundið

Moskvu — 26. júlí — AP

ÞRIGGJA ára skilorðsbundinn

þræikunarvinnudómur, sem upp

var kveðinn við réttarhöld yfir

Marfu Slepak f Moskvu f morgun,

hefur komið mjög á óvart. Fyrir

nokkrum vikum var eiginmaður

sakborningsins, Vladimir Slepak,

dæmdur fyrir sömu sakir, „skrfts-

læti af iilgjörnum hvötum", og

fékk hann fimm ira útlegðardóm.

Iljðnin voru handtekin á heimili

Dollarinn

á uppleið

Lundúnum 26. júlf

— Reuter

EFTIR að tilkynnt var f

Washington f dag, að við-

skiptahalli Bandaríkjanna við

útlönd hefði f sfðasta mánuði

verið minni en nokkru sinni

undanfarna fjórtán mánuði

hjarnaði     bandarfkjadalur

verulega við vfða á gjaldeyris-

markaði. Staða hans er þó enn

mjög slök gagnvart japönsku

jeni, sem enn fer hækkandi.

Gagnvart    sterlingspundi

hækkaði     bandarikjadalur

mest, og hjálpaðist þar tvennt

að, batnandi staða hans al-

mennt, og yfirlýsing brezka

verkalýssambandsins I dag

sem brýtur í bága við yfirlýsta

stefnu stjórnar Verkamanna-

flokksins i kjaramálum á næst-

unni. Óróleiki á brezkum

vinnumarkaði varð til þess að

pundið lækkaði, en þegar

bandaríkjadalur stóð bezt eftir

fréttina um hagstæðari

greiðslujöfnuð Bandarikjanna,

var gengi hans gagnvart sterl-

ingspundinu 1.9155 i stað

1.9240 í morgun.

sfnu f Moskvu fyrir tveimur mán-

uðum eftir að þau höfðu hengt

upp spjald á svölum fbúðar sinn-

ar á áttundu hæð með kröf um um

að fá að flytjast til Israels. Að

réttarhöldunum loknum fór

Marfa Slepak frjáls ferða sinna

og hefur hún fengið leyfi til að

fara tii eiginmanns sfns þar sem

hann er f útlegðinni.

Maria Slepak grét hástöfum er

hún kom út úr réttarsalnum i

morgun, og tjáði hún fréttamönn-

um siðar að dómarinn hefði varað

hana við því að endurtaka brot

sitt. Slíkt mundi hafa í för með

sér þyngstu refsingu við þessu

tiltekna afbroti, en samkvæmt so-

vézkri refsiiöggjöf er það fimm

ára þrælkun.

Slepak-hjónin eru Gyðingar og

hafa þau verið virk í Helsingi-

hópi ásamt Sjaranskí og Ginz-

burg, sem dæmdir voru i 13 og 8

ára fangelsi fyrir gagnrýni sina á

Framhald á bls. 20

Læknarnir Robert Kdwards og Patrick Steptoe léku á alls oddi þegar þeir skýrðu fréttamönnum frá

rannsðknum slnum og tildrögum fæðingar fyrsta barnsins sem getið er utan Ifkama mððurinnar f gær.

( A P-sf m amy nd)

Marfa Slepak

ísraelsk viðræðunefnd

rekin frá Egyptalandi

Tel Aviv — 26. júlf Reuter — AP

ÞUNGLEGA horfir um friðarsamninga f Miðausturlöndum eftir yfir-

lýsingu Kamels utanrikisráðherra Egyptalands f dag um að beinar

samningaviðræður milli stjðrna Begins og Sadats hefðu hingað til ekki

verið annað en tfmaeyðsla. Begin kailaði I kvöld heim viðræðunefnd

þá, sem undanfarna sex mánuði hefur verið í Egyptalandi, en stjðrn

Sadats óskaði eftir þvl að nefndin hyrfi úr landi án þess að skýring

va-ri gefin á þeim tilmælum. Vantrauststillaga á stjðrn Begins var f

dag felld I Knesset með 70 atkvæðum á mðti 35 eftir harðar umræður

og gagnrýni á stefnu stjðrnarinnar varðandi friðarsamninga.

Areiðanlegar heimildir herma

að ósk um heimför israelsku

sendinefndarinnar hafi komið

fram eftir fund í öryggisráði

Egyptalands siðdegis, og verður

israelsk herflugvél send eftir

nefndarmönnum á morgun. Begin

hefur lítið viljað gera úr málinu

og heldur þvi fram að friðarhorf-

ur hafi ekki versnað að ráði, enda

hafi nefndin, sem skipuð er hern-

aðarráðgjöfum, ekki fengið neinu

áorkað fram að þessu. Begin lýsti

þvi yfir i sjónvarpsviðtali i kvöld,

að friðarhorfur væru þessa stund-

ina „ljómandi góðar", og benti á í

þvi sambandi friðarumleitanir

Bandaríkjastjórnar og sagðist

binda miklar vonir við för Cyrus

Vance utanrikisráðherra til Mið-

austurlanda í næstu viku.

Kamel,      utanrikisráðherra

Egyptalands, sagði i kvöld, að

þvermóðska Begins væri  helzta

Vonir ófrjósamra kvenna glæð-

ast við £æðingu fyrsta barns sem

getið er utan líkama móður

D

D

Sjá frfciogn bls. 19

D

D

Oldham, Englandl —26. Júil — AP

ALLAR sfmalfnur f Oldham-

sjúkrahúsinu voru rauðglðandi

frá þvf snemma f morgun þar

sem fæðing fyrsta harnsins,

sem fæðist eftir frjðvgun f til-

rauriaglasi, hefur vakið vonir

fjölda ðfrjðsamra kvenna um

að læknavfsindin hafi nú gert

þeim kleift að ganga með barn

og ala það. Meybarn Brown-

hjðnanna, sem beðið hefur ver-

ið eftir með mikilli eftirvænt-

ingu, var tekið með keisara-

skurði f nðtt, og heilsast barn-

inu svo vel að það var f dag

tekið úr súrefniskassa og sett f

vöggti við hlið hinnar ham-

ingjusömu mðður. Foreldrarn-

ir velta þvf nú fyrir sér hvort

telpan, sem vó tfu merkur og

grét hressilega eftir fæðing-

una, eigi að heita Katrfn eða

Patrisfa, en sfðara nafnið yrði f

höfuðið á lækninum, sem á

heiðurinn af þessari einstæðu

fæðingu, Patrick Steptoe.

Myndir af litlu telpunni haf a

enn ekki verið birtar, en fæð-

ingin, sem fór fram með keis-

araskurði, var kvikmynduð, og

verður myndin væntanlega

sýnd I sjónvarpi á næstunni.

Móðirin er þrítug, Leslie Brown

að nafni, en faðirinn er 38 ára

gamall vörubilstjóri, og eru

hjónin frá Bristol.

A blaðamannafundi i dag

——¦.......

sögðu vfsindamennirnir, sem

hafa með 12 ára látlausum

rannsóknum loks náð þessum

árangri, að ekkert virðist því til

fyrirstöðu að beita megi aðferð

þeirra til að leysa vanda f jölda

annarra kvenna, sem ekki

verða barnshafandi með venju-

legum hætti. Þeir Steptoe og

félagi hans, Robert Edwards,-

sögðu að mestu vandkvæðin f

sambandi við meðgöngu Leslie

Brown hefðu verið þau að koma

hinu frjóvgaða eggi fyrir i leg-

inu. Hins vegar sögðu þeir að á

liðnum árum hefði helzta

vandamálið verið að það halda

lffi i egginu eftir að það var

numið úr eggjaleiðara. Stíflaðir

eggjaleiðarar voru orsök þess

að  Leslie  Brown  varð  ekki

barnshafandi, og sú er einnig

ástæðan fyrir ófrjósemi fjölda

annarra kvenna.

Fréttinni um fræðinguna hef-

ur yfirleitt verið vel tekið með-

al lækna, en siðferðilegar

spurningar i sambandi við getn-

aðinn hafa þegar valdið deilum

milli trúarleiðtoga. Vatíkanið

gaf í dag út yfirlýsingu þess

efnis að getnaður væri þvi að-

eins réttlætanlegur að hann

færi fram með þeim hætti, sem

skaparinn hefði ætlazt til, og

þvi aðeins að gagnkvæm og

ábyrg ást milli hjóna væri fyrir

hendi. Á hinn bóginn hafa leið-

togar gyðinga og ensku kirkj-

unnar látið í ljós jákvæð við-

brögð.

ástæðan fyrir því hversu treglega

gengi að þoka máium í samkomu-

lagsátt. Hins vegar væru Egyptar

hvenær sem er reiðubúnir að setj-

ast að samningaborði, en skilyrði

fyrir frekari viðræðum yrði að

vera það að ísraelsstjórn sýndi

þess ótviræð merki að hún væri

reiðubúin að slá af óvægnum

kröfum sínum. Begin lýsti því yf-

ir i gær að hann væri reiðubúinn

að fara til Kaíró til viðræðna við

Sadat, og eru ráðstafanir stjórnar-

innar i Kairó og ummæli Kamels

túlkuð sem svar við því tilboði

ísraelska forsætisráðherrans.

Alvarlega sló i brýnu i umræð-

um um vantrauststillöguna i

Knesset i dag og hafði Abba Eb-

an, fyrrum utanríkisráðherra i

stjórn Verkamannaflokksins, orð

fyrir stjórnarandstöðunni. Begin

tók ekki þátt i umræðunum, en

Nissini, sem er ráðherra án sér-

staks ráðuneytis í stjórn hans,

gagnrýndi harðlega það, sem

hann kallaði ósanngjarnar árásir

og óviðurkvæmileg afskipti af

Framhald á bls. 20

Stjórnar-

kreppa í

Portúgal

Lissabon 26. júli — AP

TJTLIT er fyrir langvarandi

stjórnarkreppu í Portúgal, en

Eanes forseti hefur í dag setið á

stöðugum fundum með byltíngar-

ráði landsins. Talið er að ekki

verði unnt að halda kosningar i

landinu fyrr en eftir sex mánuði,

og er ástæðan ófullkomin og úrelt

kosningalöggjöf. Eanes forseti

mun ekki hitta stjórnmálaleið-

toga að máli fyrr en á morgun, en

áreiðanlegar heimildir herma að

klofningur innan jafnaðarmanna-

Framhald á bfs. 22.

*f

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36