Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1979
Eyjamenn komnir
í þjóðhátiðarskap
LEIKMENN ÍBV munu halda
gleðilega þjóðhátíð núna um
helgina, eftir að hafa unnið góð-
an sigur á KA í 1. deild í
gærkvöldi og halda þeir sér því
ennþá volgum við toppinn (deild-
inni. KA-menn áttu sér aldrei
viðreisnar von í leiknum í Eyjum
í gærkvöldi og fallhættan blasir
nú við þeim KA-mönnum en enn
hafa þeir tíma til þess að bjarga
sér frá fallinu.
Fyrri hálfleikur var tíðindalít-
ill og lítill hraði, eins og liðin
væru að kanna getu hvors ann-
ars. Það voru helst hinir skæðu
framherjar Elmar Geirsson KA
og Tómas Pálsson ÍBV sem ylj-
uðu áhorfendum í fyrri hálfleik
með skemmtilegum töktum. ÍBV
var öllu sterkari aðilinn í hálf-
ieiknum en staðan í lok hans var
0:0.
IBV —
KA
3:0
SEINNI HALFLEIKUR
í s.h. kom Sveinn Sveinsson
aftur í lið Eyjamanna eftir meiðsli
og gjörbreyttist leikur ÍBV liðsins
til hins betra eftir að hann kom
inná. Sveinn varð strax afgerandi
á miðjunni, dreifði spilinu mjög
vel og tóku Eyjamenn leikinn
smám saman í sínar hendur. Strax
á 53. mínútu kom fyrsta mark
ÍBV, Viðar Elíasson átti þá jarð-
arskot á mark KA og Valþór
Sigþórsson bætti við og stýrði
boltanum framhjá Aðalsteini.
Annað mark IBV kom svo á 66.
mínútu og var það fallegasta mark
leiksins. Óskar Valtýsson gaf vel
fyrir markið, Sveinn  Sveinsson
BIUTTAHtA
UPPHAF TIZKUOLDU SUMARSINS
FLAUELIS- OG DENIM BUXUR 26"—38
Austurstræti 10
sími: 27211
skallaði út í teiginn á Tómas
Pálsson og viðstöðulaust þrumu-
skot Tómasar hafnaði í netinu,
óverjandi fyrir Aðalstein. Það var
svo á 75. mínútu að ÍBV greiddi
KA náðarhöggið. Tómas Pálsson
komst þá einu sinni sem oftar í
gegnum slaka vörn KA og í þriðju
tilraun tókst Tómasi að koma
boltanum framhjá Aðalsteini, sem
tvisvar varði mjög vel frá Tómasi
en missti ávallt frá sér boltann.
Skot Tómasar fór í stöng og inn.
Varnarmenn KA horfðu aðgerðar-
lausir á þessa viðureign Aðal-
steins við Tómas.
Eyjamenn sóttu síðan nær lát-
laust að marki KA en Aðalsteini
Jóhannssyni fannst nóg komið af
svo góðu og lokaði markinu. Mega
KA-menn þakka honum fyrir að
útreiðin varð ekki verri en þetta.
LIÐIN
Tómas Pálsson var bezti maður
vallarins í leiknum í gærkvöldi og
er nú í sínu fínasta formi. Þá áttí
Sveinn Sveinsson mjög góðan leik
í s.h. og vona Eyjamenn að hann
hafi nú náð sér eftir meiðslin.
Hjá KA átti Elmar mjög góðan
fyrri hálfleik en fjaraði út er á leið
enda naut hann þá lítillar aðstoð-
ar félaga sinna. Maður kvöldsins
hjá KA var markvörðurinn Aðal-
steinn Jóhannsson. Ágætur dóm-
ari var Magnús V. Pétursson.
Tómas Pálsson IBV
í STUTTU MÁLI:
Hásteinsvöllur 2. ágúst, íslands-
mótiö 1. deild, ÍBV—KA 3:0 (0:0)
Mörk ÍBV: Tómas Pélsson 53. og
75. mínútu og Valpór SigÞórsson á
66. mínútu.
Áminningar: Tómas Pálsson ÍBV,
Ótafur Haraldsson KA og Haraldur
Haraldsson KA fengu ao sjá gulu
spjöldin.
Áhorfendur: 783.
-hkj/SS.
Jafn leikur
á Akureyri
ÞÓR, Akureyri sigraði Reyni
Sandgerði 1 -0, í leik liðanna f 2.
deild í gærkvöldi. Leikurinn fór
fram á Akureyri. í fyrri hálf-
leiknum sóttu norðanmenn öllu
meira og áttu nokkur dauðafæri
sem þeim tókst ekki að nýta.
Besta marttækifæri fyrri half
leiksins kom er Magnús Helga-
son átti geysifast skot sem hafn-
aði í þverslánni og hrökk síðan
niður á marklínuna, og svo út á
völlinn. Þá átti Nói Björnsson
gott færi sem fór forgörðum.
í síðari hálfleiknum var meira
jafnræði  með  liðunum.  Reynis-
menn voru líflegri og leikurinn
jafnaðist nokkuð. Á 50. mínútu
leiksins skutu Reynismenn í stöng
og svo rétt síðar björguðu Þórsar-
ar á línu. Þar voru Reynismenn
óheppnir að skora ekki mark. Eina
mark leiksins kom svo á 60.
mínútu. Þór fékk aukaspyrnu og
Guðmundur Skarphéðinsson skor-
ði með því að skalla í þverslá og
niður.
Besti maður Þórs í leiknum var
Eiríkur markvörður. En hjá Reyni
Júlíus Jónsson í vörninni en á
honum stöðvuðust margar sóknar-
lotur Þórs.            sor/þr
Blikarnir sóttu
tvö stig austur
BREIÐABLIK vann 2:0 sigur á
Þrótti austur á Norðfírði i gær-
kvöldi og var sigur Blikanna
eftir atvikum sanngjarn. Mikill
hraðí var í leiknum og góð bar-
átta. Sogðu tíðindamenn blaðsins
að þetta hef ði hiklaust verið bezti
leikur sumarsins f Neskaupstað.
Þrátt fyrir góð færi í fyrri
hálfleiknum tókst hvorugu liðinu
að skora, en Blikarnir náðu síðan
forystunni með marki Hákonar
Gunnarssonar eftir um 15 mínút-
ur af seinni halfleik. Ekkert var
auðveldara fyrir Hákon en að
skora þetta mark eftir slæm mis-
tðk markvarðar og varnarmanna
Þróttar. Síðustu mínútur leiksins
lögðu Þróttarar ofurkapp á að
jafna, en sóttu of djarft og á
síðustu sekúndunum gerði Hákon
annað mark sitt í leiknum. Gott
skot hans hafnaði öruggiega í
netmöskvunum. Reyndar skoruðu
Þróttarar eitt mark í leiknum, en
það var réttilega dæmt af af
sæmilegum dónara leiksins, Hjör-
vari Jensyni. Þeim dómi undu
áhorfendur illa og nötruðu bakk-
arnir svo undir tók í fjöllunum.
í heild áttu bæði lið ágætan dag
og í liðunum skaraði enginn sér-
staklega fram úr, allir lögðu sitt
af mörkum.          — GBAáij
Utimotið i
handknattleik
Nýr
úrslita-
leikur
FH OG Haukar gerðu jafntefli í
úrslitaleik útimótsins f hand-
knattleik í gærkvöldi 16-16, og
verður því nýr leikur að fara
fram í kvöld og hefst hann kl.
20.00. Leikurinn í gærkvöidi var
mjög spennandi frá fyrstu til
síðustu mfnútu. Og jaf nf ramt var
töluverð harka f leiknum á köfl-
um.
FH-ingar höfðu frumkvæðið í
leiknum mest allan fyrri hálfleik,
og staðan í hálfleik var 11—9,
FH í vil.
Mikill barningur var í síðari
hálfleiknum og leikurinn lengst af
í járnum. Haukar náðu að jafna
leikinn, og komast síðan yfir, og
þegar 7 mínútur voru til leiksloka
höfðu þeir tveggja marka forystu
16-14. En á síðustu mínútunum
tókst FH að jafna metin, og var
ekki langt frá því að tryggja sér
sigur í leiknum.
Geir Hallsteinsson var tekinn
úr umferð allan leikinn, og Hörður
Harðarson hjá Haukum í síðari
hálfleiknum. Bestu menn liðanna
voru þeir Guðmundur Árni
Stefánsson hjá FH og Ólafur
Guðjónsson markvörður Hauka,
sem þó gerði sig sekan um slæm
mistök er hann þrívegis gaf bolt-
ann á afdrifaríkum augnablikum
beint í hendur FH-inga sem síðan
skoruðu mark.
Mörk FH: Guðmundur Árni
Stefánsson 6, Kristján Arason 4,
Guðmundur Magnússon 3, Hans
Guðmundsson 2, og Geir
Hallsteinsson 1.
Mörk Hauka: Hörður Harðar-
son 5, Júlíus Pálsson 3, Guð-
mundur Haraldson 2, Arni
Sverrisson 2, Ingimar Haraldsson
2, Stefán Jónsson 1, Þórir Gísla-
son 1.
í leiknum um þriðja sætið í
keppninni sigruðu IR-ingar Fram
með yfirburðum 21-15, eftir að
staðan í hálfleik var 10-9 Fram í
vil. Þá sigruðu Haukastúlkurnar
Val í keppninni um þriðja sætið í
kvennaflokki 17-11.      — Þr.
Selfoss
sigraði
SELFYSSINGAR sóttu ísfirð-
inga heim f 2. deildinni í kantt-
spyrnu í gærkvöldi. Var leikur
liðanna jafn og skemmtilegur á
að horfa og oft á tfðum vel
leikinn. Heimamenn biðu lægri
hlut í leiknum, töpuðu 2—1, eftir
að staðan hafði verið jöfn í
hálfleik. 1-1.
Fyrsta markið kom úr víta-
spyrnu sem dæmd var á ísfirð-
inga. Einn varnarmaðurinn hand-
lék boltann og Heimir Bergsson
skoraði örugglega úr vítaspyrn-
unni fyrir Selfoss. Örnólfur Odds-
son jafnar fyrir ísfirðinga á 40.
mínútu leiksins.
í síðari hálfleik áttu ísfirðingar
öllu meira í leiknum en samt kom
það í hlut Selfyssinga að skora.
Þórarinn Ingólfsson skoraði fall-
egt mark á 75. mínútu leiksins og
reyndist það vera sigurmarkið.
Sanngjörn úrslit í leiknum hefðu
verið jafntefli.
STAÐAN í 2. deild:
Fh
Ureiðablik
Fylkir
Selfoss
Mr
Þrðttur
fsafjorður
AiiKtri
Reynfr
Magni
13 10 2  1 37:14 22
STAÐAN 11. DEILD ER NÚ:
13
13
13
13
12
12
13
13
13
9 2 2
7 2  4
3
I
28:8 20
25:15 16
18:14 13
14:14 13
9:12 12
18:23 10
11:22  9
8:25  8
1 10 13:35  5
Valur
Akranes
ÍBV
Keflavík
KR
Víkingur
Fram
Þróttur
KA
Haukar
12 7 3 2 25-11 17
12 7 2 3 22-13 16
12 6 3 3 19-9 15
12 5 4 3 18-11 14
12 6 2 4 18-18 14
12 5 3 4 19-15 13
12 2 6 4 17-19 10
12 4 2 6 16-23 10
12 2 3 7 14-28 7
12 1 2 9  9-30  4
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32