Morgunblaðið - 17.06.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.06.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 1979 7 Á okkar dögum er Bach meðal ástsælustu tónskálda. Þegar hann lézt 1750 var hann snauður og einmana. Hundrað árum eft- ir tilurð hennar virtist Mattheusar- passían týnd. Meistarapassían fannst í gulnuðum bunka slátrarans Tónskáldið Felix Mendelssohn-Bartholdy. Það var honum að þakka að Jóhann Sebastían Bach kom aítur fram í dagsbirtuna. T.h.: Sýnishorn úr nótnabók Mattheusarpassíunnar. sem Bach skrifaði með eigin hendi. Fyrir utan mókti borgin Leipzig í þrúgandi mollu- hita sumarsíðdegisins, en innandyra bak við lukta gluggahlera var skugg- sýnt og svalt. Það var 28. júlí, 1750. Anna Magdalena sá að maður hennar var sofnaður. Hann lá í háu hnotuviðarrúmi, önnur hönd hans hvíldi á ullarábreiðunni og höfuðið grafið djúpt niður í svæfil- inn. Hann var fársjúkur. Um níuleytið að kvöldi varð Jóhann Sebastian Bach allur úr heimi. Höfundur „Mattheusarpassíunn- ar“ og „Hljómfögru slaghörpunn- ar“ var sextíu og fimm ára að aldri. Viku eftir andlát hans horfði Anna Magdalena Bach í hinzta sinn út um glugga söngkennara- íbúðarinnar í Tómasarkirkju og virti fyrir sér trén í Lurgensteins- garði. Því næst sneri hún sér við og skoðaði tóma vistarveruna. Svo til allt hafði verið flutt, nema pappírsstafli á gólfinu, nótur eig- inmanns hennar. Hún hafði farið þess á leit við kunningja að þeir geymdu handrit- anna — en árangurslaust. Að lokum hafði hún gert boð eftir skransalanum. Hann gaf henni einn skilding fyrir pakkann. „Gamlan pappír er erfitt að selja," sagði hann, „einkum ef hann er allur útkrafsaður." Tíu árum síðar var að morgni dags komið að ellihrumri ekkju látinni í þakherbergi í Leipzig. Hún hvíldi á hálmdýnu. Eigur hennar samanstóðu af fáeinum fatapjötlum og eldhúsáhöldum. Hún var grafin í fátækrakirkju- garði á kostnað borgarinnar. Árið 1829 kom tónskáldið Felix Mendelssohn-Bartholdy, tvítugur að aldri, ásamt konu sinni Cecilie inn í slátrarabúð í Leipzig. Rithöf- undurinn Pierre La Mure lýsir í bók sinni „Jenseits des Gliicks" hvað þar gerðist: í daufri skímu tólgarkertanna kom búðin fyrir sjónir eins og hreysi frá miðöldum. Bak við afgreiðsluborðið héngu hálfir nautsskrokkar og lambalæri á járnkrókum. Á sótsvörtum bita dingluðu skinka og bjúgu. Slátrarinn stóð með bera og loðna handleggi, girtur blóðugri svuntu og lét móðan mása við viðskiptavin. „Hvað ertu að drolla þarna uppi?“ hrópaði hann allt í einu önugur. Síðan opnaði hann dyr á bakvegg verzlunarinnar, stakk höfðinu innfyrir og orgaði á konu sína ergilega: „Fjandakornið, farðu nú að koma með pappírinn. Viðskiptavinirnir bíða.“ Andartaki síðar kom konan í ljós í dyrunum og slengdi stórum blaðabunka á búðarborðið. Felix Mendelssohn-Bartholdy, sem varð að bíða meðan Cecilie grandskoð- aði sneið af nautakjöti, horfði á er slátrarafrúin blés rykið af bunkan- um. „Ó, það eru þá nótur í þetta sinn," sagði slátrarafrúin. Kæruleysislega varð Mendels- sohn-Bartholdy litið á efsta blaðið í staflanum. Hjartað tók kipp. Á gulnuðu nótnablaðinu mátti lesa í gamaldags skáletri: Passionis Christi secundum Mattheaum per J.S. Bach. Þannig var „þýðingarmesta tón- listarverk á Vesturlöndum" (Leonard Bernstein) endurupp- götvað: Mattheusarpassía Jóhanns Sebastian Bachs. Mendels- son-Bartholdy vann einn áhrifa- mesta tónlistarmann þessa tíma á sitt band, tónskáldið og Göthevin- inn Karl-Friedrich Zelter. í janúar 1829 kom hann að máli við hann á neðstu hæð Söngakademíunnar í Berlín. Vinur Mendelssohns-Bart- holdy, Eduar d Devrient, skrifar: „Við bönkuðum á dyr. Hin hrjúfa rödd meistarans glumdi fyrir inn- an. Við komum að rauminum gamla í þykku tóbaksreykskýi þar sem hann sat með langa pípu í munni við fornan flygil með tveim- ur slagborðum. I hönd hafði hann svanfjöður þá er hann var vanur að skrifa með og nótnaörk fyrir framan sig. Höfuðið, með hvítum kembdnum hárum, bar hann hátt. Er hann kom auga á okkur gegnum einglyrnið hrópaði hann vingjarn- lega: „Ah, hvað er að sjá. Tvö falleg ungmenni svo árla.“ Eftir tvær klukkustundir hafði Felix Mendelssohn-Bartholdy sannfært meistarann. Zelter sagði: „Ég skal vera yður innan handar við æfingarnar." Hinn elllefta apríl, 1829 — hundrað árum eftir að hún varð til — var Mattheusarpassían flutt í söngakademíunni í Berlín. í hópi frumsýningargesta voru Friedrich, Schleiermacher, Georg Wilhelm Friedrich Hegel, Heinrich Heine og Johann Gustav Droysen ásamt allri prússnesku hirðinni. Emil Devrient reit: „Aldrei hef ég fundið hátíðlegri helgiblæ ríkja yfir samkomu, yfir jafnt tónlistar- mönnum og áheyrendum, sem þessa kvöldstund ... Það mátti greina söguleg áhrifin af endur- lífgarðri lýðhylli hálfgleymds snillings...“ Friedrich Nietzsche skrifaði 1870: „í þessari viku hef ég hlýtt á Mattheusarpassíuna þrisvar sinn- um, í hvert sinn í ólýsanlegri andakt. Hver sá sem gleymt hefur kristindómnum getur raunveru- lega numið hann hér sem fagnað- arerindi.“ Nú á dögum, hundrað og fimm- tíu árum eftir þennan endurfund, er Mattneusarpassían í hópi þeirra verka sem oftast eru leikin á Vesturlöndum. Á páskasunnudag til dæmis ómaði þessi píslarsaga Krists á meira en fimmtíu stöðum í Sambandslýðvéldinu. í landinu er nú að finna þrjátíu og þrjár upptökur Mattheusarpassíunnar frá tíu hljómplötufyrirtækjum. Wclt am Sonntag. Garöyrkjustöö — Hveragerði Garðyrkjustöðin ÁLFAFELL í Hveragerði er til sölu. Upplýsingar veitir Róbert Pétursson í síma 13343 í Reykjavík. Viljið þið vera með? Leitað er eftir þáttöku um byggingu fjölbýlishúss í sér flokki (Apartmenthouse). Hugmyndln er aö samelna kostl elnbýlis- og fjöibýlishúss. þ.e. aö íbúöirnar veröl sem mest út af fyrlr sig — hannaöar með nútíma þasgindi í huga. Aö sameign veröl fyrsta flokks og íbúar búi í rólegu, þasgilegu og vönduöu umhverfi. Viðhald og þrlfnaöur samelgnar verðl í höndum eins aöila t.d. húsvaröar. Þeir er hafa raunverulegan áhuga á þessari hugmynd leggl nöfn sín og símanúmer á afgreiðslu blaöslns fyrlr föstudaginn 22. júní merkt: „þaegindl — 3348". Haft veröur samband vlö aðlla fyrir laugardaginn 30. júní um frekari ákvaröanlr. Höfum fyrirliggjandi VON ARX rústhamra G. Þorsteinsson og Johnson h.f. Ármúla 1. Sími 85533. 40 tonna 1200x800 mm spóniímingarpressur til afgreiðslu strax. Ármúla 1. — Sími 8 55 33.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.