Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 197. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 1979
Mnnmg—Halldóra
Sigrún Arnadóttir
Fædd 17. aprfl 1936
Dáin 22. águst 1979
Kom. huggari mig hugga þú.
Kom, hönd. og bind um sárin,
Kom. dögg, og svala sálu nú,
Kom, M og þerra tárin
Kom, hjartans heilsullnd.
Kom. heilbg fyrirmynd,
Kom. Ijom og lýstu mér,
Kom, 1(1, er ævin þver,
Kom. eilífð, bak vlð árln.
(Valdimar Brfem.)
Þegar sólin baöaöi allt með
geislum sínum og sumarblómin
skörtuðu sínu fegursta, barst okk-
ur sú harmafrétt að mágkona
okkar Halldóra Sigrún Árnadóttir
væri látin.
Við finnum greinilega til smæð-
ar okkar þegar ung kona í blóma
lífsins er svo snögglega hrifin í
burtu frá eiginmanni og ungum
börnum.
Sigrún var fædd 17. apríl 1936
að Jaðri á Blönduósi. Foreldrar
hennar voru Kristín Kristmunds-
dóttir og Arni Sigurðson. Föður
sinn missti hún árið 1938. Sigrún
ólst upp á Blönduósi hjá móður
sinni og systkinum til 10 ára
aldurs en haustið 1946 fluttist
móðir hennar til Akraness. Eftir
skólanám hóf hún störf á simstöð-
inni á Akranesi. Árið 1959 fluttist
hún til Reykjavíkur og hóf störf
hjá Pósti og Síma og starfaði fyrst
sem símastúlka á langlínu, síðan
sem varðstjóri og loks sem yfir-
varðstjóri. Árið 1976 er hún skip-
uð stöðvarstjóri Pósts og Síma í
Grundarfirði og starfaði þar til
dauðadags. Hún giftist eftirlifandi
manni sínum Friðriki Áskeli
Clausen árið 1966. Þau eignuðust
tvö börn, Friðrik Rúnar sem nú er
12 ára og Önnu Dröfn 6 ára, en
áður hefði Sigrún eignast son,
Þröst Líndal Gylfason sem nú er
23 ára. Fyrstu árin bjuggu þau í
Reykjavík en síðast liðin 3 ár í
Grundarfirði. Þar komu þau sér
+
Faðir minn
ONUNDURJOSEFSSON
lést aö Hrafnistu aðfaranótt fimmtudagsins 30. ágúst.
Fyrir hönd aöstandenda
Ólafur Önundsson.
+
Móöir okkar,
VALGERDUR RÓSINKARSOÓTTIR
fyrrum húsmóðir
Brokkugötu 29, AKUREYRI
lést í Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri 30. ágúst.
Anna Árnadóttir
Guðmundur Árnason
Þorgerður Árnadóttir
Hulda Árnadóttir
t
STEINBERG JÓNSSON,
sölumaöur,
Kötlufelli 7,
sem  lézt  26.  ágúst,  veröur  jarösunginn  frá  Fossvogskirkju
mánudaginn 3. september kl. 13:30.
Ágústa Sigurðardóttir,
og synir hins látna.
+
Sonur okkar
EINAR HJÖRTUR GÚSTAFSSON
er látinn. Úttörin hefur fariö fram.
Þökkum innilega sýnda samúð.
Foreldrar og aðrir vandamenn.
t
Móöir okkar og tengdamóöir,
HÓLMFRIÐUR EINARSDÓTTIR,
fra Stíflu Vestur-Landeyjum,
til heimilis á Skúlaskeiöi 22
Hafnarfiröi,
veröur jarösett fré Akureyjarkirkju laugardaginn .1. sept. kl. 14.00.
Börn og tengdabörn.
Hjartanlegar þakkir sendum við öllum þeim, sem auösýndu samúö
við hið sviplega fráfall eiginmanns míns, fööur, tengdafööur,
sonar, bróöur og afa okkar
GUÐMUNDAR S. JÚLIUSSONAR,
stórkaupmanns,
Nesvegi 76,
og heiöruðu af hlýhug minningu hans.
Hulda Þorsteínsdóttir,
Lára Kolbrún Guðmundsdóttir,
Guörún Edda Guömundsdóttir,
Emil Gunnar Guðmundsson,
Þðrunn Hulda Guðmundsdóttir,
Hfida Birna Buðmundsdóttir,
' '  nhildur Halla Guðmundsdóttir,
':¦>  run Nikulésdóttir,
Arni Pétursson,
Finnbogí Rútur Hélfdénarson,
Jón Gunnar Björnsson,
Júlíus Guömundsson,
systur og barnabörn.
..  »J»JMW
upp fallegu heimili því þau voru
mjög samhent og einhuga um
velferð heimilisins. Lífið virtist
brosa við þeim. Það virtist ekkert
vera nema sumar og sól framund-
an í fjölskyldu þeirra þegar svo
snögglega var klippt á lífsþráðinn.
.En fblleit kom nóttin og frostið kalt
á fegurstu blðmin hneig."
En skjótt skipast veður í lofti.
Daginn sem þau opna nýjan
veitingastað í Grundarfirði varð
Ási að flytja konu sína fársjúka til
Reykjavíkur þar sem hún lést á
Landspítalanum 22. ágúst eftir
mikla skurðaðgerð.
Sigrún var traustvekjandi kona,
enda átti hún marga vini og ávann
sér traust vinnuveitenda sinna og
samferðafólks. Það geislaði af
henni lífsgleði hvar sem hún fór
meðal vina. Hún var gestrisin og
hlý heim að sækja og eru margir
sem notið hafa góðrar stunda með
þeim hjónum. Við bræðurnir og
fjölskyldur okkar þökkum henni
allar ánægjulegar stundir sem við
áttum saman og biðjum góðan
Guð að styrkja aldraða móður
hennar, systkini og aðra ættingja
hennar.
Ási minn við biðjum Guð að
styrkja þig og börnin ykkar og
fósturson í ykkar miklu sorg.
Þótt sorgin sé stór þá geymir þú
í huga þínum mynd af góðri og
elskulegri eiginkonu og móður.
Einnig senda öldruð móðir okkar
og systir samúðarkveðjur og
þakka elskulegri tengdadóttur og
mágkonu fyrir öll góðu árin sem
þær fengu að njóta samveru
hennar.
Guð blessi minningu Sigrúnar
Árnadóttur.
Guðmundur og
Herluf Clausen.
Þegar afgreiðsla á langlínumið-
stöðinni í Reykjavík stendur sem
hæst, vill oft verða mikill hávaði.
Þannig var það einmitt seinni
hluta dags 22. þ.m. þegar ein
stúlkan var kölluð í síma til hliðar
í afgreiðslusalnum, það vakti enga
eftirtekt, því slíkt er ekki óvana-
leg. En að smá stundu liðinni
kemur hun og segir. „Hún Sigrún
er dáin." Snautt væri líf án snort-
inna hjartna. Sjaldan hefi ég orðið
vitni að sneggri umskiptum á
skrafi hversdagsins en við þessa
fregn. Þetta var ein af þeim
staðreyndum, sem mann langar að
neita að trúa.
Hún hét fullu nafni Halldóra
Sigrún Árnadóttir, en æfinlega
kölluð Sigrún meðal okk. Hún hóf
störf hjá Landssímanum í
Reykjavík 1959, og frá þeim tíma
höfum við alltaf talið hana í okkar
hópi, fyrst sem talsímavörð, varð-
stjóra og síðast yfirvarðstjóra
einnig í mörg ár fulltrúi okkar í
félagsráði. Alltaf var hún sami
góði félaginn, hver sem titillinn
var.
Fyrir þessi góðu kynni og sam-
fylgd viljum við þakka af heilum
hug, o hennar öllum innilegu.
Taísímaverðir á Langlínumiðstöð
í Reykjavík.
„Nú héðan á burt í friði ég fer.
6, Faðir, að vilja þfmim."
Okkur mannana börnum gengur
stundum illa að átta okkur á vilja
og tilgangi almættisins. Þannig
fórst okkur vinkonunum þegar til
okkar barst sú harmafregn að
Sigrún væri dáin. Hún sem alltaf
var svo hress og dugmikil og féll
aldrei verk úr hendi.
Kynni okkar hófust þegar við
byrjuðum allar sex, störf hjá
Landssímanum og þróuðust til
nánari vináttu með saumaklúbbs-
kvöldum þegar við vorum enn
ungar og ólofaðar. Vinátta okkar
hélst og við héldum áfram að
hittast þótt vegir skildust í starfi
og hver og ein stofnaði sitt heim-
ili. Öll þessi 18 ár var Sigrún einn
tryggasti hornsteinn klúbbsins
okkar og þegar hún flutti fyrir
tæpum 3 árum ásamt fjölskyldu
sinni til Grundarfjarðar og tók við
stöðu þost- og símstöðvarstjóra,
sáum við hana að vísu sjaldnar en
alltaf þegar færi gafst.
Nú þegar við kveðjum Sigrúhu
er okkur efst í huga þakklæti til
hennar fyrir vináttu hennar, góð-
vild og trygglyndi.
Sigrún giftist eftirlifandi manni
sínum Friðriki Á. Clausen 21.
maí 1966 og eignuðust þau tvö
+
Þökkum innilega samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför
VALS J. HINRIKSSONAR
verkstjóra,
Hörðalandi 16.
Lára Jónsdóttir
Margrét Hinriksdóttir
Gylfi Hinriksson
Bragi Hinriksson
Gísli L. Valsson
Hólmfríöur Guömundsdóttir
Ingibjörg Johansson
+
Alúöarþakkir  til  allra  þeirra  sem  auösýndu  okkur  samuö  og
vinarhug viö andlát og útför
ÁRNA BJÖRNS ÁRNASONAR,
laaknis, Grenivík.
Kristín Þórdís Loftsdóttir
Arni Björn Arnason       Þórey Aðalsteínsdóttir
Guðrún Holga Árnadóttir  Valdimar Ólafsson
Loftur jón Arnason       Þóra Ásgeirsdóttir
og barnabörn.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför eiginkonu
minnar og móöur okkar
PÁLÍNU MARGRÉTAR ÓLAFSDOTTUR,
Reykjabraut 9, Þorlákshöfn.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Landspítalans og
Kvenfélags Þorlákshafnar.
Sigurður Steindórsson,
Ragnheiður Siguröardóttir,
Guörún Siguröardóttir,
Ármann Sigurösson,
Þrainn Sigurðsson.
börn, Friðrik Rúnar sem nú er 12
ára og önnu Dröfn nú 6 ára, en
áður átti Sigrún dreng, Þröst
Líndal sem orðinn er 22 ára. Öli
bera þau nú harm í brjósti er þau
svo skyndilega sjá á bak kærri
eiginkonu og móður. Biðjum við
algóðan Guð að styrkja þau og
aldraða móður svo og aðra að-
standendur og flytjum þeim okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Saumaklúbburinn
Kveðja frá Grundarfirði
Deyrfé
deyja frændur
deyr sjálíur ið sama;
en orðstir
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Hávamál)
Símstöðvarstjórinn okkar,
Sigrún Árnadóttir, er látin.
I litlu sjávarþorpi sem
Grundarfirði skiptir miklu máli,
að í þjónustustörf við almenning
veljist gott fólk. Fólk sem er fúst
til að leysa margs konar vanda af
lipurð og góðvild.
Haustið 1976 lét Guðríður
Sigurðardóttir af starfi sím-
stöðvarstjóra hér. Grundfirðingar
höfðu notið ágætra krafta hennar
um langa hríð og því vissu allir, að
sæti hennar yði yandskipað. Svo
réðst, að Sigrún Árnadóttir vald-
ist til þess starfa. Hún fluttist
hingað með eiginmanni sínum,
Friðriki Áskeli Clausen, og tveim-
ur börnum, Friðriki Rúnari og
Önnu Drófn, og bjuggu þau hér
um sig. Brátt sást, að hér fór kona,
sem reyndist vandanum vaxin,
hún vann traust og virðingu okkar
allra. Sigrún vaar búin þeim
kostum, sem prýða mega góða
konu, óeigingirni, góðvild, hjálp-
semi, hógværð. Enginn fór bón-
leiður til búðar, sem hitti hana
fyrir. Framganga þeirra hjóna
hér í byggðarlaginu einkenndist
öll af snyrtimennsku, reglusemi
og glaðværð. Lífið og framtíðin
brosti við þeim. En skjótt skipast
veður í lofti. Fyrir tæpum mánuði
bárust þær fregnir, að Sigrún
hefði verið flutt á sjúkrahús.
Engann óraði fyrir að það yrði
hennar banalega, en nú er hún öll.
Harmur eiginmanns og barna er
sárastur, en við Grundfirðingar
höfum misst mikið.
Frá Grundarfirði sendi ég fjöl-
skyldu Sigrúnar og aðstandendum
öllum innilegar samúðarkveðjur.
Guð líkni og huggi. Minningin um
góðan samferðamann mun lifa í
brjóstum okkar allra.
— Þar sem góðir menn genga eru
Guðs vegir.
Sigríður Anna Þórðardóttir.
Birting
af mælis- og
minningar-
greina
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera f sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
h'nubili.
MYNDAMÓTHF.
AOAISTB/ÍTI ( — MYKJAVIK
MIENTMYNOAGt*0
OFfsrrriiMua oa piotuk simi itisi
augiYsingateiknistofa sImi ísiio
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32