Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 268. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20
DAGAR
TIL JÓLA
tr^minMaliíí^
,^Vy  Sími á afgreiöslu:
83033
i*i»r£junbl»ií)il)
ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1979
Ungur mað-
ur varð úti
í Eyjafirði
Akureyri, 3. dex. 1979.
UNGUR maður varð úti á Sval-
barðsströnd nú um helgina, og
fannst lík hans laust eftir
hádegi í gær, sunnudag. Hann
hét Jón Þór Egilsson, 22ja ára,
til heimilis að Syðri-Varðgjá, og
var elstur átta barna hjónanna
þar, Þórdisar Þórólfsdóttur og
Egils Jónssonar bónda.
Jón fór að heiman á bíl sínum
snemma á laugardagsmorgun,
og var ekki vitað hvert hann
ætlaði. Þegar eftirgrennslanir á
laugardag báru ekki árangur,
var  leit  hafin  að  honum  á
sunnudagsmorgun. Félagar í
Hjálparsveit skáta og Flug-
björgunarsveitinni , á Akureyri
tóku þátt í leitinni ásamt
mönnum af Svalbarðsströnd og
úr Öngulsstaðahreppi.
Um hádegi fannst bíll Jóns
mannlaus og læstur á veginum
hjá Geldingsárbrú, og nokkru
síðar fannst Jón örendur
skammt utan og neðan við bæ á
Geldingsá. Vonskuveður hafði
verið á þessum slóðum á laugar-
dag, hvassviðri og skafrenning-
ur.
- Sv.P.
Kosið á Hrafnistu í Reykjavík á sunnudag.
Mbl. Ól. K. M.
Fíkniefnabrot:
25 íslendingar hand-
teknir erlendis á árinu
Á ÞESSU ári hafa 25 íslend-
ingar verið handteknir erlendis
fyrir fíkniefnasölu og fíkniefna-
meðhöndlun, samkvæmt upplýs-
ingum sem Morgunblaðið aflaði
sér í gær.
Flestir þeirra íslendinga sem
handteknir voru hlutu dóma fyrir
brot sín. Þyngstu dómana hlutu
tveir íslendingar, sem dæmdir voru
í þriggja ára fangelsi í Danmörku
og tveir íslendingar hlutu 2'/2 árs
fangelsisdóma í Svíþjóð. Eftir því
sem Mbl. kemst næst sitja 8—10
íslendingar nú í fangelsum erlendis
vegna fíkniefnabrota, langflestir í
Svíþjóð og Danmörku.
Eftir að kjörstöðum var lokað í kosningunum um helgina var eftir mikil vinna við að ná saman
öllum kjörkössunum og flytja þá þangað sem talið var í einstökum kjördæmum. Þessa mynd
tók Ragnar Axelsson til dæmis í gærkvöldi, er komið var með kjörkassana úr Vestmannaeyjum
til Reykjavíkurflugvallar, en þá átti eftir að aka með þá austur á Selfoss þar sem talið er í
Suðurlandskjördæmi.
Veður hamlaði hvorki
kosningu né talningu
VETRARKOSNINGUNUM
lauk í gærkvöld, en mjög
víða var kjöríundi slitið
eftir fyrri dag kosn-
inganna, þ.e. á sunnudags-
kvöld. Kjörsókn var milli
80 og 90% og sums staðar
heldur meiri. Veður haml-
aði ekki framkvæmd kosn-
inga að ráði, en tafði sums
staðar að kjörgögn bærust
á talningastað og hafa
kosningar því gengið von-
um framar að því er kjör-
stjórnarmenn upplýstu.
Talning átti að hefjast í
öllum kjördæmum í gær-
kvöld, síðast í Vestfjarða-
kjördæmi milli kl. 2 og 3 í
nótt.
Um tíma í gær var útlit fyrir
að talning í Vestfjarðakjör-
dæmi gæti ekki hafizt fyrr en í
morgun, þar sem ekki höfðu
borizt kjörgögn frá suður-
hreppum Strandasýslu og Flat-
ey. Voru þau flutt til Stykkis-
hólms í gærkveldi og um mið-
nættið var ráðgert að fljúga
með þau til ísafjarðar.
I mörgum sveitahreppum
tókst að ljúka kosningu á
sunnudagskvöld og var gær-
dagurinn notaður til að koma
kjörgögnum á talningastaði.
Þurfti að ryðja einstaka fjall-
veg á Norður- og Vesturlandi á
mánudag til að svo mætti
verða, en óhætt er að segja að
veður hafi hvergi spillt kosn-
ingaframkvæmd og telja kjör-
stjórnarmenn sem Mbl. ræddi
við í gær að það hafi hvergi
dregið úr kosningaþátttöku.
A Austfjörðum var víða
slæmt veður á sunnudag og
varð það óhapp í Borgarfirði
eystra að þrír bílar fuku útaf
veginum utan við þorpið og
einn maður slasaðist nokkuð.
Sjá nánar á bls. 18
og!9.
Ungur maður varð
móður sinni að bana
í GÆR varð sá atburður í fjölbýlishúsi í Breiðholti í Reykjavík að 25 ára gamall maður varð
66 ára gamalli móður sinni að bana. Ekki er vitað um ástæður þessa hörmulega verknaðar,
þar sem ekki reyndist unnt að yfirheyra manninn í gær en hann mun hafa verið til
læknismeðferðar í Kleppsspitala í sumar.
Atburðurinn varð á fimmta
tímanum í gærdag. Konan var að
koma heim til sín og beið sonur
hennar á ganginum fyrir framan
íbúð þeirra. Samkvæmt framburði
vitna greip maðurinn í móður sína
og dró hana inn í íbúðina og rétt á
eftir heyrðust neyðaróp frá kon-
unni. Tveir menn úr nálægum
íbúðum komu að vörmu spori til
hjálpar. Lá þá konan á gólfinu
með mikla höfuðáverka og var
látin en ungi maðurinn stóð þar
hjá og hélt á stórum kertastjaka,
sem hann hafði augsýnilega notað
til að veita móður sinni höfuð-
áverkana.
Rannsóknarlögregla ríkisins
annast rannsókn þessa máls. Ungi
maðurinn er nú í haldi í Síðumúla-
fangelsinu. Ekki er hægt að birta
nafn konunnar að svo stöddu.
Benedikt biðst
lausnar er töl-
ur liggja f yrir
„ÉG MUN ganga á fund
forseta og flytja honum
afsögn mína og ríkis-
stjórnarinnar, þegar tölur
úr öllum kjördæmum
landsins liggja fyrir,"
sagði Benedikt Gröndal
forsætisráðherra í samtali
við blaðamann Morgun-
blaðsins í gær, síðdegis.
Benedikt kvaðst mundu
segja af sér alveg án tillits
til þess hver úrslit kosn-
inganna yrðu, enda hefði
ríkisstjórnin fyrst og
fremst verið mynduð til að
koma þessum kosningum
fram. Formsins vegna
myndi hann þó ekki ganga
á fund forseta fyrr en allar
tölur lægju fyrir. Dragist
talning fram eftir degi í
dag, þriðjudag, eða fram á
kvöld,   mun   Benedikt
Benedikt Gröndal
forsætisráðherra.
Gröndal því ekki biðja
lausnar fyrr en á morgun,
miðvikudag.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48