Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 29. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48 SÍÐUR
29. tbl. 66. árg.
SUNNUDAGUR 4. FEBRUAR 1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Líkið
mœtti
- og morðréttarhöld-
um var frestað...
Durban, 3. febr. Reuter.
RÉTTARHÖLDUM í morð-
máli var frestað mjög skyndi-
lega í dag, þegar sá gekk í
salinn, sem talið var að heíði
verið myrtur.
Málavextir eru þeir að fyrir
tveimur árum var Keith Aug-
ustine, 19 ára, gefið að sök að
hafa drepið mann með hnífs-
stungu eftir rifrildi. Maðurinn
lézt ekki og fyrir kyndug mis-
tök var morðákæran byggð á
krufningu á líki annars manns.
Augustine var ókunnugt um að
fórnarlambið hefði komist lífs
af og játaði á sig manndráp, en
sagði það ekki af ásetningi
framið. Um það bil sem dómur
skyldi kveðinn upp frétti lög-
reglan um mistökin og „líkið".
Amos Ngeme gekk í salinn
hress og sprækur. Reuter
fréttastofan hefur eftir dómar-
anum í málinu að annað eins og
þetta hafi aldrei gerzt fyrr.
Frestaði dómarinn réttarhöld-
unum til að kanna málið nánar.
Andreotti
athugar stjórn-
armyndun
Rómaborg, 3. febr. Reuter.
ANDREOTTI, fráfarandi for-
sætisráðherra Italíu, féllst á það í
morgun að hefja könnun á því
hvort hann gæti myndað nýja
starfhæfa ríkisstjórn. Við þessu
hafði verið búizt en hins vegar
eru margir vondaufir um að það
takist. Næsta ríkisstjórn á ítalíu
verður sú 41. í landinu frá falli
Mussolinis 1943.
Reyndi að
fljúga euiH og
Súperman
New York, 3. febr. AP.
FJÖGURRA ára gamall drengur,
Charles Green sem reyndi að
líkja eftir aðalpersónunni í kvik-
myndinni Súperman og ætlaði að
fljúga niður af áttundu hæð, var
sagður við þolanlega heilsu og
ekki lengur í lífshættu. Fjöl-
skylda drengsins sagði að hann
hefði ekki getað á heilum sér
tekið eftir að hann sá myndina
um Súperman og hefði þá tönnl-
ast á því sýknt og heilagt að hann
hlyti að geta flogið eins og Súper-
man. Drengurinn hlaut mörg
beinbrot við fallið.
Götusali
tekinn með
Bosch-málverk
l'an's, 3. febrúar — Reuter
MÁLVERK eftir 18. aldar málar-
ann hollenzka Jerome Bosch sem
var stolið úr safni skammt frá
París á sl. ári, fannst í dag.
Maður nokkur var að reyna að
selja málverkið á götu í París, en
ekki er vitað hvort þar hafi
ræninginn sjálfur verið á ferð en
alténd var maðurinn fluttur til
yfirheyrslu. Málverkið var
óskemmt. Það var tryggt fyrir
700 þús. dollara.
Ljósm. Ól. K.M.
Khomeini hótar
„heilögu stríði"
ef Bakthiar fari ekki frá hið fyrsta
Teheran, 3, febrúar. Reuter.
HAFT var eftir Bakhtiar forsæt-
isráðherra írans að til ti'ðinda
myndi draga ef Khomeini gerði
alvöru úr því að láta hið svokall-
aða byltingarráð taka til starfa.
Hann kvaðst ekki amast við mót-
mælafundum en ef þeir Khom-
eini-menn hæfu árásir mcð vopn-
um myndi herinn taka á móti og
yrði aílt slíkt á ábyrgð Khomeinis
og ekki yrði hikað við að hand-
taka og lífláta þá sem reyndu að
cspa upp fólkið og æsa til borg-
arastyrjaldar.
Khomeini efndi til blaðamanna-
fundar í Teheran á laugardags-
morgun   og   var   þar   stóryrtur.
Indverskt kven-
f ólk rannsakað
Nýju Delhi, 3. febrúar — Reuter
INDVERSKA stjórnin mótmælti opinberlega í dag þeirri ráðstöfun
brezkra stjórnvalda að kanna hvort indverskar konur sem flytjast til
Bretlands séu óspjallaðar og kvað þessa ákvörðun „hörmulega".
Þetta máJ hefur vakið mikið
uppnám í Nýju Delhi, en brezk
stjórnvöld segja ráðstöfunina
nauðsynlega til þess að ganga úr
skugga um hvort indverskar konur
reyni að finna auðvelda leið til
þess að flytjast til Bretlands með
því að giftast til bráðabirgða.
Háttsettur starfsmaður í ind-
verska utanríkisráðuneytinu hefur
spurt brezka stjórnarfulltrúann í
Nýju Delhi hvort brezk yfirvöld
geti ábyrgzt að indverskar konur,
sem vilja flytjast til Bretlands,
geti losnað við slíka auðmýkingu.
Upphaf málsins var að indversk
kennslukona sagði frjálslynda
blaðinu Guardian að hún hefði
samþykkt svona rannsókn af því
að hún óttaðist að hún yrði send
aftur til Indlands. Unnusti henar
sagði að þetta hefði verið „hræði-
leg reynsla" og hjónaband þeirra
hefði komizt í hættu.
Þessi frétt Guardians olli miklu
fjaðrafoki í brezka þinginu og
James Callaghan forsætisráðherra
sagði aðspurður: „Ég held að allir
þingmenn hafi fyllzt áhyggjum af
því sem þeir hafa lesið." Hann
bætti því við að Merlyn Rees
innanríkisráðherra væri að kynna
sér málið.
Hann sagðist nú hafa skipað sitt
eigið byltingarráð og væri það
reiðubúið að efna til þjóðar-
atkvæðagreiðslu og að henni lok-
inni yrði síðan stofnað íslamskt
lýðveldi í landi. Hann ítrekaði
fyrri orð sín um að núverandi
stjórn væri ólögleg og hvatti hana
til að segja af sér hið bráðasta, en
taka afleiðingunum ella. Hann
sagði að færi svo að stjórn
Bakthiars fengist ekki til að segja
af sér myndi hann sjá sig tilneydd-
an til að hvetja þjóðina innan
tíðar til að grípa til vopna og heyja
heilagt stríð. Hann hvatti herinn
mjög eindregið til að snúast gegn
Bakthiar og ganga til liðs við sig,
enda væri herinn hluti af þjóð
sinni og þjóðin ætti því rétt á að
hann veitti henni aðstoð.
Khomeini réðst einnig mjög að
ýmsum erlendum ríkjum, einkum
Bandaríkjunum og Bretum, Hann
sagði að Bakthiar styddist við
þessa aðila til að halda völdum og
vera kynni að hann gengi svo langt
að kalla til liðs við sig hermenn frá
ísrael. Síðustu mánuði hafa æst-
ustu stuðningsmenn Khomeinis
iðulega haldið því fram að ísra-
elskir hermenn hafi verið kallaðir
til með leynd. Reuterfréttastofan
segir að á þetta hafi fáir aðrir en
sögumenn sjálfir lagt trúnað.
Sérfræðingum ber saman um að
hættan á blóðugri borgarastyrjöld
hafi enn aukizt eftir yfirlýsingu
Khomeinis.
Teng í
„villta
vestrinu"
Houston, Texas. 3. febrúar. Reuter.
KÍNVERSKI varaforsætisráð-
herrann Teng Hsiao-ping setti
á sig kúrekahatt í dag, borðaði
kúrekamat og fékk sér öku-
ferð með hestvagni á óformleg-
asta degi heimsóknar sinnar
til Bandaríkjanna til þessa.
Áður hafði Teng kynnt sér
allra síðustu nýjungar þegar
hann settist upp í eftirlíkingu
af geimfari í Johnson-geim-
stöðinni og prófaði eftirlíkingu
á lendingu geimskutlu.
Þegar Teng fór frá- hóteli
sínu kastaði maður flugmiða en
hann var handtekinn áður en
hann kom nálægt honum.
Seinna heimsótti Teng fyrir-
tæki sem framleiðir verkfæri
til þess að grafa eftir olíu enda
hafa Kínverjar mikinn hug á
því að verða sér úti um slík
tæki.
Síðan fer Teng til Seattle þar
sem hann dvelst í tvo daga áður
en heimsókn hans lýkur á
mánudag.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48