Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						30
M0RGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1979
Tekst Islandi að slgra
Uncjverja íkvöld og
na þriðja sætlnu?
SÁ LEIÐI misskilningur var á
íþróttasíðu Morgunblaðsins í gær
að Ungverjar hefðu sigrað í
sínum riðli í B-keppninni á Spáni
en ekki Svisslendingar.
Ungverjar höfðu mun betra
markahlutfall í sínum rioli en
Svisslendingar og þar sem liðin
voru jöfn að stigum taldi blaða-
maður Mbl. að það hefðu verið
Ungverjar sem hefðu sigrað í
riðlinum, svo var þó ekki.
Innbyrðis leikur Svisslendinga og
Ungverja var látinn gilda og í
þeim leik sigraði Sviss óvænt
19—17. Hefur þetta fyrirkomu-
lag vakið nokkra furðu og um
leið nokkurn misskilning.
Það verða því Ungverjar sem
íslendingar mæta í kvöld kl. 20.00 í
Barcelqna í keppninni um þriðja
sætið. ísland hefur leikið 9 lands-
léiki frá upphafi við Ungverja og i
aðeins einu sinni gengið með sigur
af hólmi. Tvisvar hefur orðið
jafntefli og 6 sinnum hefur land-
inn tapað. Markatalan er 156 mörk
skoruð á móti 188 mörkum
Ungverja.
Vonandi tekst íslenska liðinu ve/
upp í leik sínum í kvöld og tekst afi
næla sér í þriðja sætið í B-keppn-
inni. Liðsmenn hvíldu sig í gær, til
að vera sem best undir átökin
búnir í kvöld. Þeir Ólafur H.
Jónsson og Axel Axelsson leika
ekki með í kvöld Þeir þurftu að
yfirgefa hópinn og halda heim-
leiðis til Vestur-Þýskalands þar
sem Dankersein á að leika
þýðingarmikinn leik á móti Kiel á
laugardaginn. Allar líkur eru á því
að Erlendur Hermannsson komi
nú inn í liðið og leiki sinn fyrsta
leik í ferðinni.
Borðtennismenn
gegn Færeyingum
ÍSLENDINGAR leika landsleik í borðtennis við Færeyinga í kvöld og
hefst viðureignin klukkan 8.30. Keppt verður að Varmá í Mosfells-
sveit. Opið mót verður síðan haldið í íþróttasal Gerplu á morgun
klukkan 14.30. Þar leika meistarar 1. og 2. flokks, ásamt Færeyingun-
um. Landslið íslands gegn Færeyingum skipa eftirtaldir:
KARLAR:
Tómas Guðjónsson KR, Stefán Konráðsson Víkingi og Hjálmtýr
Hafsteinson KR.
15-17 ÁRA:
Bjarni Kristjánsson UMFK, Tómas Sölvason KR og Örn Franzson KR.
13-15 ÁRA:
Jóhannes Hauksson KR, Einar Einarsson Víkingi og Stefán H.
Birkisson Erninum.
Meistaramót TBR
í ödlingaflokki
HIÐ árlega meistaramót félagsins í öðlingaflokki (40 ára og eldri) fer
fram í húsi TBR, Gnoðarvogi 1 sunnudaginn 4. marz n.k. Keppt verður
í öllum greinum karla og kvenna.
Mótið hefst kl. 14.00, og skulu þátttökutilkynningar hafa borizt til
TBR eigi síðar en miðvikudaginn 28. febrúar n.k.
Nauöungaruppboö
sem auglýst var í 92., 95., og 99 tbl. Lögbirtinga-
blaösins 1977 á verkstæðishúsi meö tilheyrandi
lóöarréttindum í Tálknafiröi, b'ng'ýst eign
Höskuldar Davíössonar fer fram eftir kröfu
Iðnlánasjóös, Inga R. Helgasonar hrl., Þórarins
Árnasonar hdl. og Jóhanns H. Níelssonar hrl.,
miövikudaginn 7. marz 1979 og hefst á sýsluskrif-
stofunni, Patreksfiröi kl. 14.00 en veröur síöan
framhaldiö á eigninni sjálfri.
Patreksfirði, 22. febrúar 1979.
Sýslumaður Barðastrandarsýslu.
Lumenition
YFIR
5000 BÍLAR
Á 3 árum hafa selzt yfir 5000
LUMENITION kveikjur á íslandi.
betta væri óhugsandi, nema
ánægöir kaupendur hefðu mælt
með ágæti búnaðarins.
Hefur pú kynnt Þér kosti LUMENTION platínu-
lausu kveikjuna?
HABERC h£
3e Simi 3 33*4Si
Lokastaðan í riðlunum tveimur í
keppninni varð þessi:
A-riðill:
3 2 0 1 55-54 4
3 2 0 1 74-65 4
3 10 2 58-64 2
3 10 2 58-59 2
Sviss
Ungverjal.
Svíþjóð
Búlgaría
B-riðilI:
Spánn
ísland
Tékkósl.
Holland
3 0 0 61-46 6
1 1 1 55-45 3
1 1 1 55-49 3
0 0 3 42-70 0
Liðin sem leika því saman er
Sviss og Spánn um 1.—2. sætið,
ísland og Ungverjaland um 3.-4.
sæti, Tékkar og Svíar um 5.-6.
sæti og Holland og Búigaría um
7.-8. sætið.
Óhætt er að fullyrða að frammi-
staða Spánverja og Svisslendinga
hefur vakið mikla athygli og hafa
bæði liðin uppskorið eins og til var
sáð. Hafa þau lagt mikla peninga
og tíma í uppbyggingu liða sinna
og stefnt markvisst að því að
komast á Ólympíuleikana. Sá
draumur þeirra hefur nú ræst.
- Þr.
Sigursælir
við Sundið
Menntaskólinn við Sund vann
sveitakeppnina í svigi, sem er
liður í keppni framhalds-
skólanna. 13 skólar kepptu og
voru 5 frá hverjum þeirra ræstir.
Tími þeirra 4 bestu gilti. Voru á
brautinni 42 hlið og var keppt í
Hamragili.
Sem fyrr segir, var það
Menntaskólinn við Sund sem
vann sigur. Fékk liðið saman-
lagða tímann 1:31,7. Sigursveit-
ina skipuðu eftirtaldir: Kristinn
Sigurðsson, Jónas ólafsson,
Einar Úlfsson og Helgi Geirsson.
í öðru sæti varð sveit íþrótta-
kennaraskóla íslands, með
tímann 1:46,3. Þau Valþór
Þorgeirsson, Hans Kristjánsson,
Margrét Baldvinsdóttir og Anna
Erlingsdóttir fengu besta tímann
í sveit ÍKÍ.
Sveit Réttarholtsskóla hafnaði
í 3. sæti með 1:46,8. Besta tímann
hlutu Hafliði Harðarson, Inga
Traustadóttir, Árni Garðarson og
Kristin Guðmundsson.
Um þessa helgi verður síðan
keppt í boðgöngu og ber að senda
þátttökutilkynningar í síma
12371.
Johnson
skorinn
ytra
ÞESSI mynd var tekin, er KR og ÍR mættust í Hagaskólanum fyrir
skömmu. Þar var mættur enginn annar en Stewart Johnson, sem verið
hefur erlendis síðustu vikurnar. Svo sem kunnugt er, skaddaðist
hægra auga Johnsons svo illilega, að gera þurfti geysilega erfiða
skurðaðgerð til að takast mætti að bjarga a.m.k. einhverri sjón á
auganu.
Hérlendis var gert al.lt sem hægt var, en aðaluppskurðinn varð að
gera með sérstökum hníf, sem hér var ekki til. Johnson fór vestur um
haf og var hann skorinn upp vestra með hnífnum góða, sem þar er til á
öllum sjúkrahúsum. Heppnaðist uppskurðurinn vel, er talið að
Johnson eigi möguleika á nokkurri sjón.
Dvöl kappans hér á Iandi hefur varla verið honum til sannrar gleði.
I byrjun lék allt í lyndi, en síðan varð hann fyrir slysinu umtalaða. Og
ekki nóg með það, heldur var hann úrskurðaður ólöglegur af dómstól
KKÍ, eftir að Fram hafði kært hann á þeim forsendum, að hann hefði
ekki áhugamannaréttindi.
Bonhoff villheim
ALLAR horfur eru nú á því að vestur-þýzki knattspyrnusnillingurinn
Reiner Bonhof hverfi aftur heim til Þýzkalands þegar knattspyrnuver-
tíðinni á Spáni lýkur í vor. Þ6 eru enn 2 ár eftir af samningi þeim, sem
hann gerði við Valencia á sfðasta ári. Ástæðan fyrir því að Bonhof
hefur í hyggju að snúa baki við þeim svimandi tekjum, sem hann
hefur, er sú, að hann er haldinn heimþrá og kann illa við sig á Spáni.
Það má öruggt telja, að mörg félóg muni lfta Bonhof hýru auga, ekki
sfzt gamla félagið hans, Borussia Mönchengladbach, sem hefur verið
að missa allar skrautfjaðrir sínar síðustu misseri og er varla skugginn
af sjálfu sér. Bonhof mun þó ekki kosta minna en sem svarar 800.0011
bandaríkjadölum, þannig að fjöldi þeirra liða sem kynnu að hafa
áhuga á að kaupa munu draga sig snarlega í hlé.
Sundmót Ægis
SUNDMÓT Ægis verður haldið mánudaginn 5. mars og miðvikudag-
inn 7. mars í Sundhöll Reykjavíkur. Keppt verður í 14 sundgreinum
karla og kvenna.
Til keppni í 1500 m skriðsundi kvenna verður keppt um bikar sem
SPEEDÖ umboðið hefur gefið til keppninnar. Jón Baldurssnn
fyrrverandi formaður Ægis hefur gefið bikar til keppni í 1500 m
skriðsundi karla. Jón Ingimarsson, fyrrverandi formaður Ægis, gaf
bikar til keppni um í 200 m baksundi karla, til minningar um Jón D.
Jónsson, fyrrverandi þjálfara félagsins. Einnig er keppt um bikar er
Sundsamband íslands gaf Ægi á 50 ára afmæli félagsins. Verður sá
bikar veittur fyrir besta afrek sem vinnst á mótinu sé miðað vjð
heimsmet.
Þátttökutilkynningar skulu berast til Guðmundar Harðarsonar,
Hórðalandi 20, f síðasta lagi föstudaginn 2. mars. Þátttökugjald er kr.
200.00 fyrir hverja skráningu. Skráningin skal berast á tímavarða-
spjöldum SSÍ.                                   Stjórnin.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32