Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 47. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SÍÐUR
**$tntMbftife
47. tbl. 66. árg.
SUNNUDAGUR 25. FEBRUAR 1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Olíuvinnslan
hefst í Iran
innan 15 daga
Tcheran 24. febr. AP.
HAMIR Entezam, aðstoðarforsætisráðherra frans, sagði á laugardag að
olíuútflutningur frá íran hæfist innan fimmtán daga en hvorki treysti
hann sér til að nefna ákveðinn dag né að segja til um, hversu magnið yrði
mikið. Entezam sagði á blaðamannafundi, að í undirbúningi væri ítarleg
skýrsla um olíumálið og ástandið að því leyti f íran.
Framleiðslan er nú 700 þús. olíuföt
á dag sem nægir til innanlandsþarfa.
Áður var framleiðslan 6 millj. olíu-
föt á dag og fóru um 5.4 millj. til
útflutnings. Nú er ekki búizt við að
meira en 2.4 millj. olíuföt verði seld
til útflutnings, að minnsta kosti ekki
til að byrja með. Flestir verkamanna
í olíuiðnaðinum hafa að hvatningu
Khomeinis snúið aftur til starfa eftir
verkföll og skærur þar um langa
hríð.
Entezam viðurkenndi, að ókyrrð
hefði verið í Kurdestan síðustu daga
en 2 millj. Kúrda búa í Vestur-íran
eða í landamærahéruðunum við írak
og þar hefur verið grunnt á því góða
árum  saman.  Entezam  sagði,  að
annars staðar í landinu væri ástand-
ið að mestu eðlilegt.
Skæruliðasveitir Khomeinis réð-
ust í morgun, laugardag, inn í
IBM-bygginguna í Teheran, sem er í
miðborginni. Kváðust þeir gera það
til að ganga úr skugga um að IBM
væri ekki í tengslum við CIA eða
Savak ellegar að vinna í þágu ísra-
ela. Þeir bandarísku starfsmenn
IBM, sem þar voru, eru allir farnir
en á fjórða hundrað íranskra starfs-
manna vinnur þar.
Bazargan forsætisráðherra bætti
fimm nýjum ráðherrum við stjórn
sína í morgun og fréttaskýrendum
ber saman um, að ríkisstjórnin sé
smátt og smátt að ná undirtökunum
og tryggja sig í sessi.
Grænland:
Olíu leitad vid
austurströndina
Olíuleit hefst á landgrunninu
undan austurströnd Grænlands á
vori komanda. Annars vegar
verður leitað á svæði sem nær frá
Germaníu-land'i í norðri til
Scoresbysunds, og hins vegar á
svæði suður af landi Kristjáns
konungs níunda. Á þessu svæði er
að finna setlög frá Júra-tímabili
jarðsögunnar og binda jarð-
fræðingar miklar vonir við að olíu
sé að finna á þessum svæðum.
Stelagamyndunin undan austur-
strönd Grænlands svipar til
setlanganna í Norðursjó, að því er
fram kemur í Berlingske Tidende.
Setlögin eru um 100 milljón ára
gömul og er talið að olíu sé að finna
í ákveðnum setlaga„dældum". Eng-
inn árangur verð að olíuleit við
vesturströnd Grænlands, en jarð-
fræðingar telja meiri líkur á að olía
finnist við austurströndina.
Jarðfræðingar telja einnig að
olía kunni að leynast í jarðskorp-
unni á Norður-Grænlandi. Berg-
lagamyndun þar er náskyld og ef til
vill gamall hluti af berglaga-
myndunum eyja norðan við
Kanada, en þar hefur víða fundist
olía.
Reiknað er með að olíuleitin við
austurströnd Grænlands hefjist í
fyrstu viku maí-mánaðar. Leitin
verður fjármögnuð af danska
ríkinu, og ef til villl einnig af
Efnahagsbandalagi Evrópu. Stjórn
leitarinnar verður i höndum Græn-
landsmálaráðuneytisins danska.
Það er stundum vissara að taka forskot á sæluna og það gerir þessi ungi borgari með þeim tilþrifum sem
vera ber gagnvart jafn girnilegri bollu, en bolludagurinn er einmitt á morgun og því ástæða til að minna
menn á flenginguna í fyrramálið.                                             Ljósmynd Mbl. Kristján
Mikið mannfall í bardögum
innan landamæra Víetnams
Kinverjar segjast ekki hafa lokið „refsiherferð" sinni
Bangkok, New York, Washington,
24. tebrúar. AP. Reuter.
TIL MIKILLA bardaga kom milli
hersveita Kínvérja og Víetnama á
þremur stöðum innan landamæra
Víetnam að því er segir í frétt
Hanoi-útvarpsins í morgun. Sagt
er að nokkurt mannfall hafi orðið
í liði beggja að því er fréttir frá
Bángkok herma í morgun.
í frétt útvarpsins segir, að
mestu bardagarnir hafi verið í
Cao Bang-héraði norður af Hanoi,
sérstaklega við mikilvæga
aðflutningsleið Víetnama, svo-
kallaða leið 4, en Kínverjar hafi
verið hraktir á flótta og mikið af
skriðdrekum og öðrum vopnum
verið eyðilagt. Þá segir útvarpið
að hundruðir Kínverja hafi verið
felldir. I miklum bardögum sem
voru í Hoang Lien-héraði segjast
Eru umtalsverðar breytingar
á veðurfari á nœstu grösum?
Genf, 23. febrúar. Reuter.
VEL MERKJANLEGAR breytingar á veðurfari
heimsins gætu orðið á næstu tfu ánnii ef haldið
verður áfram á núverandi braut tillitsleysis við
umhverfið er niðurstaða ráðstefnu þrjú hundruð
sérfræðinga um veðurfar sem lauk í Genf í gær,
segir í fréttum þaðan.
Ekki segjast sérfræðingarnir geta gefið ná-
kvæma lýsingu á væntanlegum breytingum, en ef
haldið verður áfram eldsneytisbrennslu í sama
mæli og hingað til, muni vaxandi magn koldíoxíðs,
co í andrúmsloftinu gera það að verkum að
hitastig á jörðinni muni aukast nokkuð á næstu
Einnig gæti orðið marktæk breyting á úrkomu
innan tíu ára segja sérfræðingarnir. I lokaorðum
yfirlýsingar sérfræðinganna segir, að nauðsynlegt
sé að efla mjög samvinnu um rannsóknir á
umhverfi manna til að ekki hljótist óbætanlegt
tjón af.
Dr. Robert White forseti ráðstefnunnar sem
haldin er á vegum Alþjóða veðurfræðistofn-
unarinnar, WMO, sagði á fundi með fréttamönnum
í gær að mannfólkið gæti einnig haft veruleg áhrif
á veðurfarið með aukinni leysni fluorocarbons, sem
gæti rýrt ózonhjúp jarðarinnar á næstu árum, en
ózonlagið er helzta vörn jarðarbúa gegn hættuleg-
um sólargeislum.
Víetnamar hafa fellt yfir fimm
hundruð Kínverja og eyðilagt 73
skriðdreka.
Þá var einnig sagt frá átókum í
Lang Son-héraði þar sem
Víetnamar segjast hafa þurrkað út
heilt herfylki Kínverja.
Ekki hafa borist neinar fréttir
um þessa bardaga frá Kína, en
haft var eftir talsmanni stjórnar-
innar í Peking í dag að „refsiferð"
þeirra gegn Víetnömum væri enn
ekki lokið. Yrði sjálfsagt ekki lokið
fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku
því þeir ættu enn eftir að „tukta"
Víetnam nokkuð til. Þá var haft
eftir ónafngreindum embættis-
manni í Peking í dag, að Kínverjar
yrðu ekki jafn eftirgefanlegir í
deilum sínum við Víetnama eins
og þeir voru í landamæradeilum
sínum við Indverja 1962.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
koma saman í gærkvöldi að kröfu
Bandaríkjamanna með stuðningi
nokkurra annarra vestrænna
ríkja. Frummælandi á fundi ráðs-
ins var Andrew Young sendiherra
Bandaríkjanna hjá Sameinuðu
þjóðunum og vöktu ummæli hans
nokkra athygli, þar sem hann
gerði kröfu um að bardögum yrði
hætt nú þegar, og að Kínverjar
hefðu engu meiri rétt til að ráðast
inn í Víetnam heldur en Víetnam-
tr að ráðast inn í Kambódíu á
sínum tíma. Fundi ráðsins var
síðan frestað þar til í kvöld, þegar
taka átti upp þráðinn að nýju.
Bírœfnir
þjófar
Montreal, 24. febrúar. Reuter.
FURÐU lostnar húsmæður
héldu að þær væru að fylgjast
með kvikmyndatóku þegar mað-
ur og kona komu svífandi í
þyrlu yfir iðandi manhkösinni f
stærsta       verzlunarhverfi
Montreal í morgun vopnuð byss-
um og rændu 12 þúsund dollur-
um f banka einum, að þvf er
segir í fréttum þaðan í morgun.
En þetta var allt saman fúlasta
alvara, hjúin flúðu aftur með
þyrlunni undan skothríð öryggis-
varða. Þyrluflugmaðurinn var
jafn undrandi á ósköpunum og
fólkið á jörðu niðri en otað var að
honum byssu og honum sagt að
lenda á bílastæði ekki allfjarri.
Þaðan flúðu hjúin til nærliggj-
andi járnbrautarstöðvar og hurfu
sjónum lögreglu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32