Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARZ 1979 35 margar opnur í mörg blöð um íþróttaferil Helga og afskipti hans af íþróttamálum, en ég vona að aðrir sjái sér fært að gera það, en verðlauna- og viðurkenningar- gripi, bikara, skildi og merki átti hann í haugum. M.a. sæmdi íþróttasamband íslands Helga æðsta heiðursmerki sínu árið 1968, á fimmtugsafmælinu. Helgi átti einkar létt með að kynnast fólki og naut þess ætíð að blanda geði við stóran vinahóp sinn, en „gervivinum" hélt hann í fjarska. Eðli hans var þannig að kunna að gleðjast með glöðum, en um leið næmur á að skilja hlutina, og skipti þá aldursmunur ekki máli. Það fengu margir að reyna. Helgi lagði sig fram um að létta undir með þeim sem í vanda voru eða sátu í skugga þessa lífs. Hjálpsemin var svo einlæg. Það var árið 1964 sem undirrit- aður tengdist Steinaflatafjölskyld- unni, en vegna fjarlægðar urðu kynni okkar Helga ekki mikil fyrr en eftir árið 1970. Helgi var sérstakur höfðingi heim að sækja og gestrisni þeirra hjónanna við- brugðið. Þeim virtist oft líða best þegar heimili þeirra að Hverfis- götu 34 var fullt af fólki og strengjaglymur og mannasöngvar fylltu útí alla veggi. Það lék allt í höndum Helga, hvort sem hann kenndi ungum drengjum handavinnu, en það hafði hann gert nú í nokkur ár með íþróttakennslunni, eða að byggja, en Hverfisgata 34 hér í bæ hefur sjálfsagt þótt stórhýsi á þeirra tíma mælikvarða (1947) og hefur þurft töluverðan kjark og áræði á tímum skömmtunar, þegar lítið sem ekkert fékkst til hús- bygginga, að ráðast í slíka hluti. Þann 29. desember 1955 gekk Helgi í Lionsklúbb Siglufjarðar, og skipaði sá félagsskapur alla tíð síðan stóran sess í huga Helga. Var þeim báðum, klúbbnum og Helga, mikill fengur hvorum að öðrum. Voru Helga falin öll þau störf innan Lion sem fáum mun treyst til, sat oft í stjórn klúbbs- ins, þ.á m. tvisvar formaður hans. Þá var hann umdæmisstjóri um- dæmis 109 B á íslandi veturinn 1975—76. Spannar það umdæmi yfir Norðurland, Vestfirði og nyrsta hluta Austfjarða. En þá um sumarið höfðu þau hjónin „skot- ist“ til Dallas í Texas þar sem allir umdæmisstjórar heimsins voru samankomnir á einum stað. A þessum harða vetri 75—76 heim- sótti Helgi 38 Lionsklúbba og ferðaðist þúsundir kílómetra í „Bronconum" oftast aleinn og iðu- lega í myrkri og stórhríðum. Það hafa margir klúbbfélagar sem hann heimsótti þá minnst á það síðan hvílíkur baráttumaður þetta hafi verið sem við sendum, fítons- andinh og krafturinn hafi geislað svo af honum að áhugalitlir félag- ar hafi fyllst eldmóði til starfa. Meðan Helgi var í þessu um- dæmisstjórastarfi brýndi hann félaga sérstaklega á 4. greininni í „markmið og leiðir Lions": að tengja meðlimina böndum vináttu, góðs félagsanda og gagnkvæms skilnings. Eitt síðasta verk Helga í þessum veraldlega heimi var tákn- rænt fyrir Lionsstarf hans, að selja blóm, ytra ták$i ástúðar og vináttu. Ekki verður svo skilið við minn- ingu Helga á Steinaflötum að ekki sé minnst á útiveru og veiðiskap. Dýrðlegar voru honum stundirnar við íslands fossa og ár með veiði- stöngina og ekki skemmdu nú fjallaferðirnar. Þá leið Helga vel. Trilluhorn átti Helgi, fyrst með öðrum, en síðan einn. Og á sumr- um þegar leyfi gafst frá kennsl- unni naut hann þeirrar heilsulind- ar eins og hann kallaði það að „róa til fiskjar". Ekki held ég að á neinn sé hallað þó Helgi sé hér nefndur aflakló, en veiðieðlið og glögg- skyggnin í sambandi við það var svo sterkur þáttur í lífi hans, og kom þá líka keppnisskap íþrótta- mannsins svo vel í ljós. Það var ekkert verið að hangsa eða drolla við hlutina frekar en fyrri daginn. Nú fer hinn hressandi storm- sveipur Helga ekki lengur um heimili okkar og hans er saknað. Minningarnar eru áleitnar. Börn okkar hjónanna voru alla tíð mjög hænd að Helga, og við lá að þau lærðu að segja „Heggi fændi“ á undan pabbi og mamma. Um leið og ég kveð þennan stórgerða per- sónuleika með söknuði þakka ég honum fyrir allt. Kæra Steinunn og dæturnar. Missir ykkar er þó mestur og við hjónin sendum ykkur dýpstu samúðarkveðjur. Far þú í friði og minningin lifir um ókomin ár. Sigurður Fanndal Helgi andaðist á Sjúkrahúsi Siglufjarðar laugardaginn 24. febr., úr hjartasjúkdómi eftir stutta legu. Okkur vinum hans var ljóst um nokkurt skeið að hann gekk ekki heill til skógar. En að sjúkdómur- inn væri á því stigi að fella þennan fullhuga, hvarflaði ekki að okkur. Helgi fæddist 3. júlí 1918, for- eldrar hans voru hjónin Geirlaug Sigfúsdóttir og Sveinn Jónsson byggingarmeistari, sem bjuggu á Steinaflötum í Siglufirði. Mótaðist hann í uppeldi sínu af eiginleikum foreldrana, sem hafa verið með eindæmum dugnaðar- og atorkufólk. Sveinn var eins og áður segir byggingarmeistari og vann mikið við bryggjusmíðar samtímis húsa- smíði. Frá föður sínum hefir Helgi eflaust erft þann hagleik, sem hann bjó yfir, en samtímis íþrótta- kennslu, kenndi hann ungum drengjum handavinnu. Eru mér minnisstæðar handavinnusýning- ar nemenda skólans og hve hann ljómaði af ánægju yfir getu strák- anna. Ekki efast ég um að í handavinnustofunni hjá Helga hafi margur drengurinn hlotið góða tilsögn. Sótti hann nokkur námskeið handavinnukennara og hafði unun af smíðum og hvers- konar föndri. Helgi ólst upp í Siglufirði, við umhyggju foreldra sinna í nokkuð stórum systkinahópi. Fór hann snemma að vinna og kynntist þannig harðri lífsbaráttu millistríðsáranna. Helgi stundaði nám í Reykholti og íþróttaskólanum á Laugarvatni. Hann var fjölhæfur íþróttamaður og keppti fyrir Siglufjörð í öllum tegundum íþrótta. Störf hans fyrir íþróttahreyfinguna í heild voru metin opinberlega þegar honum var veitt æðsta heiðursmerki I.S.I. árið 1968. En þá stóð Helgi á fimmtugu og fór það ár með frægan fimleikaflokk sinn í sýningarför um landið. Leiðir okkar Helga lágu saman þegar hann byrjaði að kenna leik- fimi í Barnaskóla Siglufjarðar árið 1944, en það ár var Helgi ráðinn íþróttakennari. Mér er kunnugt að ég mæli fyrir munn margra nemenda hans að við gleymum því aldrei þegar hann lét okkur ganga hring eftir hring í leikfimissalnum og syngja Öxar við ána. Honum tókst að laða fram hjá nemendum áhuga og hæfni, sem best sést á þvi að um 20 ára skeið er hann með sýningarflokk í áhaldaleikfimi. Annars ætla ég mér ekki að rekja íþróttaferil Helga, það munu aðrir gera. Ævi manna er mæld í árum, oft er það svo að ungur maður virðist hafa lifað langa ævi. Lífsbraut Helga varð viðburðarík, hann lifði hratt en þó af hógværð. Hann varð sextíu ára í sumar, þá ræddum við um að tími væri kominn til að byrja að slá af. Það kunni Helgi ekki, haustið kom og skólinn byrj- aði, Helgi ætlaði sér ekki af, því fór sem fór. Þegar vinir hverfa, sitjum við eftir með söknuð, en einnig ljúfar minningar. Vinátta þróast, minningarnar þjóta um hugann. Helgi varð félagi í Lionsklúbbi Siglufjarðar 29. des. 1955 í klúbbn- um gegndi hann ýmsum trúnaðar- störfum þar á meðal var hann formaður tvisvar. í Lionshreyfing- unni fann Helgi farveg fyrir sín jákvæðu viðhorf til mánna og málefna. Ég heyrði hann segja að 4. gr. í „Markmið og leiðir Lions- hreyfingarinnar" höfðaði sterkt til sín en hún hljóðar einmitt á þessa leið: „Að tengja meðlimi böndum vináttu, góðs félagsanda og gagn- kvæms skilnings". Hann var kosinn umdæmisstjóri fyrir svæði 109B, starfsárið 1975—76. Það þurfti mikinn kjark til þess að gegna þessu æðsta embætti hreyfingarinnar hér á landi. Studdur eftirlifandi konu sinni, Steinunni Asdísi Rögnvalds- dóttur, fór hann til Bandaríkjanna á alþjóðaráðstefnu Lionsmanna, um sumarið og um veturinn heim- sótti hann 38 klúbba umdæmisins við erfið skilyrði. Þetta var krefj- andi starf, bæði þurfti að sækja fundi í Reykjavík, ráðstefnu í Finnlandi, undirbúa sölu rauðu fjaðrarinnar, sem var trúlega mesta söfnunarátak, sem Lions- hreyfingin hefur gengið fyrir á íslandi. Ég minnist Helga þegar hann á fundi í Lionsklúbbi Siglu- fjarðar talaði þennan vetur um nauðsyn þess að Lionshreyfingin eignaðist eigið húsnæði, fyrir skrifstofu sína í Reykjavík. Ef hann var að leggja góðu máli lið var gengið fram með smitandi kraft og áræði af svo mikilli einlægni að árangur varð auðveld- ur. Áhugamál Helga voru mörg, sem eðlilegt er um mann, sem þrunginn var slíkum lífsþrótti. Auk íþróttamálanna, sem ætíð voru hans hjartansmál, átti hann sínar auðnustundir við allskonar veiðar og útivist. Á ég í sjóði minninganna margar perlur um ferðir okkar bæði sumar og vetur. Hann var mjög heillaður af íslenskri náttúru. Mér er í huga atvik frá í sumar, við höfðum áð í lítilli laut í Ljósavatnsskarði við skólanna að Stóru — Tjörnum þar sem hópur- inn gisti. Eftir góða máltíð sat fólkið og naut umhverfisins, tók ég eftir að Helgi og Sveinn 9 ára sonur minn ganga saman rólega yfir holt og móa alla leið niður að vatni. Þegar þeir komu til baka spurði ég Helga hvað þeir hefðu verið 'að gera, svaraði hann um hæl: Sveinn átti þetta inni hjá mér, ég var búinn á lofa honum því. Seinna um kvöldið þegar við bjuggum börnin til náða, spurði ég Svein: Hvað voruð þið Helgi að gera alla leið niður að vatni? Hann svaraði um hæl: Hann var að segja mér frá fiskunum. Eitt mesta áhugamál Helga var fiskirækt, hann var skemmtilegur veiðifélagi, en seinni árin held ég að ræktunaráhuginn Rafi verið orðinn meiri en veiðiáhuginn. Hann var í stjórn Klakstöðvarinn- ar á Sauðárkróki sem fulltrúi Stangveiðifélags Siglufjarðar og var einstaklega vakandi í að fylgj- ast með öllu sem ritað var um fiskirækt. Og ekki lét hann sig muna um að miðla þeim leyndar- dómum lífsins, sem honum fundust stórkostlegir, til 9 ára drenghnokka, sem orðinn var vin- ur hans, seintekinn og ofurlítið dulur. Helgi átti vini, þar skipti aldursmunur engu, hann var trúr vinum sínum og vildi hvers manns vandræði leysa, eftir situr sár söknuður. Helgi gekk að eiga Steinunni Ásdís Rögnvaldsdóttur 24. mars 1951, eignuðust þau tvær dætur. Geirlaugau hárgreiðsludömu gifta Ægi Hallbjörnssyni, bifreiðasmið, eiga þau tvær dætur, og Guðnýju, nema í Hjúkrunarskóla íslands, sem er heitbundin Andrési Stefánssyni, rafvirkja. Árið sem þau giftu sig flytja þau í húsið Hverfisgata 34, sem Helgi hafði byggt, þar hafa þau búið í fallegu heimili síðan. Þau voru samhent í að taka á móti gestum og eigum við vinir þeirra margar dýrmætar minningar um heim- sóknir til þeirra, þau nutu þess að gleðjast með glöðum og voru höfð*- ingjar heim að sækja. Með kennarastörfum sínum reri Helgi á trillu á sumrin, ýmist einn eða í félagi við aðra. Það var ævintýri að fara í róður með Helga, hann var kappsamur fiski- maður og fengsæll, en athugull og sérstaklega glöggur á fiskimiðin. Eftirtektarvert var hve honum tókst að koma með stóran fisk að landi en þar kom fram lifandi áhugi hans fyrir því að smáfiskur- inn ætti að fá að vera í friði og vaxa til meiri verðmætasköpunar. Helga hlekktist aldrei á í sigling- um sínum þessa lífs. Það er einlæg von mín að þessa síðustu för yfir ómælishaf sem skilur milli lífs og dauða takist honum að sigla hindrunarlaust. Ég er raunar fullviss að þegar okkar stund kemur þá standi hann á eilífðarströnd, brosandi og bjóði okkur velkomin,* með sínu ógleymanlega, hlýja og fastr handtaki. Ástvinum hans bið ég og fjól- skylda mín guðsblessunar. Sverrir Sveinsson Kveðja frá Lionshreyfingunni. Ágætur liðsmaður úr forj. . sveit Lionshreyfingarinnar er . inn mjög um aldur fram. Hann hafði verið félagi í Lk Siglufjarðar um áratugi ot vegum klúbbs síns var h tilnefndur umdæmisstjóri umdæmi 109-B árið 1975—19 Þeim starfa fylgja margvís umsvif á skrifstofu og mikil fe lög utan lands og innas ve, Lionshreyfingarinnar. Vetrarferðalög í umdætni n eru ekki heiglum hent osr re- dugnað, þor og karlmert" á eiginleika átti Helgi í rít ii. Hann var einstaki iga- maður að öllu sem ha~ gði á hug og hönd og ekki fó því að þeir eiginleikar hefðu janf á þá sem hann umgekkst leik og starfi. Ferðafélagi var hann frábær, glaður og reifur, lét ekkert á sig bíta þótt óvæntir erfiðleikar kæmu til. Fyrir sína góðu eiginleika, glaðlegt viðmót, karlmennsku og þrótt átti hann mjög gott með að aðlagast fólki og eignaðist fjölda vina innan lands og utan. Við sem störfuðum með honum í stjórn fjölumdæmis 109, minnumst hans sem hins góða félaga sem var ætíð boðinn og búinn til allra góðra verka og taldi ekki eftir sér tíma né fyrirhöfn. Eftirlifandi konu hans Steinunni Rögnvaldsdóttur, dætrum þeirra og öllum aðstandendum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Jósef H. Þorgeirsson, fyrrv. fjölumdæmisstjóri. Axel V. Magnússon. fyrrv. fjölumdæmisstjóri, Jón Gunnar Stefánsson. núverandi fjölumdæmisstjóri. Höskuldur ÞórhaUsson tónfístarmaður-Mummg Fæddur 11. ágúst 1921. Dáinn 19. febrúar 1979. Það var einhverntíma sennilega upp úr 1930 að boðið var til jólave.islu að heimili Þórhalls cellóleikara Árnasonar móður- bróður okkar systkina. Við vissum að lítill frændi okkar var kominn frá þýskalandi til dvalar hjá föður sínum. Litli drengurinn var í einhverskonar matrósafötum, mjög framandi að lit og gerð. Svolítið skinnveikur og ekki of hraustlegur reyndi hann að ota til okkar einnig að okkur fannst mjög nýstárlegum helgimyndum, pappajötum og reyndi mikið að leyna feimni sinni. Þetta skýrðist fljótlega milli bræðra minna og Höska litla útlenska frænda okk- ar, af því að í þátíð var í okkar augum mjög merkilegt að vera sigldur og hvað þá hálfur útlend- ingur, eins og við börnin kölluðum það. Þar sem við áttum einnig danska frændur var og mun merkilegra að þessi frændi okkar var þýskur að móðurkyni, en móðir hans Klara lifir enn háöldr- uð í Hamborg í Þýskalandi. Faðir hans Þórhallur Árnason, fyrsti menntaði íslenski cellóleikari á íslandi, einn af hinum merku Narfakotssystkinum, lést fyrir tæpum tveim árum. Með þeim feðgum var alltaf mjög náið sam- band, dáði Þórhallur að vonum þennan undurfríða, gáfaða og músíkalska son sinn. Enda var Þórhallur einstakur maður að i margri gerð og viðbrugðið hversu vel hann reyndist börnum sínum. Eitt sinn þurfti hann að dvelja erlendis um tíma og bað hann þá frænda okkar Njál Þórarinsson og konu hans Jóhönnu að annast Höskuld frænda, sennilega mest af því að Höskuldur hafði ekki verið hraustur í æsku, fékk snert af berklum um tíma. Ekki stóð á , þeim Hönnu og Njáli eins og þeirra var von og vísa, og fékk hann um margra ára skeið aðhlynningu og skjól hjá þeim, á þeirra góða og fallega heimili. Svo hvarf hann af landi burt og dvaldi hjá móður sinni, hóf m.a. nám í cellóleik og hljómlist. Sennilega upp úr 1937 eða ’38 er Höski frændi kominn aftur að ég hygg til samvistar við föður sinn sem hafði mikinn áhuga á músik- hæfileikum sonar síns. Og enn var þessi frændi minn með þennan framandlega blæ, leiður yfir að hafa tapað mikið niður af íslensk- unni, og hét því reyndar að láta engan heyra sig mæla á íslensku fyrr en hann hefði aftur fullt vald á málinu. Af hreinni tilviljun æxlaðist svo til að ég tók drenginn að mér fyrstu daga hans hér, enda vorum við svo gott sem jafnaldrar. Eins og títt er um táninga hætti mér þá til að ofgera hlutina, fannst mér fátt til um þennan þá langa og mjóa strák enda var hann nokkr- um mánuðum yngri, sem vitaskuld gerði virðingar mun. En ekki leið langur tími þar til ungar dætur Reykjavíkur fengu meira en lítinn áhuga á Höskuldi, og var hann einn mesti draumaprins bæjarins. Og ekki minnkuðu vinsældir hans, er hann tók að leika í danshljóm- sveitum. Lék hann lengi m.a. á Hótel Borg og víðar. Fallegur, sjarmerandi og músík’alskur sögðu yngismeyjarnar. Liðu þannig árin við nám, æskubrek og gleði þar til hann kvæntist Ásdísi Jónatans- dóttur 15. maí 1943, glæsilegri og góðri stúlku af góðu bergi, þeirra sonur og hans eini er Gunnlaugur Þröstur. Einhvern veginn fannst mér gæfu hans bera hæst á þessum árum. Þvi miður skildu leiðir þessara glæsilegu hjóna. Fannst mér einhvern veginn að frændi minn hálfþýski vera lítill gæfu- maður upp frá því. Mér fannst eins og ógæfa Þýskalands ganga ómeðvitað inn í örlög hans. Og nú er hann í nokkur ár barðist við hræðilegan sjúkdóm, en eins og fyrrum fjarrænn, stolt- ur og einmana, vildi hann helst ekki blanda geði við neinn, nema mágkonu sína Guðrúnu Þór og voru það fögur og sérstæð sam- skipti, engum lík nema þeim tveim. S.B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.