Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SÍÐUR
79. tbl. 66. árg.
MIÐVIKUDAGUR 4. APRIL 1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Hættan liðin hjá
íHarrisburg
Harrisburg, Moskvu, Seoul, Tókýó, 3. apríl. AP. Reuter.
TALIÐ cr að nú sé Hðin hjá öll hætta á að sprenging geti orðið í
kjarnorkuverinu 'í Harrisburg. Sérfræðingar haía náð yfirhöndinni í
viðureigninni við kjarnaofninn og tekist hefur að eyða að mestu vetnisskýi
sem myndaðist innan ofnsins. Geislun er nú hverfandi í verinu.  í liósi
þessarar þróunar hafa áætlanir um
meiri háttar brottflutning fólks af
svæðinu verið lagðar á hilluna, og
íbúar í næsta nágrenni við orkuverið
hafa margir hverjir snúið til heim-
kynna sinna.
Stjórnvöld í Suður-Kóreu skýrðu
frá því í dag að kjarnorkuverið í
borginni Kori við suðausturströnd
landsins hefði ekki verið starfrækt
frá 27. marz sl. er geislavirkt kæli-
vatn lak frá stöðinni vegna bilunar í
kælikerfi.
Sovézkir embættismenn sögðu i
dag að sams konar óhapp og henti í
kjarnorkuverinu í Harrisburg gæti
ekki gerzt í sovézkum orkuverum.
Kælikerfi sovézkra kjarnorkuvera
væru betur úr garði gerð og öryggis-
mál væru meira í heiðri höfð í
Sovétríkjunum. Mikið hefur verið
gert úr slysinu í Harrisburg í sovézk-
um fjölmiðlum og hefur þungamiðj-
an í allri þeirra frásögn verið „að
atburðir af þessu tagi gætu ekki
gerzt hér".
Frankfurtflugvöllur:
Sprenging
í póstpoka
Frankturt, 3. apr. Reuter.
TÍU        flugvallarstarfsmenn
slösuðust, þar af tveir lífshættu-
lega, í morgun, þegar öflug
sprengja sprakk í póstpokageymslu
í flugstöðinni í Frankfurt. Er talið
að pokinn með sprengjunni hafi átt
að fara um borð í EL AL vél til
ísraels. Talsmaður saksóknara f
Frankfurt sagði f kvöld að ekkert
benti til þess að v-þýzkir hryðju-
verkamenn hefðu verið að verki, og
trúlegra að einhver samtök
Palestínumanna bæru ábyrgð á
þessu.
Eins og fyrr sagði eru tveir í
lífshættu og missti annar handlegg
við atburðinn, tveir til viðbótar eru
alvarlega skaddaðir. Hinir sex eru
minna meiddir. Pokinn með
sprengjunni var ásamt öðrum
varningi á vagni sem átti að fara að
aka  út  í  hinar  ýmsu  flugvélar.
Öryggissveitir komu tafarlaust á
vettvang og var flugvallarsvæðið
girt af að mestu um hríð og hætt var
öllum póst- og bögglasendingum frá
flugvellinum í dag.
Mohammed Reza fyrrverandi íranskeisari sést hér með konu sinni
og tveimur sonum á leið frá húsi sem þau dvelja í á Paradísareyju
skammt fra Nassau á Bahamaeyjum. Fjölskyldan hefur verið á
Bahamaeyjum síðan á föstudag og talið að þau hyggi á búsetu í
Suður-Ameríku.
Dennis Healy
lagði fram fjár-
lagafrumyarp
i 15. sinn
London, 3. aprfl. Reuter.
DENNIS Healy, sem verið hefur
fjármálaráðherra í Bretlandi
lengur en nokkur annar frá
lokuin seinni heimsstyrjaldar.
lagði í dag fram fjárlagafrum-
varp brezku stjórnarinnar og var
það í 15. sinn sem hann innir það
verk af hendi.
Þar sem þing verður rofið í
Bretlandi innan fárra daga og efnt
til nýrra kosninga 3. maí næst-
komandi, en talið að þá fari
núverandi stjórnarandstaða með
sigur af hólmi, hafði Healy samráð
við íhaldsflokkinn áður en hann
lagði frumvarp sitt fram.
Að sögn sérfræðinga var aðeins
að finna eina umtalsverða kjara-
bót í frumvarpi Healys, en það var
áætlun um að tekjuskattar hinna
lægst launuðu yrðu lækkaðir um
níu af hundraði frá 1. ágúst
næstkomandi. Búist er við því að
næsta stjórn leggi fram nýtt
fjárlagafrumvarp fljótlega að
loknum kosningum og er talið að
þessi skattalækkun verði þá jafn-
vel afnumin.
Myndin sýnir hvernig umhorfs var í póstpokageymslunni í flugstöð-
inni í Frankfurt örstuttu eftir að sprengingin varð. Fremst á
myndinni til vinstri sjást skór af manni þeim sem stóð við vagninn
þegar sprengjan sprakk. Þeyttist maðurinn langar leiðir.
Næsti fundur Sadats
og Begins síðla í maí
kairó. 3. apr. Reuter. AP.
NÆSTI fundur Sadats Egypta-
landsforseta og Begins forsætisráð-
herra ísraels verður í' bænum El
Arish á Sinaiskaga hinn 27. maí
n.k. en þá afhenda (sraelar bæinn f
hendur Egypta og er það hálfum
mánuði fyrr en upphaflega var
samið um. Þar með verða landa-
mæri ríkjanna opnuð. Begin forsæt-
isráðherra sagði frá þessu skömmu
áður en hann hélt heim til ísraels í
dag, þriðjudag, eftir rúmlega sólar-
hringsdvöl f Egyptalandi. Hann
sagði einnig að þeir Sadat myndu
síðan fara saman til ísraelsku
borgarinnar Beersheva í Negeveyði-
mörkinni. A þessum fundi hyggjast
þeir tala um áform í sambandi við
beinar flugsamgöngur milli Kairó
og Tel Aviv, svo og siglingar milli
landanna tveggja.
Begin sagði að Ghali utanríkisráð-
herra Egyptalands myndi koma til
ísraels bráðlega með afrit af samn-
ingi landanna á arabisku og Moshe
Dayan færi sömu erinda til Egypta-
lands með hebresku útgáfuna.
Begin sagði aðspurður að við-
ræður um sjálfstjórn til handa
Palestínumönnum sem búa á Vestur-
bakkanum og á Gaza myndu hefjast
mánuði eftir staðfestingu samnings-
ins. Yigal Yadin, aðstoðarforsætis-
ráðherra ísraels og víðfrægur forn-
NATO-ríki láti mál utan
bandalagsins til sín taka
BrUssel, 3. apríl. AP.
ALEXANDER Haig, yfirmaður alls herafla NATO í Evrópu, hvatti
öll aðildarlönd Atlantshafsbandalagsins (NATO) í grein sem hann
reit í Le Soir til að veita Tyrkjum efnahagsaðstoð sem nauðsynleg
er til að koma í veg fyrir hrun í landinu. Ennfremur hvatti Haig
aðildarlönd NATO til að láta sig öllu meira skipta þróun mála í
löndum utan bandalagsins vegna vaxandi umsvifa Sovétríkjanna
þar.
Haig sagði að ýmis þróun
utan ríkja NATO varðandi
hagsmuni bandalagsins og því
væri meiri nauðsyn nú en
nokkru sinni fyrr að lönd NATO
létu slík mál til sín taka. Ekki
væri einvörðungu hægt að gera
ráð fyrir því að Bandaríkin létu
sig skipta mál af þessu tagi.
I þessu sambandi benti Haig á
að á síðastliðnu ári hefðu
Afghanistan, Suður-Jemen og
Eþíópía eflt bandalag sitt við
Sovétríkin. Sovétmenn hefðu
sett á fót flotastöðvar og flug-
stöðvar í Aden og í Eþíópíu.
Víetnamar hefðu ráðist inn í
Kambódíu með tilstyrk Sovét-
manna og Suður-Jemenar hefðu
ráðist inn í Norður-Jemen,
einnig með tilstyrk Sovétmanna.
„Við getum ekki haldið áfram
að loka augum okkar fyrir þeim
afleiðingum sem umsvif Sovét-
manna eiga eftir að hafa í för
með sér," reit Haig. Hann sagði
að aðgangur vestræhna ríkja að
ýmsum auðlindum væri í hættu
vegna umsvifa Sovétmanna.
Sovétmenn ættu einnig auðvelt
með að trufla mikilvægar sigl-
ingaleiðir þar sem þeir hefðu
víða sett upp röð af flotastöðv-
um í þriðja heiminum. Loks
væri hátterni Sovétmanna á
allan hátt til þess fallið að spilla
vinsamlegum tengslum ýmissa
þróunarríkja og ríkja NATO.
„Það er kominn tími til að ríki
NATO breyti um stefnu og láti
af ríkjandi þankagangi. Dreifa
þarf ábyrgðinni í ríkari mæli
meðal vestrænna ríkja svo að
árangur megi nást í þeirri við-
leitni að hefta heimsveldi Sovét-
ríkjanna," sagði Haig.
leifafræðingur hefur verið boðið í
Egyptalandsför. Þeir Begin og Sadat
sátu á fundi í morgun og virtist mun
léttara yfir mönnum en í gær og
sömuleiðis gerðu egypsk blöð nú
meira úr heimsókn Begins en þegar
hann kom í gær. ísraelskir fánar
blöktu víða þar sem Begin fór um og
ísraelski forsætisráðherrann var við
brottför sína margorður um hversu
frábærar viðtökur hann hefði fengið
í Egyptalandi. Sadat sagði að hann
væri einnig hinn glaðasti fyrir því
hversu farsæl byrjunin á samskipt-
um ríkjanna hefði orðið og ítrekuðu
þeir síðan að áfram yrði haldið á
sömu braut og náið samráð yrði á
millum þeirra. Sadat sagði aðspurð-
ur að samkomulagið við ísraela hefði
leitt til þess að ýmsar Arabaþjóðir
ætluðu bersýnilega að beita hörku,
m.a. á efnahagssviðinu, svo og póli-
tísku og diplómatísku og nánast allir
sendiherrar Arabaríkja fóru frá
Kairó áður en Begin kom þangað.
Sadat var kampakátur og sagði að
hann væri orðinn ýmsu vanur af
hálfu Arabaþjóðanna sumra og
kippti sér ekki upp við það.
Thatcher
vill ekki í
kappræðu
London, 3. aprfl, Reuter.
TALSMAÐUR James Callaghans
forsætisráðherra Breta sagði í
dag, að Margaret Thatcher leiðtogi
Ihaldsflokksins hefði ekki viljað
þiggja boð um kappræður við
Callaghan í beinni sjónvarpsút-
sendingu LWT-sjónvarpsstöðvar-
innar er hafði boðið köppunum
báðwm til þessa leiks. Talsmaður
sjónvarpsstöðvarinnar staðfesti í
kvöld að Thatcher hefði hafnað
boðinu. Callaghan hafði sent já-
kvætt svar um þátttöku.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32