Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979 35 Aö snæöingi á Horninu. ,f I Mm «aVita’á t>*> " — ' ;•*«*>**». t -•V.-N '»***,v «*v4k. X vv*sf\ * -v> MWvKt#*! * -<«*«*»« X ___„ »*»£»* * — ** v, L ..4L| I I jj n I tHT*- : \ mr á r t [ Aö snæöingi á Borgaranum, allt eins einfalt og kostur er. Nessý er fyrst og síðast staður að kröfum nútímans, hraða nú- tímans. Staðurinn sérhæfir sig í framleiðslu kjúklinga, hamborg- ara og þjóðarréttar Breta, “fish and chips", og svo auðvitað Haggisborgarans. Nessý er dæmi- gerður skyndibitastaður, þar gengur afgreiðsla fljótt fyrir sig — enda réttir tilbúnir. Enginn uppþvottur, gert er ráð fyrir að gestir noti guðsgaflana. Þó fylgja plasthnífapör og fáir þú þér öl fylgir plastglas. Þú getur fengið þér morgunkörfu svokallaða, 2 hluta af kjuklingi, vestra eins og það er kallað, franskar kartöflur og hrásalat á 2050. Nú eða viljir þú meira, þá færðu þér Nessý- körfu á 2750 krónur, 3 hluta vestra, franskar og salat. Sértu verulega svangur færðu þér greifakörfu, 5 hluta vestra með frönskum og hrásalati, á 4100 krónur. Einnig er á boðstólum Nessýborgari, með lauk, osti, tóm- ötum og salatblaði á 1130, eða venjulegur ostborgari á 1010. Haggisborgara að skozkum hætti getur þú fengið á 900 krónur. Þá er á boðstólum fiskur og franskar að hætti Breta á 1350 og svokölluð rækjukarfa, djúpsteiktar rækjur með hrísgrjónum á 1550, svo dæmi seú tekin. Að sjálfsögðu er hægt að fá með ýmsar sósur, gosdrykki, öl og kaffi. Næst lá leiðin á Hornið. Ákaf- lega ólíkt Nessý. Það er ekki vítt til veggja á Horninu en hátt til lofts. Innréttingar hafa verið færðar til hins upprunalega horfs. Á Horninu er gengið til beina og staðurinn er alls ekki hugsaður sem neinn „skyndibitastaður", fjarri því. Þar á fólk að geta sest niður, virkilega dregið sig í hlé frá amstri hversdagsins og látið dekra við sig, við undirleik sjálfspilandi píanós. Matseðillinn er mjög frábrugð- inn þeim, sem aðrir matsölustaðir bjóða uppá. Hvað segirðu um að fá þér, svo dæmi séu tekin, ofnbak- aða rauðsprettu í hvítvíni með sveppum og osti á 2400 krónur? Eða ofnbakaðar pönnukökur með rækjufyllingu og bræddum osti á 2750 krónur? Nú eða pönnusteikt- an hörpuskelfisk með hrísgrjón- um, ananas og karrýsósu á 2850 krónur? Svo er það pizzan, sem staðurinn leggur mikla rækt við. Pizza Calzone, það er pizza með tómat, osti og skinku á 1750 krónur, Pizza Sicilana, með tómat, osti, skinku og sveppum á 1900. Pizza il Angelo, með tómat, krækl- ingi, osti og rækjum á 2100 svo dæmi seú tekin. I eftirrétt færðu þér svo djúpsteiktan camenbertost með jarðaberjamauki á 1050... mmmm!! Öðruvísi ekki satt? Þá var að halda á Borgarann. Við inngang- inn stendur „skyndibitastaður" og það nafn ber staðurinn með rentu. Allt miðast við skjóta afgreiðslu, gestir fá hamborgarana sína í poka, geta hvort heldur er snætt á staðnum eða tekið með sér. Á Borgaranum er, eins og nafnið bendir til, aðeins boðið upp á hamborgara. Þrjár tegundir og þar er fyrstan að telja Kansas- borgara, sem er sinnepsteiktur með rifnu hvítkáli, hráum lauk, tómatsneið, súrsætri gúrku og sósu. Einfaldur kostar 900, einnig er hægt að fá tvöfaldan á 1200 krónur. Þá er það New Yorker, með rifnu hvítkáli, hráum lauk, tómatsneið, súrsætri gúrku og sósu — einfaldur kostar 800, tvöfaldur 1100 krónur. Loks er á boðstólum Frisco — ber nafn sitt eins og hinir af amerískri stór- borg. Frisco er með osti, rifnu hvítkáli, hráum lauk, tómatsneið, súrsætri gúrku og sósu — einfald- ur kostar 900, tvöfaldur 1200. Þessir þrír staðir eru hver um sig ólíkur hinum. Þó eru annars vegar tveir staðir, Nessý og Borg- arinn, sem bjóða upp á skjóta þjónustu og ljúffengan mat, — þar sem allt miðast við hraða nútím- ans. Hins vegar Hornið — þar á fólk að setjast inn, taka lífinu með ró, láta þjóna stjana í kringum sig og borða ljúffengan mat. Þessir staðir endurspegla þjóðlífsbreyt- ingu. íslendingar snæða í auknum mæli á matsölustöðum í amstri dagsins. Það er fljótlegt, þægilegt og fólk losnar við að fara í langar bílferðir heim, upp í Breiðholt eða Árbæ. Á tímum hækkandi benzín- verðs er einfaldlega ódýrara að snæða úti í hádeginu. Fólk vill þægilegt og notalegt umhverfi, við viljum fegra mannlíf okkar — miðbærinn hefur komist í brenni- depil. Mannlífið í miðbænum hef- ur tekið stakkaskiptum. Og í ljóðabók sinni, Fögru veröld, orti Tómas Guðmundsson um Austur- stræti. „Nú verftur aftur hfýtt og bjart um ha inn. Af bornskuKlftftum hlátri strætift ómar. þvi vorift kemur sunnan yfir sæinn. Sjá sóiskinið á Kangstéttunum Ijómar. Og daprar sálir söngvar vorins yngja. og svo er mikill ljóssins undrakraftur. að jafnvel Kamlir slmastaurar syngja i sólskininu og verfta grænir aftur. Og þúsund hjórtu gripur gðmul kæti. Og gðmul hjðrtu þrá á ný og sakna. ó, bernsku vorrar athvarf. Austurstræti, hve endurminningarnar hjá þór vakna.“ H. Halls. Útsala — Útsala Kjólar, dragtir, blússur, pils. Allt nýjar og nýlegar vörur. 20—80% afsláttur. Dragtin, Klapparstíg 37. jakkarnir komnir einnig húfur og önnur pelsvara. Feldskerinn, Skólavöröustíg 18. Sími10840. Safir Safir veggsamstæöan uppfyllir kröfur nútímans um gæöi, útlit og notágildi. Hún er framleidd úr dökkbæsaöri eik, fáanleg á sökkli eöa fótum. Hægt er aö velja um 4 gerðir af efri skápum og 3 gerðir af neöri skápum. Lengd 2.70 cm (3x90 cm). Hæö 180 cm. Ennfremur er hægt aö fá 50 cm einingar Fallegu norsku veggsamstæðurnar eru komnar Lengd 2,70 metrar. Hæð 1,73 metri. VERIÐ VELKOMIN DON SMIÐJUVEGI 6 SIMIU5U EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.