Morgunblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1979 Árið 1973 — hlutar úr hreyfli DC-10 köstuðust í Árið 1972. Hurðin opnaðist á flugi. Þá tókst að nauðlenda en tveimur árum síðar biðu skrokk vélarinnar. Einn maður fórst. 349 manns bana við Orly-flugvöll þegar hurð opnaðist á DC-10 og hún hrapaði til jarðar. Alls hafa 623 manns faristmeð Flugmálayfirvöld í 21 Evrópulandi ákváðu á fundi í Strassborg í sl. viku að stefna að því að DC-10 þotur í eigu evrópskra flugfélaga hefji flug í dag. DC-10 þotur í eigu evrópskra flugfélaga eru 58 en 68 í eigu bandarískra. alls er 281 þota af þessari gerð í heiminum. Umfangsmikil skoðun fer fram á þotunum, eftirlit verður mjög umfangsmikið og nákvæmt. Með ákvörðuninni í Strassborg hafa flugmálayfirvöld í Evrópu gengið þvert á stefnu bandarísku flugmála- stjórnarinnar, FAA. Nú er nokkurs konar kalt stríð á milli þessara aðila. FAA svaraði þegar með því að banna flug DC-10 þotna til Bandaríkjanna. Mikill þrýstingur var frá flug- félögum í Evrópu um að fá að setja DC-10 þotur sínar í gagnið og voru skoðanir nokkuð skiptar. Frönsk og svissnesk flugmálayfir- völd vildu að DC-10 hæfu flug þegar í stað, en Bretar, V-Þjóð- verjar og Danir vildu fylgja for- dæmi bandarísku flugmálastjórn- arinnar, FAA. Það var því fallist á málamiölun — að aflokinni ná- kvæmri skoðun og síðan umfangs- miklu eftirliti skyldu þær fá að fljúga aftur. Yfirflugvirki Luft- hansa-flugfélagsins sagði, að eft- irliti Evrópumanna og Banda- ríkjamanna hefði ekki verið eins háttað. Bandaríkjamenn hefðu tekið allan hreyfilinn af ásamt festingum upp að væng. Flugvirkj- ar í Evrópu hefðu tekið hreyfilinn sér, festingarnar á milli hreyfils og vængs sér. Þannig hefðu ein- mitt fyrirmæli frá McDonnel Douglas-verksmiðjunum hljóðað. Þá eru flestar DC-10 þotur í eigu evrópskra flugfélaga af gerðinni DC-10, 30 og DC-10, 40. Þotan sem hrapaði við Chicago var hins vegar af gerðinni DC-10, 10. Þegar FAA kyrrsetti allar DC-10 þotur þá komu gallar einkum fram í DC-10, 10 gerðunum. Þær þotur eru einkum ætlaðar til styttri flugleiða en hin DC-10, 30 og 40 til lengra flugs. Flugleiðir eiga ein- mitt DC-10, 30. Þetta hafa flugfé- lög í Evrópu bent á og viljað fá síðarnefndu gerðirnar í gagnið. Bandaríska flugmálastjórnin hef- ur staðið föst á sínu — og deilur hafa risið. FAA gagnrýnt mjög í Bandaríkjunum Málið er hins vegar mjög við- kvæmt i Bandaríkjunum, og ýmsir aðilar í Evrópu hafa gefið í skyn, að pólitík sé hlaupin í spilið sem geri það allt erfiðara. Langhorne Bond, flugmálastjóri Bandaríkj- anna, hefur verið mjög gagnrýnd- ur. Hann hefur setið fyrir svörum hjá þingnefndum og stofnun hans, FAÁ, hefur átt mjög undir högg að sækja. Ásakanir hafa jafnvel gengið svo langt, að sagt hefur verið að DC-10 þotur hafi aldrei átt að fá að fara í loftið, fá leyfi FAA. I grundvallaratriðum hafi bygging þeirra ekki verið rétt, ýmsum öryggisatriðum sé áfátt. Þannig séu vökvakerfi í vængi í DC-10 aðeins þrjú en í Boeing 747 og L-1011 þotunni frá Lockheed séu þau fjögur. Augu rannsóknar- manna. beinast nú mjög að því, að tvö vökvakerfi í DC-10 þotunni hafi farið úr sambandi og vinstri vængurinn því orðið stjórnlaus, og þotan hrapað. Festingum hreyfla við vængi sé áfátt, DC-10 þotan sé einfaldlega meingölluð. Ray E. Ray, flugvirki hjá American Air- lines í Los Angeles, hefur haft miklar áhyggjur af tíunum. „Þær hafa ekki verið svo lengi í notkun, í hvert sinn sem nánar er skoðað en venja er til finnast sprungur. Mikið álag er á vökvakerfinu, það titrar allt of mikið, og brýtur festingarnar sem eiga að halda því föstu,“ sagði hann. En augu manna hafa ekki bara beinst að þotunni sjálfri. Heldur og eftirliti þeirra, hversu vel hafa flugvirkjar unnið sitt starf. Þegar vél missir hreyfil — ætti þá ekki að vera búið að sjá það fyrirfram? Enn hefur ekki verið gefin opinber skýring á hrapi þotunnar, né á því hverjum væri um að kenna. „Fari svo að orsakir slyssins við Chicago verða raktar til lélegs viðhalds og eftirlits þá verður það í fyrsta sinn í mörg ár í Bandaríkjunum," sagði Ernest J. Boyer, einn af starfsmönnum FAA. Gallar hafa fundist í mörgum DC-10 þotum. Þegar FAA fyrir- skipaði nákvæma skoðun á DC-10 þotum þá komust tveir flugvirkjar á O’Hare flugvelli að óhugnanlegri staðreynd. Þeir Larry Schluter og Ernie Gigliotti voru að skoða DC-10 þotu frá United Airlines. Þeir gátu hreyft afturhreyfilinn með höndunum einum saman, fram og aftur. „Við fundum sprungur svo stórar að lá við að hægt væri að detta um þær. Hnoðnaglar voru brotnir, festing- ar úr lagi gengnar. Skemmdirnar voru hreint ótrúlegar, og í sann- leika sagt þá skelfdi þetta okkur," „Kalt stríð” mHli evrópskra flugyfírvalda og bandarísku flugmálastjómarinnar Hreyíill á DC-10 breiðþotum er gífurleg smíð eins og sést á myndinni. DC Þota Flugleiða — nú kyrrsett. Hún er af gerðinni DC-10, 30. Hins vegar hafa gallar einkum fundist í DC-10,10. Flugfélög víða um heim hafa lýst yfir íullu trausti á DC-10, 30 og 40 gerðunum. sagði Giliotti. Þeir höfðu skoðað nákvæmar en kvað á um í fyrir- mælum, sem FAA gaf um skoðun. Það var aðeins tímaspursmál hvenær hreyfillinn hefði dottið af með hörmulegum afleiðingum. Mönnum stóð ekki á sama og gagnrýni á DC-10 fór dagvaxandi í Bandaríkjunum. Skömmu síðar gaf FAA út fyrirmæli um að allar DC-10 þotur skrásettar í Banda- ríkjunum skyldu kyrrsettar. Níu ár síðan DC-10 var tekin í notkun Nú eru níu ár síðan DC-10 þotan var tekin í notkun og það var sjálfur Spiro Agnew, varaforseti Bandaríkjanna, sem vígði fyrstu þotuna. Þessi þota kom í kjölfar Boeing 747 og skömmu eftir að fyrsta DC-10 þotan flaug sitt fyrsta flug sendu Lockheed-verk- smiðjurnar sína fyrstu breiðþotu i loftið. Undirbúningi hafði1 verið hraðað mjög. McDonnel Douglas-verksmiðjurnar höfðu verið í kapphlaupi við Lock- heed-verksmiðjurnar. DC-10 átti að bera 343 farþega, hún átti að vera sparneytnari en aðrar breið- þotur, hún átti að valda minni mengun. Já, hún átti að fullnægja öllum kröfum. Enda varð DC-10 brátt mjög vinsæl, sú vinsælasta af breiðþotunum. Áður en DC-10 þoturnar voru kyrrsettar þá ferðuðust með þeim um 100 þús- und farþegar á degi hverjum í Bandaríkjunum einum. í dag hafa McDonnel Douglas-verksmiðjurn- ar framleitt 281 Dc-10. Já, tían var vinsæl og í vetur gerðu Flugleiðir kaupleigusamning um DC-10. Gallar komu brátt í ljós En í þau níu ár sem liðin eru hefur DC-10 botan sífellt átt í vandræðum. Sautján sinnum hafa DC-10 þotur lent í alvarlegum slysum. Mesta flugslys sögunnar — er ein þota átti hlut að máli, varð þegar DC-10 þota hrapaði árið 1974 skömmu eftir flugtak frá París. Þá, rétt eins og í Chicago, var ekkert að veðri, heiðskír him- inn og skyggni gott. Gagnrýnend- ur DC-10 halda því fram, að McDonnel Douglas hafi „stytt sér leið“ í hönnun þotunnar til að verða á undan Lockheed. „Gall- arnir ná allt til teikniborðsins. Fyrst voru vandræði með hurðir í vörugeymslur, síðan hreyflarnir. í fyrra voru það hjólbarðar, þetta ár boltar — hvað næst,“ sagði Cornish Hitchcock hjá bandarísku neytendasamtökunum. Flugslysið við Orly í marz 1974 fórst DC-10 þotan við París skömmu eftir flugtak frá Orlyflugvelli. Hurð á vörugeymslu opnaðist. Þrýstingur féll í geymsl- unni og gólf í farþegaklefa gaf sig. Viðkvæmar stjórnleiðslur í stélið skemmdust og þotan hrapaði stjórnlaus — 349 manns biðu þá bana. Rétt eins og við Chicago þá átti þotan ekki að hrapa þó hurð gæfi sig. Rannsókn á slysinu sýndu að bæði McDonnel Douglas-verksmiðjurnar og FAA vissu um gallana. Gallar höfðu komið fram áður, og raunar mun- aði sáralitlu að DC-10 þota færist tveimur árum áður, árið 1972. Þá gaf hurð á vörugeymslu sig yfir Windsor í Bandaríkjunum. Það var þota frá American Airlines. Þrýstingur féll, hluti gólfsins féll niður og afturhreyfill missti afl. Þrátt fyrir þetta tókst flugmann- inum að lenda heilu og höldnu — en það þótti nánast ofurmannlegt afrek. FAA bað verksmiðjurnar að lagfæra gallann — á ofur kurteislegan hátt. En það dróst og dróst — þangað til 349 manns biðu bana við París. FAA var ásakað um að valda ekki hlutverki sínu af þingnefnd. Og um að stofna lífi þúsunda farþega í hættu með aðgerðaleysi sínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.