Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 100. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48 SÍÐUR
100. tbl. 66. árg.
LAUGARDAGUR 5. MAI1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
„Höfum verk að vinna,"
boðskapur frú Thatcher
MAGGIE SIGURVEGARI
— Hinn nýi forsætisráð-
herra Bretlands, frú
Margaret Thatcher, leið-
togi Ihaldsflokksins, kemur
til Downing-strætis 10,
embættisbústaðar síns, eft-
ir að Elísabet drottning fól
henni myndun næstu ríkis-
stjórnar og hún veifar hér
til stuðningsmanna sinna.
London, 4. mai'. AP. Reuter.
MARGARET („Maggie") Thatcher varð í dag fyrsta
kona í Evrópu sem hefur verið skipuð forsætisráðherra
eftir kosningasigur íhaldsflokksins sem hlaut mesta
þingmeirihluta sem um getur í Bretlandi frá 1966.
Frú Thatcher vann öruggan sigur með loforðum um
að lækka skatta, auka tekjur og takmarka völd
verkalýðsfélaga. Stefna hennar í málefnum Rhódesíu og
hbrð afstaða í Salt-viðræðunum gæti valdið ágreiningi
við Bandaríkin þótt sagt væri í Washington í kvöld, að
engar breytingar væru fyrirsjáanlegar á sambandinu
við Breta.
Mannfjöldi hyllti frú Thatcher þegar hún ók ásamt
Denis manni sínum til Buckingham-hallar og gekk á
fund Elísabetar drottningar sem fól henni stjórnar-
myndun. „Við höfum verk að vinna," sagði hún
fréttamönnum þegar hún kom til embættisbústaðarins
Downingstræti 10.
Þegar aðeins var eftir að telja í örfáum kjördæmum
hafði íhaldsflokkurinn fengið 334 þingsæti af 635 en
andstöðuf iokkar hans 291. Allt benti til að frú Thatcher
fengi 45 þingsæta meirihluta.
Hún vitnaði í heilagan Franz   Verkamannaflokksins, sagði þegar
frá Assisi og kvaðst vilja sam-   hann fór frá  Downing-stræti:
komulag í stað sundurþykkju, von   „Þetta er afskaplega mikil stund í
í stað vonleysis.                  sögu landsins þar sem kona gegnir
James   Callaghan,   leiðtogi   þessu embætti. Allír verða að óska
James Callaghan fráfarandi forsætisráðherra fer til Buckinghamhall-
ar til að biðjast lausnar.                  Sjá einnig bls. 26—27.
henni velfarnaðar." Auk Verka-
mannaflokksins töpuðu í kosning-
unum flokkur skozkra þjóðernis-
sinna sem fær aðeins tvö þingsæti
í stað 11 og frjálslyndir sem fá 11 í
stað 14.
Frú Thatcher hefur lofað að efla
landvarnir og auka stuðninginn
við NATO, en taka harðari af-
stöðu til Salt-viðræðnanna sem
hún efast um að tryggi eins vel
hagsmuni Evrópu og Bandaríkj-
anna, auk þess sem hún óttast
SS—20 flaugar Rússa. íhaldsmenn
hafa líka samúð með nýju stjórn-
inni í Rhósesíu og stjórn Suð-
ur-Afríku. Ef Bretar aflétta við-
skiptabanni á Rhósesíu gæti risið
ágreiningur við Bandaríkin.
Ágreiningur getur risið við
verkalýðshreyfinguna vegna lof-
orða frú Thatchers um að draga úr
valdi hennar, meðal annars þann-
ig að verkfallsmenn fái ekki
tryggingabætur, en hún hefur sagt
að hún vilji viðræður við verka-
lýðshreyfinguna. Ritari hennar,
Len Murray, sagði í dag: „Við
væntum samráðs og munum gagn-
rýna allar ráðstafanir sem hamla
óþarflega gegn efnahagslegri og
þjóðfélagslegri framsókn."
Mikil hækkun varð á verðbréf-
um í kauphöliinni í London í dag
vegna sigurs íhaldsflokksins.
Símamynd AP.
Carrington lávarður
utanríkisráðherra?
London. 4. maí. AP. Reuter.
FYRSTA verk frú Margaret Thatchers verður að mynda nýja
ríkisstjórn. Hún sagði fréttamönnum í dag, að hún vonaðist til að geta
skýrt frá nöfnum fyrstu ráðherra sinna á laugardagskvöld. Hins
vegar mun hún ekki ljúka við myndun rfkisstjórnar fyrr en á
sunnudag.
Talsmenn íhaldsflokksins í hinum ýmsu málum í Neðri málstofunni
í stjórnartíð Verkamannaflokksins verða væntanlega skipaðir
ráðherrar í stjórn frú Thatchers.
Þannig er líklegt að William
Whitelaw, sem hefur fjallað um
innanríkismál í stjórnarandstöðu,
verði skipaður innanríkisráð-
herra. Hann hefur beitt sér fyrir
harðari baráttu gegn glæpum og
heitið því að ganga hart á eftir því
Árás á lögreglu
í blökkumannabæ
Soweto. Suoiir Alríku. 4. ma(. AP.
ÞRÍR blókkumenn gerðu
áhlaup á lögreglustöð í
blökkumannabænum Soweto
nálægt Jóhannesarborg í dag,
skutu af sovézkum rifflum og
köstuðu handsprengjum, drápu
einn lögreglumann og særðu
fimm og kveiktu í hluta stöðv-
arinnar.
Þetta er fyrsta árás af þessu
tagi sem hefur verið gerð í
Suður-Afríku.
Svartur lögreglumaður sem
var á verði við hlið lögreglu-
stöðvarinnar lézt af skotsárum í
sjúkrahúsi og annar lögreglu-
maður er lífshættulega særður.
Fjórir aðrir særðust minna,
svartur lögreglumaður, tveir
óbreyttir borgarar og ein kona.
Árásarmennirnir köstuðu
handsprengjum inn í lögreglu-
stöðina og dreifðu nokkrum
áróðursmiðum á lóð hennar. Þeir
flúðu fótgangandi og léku enn
lausum hala í kvóld.
Á einum áróðursmiðanum
stóð: „Styðjið ANC (Afríska
þjóðarráðið)    og   Umknon
Umknonto We Sizwe. Munið júní
1976. Munið Mahlangu. Til vopna
— berjist."
Umknonto (Spjót þjóðarinnar)
er herskár armur ANC. Óeirðir
blökkumanna í Soweto hófust í
júní 1976. Solomon Mahlangu
var hengdur snemma í apríl
fyrir hlutdeild sína í skotárás á
tvo hvíta menn í Jóhannesar-
borg.
Kyrrt var í Soweto í dag og
lítið benti til þess að lögreglan
hefði gert nokkrar sérstakar
ráðstafanir.
að haldið verði uppi lögum og
reglu. Hann er varaleiðtogi
íhaldsflokksins og var áður
írlandsmálaráðherra.
Whitelaw hefur verið einn nán-
asti ráðunautur frú Thatchers
ásamt Sir Keith Joseph og Airey
Neave, talsmanni flokksins í mál-
um Norður-írlands og hægri hönd
Thatchers þar til hann var ráðinn
af dögum 30. marz.
Carrington lávarður kemur til
greina sem utanríkisráðherra þótt
Francis Pym sé einnig nefndur.
Carrington lávarður hefur sagt að
hann hafi ekki áhuga á því að vera
leiðtogi íhaldsflokksins í lávarða-
deildinni eða sendiherra í
Washington og fái hann ekki
stöðu sem hann hafi áhuga á vilji
hann snúa sér að kaupsýslustörf-
um. Pym var leiðtogi íhaldsmanna
í Neðri málstofunni og verið getur
að hann haldi því starfi áfram ef
hann verður ekki utanríkisráð-
herra.
Ef Carrington verður skipaður
utanríkisráðherra mun frú
Thatcher eiga erfitt með að finna
starf handa Edward Heath, fyrr-
verandi      forsætisráðherra.
Samband þeirra hefur verið stirt
og Heath hefur enn ekki sagt
hvort  hann  hefur  áhuga  á  að
starfa með henni. Ef hann vill það
verður honum líklega boðin staða
Evrópu ráðherra.
Líklega verður Sir Ian Gilmour
írlandsráðherra í stað Neaves.
Hann var talsmaður íhaldsmanna
í varnarmálum í stjórnarand-
stöðu.
Sir Geoffrey Howe verður að
öllum líkindum fjármálaráðherra.
Hann hefur eingöngu fjallað um
fjármál síðan frú Thatcher varð
leiðtogi íhaldsflokksins.
Hreinsun
í Ukraínu
Moskvii. 4. maí. Reuter.
VALENTIN E. Malanchu,
einn æðsti yfirmaður hug-
myndafræðimála í Ukraínu,
sem er talinn harðlínumaður í
menningarmálum, hefur verið
sviptur störfum samkvæmt
blaðafrdttum. Hann var ritari
og aukafulltrúi í stjórnmála-
ráði úkraínska kommúnista-
flokksins.
Málgagn úkraínska kommún-
istaflokksins segir ekki hvaða
starf Malanchu verði fengið í
staðinn. Hann virðist hafa
verið lækkaður í tign þótt verið
geti að hann fái stöðu í miðstöð
flokkskerfisins í Moskvu.
Malanchu er talinn hafa
manna mest staðið fyrir
aðgerðum gegn andófsmönnum
sem hafa verið fangelsaðir eða
reknir í útlegð.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48