Morgunblaðið - 20.06.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.06.1979, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 136. tbl. 66. árg. MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Gerðardómur—bann við verkföllum og verkbönnum RÍKISSTJÓRNIN setti í gær bráðabirgðalög, er stöðva verkfall á farskipum og verkbanns; aðgerðir Vinnuveitendasambands íslands. I lögunum sem öðlast þegar gildi og gilda til áramóta, segir: • Hæstiréttur tilnefni 3 menn í gerðardóm, sem ákveði fyrir 1. ágúst kaup, kjör og launakerfi áhafna á íslenzkum farskipum. Skal ákvörðun dómsins vera bindandi fyrir aðila frá gildis- töku laganna. • Verkföll og verkbönn, sem lögin taka til, þar á meðal þau, sem gerð eru í samúðarskyni til þess að knýja fram aðra skipan kjaramála en lögin ákveða, eru óheimil, þar með framhald þeirra verkbanns- og verkfallsaðgerða, sem nú standa, svo og boðaðar verkbannsaðgerðir Vinnuveit- endasambands íslands. • Með brot gegn lögunum skal fara að hætti opinberra mála og varða brot sektum, ef ekki liggja við þyngri refsingar samkvæmt öðrum lögum. • Eftir 30. nóvember er úrskurð- ur dómsins uppsegjanlegur af hvorum aðila um sig mcð eins mánaðar fyrirvara, miðað við mánaðamót. Eftir 31. desember 1979 giidir úrskurðurinn á með- an honum er ekki sagt upp. í lögunum segir ennfremur að kjaradómur, eins og gerðardóm- urinn er kallaður í lögunum, setji sér starfsreglur og afli sér af sjálfsdáðum nauðsynlegra gagna. Við ákvörðun kaups, kjara og launakerfis, skal dómur- inn hafa hliðsjón af þrennu: 1) Þeim atriðum, sem samkomu- lag hefur orðið um á sáttastigi málsins. 2) Síðast gildandi samningum og kjarabreytingum, sem samið hef- ur verið um milli fulltrúa vinnu- veitenda og stéttarfélaga í öðrum starfsgreinum frá því er samn- ingar farmanna voru síðast gerð- ir og þar til dómur gengur. 3) Sérstöðu farmanna að því er varðar langar fjarvistir frá hcim- ilum og einangrun á vinnustað svo og þeirri menntun, ábyrgð og verkkunnáttu, sem störf þeirra gera kröfu til. Farskipin sigla eftir 8 vikna verkfall. Ljósm. |l-»i Hemaðaraðgerðir gegn „bátafólM” undirbúnar Sýrland og íraJk undír eina stjóm Bagdad. 19. júní. AP. RÁÐAMENN Sýrlands og íraks. herskáustu grannríkja Israels í Arabaheiminum, samþykktu í dag að koma á fót „sameiginlegri póli- tískri forystu“ til að fjalla um „mál sem varða stríð og frið.“ Jafnframt var skipuð sameiginleg yfirstjórn sameiginlegs hers land- anna. Loftárásir á stöðvar Sandinista Managua. 19. júnl. AP. HERFLUGVÉLAR og þjóð- varðliðar Anastasio Somoza forseta réðust á stöðvar skæru- liða Sandinista í fátækrahverf- um í austurhluta Managua í dag og bjuggu sig undir að mæta gagnárás á víggirtar aðalatöðvar Somoza. Haft var eftir öðrum áreið- anlegum heimildum að skæru- liðar kunni að sækja út úr höfuðborginni suður á bóginn til Rivas við þjóðveginn gegn- um landið. Skæruliðar hafa tilkynnt að þeir muni reyna að setja á fót bráðabirgðastjórn í Rivas. Handsamaður MALAYSÍUMENN virtust þess albúnir í dag að taka höndum saman með Indónesum um hernaðaraðgerðir til þess að loka undankomuleiðum þúsunda flóttamanna frá, Víetnam — „bátafólksins“ svokallaða. Sameiginlegt eítirlit herskipa sem fá skipun um að bægja í burtu flóttamönnum á Suður-Kínahafi er ein þeirra ráðstafana sem ríkisstjórnin hefur rætt í samræmi við þá stefnu sína að beita hörku gegn flóttamannastrauminum. Malaysíumenn hafa fullvissað erlend ríki um að þeir ætli ekki að skjóta á flóttamenn sem koma með bátum eða hefja brottflutn- ing í stórum stíl á þeim 76.000 Víetnömum sem nú hafast við í búðum í landinu. Að minnsta kosti 1.400 flótta- menn, þar á meðal mörg börn, eiga það yfir höfði sér að veröa send á haf út á næstunni frá bráðabirgðabúðum í suðurfylkinu Johore. Lokið er viðgerð á þremur bátum sem strönduðu í Mersing- sundi fyrir sex mánuðum og þrír aðrir verða haffærir eftir nokkra daga. „Við munum útvega öll nauð- synleg matvæli og eldsneytis- birgðir sem flóttamennirnir þurfa í þessa stuttu s.jóferð út úr malaysískri landhelgi — að öðru leyti verða þeir að treysta á guð og lukkuna," sagði lögregluforingi nokkur. í Hong Kong sagði embættis- maður að ný bylgja um hálfrar milljónar Víetnama gæti flætt inn í lönd Suðaustur-Asíu fyrir síðsta ársfjórðung. Hann sagði að Víetnamar virtust fylgja þeirri stefnu að reka alla kínverska íbúa úr landi og því gæti verið að 1.2 milljónir biöu brottfarar. Af þeim mætti gera ráð fyrir að 600.000 næðu einhvers staðar landi. Indónesískur embættismaður er væntanlegur til Kuala Lumpur á morgun til viöræðna við Ghazali Shafie innanrikisráöherra. Þeir munu ræða möguleika á því að Indónesar láti í té stóra eyju þar sem bátafólkið getur dvalizt með- an það bíður eftir leyfi til að fara til annarra landa. Accra. 19. júní. Reuter. FYRRVERANDI þjóðhöfðingi Ghana, Arifa hershöfðingi, var handtekinn í dag þegar hann var bersýnilega að reyna að flýja land eftir að hann hafði unnið þingsæti í fyrstu almennu þing- kosningunum í Ghana í 10 ár. Arifa hershöfðingi átti mikinn þátt í falli Kwame Nkrumah einræðisherra 1966 og að sögn stjórnarinnar átti að leiða hann fyrir herrétt. fljúga á ný í Evrópu DC-10 ZúHch. 19. júní. Reuter. AP. DC-10 flugvélar flugu frá Ziir- ich og öðrum borgum Evrópu í dag í fyrstu ferðina síðan þær voru kyrrsettar um allan heim vegna flugslyssins í Chicago í síðasta mánuði. Svisslendingar urðu fyrstir til að aflétta banninu á flugi DC-10 þegar öryggissérfræðingar flugmálastjórna og flugfélaga höfðu komið sér saman um nýja áætlun um viðhald á flugvélum og eftirlit með þeim. Bretar, Frakkar, Vestur-Þjóðverjar, ít- alir, Hollendingar og Spánverjar fylgdu á eftir. En japanska stjórnin vísaði á bug svissneskri beiðni um að hefja aftur ferðir með DC-10 til Japans og Júgóslavar sögðu að tvær DC-10 flugvélar flugfélags þeirra yrðu áfram í flugbanni þrátt fyrir Zúrich samkomulag- ið. Svissneska flugfélagið ákvað að fyrst skyldi flogið til Tel Aviv og gaf þá skýringu að ferðin þangað væri tiltölulega stutt og skipti á áhöfn væri ekki nauð- synleg á leiðinni. Tæknimenn á Zúrich-flugvelli unnu í alla nótt að öryggiseftirliti því sem sam- komulag varð um til þess að gera Swissair kleift að hefja aftur DC-10 ferðir til Tel Aviv. Fulltrúi bandarísku flugmála- stjórnarinnar (FAA) sagði í Zúr- ich að hann teldi öryggisráðstaf- anirnar fullnægjandi en tók fram að öruggara væri að halda flugbanninu áfram unz nánari upplýsingar lægju fyrir um galla á vélunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.