Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 105. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						40 SIÐUR
wgmnttbiKfc
105. tbl. 66. árg.
FÖSTUDAGUR 11. MAÍ1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
íranir til-
kynna 60%
ofiuhækkun
Teheran. 10. maí. AP. Reuter.
ÍRANIR kunngerðu í dag 60%
olíuverðshækkun vegna „núver-
andi ástands á heimsmarkaði" og
búizt er við að fleiri olíusöluríki
(ari að dæmi þeirra þótt nokkur
þeirra, þar á meðal íran, hafi
áður kunngert hækkanir á und-
anförnum mánuðum.
íranir framleiða nú 3.9 milljón-
ir oh'ufata á dag miðað við 6.2
milljónir í fyrra og olíutekjur
þeirra hafa minnkað þrátt fyrir
verðhækkanir úr 55—60 milljón-
um dollara í 48—50 milljónir
dollara á dag.
Jafnframt veittist trúarleiðtog-
inn Ayatollah Khomeini harka-
lega í dag að tveimur vinstrisinn-
uðum og útbreiddum blöðum, sem
hann sakaði um að stríða gegn
-múhameðskum hagsmunum og
átaldi fyrir að birta frétt um að
trúarleiðtoginn Ayatollah Talegh-
ani kunni að stofna ný stjórn-
málasamtök. Slíkt gæti stofnað
völdum Khomeinis í hættu og árás
Khomeinis er dæmi um djúpstæð-
an ágreining trúaðra múhameðs-
trúarmanna og byltingarsinnaðra
marxista.
Khomeini virtist sérstaklega
gremjast að haft var eftir honum
að hann hefði hreinsað vinstri-
menn af ákærum um að hafa myrt
trúarleiðtogann Ayatollah Mota-
hari í síðustu viku. En vinstri-
menn og Khomeini virðast sam-
mála um að aftökum skuli haldið
áfram og í dag fór 201. aftakan
fram er tekinn var af lífi þing-
maður og læknir, Akbar Bahadori,
sem var sakaður um spillingu.
írönsk blöð svöruðu í dag er-
lendri gagnrýni á aftökurnar og
sögðu að Bandaríkjamenn væru
undir áhrifum frá Gyðingum, sem
öllu réðu í fjölmiðlum og á þingi,
og að ísraelsmenn ögruðu byltingu
þjóðar gegn arðráni.
Róstusamt í
El Salvador
San Salvadur. El Salvadur,
10. maf. AP.
VINSTRISINNAÐIR skæruliðar
lokuðu f dag helztu vegum til
höfuðborgarinnar San Salvador í
Mið-Amerfkurfkinu El Salvador,
kveiktu f tólf strætisvögnum og
drápu sex manns sem voru f þeim
að sögn opinbers talsmanns.
Á sama tíma söfnuðust 10.000
manns saman á torginu við dóm-
kirkju borgarinnar og þúsundir í
viðbót í nálægum götum þegar
fram fór útför 17 manna sem
lögregla felldi í mótmælaaðgerð-
um gegn stjórninni.
Átökin urðu á þriðjudag, fjórum
dögum eftir að vinstrisinnar tóku
sendiráð Frakklands og Costa
Rica og króföust þess að fimm
félagar þeirra yrðu látnir lausir úr
fangelsi.
Liðhlaupi
faldist í
þrjátíu ár
Berlfn. 10. maf. AP.
BANDARÍSKUR liðhlaupi
Robert J. Petee, sem hefur verið
í felum í 28 ár f Vestur-Berlín,
hefur gefð sig fram við banda-
rísk hernaðaryfirvöld og fer á
morgun til Washington til
læknismeðferðar.
Hann hefur neitað að ræða
við blaðamenn en látið í ljós
áhuga á að fara aftur til Vest-
ur-Berlínar og búa þar. Hann
hefur enn ekki lokið herskyldu-
tfma si'num en verður lfklega
ekki neyddur til þess.
Petee er frá Detroit, hvarf 12.
maí 1951 eftir deilur við yfirboð-
ara, og bjó hjá þýzkri vinkonu
sinni í íbúð móður hennar í
Vestur-Berlín unz hann gaf sig
fram 30. apríl. Þau virðast aldrei
hafa gifzt, en konan sá fyrir
honum með saumaskap og
hreingerningavinnu. Hún lézt úr
krabbameini um síðustu jól.
N jósnari flýr frá
A-Þýzkalandi
Bunn. 10. maf. AP.
AUSTUR-þýzkur stjórnarfulltrúi
hefur fengið hæli í Vestur-Þýzka-
landi og hann er annar háttsetti
embættismaðurinn sem hefur
flúið til landsins frá
Austur-Þýzkalandi á þessu ári
samkvæmt      áreiðanlegum
heimildum f dag.
Samkvæmt heimildunum heitir
maðurinn Peter Schádlich og hef-
ur verið sérfræðingur í málefnum
Finnlands í austur-þýzka utan-
ríkisráðuneytinu. Samkvæmt
heimildunum var flogið með
Schádlich  til  Vestur-Þýzkalands
25. apríl frá Helsinki þar sem
hann bað um hæli í sendiráði
Bonn.
Fyrri fréttir hermdu að maður-
inn væri Peter Steglich, annar
æðsti maður skipulagsdeildar
ráðuneytisins og fv.sendiherra í
Svíþjóð. En upplýsingaráðuneytið
í Bonn neitaði að Steglich hefði
flúið þótt það staðfesti að
diplómat að nafni „Peter S" hefði
fengið hæli.
Engin staðfesting fékkst á
þeirri frétt blaðsins Bild að
Schádlich hefði verið njósnari
Vestur-Þýzkalands í þrjú ár.
Carter vill árlega
fundi æðstu manna
Waxhinicton, 10. maf. AP. Reuter.
CARTER forseti staðfesti í dag.
að hinn nýi samningur um tak-
mörkun á fjölda gereyðingar-
vopna, Salt II. yrði undirritaður
15. júní og lfklegt er talið að
undirritunin fari fram f Vín.
Carter mun leggja til við
sovézka forsetann, Leonid
Brezhnev, þegar þeir undirrita
samninginn, að þeir samþykki að
haldnir verði árlega fundir æðstu
leiðtoga Bandarfkjanna og Sovét-
ríkjanna.
Brezhnev sagði f dag f boðskap
í tilefni sovézkra menningarsýn-
inga í New York og Washington,
að Bandarfkjamenn og Rússar
væru komnir „á ábyrgt stig"
mikilvægra ákvarðana um tak-
mórkun
vfgbúnaðarkapphlaupsins.
Þetta var fyrsta yfirlýsingin frá
Kreml síðan tilkynnt var í
Washington í gær, að samkomulag
hefði náðst í grundvallaratriðum
um Salt II. Fréttin var birt 17
klukkutímum síðar í Moskvu og
vestrænir diplómatar í Moskvu
furðuðu sig á þessari töf og
ónákvæmum fréttum Rússa um
samkomulagið.
Þetta virðist þó ekki tákna, að
babb hafi komið í bátinn þar sem
Rússar vilja hafa allt á hreinu
áður en þeir gefa út opinbera
tilkynningu      að      sögn
diplómatanna. í boðskap sínum í
dag sagði Brezhnev, að gagn-
kvæmur skilningur milli risaveld-
anna grundvallaðist á sameigin-
legum tilraunum þeirra til að
binda enda á vígbúnaðarkapp-
hlaupið.
Carter forseti hóf í dag baráttu
sína fyrir staðfestingu nýja sátt-
málans með viðvörun um að ef
öldungadeildin felldi hann yrði
það ægilegt áfall fyrir heimsfrið-
inn og skaðlegt öryggi Banda-
ríkjanna. Hann sagði að staðfest-
ing Salt II yrði „mikilvægasta
afrek sem þjóðin gæti unnið um
mína daga".
Hingað til hafa Rússar hundsað
fyrri tillögur frá Carter um árlega
fundi æðstu leiðtoga Banda-
ríkjanna og Sovétríkjanna.
Aminmyrti
erkibiskup
Lundun. 10. maf. Reuter.
YFIRMAÐUR       lögreglu
Amin-stjórnarinnar f Uganda.
Kassim Obura. hefur gefizt upp
fyrir frelsissveitum og sakað Idi
Amin um að hafa myrt erki-
biskup anglíkönsku kirkjunnar
í Uganda og tvo ráðherra að
sögn útvarpsins f Kampala.
Erkibiskupinn og ráðherrarnir
voru handteknir í febrúar 1977 og
sakaðir um þátttöku í samsæri
um að steypa Amin og tilkynnt
var að þeir hefðu beðið bana í
umferðarslysi. Obura segir að
slysið hafi verið sett á svið og
leynilögregla Amins hafi myrt
mennina.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40