Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 99. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						99. tbl. 66. árg.
FOSTUDAGUR 4. MAI1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Ofstækisöfl
drápu vörð
í Rómaborg
Róm. 3. maf. Reuter. AP.
HRYÐJUVERKAMENN réð-
ust f dag á aðalstöðvar krist i
legra demókrata á ítalíu með
sprengjum og byssuskothríð
og tókst að drepa lögreglu-
mann og særa tvo aðra alvar-
lega áður en þeir komust
undan.
Grunur leikur á að of beldis-
hópurinn, um það bil fimm-
tán menn og konur. hafi verið
úr roðuni ..Rauðu herdeild-
anna", en einhver árásar-
manna hafði skrapað stjörnu-
merki hreyfingarinnar á
vegg byggingarinnar með eft-
irfarandi orðum: „Við mun-
um gera stéttastríð úr svika-
kosningunum".
Sjónarvottar segja, að
hryðjuverkamenn vopnaðir
vélbyssum og hljóðdeyfðum
skammbyssum hafi látið til
skarar skríða um tíuleytið í
morgun. Afvopnuðu þeir fyrst
tvo lögreglumenn og hand-
járnuðu utan byggingarinnar
nærri ánni Tíber og héldu því
næst upp á kosningaskrifstofu
flokksins á annarri hæð. Þar
hófu þeir skothríð, rændu og
rupluðu og komu síðan fyrir
fimm sprengjum sem gereyði-
lögðu tvær hæðir hússins, sem
er á sex hæðum. Sjónarvottar
segja að árásarmenn hafi
hrópað „þetta er öreigainnrás"
er þeir ruddust inn. Þeir ráku
starfsmenn flokksins út úr
húsinu meö bundnar hendur
áður en sprengingarnar urðu.
— Sjá mynd á bls. 14.
Arðbær naffi
New York. 3. maf. AP. Reuter.
KONA nokkur, er kvartaði yfir að
skurðlæknar hefðu fært nafla
hennar um fimm sentimetra úr
stað, hefur fengið um 280 milljón-
ir íslenzkra króna í skaðabætur.
Konan fór í aðgerð til að fá
„sléttan, fagran og kynæsandi
maga". Hinn ákærði, Bellin skurð-
læknir, kallar úrskurðinn hlægi-
legan og hyggst áfrýja honum.
Aðgerðin fór fram 1974.
Sovézkar
stríðsþyrlur
á vettvang
WashiiiKtcin. 3.maí. AP.
SOVÉTMENN haía sent
stjórnvöldum í Afghanistan
tólf eldflaugaþyrlur til
stuðnings hinum hliðhollu
bandamönnum síniim í bar-
áttunni við íslamska upp-
reisnarmenn og fjallabúa.
Óstaðfestar heimildir banda-
rísku leyniþjónustunnar
herma að sovézkir flugmenn
stjórni þyrlunum.
Sovétmenn hafa þegar þrjú
til fjögur þúsund ráðgjafa í
Afghanistan og er talið að
um það bil þúsund þeirra séu
hernum til halds og trausts.
Heimildarmenn leyniþjón-
ustunnar, telja að þessi her-
stuðningur Sovétmanna
kunni að hafa úrslitaáhrif í
tilraunum stjórnarinnar til
að kveða uppreisnarmenn í
kútinn.
Geir Hallgrímsson í setningarræðu á landsfundi;
1 f r jálshyggju
^ysSJa menn von
Ríkisf orsjáin hef ur beðið skipbrot — Skattborgarar rísa upp
í setningarræðu sinni á 23. landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem hófst í Háskólabíói í gærkvöldi, sagði
Geir Hallgrímsson. formaður Sjálfstæðisflokksins, að flokkurinn og þjóðin í heild stæðu á mikilvægum
tímamótum. „Ríkisforsjáin hefur beðið skipbrot víða um lönd með atvinnuleysi, hægum eða engum
hagvexti og verðbólgu. Skattborgarar hafa risið gegn skattpfningarstefnu stjórnvalda. I frjálshyggjunni
eygja me.m von um betri tíma," sagði formaður Sjálfstæðisflokksins.
Geir Hallgrímsson sagði að sí-
felldar     málamiðlunarlausnir
dygðu ekki lengur. Hér yrði að
brjóta blað. „Reynsla síðustu og
núverandi ríkisstjórnar í barátt-
unni við verðbólguna sýnir okkur,
að aðeins frjálsræði í samskiptum
manna er til þess fallið að koma á
jafnvægi og ráða hiðurlögum
verðbólgunnar."
Geir Hallgrímsson gerði að um-
talsefni gagnrýni andstæðinga
Sjálfstæðisflokksins á efnahags-
stefnu hans og sagði, að í því
frelsi, sem Sjálfstæðisflokkurinn
boðar fælist ekki réttur hins
sterka og kúgun hins veika, frelsi
einstaklingsins takmarkaðist af
frelsi annarra og frelsi fylgdi
aðhald og ábyrgð. „Kristin lífs-
viðhorf, sem eru grundvöllur vest-
rænnar menningar og óaðskiljan-
legur þáttur sjálfstæðisstefnunn-
ar, gera kröfu um samhjálp, sem
tryggir að enginn þurfi að líða
skort eða fara á mis við þjónustu í
sjúkdómum og elli. Eflingu þess-
arar samhjálpar er hvergi nærri
lokið  og  forsendan  er  traust
atvinnulíf og vaxandi fram-
leiðsla," sagði formaður Sjálf-
stæðisflokksins.
Geir Hallgrímsson fjallaði um
málefni launþega og verkalýðs-
samtaka í ræðu sinni og sagði að
þrátt fyrir árekstra á síðasta ári
væru Sjálfstæðismenn reiðubúnir
til þess að eiga jákvætt samstarf
við verkalýðssamtökin og forystu-
menn þeirra, hvar í fl'okki sem
þeir stæðu.
Formaður Sjálfstæðisflokksins
gerði að umtalsefni innri málefni
flokksins og sagði: „Innan stjórn-
málaflokks sameinast menn um
hugsjónir, þess vegna byggist vel-
ferð flokks á því, að menn láti
stefnuna blómstra, en hafni valda-
streitu. Eðlilegt og sjálfsagt er að
kjósa um menn og málefni. Eng-
inn einn maður er sjálfsagður
formaður Sjálfstæðisflokksins,
ákvörðun er í höndum landsfund-
arfulltrúa. En formaður flokksins
á hverjum tíma verður að hafa
flokksmenn að baki sér og að
forsvari gegn sameiginlegum and-
stæðingum. Við látum ekki and-
stöðuflokka eða málgögn þeirra
velja okkur forystumenn."
Sjá landsfundarræðu Geirs
Hallgrfmssonar í heild á
miðopnu.
Geir Hallgrímsson setur 23. landsfund Sjálfstæðisf lokksins í  Háskólabíói í gærkvöldi.
I.josm. Mbl. Ól. K. M.
Thatcher í forystu
London. 3. maf, AP. Reuter.
Allt benti til að íhalds-
ílokkurinn ynni góðan sigur
í brezku þingkosningunum
er niðurstöður í um það bil
hundrað tuttugu og fimm
kjördæmum lágu fyrir í nótt.
Þrátt fyrir að menn hefðu
litið svo á að framúrskar-
andi  kjörsókn yrði  Verka-
mannaflokknum til fram-
dráttar gáfu síðustu spár til
kynna að Margaret Thatcher
kynni að njóta allt að sextíu
sæta meirihluta á næsta
þingi og þar með verða
fyrsta konan til að fara með
embætti forsætísráðherra í
Vestur- Evrópu.
Þegar  úrslit  voru  fengin
þótti ljóst að atkvæðasveiflan
frá Verkamannaflokki til
íhaldsflokks næmi um 5,3 af
hundraði.       Fnystumenn
Verkamannaflokksins játtu í
nótt að svo virtist sem
Thatcher bæri hinn efri
skjöld enn sem komið væri en
neituðu þó að viðurkenna
ósigur.  Allt  bendir  til  að
Ihaldsflokkurinn hafi einkum
bætt við sig fylgi í suðurhluta
landsins en Verkamanna-
flokkurinn hins vegar haldið
sínu í Skotlandi, þar sem
gífurlegt hrun skozkra
þjóðernissinna hefur vakið
athygli.
Sjá „Thatcher á von á 5 prósent
meirihluta" á bls. 2.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32