Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 97. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						80 SÍÐUR
97. tbl. 66. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Ginzburg um sovéska ráðamenn:
, ,Ný manntegund í
sköpunarverkinu "
Hyggst búa hjá Solzhenitsyn
New York, Tel Aviv, 30. aprfl. AP. Renter.
SOVÉSKI andófsmaðurinn Alexander Ginzburg heíur í hyggju að
setjast að í útlegð með rithöfundinum Solzhenitsyn ásamt fjölskyldu
sinni eftir að rithöfundurinn bauð Ginzburg að koma og búa með sér á
fimmtíu og einnar ekru landareign sinni í Vermont „eins og hann væri
heima hjá sér".
Ginzburg, sem er kunnastur
fimmmenninganna sovézku sem
látnir voru í skiptum á föstudag
fyrir tvo njósnara, sagði frá því í
viðtali á sunnudag, að hann gerði
ráð fyrir að fara til Vermont eftir
mánuð. Andófsmaðurinn bar til
baka sögusagnir um að eiginkona
Stoltenberg
hélt velli
Kiel, 30. apríl. AP.
GERHARD Stoltenberg, sem
lagði pólitískan frama sinn að
veði fyrir stuðning við smíði
kjarnorkuvers í Brckdorf og
starfrækslu annars vers í
Kiimmel, var endurkjörinn for-
sætisráðherra í Slésvík-Holstein í
einhverjum tvísýnustu fylkis-
kosningum sem hafa farið fram í
Vestur-Þýzkalandi og Kristilegi
demókrataflokkurinn hélt meiri-
hluta sínum á fylkisþinginu í Kiel
með eins atkvæðis mun.
Sósíaldemókratar og frjálsir
demókratar reyndu að fella
Stoltenberg með baráttu gegn
kjarnorkuverunum í kjölfar slyss-
ins á Three Mile Island í Pennsyl-
vaníu. Fylgi Stoltenbergs minnk-
aði um 2,1% í 48,9% og hann fékk
37 þingmenn af 73.
Sósíaldemókratar unnu lítið eitt
á og fengu 41,69% atkvæða og 31
þingmann. Frjálsir demókratar
töpuðu einum þingmanni og fengu
fjóra. Danski minnihlutinn hélt
þingsæti sínu og hlaut 22.275
atkvæði.
hans hefði verið mótfallin því að
yfirgefa Sovétríkin.
Alexander Ginzburg er fjörutíu
og tveggja ára gamall og hefur
setið í fangelsi í Sovétríkjunum
þrisvar sinnum fyrir afskipti sín
af mannréttindamálum. Hann
skýrði   svo  frá  við  komuna. til
Bandaríkjanna að sér hefði þótt
leitt að yfirgefa föðurland sitt en
játti jafnframt þyí að hann væri
„leiður á að hímast innan fjögurra
veggja". Hann sagði: „Það er land-
ið mitt. Ég elska það án tillits til
stjórnvalda," en bætti síðan við að
starfsmenn sovésku stjórnarinnar
væru „ný manntegund ... nýtt í
sköpunarverkinu".
„Eg vonast til að lifa þá tíð að
mannréttindahreyfingin í Sovét-
ríkjunum verði ekki lengur nauð-
synleg," sagði Alexander Ginz-
burg. Hann sagðist hlakka til að
geta nú notið tjáningarfrelsis til
að skrifa um uppáhalds áhugamál
sitt, ballett.
Tveir hinna andófsmannanna,
Mark Dymshits og Eduard Kuzn-
etsov, sóttu fjöldafund Gyðinga í
New York á sunnudag áður en þeir
flugu til ísraels þar sem þeir ætla
að taka sér búsetu. Georgi Vins,
prestur úr bræðrasöfnuði, fór tií
messu ásamt Carter forseta í
höfuðborginni. Valentine Moroz,
frá Úkraínu, sótti fund er haldinn
var honum til heiðurs í Phila-
delphiu á laugardag. Honum hefur
verið boðin kennarastaða við Har-
vard-háskóla.
Carter forseti á leið í kirkju í
Washington ásamt sovézka
andófsmanninum Georgi P. Vins
(til vinstri), einum þeirra fimm
andófsmanna sem Rússar slepptu
á föstudaginn. Vins er prestur og
barðist fvrir málstað baptista í
Kiev.
Sovézku andófsmennirnir Eduard Kuznetsov (til vinstri) og Mark Dymshits ræða
við iréttamenn í New York. Þeir voru úr hópi hinna fimm sovézku andófsmanna
sem var sleppt á föstudaginn.
Herlög í
Tyrklandi
HERLÖG hafa verið hert í Tyrklandi til að koma í veg fyrir átök
öfgamanna til vinstri og hægri í sambandi við 1. maí hátíðarhöld og
herinn hefur uppi mikinn viðbúnað.
Allir opinberir fundir hafa verið
raunverulega bannaðir, útgöngu-
bann fyrirskipað í allt að 29 tíma
og mikil spenna ríkir í landinu.
Her og lögregla hafa aukið eftirlit
sitt vegna áskorana frá nokkrum
vinstrisinnuðum verkalýðsfélögum
til verkamanna um að virða her-
lögin að vettugi og halda 1. maí
fundi.
Þrír verkalýðsleiðtogar voru
handteknir í gærkvöldi þar sem
þeir höfðu hvatt til hátíðarhalda 1.
maí. Sjö aðrir leiðtogar sama
félags, þar á meðal formaður þess,
Abdullah Bastur, voru handteknir
fyrir tveimur dögum af sömu
ástæðu.
Herlög hafa verið í gildi í Istan-
bu), Ankara og 11 héruðum síðan í
desember og í síðustu viku voru
þau látin ná til sex annarra héraða
í austurhluta landsins. Samkvæmt
herlögunum er öllum bannað að
safnast saman á götum úti. ¦
Fólk hefur verið varað við því að
hermenn hafi skipanir um að
skjóta ef einhver neitar að hlýða
skipun um að nema staðar eða
gengur nær hermanni en 30 metra
án leyfis.
Spennan er mest í Istanbul þar
sem öllum nema örfáum mönnum
eins og læknum hefur verið bann-
að að yfirgefa heimili sín frá
miðnætti í kvöld til 5 f.h. á
miðvikudag. Leitað verður í öllum
bílum í borginni og nágrenni
hennar á þessu tímabili.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
22-23
22-23
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48