Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 48. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48 SlÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
ttsm»SA$SAb
48. tbl. 66. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRUAR 1979
Prentsmiðja Morgfunblaðsins.
Kínver jar vilja
friðarvidrædur
Hong Kong — Bangkok — 27. febr. - AP - Reuter
KÍNVERJAR hafa skorað á Vfetnama að ganga til friðar-
viðræðna þannig að hægt sé að binda enda á stríðið á
landamærum rfkjanna. Askorunin birtist í forystugrein í
Dagblaði alþýðunnar í Peking, og sagði þar að einungis með
málamiðlun yrði hægt að ljúka deilunum og væri það einlæg von
stjórnar Kína að Víetnamar gerðu sér grein fyrir staðreyndum
og féllust á þá sanngjörnu tillögu að efnt yrði til viðræðna svo
skjótt sem auðið yrði.
Obreyttir borgarar í landamærahéruðum Víetnams flýja heimili
sín allt hvað af tekur, og telpan hér að ofan er með lítið systkini
sitt á bakinu. Myndin er m.a merkileg fyrir það að hún kemur
hvorki úr áróðurssmiðju í Hanoi eða Peking, heldur frá japanskri
fréttastOÍU.                                  Síraamynd AP.
Af fregnum beggja ófriðaraðila er
ijóst að harðir bardagar geisa enn
víða við landamærin, og í kvöld var
því spáð að stórsókn Kínverja væri í
aðsigi við Lang Son. Stjórn
Víetnams lýsti því yfir að Kínverjar
hefðu sótt 40 kílómetra inn fyrir
landamæri ríkjanna, en um helgina
féll borgin Dong4Dang í hendur
innrásarliðsins. Hanoi-stjórnin lét
þess ekki getið hvar í landinu
Kínverjar hefðu sótt lengst fram, en
sagði hins vegar að í landinu væri nú
fjölmennara kínverskt lið en Banda-
ríkjamenn hefðu nokkru sinni haft
þar. Þrátt fyrir mikla bardagahörku
verðust Víetnamar af mikilli hreysti
og væri mannfall í liði Kínverja
gífurlegt.
Japanska fréttastofan Kyodo
hefur bað eftir Teng Hsiao Ping
varaforsætisráðherra Kína, að tillög-
um í Öryggisráði Sameinuðu þjóð-
anna um að Víetnamar og Kínverjar
hyrfu með herlið sitt af erlendri
grund væri tekið með fögnuði í
Peking, en þó gerðu Kínverjar það
ekki að skilyrði fyrir brottför frá
Víetnam að allt víetnamskt herlið
færi frá Kambódíu. Kvaðst Teng
fastlega gera ráð fyrir því að
Kínverjar lykju „refisaðgerðum"
sínum í Víetnam „innan þrjátíu og
þriggja  daga  frá  innrásinni".
Málgagn Sovétstjórnarinnar heldur
því fram að Kínverjar séu farnir að
undirbúa innrás í Laos, en af hálfu
Hanoi-stjórnarinnar hefur ekkert
heyrzt um slíka þróun mála. Upp-
lýsingar frá Peking um bardaga eru
af skornum skammti en ef marka má
fullyrðingar Hanoi-stjórnarinnar
hafa 18 þúsund Kínverjar fallið í
Víetnam frá því að innrásin hófst.  ,
Bernard Rogers.
Tekur við
af Haig
Washington, 26. febrúar. AP.
Bandaríkjaforseti hefur falið
Bernard Rogers hershöfðingja
að taka við yfirstjórn banda-
rísks herafla í Evrópu af Alex-
ander Haig hershöfðingja, um
leið og hann hefur mælt með því
að Rogers verði jafnframt settur
yfir sameinaðan herafla
NATO-ríkjanna.
Alexander Haig hefur gegnt
báðum þessum störfum frá 1974.
Hann hefur látið að því liggja að
hann kunni að gefa kost á sér til
forsetakjörs fyrir Repúblíkana-
flokkinn árið 1980.
Rogers tekur við hinu nýja
starfi 1. júlí næstkomandi. Hann
hefur ekki haft afskipti af stjórn-
málum svo vitað sé, en sagt er að
Carter forseti hafi sett það skil-
yrði að nýr hershöfðingi ætti ekki
pólitískra hagsmuna að gæta.
Aftökur og hýðingar
að viðstöddu fijölmenni
Teheran, 26. febrúar. AP.
FREGNIR HAFA BORIZT af aftöku pyntingasérfræðings Savak-lögreglunnar í Isfahan, Múhammeðs
Hussein Naderis, auk þess sem opinberar hýðingar fóru í gær fram í þremur borgum landsins, að
viðstöddu fjölmenni. Khomeini trúarleiðtogi undirbýr nú brottför sína frá Teheran. Er talið að hann
flytjist búferlum til hinnar helgu borgar Qum, þar sem Shiite-menn hafa bækistöðvar sínar. Bazargan
forsætisráðherra hefur gefið til kynna að aftökur á stuðningsmönnum keisarans að undanförnu hafi ekki
farið fram með hans vitund, og er talið að hann vilji með þessum ummælum firra sig ábyrgð á ráðstöfunum
Suður-Úganda allt á
valdi innrásarliðs?
Nairobi, 26. febrúar - Reuter
AMIN ÚGANDAFORSETI lýsti því yfir í kvöld að hörkubardagar
ættu sér nú stað f námunda við borgina Mbarara, en borgin Masaka
væri þegar á valdi innrásarmanna frá Tanzanfu og stæði hún í björtu
báli.
Úgandískir útlagar halda því
hins vegar fram að Mbarara sé
fallin og megi því heita að gjör-
vallur suðurhluti landsins sé á
valdi innrásarliðsins. Hafi
Mbarara verið sigruð átakalítið á
sunnudagsmorgun, enda hafi fjöl-
margir Amin-menn gengið til liðs
við innrásarmenn um leið og árás
á borgina hófst.
í Uganda-útvarpinu, sem verið
hefur málpípa Amins, var frá því
sagt í dag, að um 20 þúsund manna
lið Tanzaníumanna, málaliða og
útlaga frá Úganda, væri í suður-
hluta landsins og sækti það nú
fram vestur með Viktoríuvatni. Er
talið að Amin sé í Kampala,
sennilega í aðalpósthúsi borgar-
innar, en í gærkvöldi lýsti hann
því yfir að frá Kampala ætlaði
hann að stjórna vörnum landsins
þar til yfir lyki.
Telja glöggir menn í Nairobi, að
útlagaliðið sé í broddi fylkingar
innrásarliðsins, dyggilega stutt
stórskota- og landgönguliði úr
Tanzaníu-her. Amin eigi sér enn
fjölda stuðningsmanna í hernum,
og sé ólíklegt að þeir láti undan
síga meðan leiðtoginn sé á lífi.
byltingarstjórnar Khomeinis.
Menn Khomeinis hafa ekkert vilj-
að segja um aftöku Naderis, en
aftökusveit Khomeinis hefur til
þessa ráðið niðurlögum átta hers-
höfðingja að minnsta kosti.
Ekki er ólíklegt talið að brottför
Khomeinis frá Teheran muni veru-
lega styrkja stöðu Bazargans og
stjórnar hans, en samstarfsmenn
Khomeinis segja að trúarleiðtoginn
muni eftir sem áður gegna mikil-
vægu hlutverki í stjórn landsins.
Tilkynnt var í Teheran í dag að
olíuútflutningur frá íran hæfist að
nýju í næstu viku, en ekkert var sagt
Hörkubardagar í Yemen
Aden, 26. febrúar. Reuter.
BARDAGAR GEISA á landamærum Norður- og Suður-Yemens
f jórða daginn í röð, og segja Norður-Yemenar að árásarher, búinn
sovézkum Mig-þotum og skriðdrekum, ásamt stórskotaliði, hafi
lagt í eyði marga bæi og þorp við landamærin.
legum skilningi, heldur uppreisn
íbúa í landamærahéruðunum
gegn stjórnNorður-Yemens, sem
hefur aðsetur í Sana.
Af óljósum fregnum má ráða
að bardagar séu meðfram öllum
Suður-Yemenar, sem eru
nánu vinfengi við Sovétstjórn-
ina, segjast hafa sigrað síðasta
vígi Norður-Yemena á landa-
mærunum, bæinn Harib. Sé hér
ekki um að ræða innrás í venju-
landamærum ríkjanna, sem að
mestu eru í fjalllendi. Utan-
ríkisráðherra S-Yemens er kom-
inn til Riyadh, höfuðborgar
Saudi-Arabíu, til viðræðna við
forystumenn Araba-bandalags-
ins, en framkvæmdastjóri þess
hefur sko'að á ófriðaraðila að
leggja ni' vopn svo að hægt sé
að hefja sáttaumleitanir.
um magn eða hvert olían ætti að
fara.
Óstaðfestar fregnir hafa borizt af
því að aftökusveit hafi nýlega skotið
tvo lögregluforingja til bana í borg-
inni Najafabad, og orðrómur er á
kreiki um fleiri slíkar aftökur víðs-
vegar í landinu, að undangengnum
dómsuppkvaðningum sérstakra
byltingardómstóla á vegum
Khomeinis. Þá hafa fregnir borizt af
þvi að opinberar hýðingar og önnur
forneskja gagnvart þeim, sem gerzt
hafa brotlegir gegn boðum Kórans-
ins, séu óðum að ryðja sér til rúms
að nýju. Þannig voru til dæmis tveir
unglingar hýddir í Kerman fyrir að
hafa haft áfengi um hönd. Þar
kostaði glæpurinn 30 svipuhögg á
mann, en í Yasooj, þar sem líka voru
hýddir tveir menn, var drykkjuskap-
urinn metinn á 80 svipuhögg. Mun
vægar var tekið á þjófi einum í
Sanjan. Hann fékk 25 svipuhögg
fyrir að brjótast inn til ekkju.
Ekkert hefur spurzt af Baktiar,
fyrrum forsætisráðherra, frá því að
Khomeini trúarleiðtogi skýrði frá
því í útvarpi í gær að hann væri
sloppinn úr landi. Skoraði Khomeini
á erlendar ríkisstjórnir að framselja
Baktiar ef til hans næðist þannig að
hann gæti fengið makleg málagjöld.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48