Morgunblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ1979 hvaða formi sem er. Útgerðin vill styrki, ekki skatta, hærra verð en ekki lægra. UTGERÐIN 22 „Auðlindaskattur er eina leiðin” Rætt við Einar Júlíusson, eðlisfræðing „Mikilvægasta niðurstaða þess- ara útreikninga minna er að aflinn fer í fýrstu vaxandi með auknum skipafjölda og síðan hraðminnkandi. Þegar fiskveiði- flotinn nálgast 70 þúsund smálest- ir nálgast hrygningarstofninn lág- mark sitt og aflinn hrynur niður í ekki neitt. Þetta hefur verið að gerast hér á landi á síðustu árum og það er orðið óhjákvæmilegt að minnka fiskveiðiflotann til þess að fiskistofnarnir geti náð sér. Ef við setjum aflaverðmæti og rekstrarkostnað upp sem fall af fiskveiðiflota kemur út, eins og sést á meðfylgjandi skýringar- mynd, að í byrjun, það er þegar fá skip eru á veiðum, er verðmæti aflans meira en rekstrarkostnaður skipanna og því er ágóði af veiðunum. Ferlarnir skerast í punkti sem ég kalla veiðipunkt þar sem heildarkostnaður er jafn heildargróða og stærri floti felur í sér tap á útgerðinni. Mestur ágóði er í ákveðnum kjörpunkti um 50 milljarðar á ári miðað við þær tölur sem gengiö er út frá. Samkvæmt þessu líkani væri því 50 milljörðum króna hagkvæmara að reka útgerö í þessum kjörpunkti heldur en í veiðipunkti þar sem ágóðinn er núll, en þar erum við staddir í dag,“ sagði Einar Júlíusson eðlis- fræðingur um niðurstöður reikni- líkans sem hann hefur gert fyrir botnfiskveiðar og hagkvæmni þeirra hér við land. Vill minnka fiskiskipaflotann um nær helming Samkvæmt niðurstöðum reikni- líkansins væri unnt að ná 50 milljarða króna ágóða af útgerð- inni hér á landi ef fiskveiðiflotinn yrði minnkaður úr 64 þúsund smálestum í 36 þúsund smálestir. Kæmi það fram í auknum afla síðar meir og minni tilkostnaði. Einar sagði að kveikjan að þessum rannsóknum hans hefði verið fyrirlestur sem hann hlýddi á síðastliðið haust og fluttur var af Jakob Jakobssyni fiskifræðingi. „Hann kvartaði þar yfir því hversu erfitt það væri að fá ráðamenn til að skilja að það gengur á fiskistofnana þegar þeir eru veiddir," sagði Einar. „Þá gerði ég fyrsta líkanið og hélt reikningum síðan áfram núna. Annars hef ég ekki mikla reynslu af fiskifræði og fiskveiðum, en reiknilíkön hef ég fengist við og hef ágæta aðstöðu til aö fram- kvæma þessa útreikninga hér í Raunvísindastofnuninni." Menn eru tryggðir gegn taprekstri — En hvers vegna halda menn áfram útgerð jafnvel þótt ágóðinn sé enginn? „Meðan ágóði er af útgerð vilja útgerðarmenn fjárfesta í útgerð- inni og fleiri vilja stunda hana. Skipum fjölgar svo að segja af sjálfu sér þar til veiðipunkti er náð. Þar ættu skipakaupin að öllu óbreyttu að stöðvast nema menn séu á einhvern hátt tryggðir gegn taprekstri, — en það er einmitt það sem á sér stað hér á landi og má í því sambandi nefna hagstæð lán til skipakaupa. Skipunum fjölgar uns þau eru rekin með tapi og þá eru settar Útgerðin vill styrki ekki skatta, hærra verð en ekki yy Stækkun fiskiskipaflotans síðan 1950 hefur ekki aukið heild- araflann, heldur minnkað hann um 200 þúsund smálestir á ári^ y Útgerðar- menn eru tryggð- ir gegn tap- rekstri j y yy Sjálfur myndi ég leggja til, að helmingur skipaflotans yrði seldur úr landi strax á morg- un» Hrygning- arstofninn er nú aðeins 200 þús- und lestir — var milljón smálestir fyrir 20 árum fram kröfur á hendur ríkisvaldinu um að hækka fiskverðið, fella gengið og lækka skattana. Sam- kvæmt reiknilíkaninu er kjör- stærð fiskiskipaflotans um 36 þús- und smálestir, en hún er nú nálægt 64 þúsund smálestum. Með 36 þúsund smálesta fiskiflota er vel unnt að veiða 700 þúsund smálesta botnfiskafla á ári.“ Um 1950 var flotinn orðinn eins stór og hann ætti að vera — Hvernig verður að þínu mati helst snúist gegn þessari þróun? „Stærð fiskiflotans getum við auðvitað breytt og ég tel að við eigum að minnka flotann næstum því um helming. Fiskiskipaflotinn hefur vaxið mjög síðan 1930 eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Enda þótt ekki séu nema % hlutar af þessum flota á botnfiskveiðum er ljóst að þegar árið 1950 var fiskiskipaflotinn orðinn eins stór og hann ætti að vera. Auðvitað þurfti að endurnýja fiskiskipaflotann frá 1950, en sú stækkun flotans sem síðan hefur orðið eykur alls ekki heildaraflann heldur minnkar hann um nærri 200 þúsund lestir á ári og hefur nær útrýmt fiskinum. í þessu sambandi má minna á að hrygningarstofninn er aðeins 200 þúsund lestir, en hann var um milljón smálestir fyrir rúmum tveimur áratugum. Afli á sóknar- einingu hefur fallið niður í einn þriðja miðað við næst síðasta áratug og sjá allir hversu alvar- legt ástandið er orðið." Auðlindaskattur eina lausnin — Hvaða aðferð væri heppileg- ust til að koma flotanum niður í hæfilega stærð að þínu mati? „Burtséð frá þjóðnýtingu, sem ég tel óæskilega, er auðlindaskatt- ur eina leiðin. Auðlindaskattur getur verið með ýmsu móti, hann getur til dæmis verið í formi lækkaðs fiskverðs til útgerðar, skatts á rekstrarvörur útgerðarinnar eða sölu veiðileyfa. Annað hvort má selja hæstbjóðanda fastan fjölda veiðileyfa eða selja þau á föstu verði hverjum sem kaupa vill. Fljótt á litið virðist mér seinni kosturinn mun betri, þ.e. fast verð veiðileyfanna. Fiskveiöileyfi bund- in við aflamagn eða lágt verð til útgerðar, þ.e. söluskattur á fisk- inn, tel ég þó langbestu lausnina meðal annars vegna þess að nátt- úrulegar sveiflur í aflamagni myndu þá ekki hafa eins örlaga- ríkar afleiðingar fyrir útgerðar- menn. Skatta og tolla á olíu og aðrar rekstrarvörur útgerðarinnar mætti nota til að flytja til veiði- punktinn. Slíkir skattar geta vissulega ekki einir sér komið í veg fyrir ofveiði og jafnvel útrým- ingu fiskistofna sem einhver kaupandi er fús til að greiða hátt verð fyrir. Það liggur í hlutarins eðli að útgerðarmenn muni berj- ast gegn því með öllum tiltækum ráðum að af útgerðinni verði tekinn auðlindaskattur í hvaða formi sem er. Útgerðin vill styrki, ekki skatta, hærra verð en ekki lægra. Það er ástæða til að leggja á það áherslu að þessi auðlindaskattur í eðlisfræðingur. Það er ástæða til að leggja á það áherslu að þessi auðlindaskattur er einungis til stjórnunar á út- gerðinni. Þessi skattur er að mestu fundið fé en ekki tiifærsla frá einum atvinnuvegi til annars. Hann hefur því ekki áhrif á aðra atvinnuvegi nema honum sé bein- línis varið þeim til styrktar." Rangt gengi er eins konar auð- lindaskattur „Talsvert hefur verið rætt um auðlindaskatt af öðrum toga til að Á þessari mynd hafa aflaverðmæti og rekstrarkostnaður verið sett upp sem fall af fiskveiðiflota. Eins og sjá má af myndinni er verðmæti aflans meira en rekstrarkostnaður skipanna í fyrstu og þá er hagnaður af veiðunum. Mestur ágóði er í kjörpunkti (KP) 50 milljarðar eins og sjá má. Þar sem ferlarnir skerast í veiðipunkti (VP) er heildarkostnaður jafn heildarágóða og eftir það er tap af veiðunum. Eina leiðin er eins og sjá má að minnka fiskiflotann og nálgast þannig kjörpunkt (KP), en í dag eru íslendingar staddir nálægt veiðipunkti (VP). Hér sést hvernig fiskiskipafloti íslendinga hefur stóraukist á síðari árum. Einar heidur því fram að fiskveiðiflotinn hafi þegar árið 1950 verið orðinn nógu stór og að aukning sú sem síðan hefur orðið á honum auki ekki aflann heidur minnki hann um 200 þúsund smálestir á ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.