Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 132. tölublaš - II Frjįlsķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						-Uosav^mo,mwMGmis,
JUNI1979
tekið fram um Kára, að hann hafi
stokkið jafnfætis og hafi því gert
betur. (Kári stökk hér atlandsmót-
inu 1911. Hann stökk að vísu
jafnfætis — sem væri ógilt nú —
en hann tók a.m.k. eitt tilhopp á
undan stökkinu). Stangarstökk
vann Jakob Kristjánsson prentari
á 2.46 m.
17. júní er leikmót NorÖlend-
ingafjórðungs háð á Húsavík.
Keppt er í 5 greinum frj.iþrótta-
greinum, auk glímu, sunds, poka-
hlaups o.fl. — 100 m. hlaup Har.
Ólafsson og Jakob Einarsson voru
jafnir á 13,4 sek. Hlupu tvisvar og
urðu í bæði skiptin jafnir (!)
Langstökk vann jakob Einarsson
á 5.40 m. — Ekki er vitað um
aðstæður á þessum mótum Norð-
lendinga, veðurfar eða þess hátt-
ar, en afrek virðast standast
nokkurn veginn samanburð við
afrek Sunnlendinganna; talsvert
lakari í spretthlaupunum, en dá-
lítið betri í stökkunum. Þolhlaup
eru engin hjá Norðlendingunum
og sameigninlegt er hjá báðum, að
ekki er keppt í neinum köstum
fyrr en á landsmóti U.m.f.í: 1911. í
sambandi við fábreytni Akureyr-
armótsins 1911 má geta þess, að
glíman um Grettisbeltið og leik-
mót U.m.f.í var háð í Reykjavík
um þetta leyti, og ýmsir beztu
íþróttamenn Norðlendinga höfðu
farið til þeirrar keppni; hefir þetta
að líkindum dregið úr fjölbreytni
mótsins — og svo hitt einnig, að
ýmsir af vöskustu íþróttamönnum
Norðlendinga voru þá utanlands
að sýna ísl. glímuna í ýmsum
löndum Evrópu. En eins og hér
sunnanlands voru glímumenn þar
líka þátttakendur í frjálsum
íþróttum. Ég hefi þekkt ýmsa af
íþróttamönnum Norðlendinga frá
þessum árum, þ.atm. Jakob
Kristjánsson prentara. Hann var
ágætur fimleika og glímumaður
og vann oft í flokkaglímum á Ak.,
en hann hafði líka mikinn áhuga
og þekkingu atfrjálsum íþróttum.
Þekkingu sína hafði hann að
mestu eftir dönsku íþróttabókinni,
sem áður er getið, og hafði ágæta
þekkingu á því, sem sú bók kenndi
í sumum greinum, einkum göngu.
Mun óhætt að fullyrða, að þekking
íþróttamanna á frjálsum íþróttum
norðanlands hafi verið af sömu
eða líkum rótum runnin og hér
Jón Halldórsson
sunnanlands og hafi því tilhögun
öll og leikreglur verið líkar.
Að síðustu skulu hér tilfærð
afrek      íþróttamanna      í
frjálsíþróttagreinum þeim, sem
keppt var í á Leikmóti U.M.F.Í.
1911 — fyrsta landsmótinu.
100 m. hlaup: 1. Kristinn Pét-
ursson 11,8 sek., 2. Geir Jón
Jónsson 12,2 sek. 3 Sigurjón Pét-
ursson 12,4 sek.
402% m. hlaup: lSigurjón Pét-
ursson 61,0 sek., 2. Geir Jón
Jónsson 64,0 sek., 3. Magnús Tóm-
asson 64,5 sek.
804^3 m hlaup: 1. Sigurjón
Pétursson, 2:19,0 mín. 2. Magnús
Tómasson 2:21,0 mín. 3. ólafur
Sveinsson.
Mfluhlaup (7500 m): 1. Guðm-
undur Jónsson 28:02,4 mín. 2.
Einar Pétursson 28:21,4 mín. 3.
Jónas Snæbjörnsson 29:03,0 mín.
4. Helgi Tómasson.
110 m grindahlaup: 1. Kristinn
Pétursson 21,2 sek. 2. Magnús
Ármannsson 21,6 sek. 3. Sigurjón
Pétursson 23,4 sek.
804^3 m kappganga: 1. Sigurjón
Pétursson 4:15,0 mín. 2. Helgi
Þorkelsson 4:16,0 mín. 3. Kári
Arngrímsson.
Hástökk: 1. Magnús Ármanns-
son 1,48 m. 2. Kristinn Pétursson
1,44 m. 3. Kári Arngrímsson.
Langstökk: Kristinn Pétursson
5,37 m. 2. Sigurjón Pétursson 5,26
m. 3. Kári Arngrímsson 5,22 m.
Stangarstökk: Ben. G. Wáge,
2,28 m. 2. Kjartan Ólafsson 2,00 m.
Spjótkast: 1. Karl Ryden 29,40
m. 2. Ólafur Sveinsson 28,75 m. 3.
Magnús Tómasson 28,62.
Kúluvarp: 1. Sigurj. Péturss.
8,87 m. 2. Helgi Jónasson 7,55 m.
Einnig var hnattkast, sem telj-
ast mætti til frjálsu íþróttanna, er
Sigurjón  Pétursson  vann  með
70,84 m. kasti. 2. varð Ágúst
Markússon 61,15 m. og 3. Bjarni
Magnússon.
Eins og sést af afrekaskránUm
frá öllum þessum mótum, var geta
manna á mjög lágu stigi, þegar
miðað er við afreksgetu íþrótta-
manna nú. En margt kemur til
greina, er dregið hefir úr getunni.
Menn voru ekki „við eina fjölina
felldir" þá, eins og nú; sumir —
eins og Sigurjón Pétursson —'
kepptu í flestöllum greinum mót-
anna. Nú helga menn sig meira
sérgreinum eða sefgreinaflokkum
og þroska hæfileika sína í ákveðna
átt. Kunnátta og æfing var lítil
sem engin, og margir komnir af
því skeiði sem íþróttaþroskinn er
auðsóttastur þegar þeir kynntust
frjálsu íþróttunum. Ytri aðstæður
til afreka voru og stundum afleit-
ar; t.d." var gamli íþróttavöllurinn
alveg ný-ofaníborinn malarvöllur,
þegar leikmótið var haldið 1911.
Má það teljast stórfurðulegt, að
100 metra spretturinn skyldi vera
hlaupinn undir 12 sek., og sýnir,
að afreksgeta manna í sumum
greinum hefir ekki verið öllu
lakari en nú. Óefað stafaði sprett-
hraði Kristins frá knattspyrn-
unni. Hann var bæði Í.R.-ingur og
K.R.-ingur. Það er auðvitað eink-
anlega í „nýju" greinunum, sem
munurinn er mestur, enda var það
svo um suma keppendur, að þeir
höfðu varla séð áhöldin, hvað þá
fengið nokkra æfingu í notkun
þeirra. Búningur keppenda var
óhentugur og ófullkominn; enginn
hafði þá gaddaskó og buxur náðu
almennt niður fyrir hné. Undir-
búningur undir kappleiki var lítill
eða engin og menn æfðu fram á
síðstu stundu og undu sér ekki
hæfilegrar hvíldar. Og engum datt
þá í hug að vera hlýtt búinn eða fá
sér hitasprett á undan kappleik;
það þótti heimska og eyðsla á
kröftum sem þyrftu að notast til
kappleiksins. Engin stökkgryfja
var á gamla íþróttavellinum til
æfinga fy-rr en 2—3 síðustu árin;
þegar leikmót voru háð, var gryfja
gerð á miðjum vellinum, sem var
fyllt upp strax að loknu mótinu.
Sést af þessu, að ýmsar aðstæður
gerðu það að verkum, að afrekin
hlutu að verða mjög léleg.
Ég hefi nú í framanrituðu lýst
að nokkru upphafi æfinga og
kappleika íslenzkra frjálsíþrótta-
manna hér á landi. Má vera, að
mér séu einhver tildrög ekki
nægilega kunn, en ég hefi skýrt
frá þeim eftir beztu vitund, og bið
afsökunar, ef rangt er með farið.
Hefi ég notað til stuðnings ísl.
blöð frá þessum tíma.
Það sem virðist hvað mest hafa
stuðlað að því að sérstök
frjálsíþróttamót eru hafin, er för
íslendinga á Olympíuleikana 1908;
strax á næsta ári er hafizt handa,
bæði norðanlands og sunnan. Sýn-
ir það, að Olympíufararnir hafa
orðið fyrir sterkum áhrifum á
þessu sviði íþróttanna. Er það og
eigi að furða, þar sem aðalþáttur
Olympiuleikanna var og hefur
alltaf verið frjálsu íþróttirnar.
Fyrir þann vettvang sem æðsta
markmið eiga íslenzkir frjáls-
íþróttamenn að æfa og framtíð-
arstefnumál þeirra á að vera það,
að láta sig aldrei vanta á þann
alþjóða-vettvang, — því Olympiu-
-andinn lifir, þrátt fyrir núver-
andi ófrið og Olympiu-leikarnir
verða áreiðanlega teknir upp aftur
að honum loknum.
Árið 1912, voru Olympíuleikarn-
ir  háðir  í  Stokkhólmi  snemma
sumars. íslendingar sendu þangað
flokk  frækinna  íþróttamanna.
Sjánæstu sídu
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
44-45
44-45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56