Morgunblaðið - 10.11.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.11.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1979 Móöir okkar og tengdamóöir ÞÓRA SIGURÐARDÓTTIR, ARAGÖTU 7, lézt 9. nóvember. Stefanía Pétursdóttír, Halldór Gíslason, Guöríöur Pótursdóttir, Mér Elísson. Sigríöur Pétursdóttir, Úlfur Sigurmundsson, Sigrún Pétursdóttir, Valur Jóhannesson. + Systir okkar. GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Stigahlíö 12, andaöist á heimili sínu fimmtudaginn 8. nóvember. Systkinin. + Sonur okkar, GUÐMUNDUR KVARAN, lézt aö slysförum 8. þessa mánaöar. Kristín Helgadóttir Kvaran, Einar G. Kvaran. Litli sonur okkar og bróöir, HAUKUR LEIFSSON, lézt fimmtudaginn 1. nóvember á barnadeild Landakotsspítala. Útförin hefur fariö fram. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Barnadeildarinnar fyrir hlýhug og umhyggju í veikindum hans. Regína Viggósdóttir, Leifur Teitsson, Kristín Leifsdóttir, Hrafn Leifsson. + Móöir okkar, INGIBJÖRG JÓSEFSDÓTTIR, fyrrverandi hjúkrunarkona, Hátúni 10, Reykjavík, andaöist aö Elliheimilinu Grund föstudaginn 9. nóvember. Jaröarförin verður auglýst síðar. Hildur Halldórsdóttir, Hólmlaug Halldórsdóttir, Kristín Halldórsdóttir, Jósef Halldórsson, Gunnlaugur Haildórsson. + Eiginkona mín, móöir, tengdamóðir og amma, JÓNÍNA BJARNADOTTIR, Sólvallagötu 52, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 12. nóvember kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeir, sem vilja minnast hennar, láti líknarstofnanir njóta þess. Ágúst Ólafsson, Emil Ágústsson. Lillian Simson og barnabörn. + Ástkær móöir okkar, ÁSTRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, andaöist aö heimili sínu, Laugavegi 41, aöfaranótt 9. nóvember. Jaröarförin veröur auglýst síöar. Börnin. + Minningarathöfn um systur mína, MARGRÉTAR EBENEZERSDÓTTUR, frá Flateyri, fer fram í Fossvogskirkju mánudaginn 12. nóvember kl. 10.30 f.h. Jarösett veröur frá Flateyrarkirkju fimmtudaginn 15. nóvember kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Sturia Ebenezersson. + Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför, FRIÐÞJÓFS ÞORSTEINSSONAR, forstjóra. Sérstakar þakkir eru færðar læknum og starfsfólki á deild E-6 Borgarspítalanum. Aðstandendur. Elínborg Jónsdótt- ir—Minningarorð Fædd 18. marz 1889. Dáin 31. október 1979. „Þú fannst að það er gæfa lýðs og lands að leita Guðs og rækta akra hans.“ í ræðu á aldarafmæli Akureyr- arbæjar segir Davíð skáld Stef- ánsson frá Fagraskógi, en hann er einnig höfundur ofanskráðra ljóðlína. „Uppi á brekkunni sjáum við kirkjuna blasa við, á henni eru tveir turnar, sem táknað gætu líf og dauða, höfuðskaut mannlegrar tilveru. Þar eru börnin skírð. Eftir sjö ár liggur leið þeirra inn í barnaskólann, sem er á næstu grösum. Næsta stigið er gagn- fræðaskólinn, ásamt íþróttahúsi og sundlaug, þá menntaskólinn og lystigarðurinn, þá elliheimilið, þá sjúkrahúsið og loks kirkjugarður- inn. Þannig er lífsskeið mannsins að nokkru markað af brekkunni, ef vel er aðgætt. Móti suðri og sól er göngunni beint í hnitmiðuðum áföngum, hverjum dvalarstað ætl- aður sinn tími, unz hvíldin mikla bíður hins gönguþreytta manns.“ Elínborg Jónsdóttir tengdist á margvíslegan hátt á langri lífsleið, sem óslitið lá um Eyja- fjörð og Akureyri, þeim stofnun- um, sem þjóðskáldinu þykir ástæða að nefna. Undirritaður átti því láni að fagna að eiga samleið með henni og einni stofnuninni, þ.e. mennta- skólanum á Akureyri, samleið í nokkur ár. Samfylgd beggja var mér dýrmæt. Enda þótt flestir utanbæjar- nemendur byggju í heimavist, voru þó nokkrir, sem fengu hús- askjól úti í bæ á einkaheimilum. Hinn miklilvægi þáttur, sem þessi heimili hafa átt í mótun og uppeldi unglinga, sem sótt hafa hinn norðlenska skóla, hefir að mestu legið í þagnargildi, enda ætíð inntur af höndum með því hugarfari, sem ei hyggur til end- urgjalds. Viðeigandi þætti mér, að á aldarafmæli skólans að ári, yrði getið um þann þátt, sem þessi heimili hafa átt í að hróður Akureyrarskóla hefir orðið sá, sem raun ber vitni. Þáttur heimilis Elínborgar og eiginmanns hennar, Sigurðar Sölvasonar er þar stór, því auk þess að senda skólanum syni sína tvo, afburðanámsmenn, þá hýstu þau um áraraðir fjölda utanbæj- arnemenda. Elínborg Jónsdóttir var ey- firskrar ættar, fædd að Krónu- stöðum í Sauðbæjarhreppi 18. marz 1889, dóttir Jóns Magnús- sonar bónda í Hólakoti og þriðju konu hans Helgu Rannveigar Jós- epsdóttur frá Hólum í sömu sveit. Elínborg var eina barn þeirra hjóna er náði fullorðinsaldri, en + Viö þökkum af alhug öllum þeim fjölmörgu, sem sýnt hafa okkur vinsemd, samúð og hjálp vepna fráfalls og útfarar RÚNARS MAS JÓHANNSSONAR. Sérstakar þakkir sendum viö þeim sem af mikilli fórnfýsi og óeigingirni aöstoöuðu og tóku þátt í leitarleiðöngrum vegna þessara atvika. Þá flytjum viö þeim hjartans þökk sem sýndu okkur og þeim látna þá vinsemd og virðingu aö kosta útför hans. Guð blessi ykkur öll. Erla María Eggertsdóttir, Helena Rúnarsdóttir, Anna Lísa Rúnarsdóttir, Vigdís Guöbjarnadóttir, Jóhann Örn Bogason, Brynja Jóhannsdóttir, Vignir Jóhannsson, Sesselja Erlendsdóttir, Eggert ísaksson. + Þakka innilega auösýnda samúö og vinarhug við andlát og jaröarför eiginmanns míns, ÁRNA STEFÁNSSONAR, fyrrverandi útgeröarmanns, Fáskrúösfiröi. Sigríöur Ólafsdóttir. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, JÓHANNES SIGURÐSSON, prentari, verður jarösunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 12. nóvember kl. 3 e.h. Blóm og kransar afþakkaöir, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Kristniboöiö eða K.F.U.M. Steinunn Þorvaröardóttir, og börn hins látna. + Móðir okkar, tengdamóöir og amma, HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR, frá Fáskrúösfiröi, Digranesvegi 73, verður jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 12. nóvember kl. 13.30. Börn, tengdabörn og barnabörn. dreng misstu þau barnungan og dóttir, er María hét, lést um tvítugt árið 1911 sama ár og Jón faðir þeirra. Elínborg ólst upp hjá foreldrum sínum en var einnig langdvölum hjá Margréti hálfsystur sinni og manni hennar Stefáni Jóhannes- syni í Stóradal. Leit hún því jafnan á þann stað sem sitt annað bernskuheimili. Snemma mun hún hafa byrjað að vinna fyrir sér enda var hún sérlega lagin og harðdugleg til allra verka. I ungdæmi Elínborgar þótti það ungum stúlkum góður skóli að komast í vist á heimilum framá- manna. Margri stúlkunni reyndist það notadrjúg fræðsla er þannig fékkst. Elínborg starfaði á Akur- eyri hjá Ingibjörgu Björnsson, konu Odds Björnssonar prent- smiðjustjóra og bókaútgefanda og síðar hjá Þórunni Stefánsdóttur, konu séra Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili og hélt hún vinfengi við þær fjölskyldur æ síðan. Árið 1916 reðist Elínborg sem ráðskona að stórbýlinu Grund í Eyjafirði til Aðalsteins Magnús- sonar, er þá var að hefja búskap. Hjá föður hans Magnúsi Sigurðs- syni hafði dvalið sem unglingur og að nokkru alist upp Sigurður Sölvason, sonur Sölva Ólafssonar þekkts skútuskipstjóra á Akur- eyri, en hann var ættaður úr Skagafirði og síðari konu hans Maríu Jóhannsdóttur frá Stóra- Eyrarlandi. Sigurður hafði, er hér var komið sögu, numið trésmíði hjá Sig- tryggi Jónssyni á Akureyri, þess er reisti hús Menntaskólans. Hon- um hafa sjálfsagt borist til Akur- eyrar fregnir af kostum ungu ráðskonunnar að Grund og því fýst að kynnast henni nánar. Þau kynni leiddu til brúðkaups, er stóð 18. desember 1920, og settust þau að á Akureyri og hafa búið þar allan sinn búskap. Um 20 ára skeið stóð heimili þeirra inni í fjörunni í húsi Sölva skipstjóra. Stækkaði Sigurður húsið enda bjó þar einnig bróðir hans Ólafur með móður þeirra bræðra meðan hún lifði. Þarna fæddust þeim börnin fjögur. Aðalsteinn, yfirkennari við Menntaskólann á Akureyri, kvæntur Alice fæddri Soil, Ingóif- ur, skipstjóri, nú verkstjóri í Reykjavík, kvæntur Þorgerði Magnúsdóttur, María, hár- greiðslumeistari, Akureyri og Gunnar, byggingarfulltrúi í Reykjavík, kvæntur Ingibjörgu Ólafsdóttur. Sigurður gerðist brátt umsvifa- mikill byggingameistari á Akur- eyri og reisti þar fjölda bygginga stórra og smárra í félagi við Öskar Gíslason, múrarameistara. Er kynni mín hófust af fjöl- skyldunni hefði hún fluttst í nýtt hús í ytri-brekkunni, er Sigurður hafði reist að Munkaþverárstræti 38. Þaðan sést vítt um Eyjafjörð allan. Við Gunnar vorum bekkjar- bræður í skóla, og urðum reyndar það sem við áttum eftir ólokið námi, og kom ég í skjóli hans inn á heimilið. Sú umhyggja er mér þar var sýnd var verðmæt óhörðnuð- um unglingi. Skráð hefir verið í bækur hve hollt mönnum sé að missa sína nánustu á ungum aldri. Slík full- yrðing er að sjálfsögðu vafasöm, þar eð eigin reynsla er ekki af öðru. Hitt get ég fullyrt af eigin reynslu, að þeim sem ekki hefir alist upp í foreldrahúsum, er dýrmæt dvöl á heimilum eins og hjá Elínborgu og Sigurði. Heimilisbragur var þar allur til fyrirmyndar og byggðist ekki hvað síst á gagnkvæmri virðingu hús- ráðenda. Vilji Elínborgar til allra góðra hluta og prúðmennska Sigurðar héldust í hendur við sköpun þess andrúmslofts, sem ríkti á þessu fágaða heimili. Elínborg var fríð kona, kvik í hreyfingum og gekk lengstum á íslenskum búningi til hátíðar- brigða. Hún var greind kona og fróð og myndaði sér ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og fór ekki dult með þær. Hún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.