Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 88. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						
48 SÍÐUR
88. tbl. 66. árg.
FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Trúarleiðtogar
trey sta friðinn
Teheran, 18. aprfl. A.P - Reuter.
AYATOLLAH Mahmoud Taleghani, annar kunnasti
trúarleiðtogi í íran, kom frá úr fylgsnum sínum í dag og
hóf viðræður við Ayatollah Ruhollah Khomeini í hinni
helgu borg Qom, að því er útvarpið í Iran tilkynnti í
kvöld.
Leiötogarnir tveir, svo og
byltingarráð landsins, sendu frá
sér yfirlýsingar í dag þar sem
ráðist var að „and-byltingaröflum"
sem m.a. voru sökuð um að hafa
rænt tveimur sonum og tengda-
dóttur Taleghanis í síðustu viku.
Kunnugir segja yfirlýsingarnar
vott um að trúarleiðtogarnir séu
að reyna að jafna ágreinirig sinn
og lækka óánægjuöldur í röðum
stuðningshópa sinna.
Teleghani hvatti m.a. sína
stuðningsmenn til að sýna still-
ingu og hætta mótmælaaðgerðum
gegn trúarnefndum Khomeinis.
Þrátt fyrir yfirlýsingar beggja
urðu mikil mótmæli víðsvegar í
landinu.  Einnig fóru  hermenn  í
Teheran og víðar í miklum
fyikingum um götur og veifuðu
myndum af Khomeini.
Aftökur héldu áfram í íran og
voru sjö manns teknir af lífi í
morgunsárið í dag. Þar með hafa
143 verið teknir af Iífi af
byltingars/eitum eftir réttarhöld
byltingardómstóla. Meðal þeirra
sem teknir hafa verið af lífi eru 27
herforingjar.
Nýtt tungumál:
„1131 3310
1590 1654651
22501411237"
Nýju Delhi, 18. aprfl. AP.
FYRRVERANDI indverksur
kaupsýslumaður, K.R. Gopal-
krishna, hefur fundið upp
tungumál sem byggist á tölum
og hann vonar að muni
sameina hciminn.
Hann kallar þetta tungumál
„Abasama", orði sem hefur
enga merkingu, og hefur hann
sjálfur tekið sér það nafn.
Fornöfn hafa sömu rót-tölu,
1.000. Núllin breytast í aðrar
tölur til að tákna kyn, fall,
eintölu eða fleirtölu og svo
framvegis.
Abasama hefur unnið að þvi
að búa til þetta tungumál í 15
ár og enn sem komið er kann
hann það einn. En rúmlega
1.000 áskrifendur eru að
mánaðarriti sem hann gefur út
um tungumálið og hann segir
að nokkrir fræðimenn hafi
hrósað því.
„Þú ert með verk í hálsinum,"
útleggst þannig á Abasama:
„1131 3310 1590 1654651 2250
1411237" og það er borið þannig
fram: „Katsja tsjíkom kúpom
kúntindúk ganton kiniþ."
011 orðin er að finna í
ensk-abasamískri orðabók sem
hefur að geyma 2.500 orð. Höf-
undurinn ætlar að semja fimm
sinnum stærri orðabók.
Borgarstjórar
af vinstri væng
Madríd. 18. aprfl, Reuter.
FASTLEGA má gera ráð fyrir að
vinstrisinnaðir menn taki við em-
bætti borgarstjóra í stærstu borg-
um Spánar eftir kosningar borgar-
og sveitarstjórnarmanna á Spáni á
morgun, fimmtudag, vegna
samkomulags sósíalista og
kommúnista um sameiginlegt
framboð fil þessara embætta.
Þannig þykir öruggt að Enrique
Tierno Galyan, leiðtogi PSOE, verði
borgarstjóri Madrídar. Vinstri-
sinnar hafa ekki farið með æðstu
völd í borgum Spánar frá því fyrir
borgarstyrjöldina 1936—39.
Samkomulag vinstriflokkanna
gerir það að verkum að þeir munu
ráða um 1800 borgar- og sveitar-
stjórnum á Spáni, en til þeirra
teljast um 70 af hundraði íbúa
landsins. Miðdemókratar, sem fara
með völd í landinu, sigruðu í nýaf-
stöðnum sveitarstjórnarkosningum,
þegar á heildina er litið, en flest
sæti fengu þeir í dreifbýli og minni
borgum.
Kristnir menn lýsa yfir
sjálfstæði   í   Libanon
Tel Aviv, Tyrus, Osló, Beirút, Damaxkus, 18.
aprfl, AP-Reuter.
SAAD Haddad majór, leiðtogi
kristinna manna í Suð-
ur-Lfbanon, lýsti í dag yfir sjálf-
stæði héraðsins er héðan í frá
yrði kallað Frjálst Líbanon.
Tilkynningin var birt skömmu
eftir að líbanskar hersveitir tóku
sér stöðu meðal gæzlusveita
Sameinuðu þjóðanna á svæðinu.
óljóst þótti hvort verið væri að
lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis.
Kristnir hermenn gerðu harða
hríð að Líbanonsher í nánd við
bæinn Tyrus þegar þeir síðar-
nefndu komu inn á svæðið, en
engar fregnir fóru af mannfalli.
Hins vegar fórst norskur hermað-
ur úr gæzluliði Sl> og annar
særðist hættulega er þeir urðu
fyrir sprengjum sem skotið var í
nótt inn á svæði það þar sem
gæzlusveitirnar halda til.
Kjósa 2/3 flbúa Rhódesíu?
Salisbury. Rhódesfu,
18. aprfl, AP - Reuter.
EMBÆTTISMENN í Rhódesíu
spáðu því í dag, að kjörsókn í
kosningunum sem nú standa yfir
í landinu yrði að minnsta kosti 60
af hundraði. Verði kjörsókn það
mikil þykir það benda til þess, að
bæði svartir íbúar og hvftir lfti á
kosningarnar sem einu leiðina til
að binda enda á erjur síðustu ára
milli svartra skæruliða og stjórn-
arhersins.
Þessu hafa bæði hvítir og svart-
ir stjórnmálamenn í landinu hald-
ið fram og hafa þeir einnig sagt að
þorri íbúanna treysti á að mikil
kjörsókn verði til þess að erlend
ríki viðurkenni næstu stjórn^
Rhódesíu.
Aðeins nokkrum klukkustund-
um eftir að kjörstaðir opnuðu í
morgun á öðrum degi kosninganna
var kjörsókn orðin 38 af hundraði,
en þá hafði tæplega 1,1 milljón
manna greitt atkvæði. Kjörsókn
hefur verið einna dræmust í
suðurhéruðunum, en þar hafa
skæruliðar verið einna afkasta-
mestir í aðgerðum sínum. Skæru-
liðar hafa haft miklu hægar um
sig en búist hafði verið við í
sambandi við kosningarnar sem
lýkur á laugardag.
Yfirmenn herafla ísraels skýrðu
frá því að um það leyti sem
líbönsjku hermennirnir tóku sér
stöðu í Suður-Líbanon hefði
rússneskum eldflaugum af
Katyusha-gerð verið skotið inn á
ísraelskt land. Einn maður særðist
og skemmdir urðu á mannvirkjum.
Útvarpið í Beirút skýrði einnig
frá því í dag, að ísraelskir landa-
mærahermenn hefðu skotið
sprengjum að stöðvum palestínu-
skæruliða í útjaðri Tyrusar
skömmu fyrir dögun. Þessum og
öðrum álíka ásökunum var vísað á
bug í ísrael í dag.
Tilkynnt var í stöðvum SÞ í
Jerúsalem í dag að kristnir her-
menn í Líbanon hefðu tekið til
fanga bandaríska liðsforingjann
James Neale þegar hann ók til
Líbanons í dag í þeim erindagjörð-
um að koma vopnahléi í kring.
Síðar hefði Neale verið látinn laus
fyrir tilstilli ísraelskra herfor-
ingja.
Ennfremur tilkynntu stöðvar
SÞ að þrír einkennisklæddir menn
hefðu reynt að koma sprengiefni
fyrir við þyrlu sveita SÞ í
Suður-Líbanon. Hermenn í gæzlu-
sveitunum hefðu skotið á
þremenningana og fellt einn
þeirra.
Holkeri
gafst upp
Helsinki, 18. aprfl. Reuter.
HARRI Holkeri leiðtogi
finnskra íhaldsmanna gafst upp
í dag við að reyna að mynda
meirihlutastjórn er tæki við
samsteypustjórn mið- og vinstri-
flokkanna.
Ein lausn þeirra stöðu sem nú
er komin upp ér að fyrrverandi
stjórnarbandalag taki upp þráð-
inn að nýju, en líklegra er þó talið
að mynduð verði minnihluta-
stjórn til bráðabirgða þar sem
ýmsar blikur eru á lofti í finnsk-
um stjórnmálum í kjölfar nýaf-
staðinna kosninga.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48