Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48 SIÐUR OG LESBOK
ttMitfófr
89. tbl. 66. árg.
LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1979
Prentsmiðja Morgunhlaðsins.
Mikil kosningaþátt-
taka í Rhódesíu
Salisbury. 20. apríl AP. Reoter.
TÆPLEGA 60 af hundraði atkvæðisbærra manna höfðu í kvöld greitt
atkvæði í þingkosningunum í Rhódesíu, en þær eru hinar fyrstu, þar
sem svartir menn jafnt sem hvítir hafa kosningarétt. Síðasti dagur
kosninganna er á morgun, laugardag, og þykir sýnt að þátttakan
verður ríflega 60%, en það var sú lágmarkstala, sem stjórnin hafði
vænzt.
Fleiri hermdarverk voru unnin í
dag en fyrri kosningadaga og er
talið að 27 manns hafi látið lífið af
völdum aðgerða skæruliða, sem
höfðu heitið að koma í veg fyrir að
menn neyttu atkvæðisréttar síns.
Meðal þeirra sem létuzt í dag voru
þrír blökkumenn, sem stigu á
jarðsprengju á leið á kjörstað.
Leiðtogar bráðabirgðastjórnar-
innar í Salisbury, en í henni eiga
sæti fulltrúar þriggja blökku-
mannahreyfinga auk hvítra
manna undir forystu -ian Smiths,
hafa lýst sig mjög ánægða með
þátttökuna og telja hana mikil-
væga vísbendingu um vilja meiri-
hluta þjóðarinnar.
Flugvélar Rhódesíuhers gerðu í
dag loftárásir á stöðvar skæruliða
í Mozambique og var það í fyrsta
sinn eftir að kosningarnar hófust.
Amín undirbýr
lokaorrustuna
Kampala, 20. aprfl.
AP, Reuter.
FLÖTTAMENN frá borginni
Jinja í austurhluta Uganda sögðu
í dag, að margt benti til þess að
Idi Amín, sem til skamms tíma
var forseti landsins, væri enn í
borginni ásamt nokkur hundruð
Vnsofu  Lule,
Uganda.
forseti
manna herliði og hygðist berjast
þar til síðasta manns. Búizt er
við, að hermenn nýju stjórnarinn-
ar í Kampala og Tanzaníumenn
nái til Jinja um helgina og má þá
búast við meiri háttar bardögum.
Talið er að liðsmenn Amíns hafi
enn á sínu valdi stærsta raforku-
ver landsins, sem einnig framleiðir
raforku fyrir Kenyamenn og hafa
hinir nýju ráðamenn í Kampala nú
áhyggjur af því að skemmdarverk
kunni að verða unnin í orkuverinu.
Flóttamenn af þeim svæðum,
þar sem hér Amíns hefur hörfað
að undanförnu, segja miklar
hryllingssögur af framferði
hermanna hans, sem skjóti
miskunnarlaust á óbreytta borg-
ara og myrði alla sem þeir telja
vera einhverja fyrirstöðu á
flóttanum.
Stjórn Kenya hefur flutt stóran
hóp flóttamanna frá Uganda aftur
til landamæranna og er talið að
einhverjir þeirra verði framseldir
hinum nýju stjórnvöldum, þegar
um hægist í landinu.
Fyigst með hátíðarhöldum sumardagsins fyrsta í Reykjavík.
Sjá nánar um hátíðarhöldin í Reykjavík, Kópavogi og Seltjarnarnesi á bls. 16 og 17.
Ástandið
komið  á
- segir Kurt Waldheim
„ Tel Aviv, New York, 20. apríl. AP, Reuter.
ÁSTANDIÐ í Suður-Líbanon er nú mjög alvarlegt og getur stefnt friðnum
í Miðausturlöndum í hættu að því er Kurt Waídheim framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna sagði í dag í skýrslu til Öryggisráðsins. Waldheim
sagði að gæzlulið S.Þ. hefði verið hindrað f að gegna skyldustörfum sínum.
en hluti liðsins hefur verið lokaður inni á svæði því, sem kristnir hægri
menn hafa lýst sjálfstætt.
í S-Libanon
hættustig
herra Israels varði í dag stuðning
Israelsmanna við sveitir hinna
kristnu hægri manna í Líbanon og
sagði að þær og ísraelsmenn hefðu
sameiginlegra hagsmuna að gæta
gagnvart PLO.
Yfirmaður hersveita kristinna
manna í S-Líbanon sem lýst hafa
yfir sjálfstæði yfirráðasvæðis síns,
Saad Haddad, ákvað í dag að aflétta
„Gleymdist" í 18
daga í f angelsi
Bregenz, Austurríki,
20. aprfl. Reuter, AP.
ÁTJAN ára gamall austur-
rískur piltur liggur nú á gjör-
gæzludeild spítalans í Brcgenz
eftir að hafa „gleymzt" í 18
daga í litlum gluggalausum
fangaklefa í kjallara fangels-
ins í bænum og verið án matar
og  vatns  allan  þann  tíma.
Þykir ganga kraftaverki næst
að pilturinn skuli enn í lifenda
iölu og læknir sá sem nú
annast hann sagði í dag, að
þetta væri í fyrsta sinn sem
vitað væri til að nokkur maður
hefði lifað í 18 daga án vatns.
Sagðist læknirinn halda að
ástæðan fyrir því að pilturinn,
Andreas Mihavecs, hefði lifað
af væri sú, að kalt og rakt var í
klefanum.
Mihavecs mun hafa verið
tekinn til yfirheyrslu af lögreglu
ásamt vini sínurn eftir að þeir
höfðu lent í árekstri, sem lög-
reglan grunaði hann um að bera
ábyrgð á. Mihavecs var stungið í
lítið notaðan fangaklefa á
meðan félagi hans var yfir-
heyrður, en í yfirheyrslunni
kom fram að hvorugur þeirra
bar ábyrgð á árekstrinum og var
félaganum sleppt þegar að
henni lokinni. Mihavecs
gleymdist hins vegar og mundi
enginn eftir honum fyrr en
starfsmenn í fangelsinu röktu
mikinn óþef til klefans þar sem
hann var géymdur 18 dögum
síðar. Var Mihavecs þegar
komið á sjúkrahús, en hann
hafði þá létzt um 24 kíló, en var
áður 78 kíló að þyngd.
Mál þetta hefur vakið mikla
furðu og óhug í Austurríki, en
þar er óheimilt að hafa grunaða
menn lengur í haldi en 48 tíma
án dómsúrskurðar. Innanríkis-
ráðherra landsins hefur vikið úr
starfi      lögreglumönnunum
þremur, sem handtóku Mihavecs
og stungu honum í svartholið, og
verða þeir látnir sæta fullri
ábyrgð.
feröabanni S.Þ. sveitanna frá og með
morgundeginum að loknum fundi
með yfirmönnum sveitanna.
Haddad sagði í dag í viðtali við
sjónvarpið í ísrael, að her hans væri
hinn eini lögmæti í Líbanon og að
stjórnin í Beirut og herstyrkur
hennar væri alveg á bandi Sýrlend-
inga og skæruliðahreyfingarinnar
PLO.
Haddad vísaði á bug yfirlýsingum
stjórnarinnar í Beirut um að honum
hefði verið vikið úr her landsins og
að hann yrði leiddur fyrir herrétt um
leið og til hans næðist fyrir að hafa
lýst landamærasvæðið í suðaustur-
hluta landsins sjálfstætt og kallað
það „Frjálst Líbanon".
Ezer  Weizman  landvarnarráð-
Á hæli vegna
einnar rúblu
FIMMTUG sovésk nunna,
Waleria Makijewa, hefur verið
send á heilsuhæli samkvæmt
úrskurði dómstóla. Nunnunni var
fundið til foráttu að hafa saumað
út tilvitnum í nítugasta Davíðs-
sálm í belti sitt og selt það síðan
fyrir rúblu. Á beltinu mátti lesa:
„Drottinn, þú ert okkar cilífa
athvarf". Dómstóllinn ákærði
hina guðhræddu Makijewu fyrir
„ólögleg söluviðskipti".
Það var sovézki Nóbelshafinn
Andrei Sakaroff sem skýrði vest-
rænum   fréttamönnum   frá
atburðinum og lýsti honum sem
„hneysklanlegu broti á trúfrelsi".
99,9%  Egypta
með samningnum
Kairó, 20. apríl. AP, Reuter.
FRIÐARSAMNINGUR Egyptalands
og ísraels hlaut stuðning 99,9%
kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslunni
í Egyptalandi í gær, en yfir 90%
atkvæðisbærra manna greiddu
atkvæði. Aðeins 5246 kjósendur af
tæplega 11 milljón greiddu atkvæði
gegn samningunum, að því er innan-
ríkisráðuneytið upplýsti í dag. Staða
Sadats í Arabaheiminum er talin
munu styrkjast nokkuð við það að
hann getur nú bent á það, að þjóðin
stendur einhuga að baki friðarsamn-
ingunum.
Begin forsætisráðherra Israels
hringdi í Sadat þegar úrslit
atkvæðagreiðslunnar lágu fyrir og
óskaði honum til hamingju með
úrslitin.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48