Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 109. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32 SÍÐUR
109. tbl. 66. árg.
MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Thorpe-
réttarhöldin:
Aðalvitnið
áður upp-
víst að
ósannindum
London. 15. mal. Reuter. AP.
AÐALVITNI ákæruvaldsins í
málinu gegn Jeremy Thorpe,
fyrrum íeiðtoga Frjálslynda
(íokksins í Bretlandi. maður ao
nafni Petcr Bessell, sem einnig
er fyrrum þingmaður Frjáls-
lynda flokksins, játaði í dag að
hann hefði á ferli sfnum verið
staðinn að iy«um og svikum og
hefði flúið til Bandaríkjanna
undan lánadrottnum sfnum.
Engu að síður hélt Bessell fast
við framburð sinn þess efnis, að
Thorpe hefði í sín eyru lagt á
ráðin um að sýningarmannin-
um Norman Scott yrði banað,
svo að hann kæmi ekki upp um
kynvillusamband      þeirra
Thorpes.
Bessell játaði einnig í réttin-
um í dag, þegar lögfræðingur
Thorpes spurði hann út í það, að
hann hefði einu sinni áður borið
á Thorpe að hafa lagt á ráðin um
mannsmorð. Kom þessi vitnis-
burður öllum mjög á óvart í
þéttsetnum réttarsalnum í Old
Baíley dómhúsinu í dag. Lög-
fræðingur Thorpes hæddist að
framburði Bessells fyrr og nú og
gerði sitt ítrasta til að gera hann
ótrúlegan.
Bessell býr nú í Kaliforníu, en
kom gagngert til Bretlands til að
bera vitni í réttarhöldunum yfir
Thorpe. Honum var að launum
heitið uppgjöf saka fyrir hvað-
eina, sem hann kynni að hafa til
saka unnið og upplýstist í réttar-
höldunum. Bessell viðurkenndi í
yfirheyislum í dag, að höfundar-
laun hans fyrir bók, sem hann er
að skrifa um mál Thorpes,
myndu minnka um helming yrðu
Thorpe og hinir 8akborningarnir
þrír saklausir fundnir.
Metverð
á gulli
London. 15. maí. AP. Reuter.
GULL hækkaði í 255,50 dollara hver
únsa á markaði í dag og hefur verðið
aldrei verið hærra. Gullkaupmenn
telja að þessi hækkun stafi af ótta
manna við hækkandi olíuverð og
lækkandi gengi Bandaríkjadollars.
Einnig kom minnkandi framboð á
gulli við sögu.
HERRAMANNSMATUR. Rúrik Haraldsson fær sér rauðmaga og signa grásleppu í soðið vestur á Granda og kann trúlegast vel að meta þetta
árstfðarbundna hnossgæti.                                                                                     Ljosm. EmMa.
íransher mun berjast með
99
Palestínuaröbum gegn ísrael"
Teheran. 15. maí. AP. Reuter.
HER írans og liðsmenn úr
íslamska byltingarliðinu munu
berjast við hlið Palestínumanna ef
Siörf krefur í baráttu þeirra við
sraelsmenn, að því er haft var
eftir Khomeini trúarleiðtoga á
mjög fjölmennum útifundi í
Teheran í dag. Talsmaður
Khomeinis, Sadeq Khalkhali, sem
einnig er yfirmaður fslömsku
byltingardómstólanna, las ræðu
frá Khomeini. þar sem m.a. sagði
að á sama hátt og íranskeisara
var steypt af stóli muni Menachem
Begin, Moshe Dayan og öðrum
fsraelsmönnum vikið frá völdum f
Palestfnu. Ekkert var frá þvf
skýrt með hvaða hætti eða hvenær
hermenn frá íran myndu liðsinna
Palestínuaröbum.
Khomeini  lét  þess  getið  í
ræðunni að ef hann félli í bardaga
fyrir Palestínuaraba, vildi hann
láta greftra sig í Palestínu.
„Palestínumenn hafa ekki gleymt
lyklinum að heimkynnum sínum,"
sagði Khomeini, „ég þrái að taka
þann lykil og fara til Palestínu og
opna hlið Nazaret".
Khomeini sagði sömuleiðis í
ræðunni, að keisarinn og fjölskylda
hans væru réttdræp hvar sem til
þeirra næðist, eins og byltingar-
dómstóll hefði dæmt, og gæti engin
ríkisstjórn handtekið þann, sem
framfylgdi úrskurði byltingardóm-
stólsins.
í Teheran bar það annars helzt
til tíðinda í dag, að blaðamenn við
stærsta blað í borginni lögðu niður
vinnu til að mótmæla íhlutun
byltingarmanna í störf þeirra og
ritskoðun.      Stuðningsmenn
byltingarsinna  í  röðum  starfs-
manna blaðsins gáfu engu að síður
út blaðið, en í því var ekki annað
efni en ákall frá Khomeini um
heimsbyltingu múhameðstrúar-
manna.
Þrír fyrrum yfirmenn í írönsku
leynilögreglunni, Savak, voru í
morgun skotnir til bana af aftöku-
sveit byltingardómstóls og hafa þá
a.m.k. 209 menn látið lífið í póli-
tískum aftökum frá því stjórn
keisarans var steypt í febrúar sl.
Stefnuræða Bretadrottningar:
Aukin samúð með stjórn
Muzorewas íRhódesíu
Elízabet Bretadrottning flytur stefnuræðu hinnar nýju rfkisstjórnar í
Bretlandi í gær. Við hlið hennar er Philip maður hennar. Ræðan var
flutt þingheimi í húsakynnum brezku lávarðadeildarinnar.
(Símamynd AP).
London, 15. ma(. Reuter. AP.
MARGARET Thatcher, hinn nýi
forsætisráðherra Bretlands, og
Callaghan fráfarandi forsætisráð-
herra, háðu sitt fyrsta návi'gi í
brezka þinginu í dag að lokinni
stefnuræðu Elfzabetar drottning-
ar. þar sem lýst var ráðagerðum
hinnar nýju brezku stjórnar.
Callaghan sakaði stjórnina um að
vilja koma á eigingjörnu þjóðfélagi,
og varaði hina nýju valdhafa við
því, að draumaþjóðfélag það, sem
þeir vildu koma, á ætti langt í land.
Sagði Callaghan að stjórnin hefði
nægan þingstyrk til að gera allt
sem hún kærði sig um, en vafasamt
væri hvort hún hefði hæfileika til
að koma góðum málum fram.
Thatcher svaraði Callaghan fullum
háisi við mikinn fögnuð samflokks-
manna hennar í þinginu og sakaði
Callaghan  um  að  hafa  bundið
landsins  börnum  þunga  skulda-
bagga um langa framtíð.
I stefnuræðu drottningar, sem
samin var af ráðherrum hinnar
nýju stjórnar, kom fátt á óvart. Þar
80 bílar í
árekstri
Rotterdam. 15. mal. Reuter.
ÞRÍR fórust og 26 slösuðust, þcg-
ar 80 bflar rákust saman á
Haringvliet-brúnni f Hollandi f
dag. Slysið varð í niðaþoku, þegar
langferðabíll rakst á hreyfingar-
lausan sendiferðabíl. Síðan skullu
hinir bílarnir 78 ýmist aftan eða
framan á með fyrrgreindum afleið-
ingum.
var drepið á öll helztu kosningamál
íhaldsflokksins og hvernig þeim
skyldi nú komið í framkvæmd.
Stjórnin hyggst auka fjárframlög
til varnarmála, lækka tekjuskatta
og reyna að hafa hemil á valdbeit-
ingu verkalýðsfélaga. Lögð verður
áherzla á að reyna að binda enda á
Rhódesíudeiluna á grundvelli „lýð-
ræðislegra óska fólksins þar í
landi", en það orðalag er talið
merkja að stjórnin hafi nokkra
samúð með væntanlegri stjórn
blökkumanna undir forsæti
Muzorewas biskups. Jafnframt
sagði í ræðunni að stjórnin hygðist
endurskoða afstöðu Bretlands til
hins sameiginlega evrópska gjald-
eyrisbandalags, en Bretar hafa ekki
átt formlega aðild að því til þessa.
Umræður um stefnuræðu drottn-
ingar munu standa i sex daga.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32