Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 1
40 SIÐUR 7. tbl. 67. árg. FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Rússar sækja í átt til landamæra Pakistans Kabúl, 9. janúar. AP. RÚSSAR ílytja herlið með flutningaflugvélum frá Kabul til Kandahar, umdeilds héraðs í Suður-Afghanistan, samkvæmt fréttum sem bárust til Islamabad í dag. Samkvæmt pakistanskri blaðafrétt segja afghanskir uppreisnarmenn, að sovézkt herlið sæki frá borginni Kandahar í áttina að landamærum Pakistans, sem eru í 130 km f jarlægð, til að ná undir sig stöðvum sem sagt er að afghanskir liðhlaupar hafi yfirgefið. Þrír útlendingar sögðu, að þeir hefðu séð um 20 stórar flutningaflugvélar lenda á Kandahar-flugvelli. Fréttir herma að Rússar hafi 5.000 hermenn í þessari mikilvægu borg. „Pakistan Times“ hefur eftir uppreisnarmönnum að flestir af- ghanskir stjórnarhermenn í Kandahar-héraði hafi hlaupizt undan merkjum og gengið í lið ineð uppreisnarmönnum. Diplómatar í Islamabad staðfestu að sovézkt herlið sækti lengra inn í Suður- Afghanistan. I Washington segja sérfræðingar að andspyrna skæruliða virðist töluvert minni en uppreisnarmenn haldi fram og að miklu færri afghanskir hermenn hafi svikizt undan merkjum en fréttir hermi. Þeir segja líka að það séu af- ghanskir hermenn en ekki Rússar sem beri hitann og þungann í bardögunum. Préttir herma að allt að 100.000 sovézkir hermenn séu í Afghanistan. Sovézka fréttastofan Tass hafði eftir afghanska landvarnaráð- herranum, Mohammed Rafeh, að heraflinn „styddi nýju forystuna einróma". Diplómatar í Kabul sögðu, að nýja stjórnin héldi áfram aftökum pólitískra fanga þótt aftökurnar væru í smærri stíl en á dögum fyrrverandi stjórnar. Einn þeirra sagði, að vissir embættismenn Am- in-stjórnarinnar væru teknir af lífi á laun og jarðaðir í fjöldagröfum í hlíðum nálægt fangelsinu Pul-I- Charkhi. Þessar heimildir herma, að enn sé barizt í sex héruðum og upp- reisnarmenn í Pakistan sögðu, að skæruliðar hefðu tekið fjallabæinn Iskasham í héraðinu Badakhshan, 12 km frá sovézku landamærunum. Þeir segja að skæruliðar haldi enn borginni Faizabad, 80 km sunnan við sovézku landamærin, veiti harða mótspyrnu í héraðinu Tak- har í norðaustri og verjist á svæðunum Gardez og Khist í hér- aðinu Paktia súður af Kabul, ná- lægt landamærum Pakistans. Afghanskar heimildir herma að Rússar hafi komið sér upp stórri herstöð í Kelagay-eyðimörkinni í Baghlan-héraði norðan við Kabul. Rússneskir fótgönguliðar klifra yfir garð á veginum frá Kabui til Jalalabad. Brezk nærvera austan við Súez til athugunar London, 9. janúar.AP. CARRINGTON lávarður, utanríkis- ráðherra Breta, sagði i dag er hann fór til Tyrklands, Oman, Saudi-Ara- biu, Pakistans og trúlega Indlands til að meta stöðuna i Afghanistan- málinu, að Bretar væru reiðubúnir að taka til athugunar „nærveru“ brezka flotans austan Súez-skurðar ef Bandarikin færu fram á hernað- araðgerðir. En hann útilokaði að brezkt herlið yrði sent til Oman. Átök í Tabriz Teheran, 9. janúar. AP. SEX biðu bana og að minnsta kosti 41 slasaðist i Tabriz i dag i átökum milli stuðningsmanna og andstæð- inga Khomeinis erkiklerks. Hundruð þúsunda írana fóru hóp- göngur um götur Teheran, Tabriz og Qom til að minnast trúardýrlings og tveggja ára afmælis upphafs írönsku byltingarinnar. Jafnframt sagði ritari byltingar- ráðsins, Ayatollah Mohammed Beh- esti, að nokkur von væri til þess að gíslunum í bandaríska sendiráðinu yrði sleppt. Hann sagði að „nokkur hreyfing" væri á málinu, þótt hann væri ekki viss hvort árangurs væri að vænta eftir nokkra daga eða vikur. Leonid Brezhnev, forseti Sovét- ríkjanna. hefur sagt Jimmy Carter forseta, að rússneskt herlið verði ekki kallað heim frá Afghanistan fyrr en það „hefur lokið starfi sínu“, að sögn háttsetts starfs- manns Hvíta hússins í dag. Þetta kom fram þegar Carter kvartaði yfir innrásinni á „heitu“ línunni 19. desember. Filippseyjar hafa skýrt starfs- mönnum SÞ frá þeirri ósk sinni að Allsherjarþingið taki fyrir íhlutun Rússa þar sem Rússar hafa beitt neitunarvaldi sínu í Öryggisráðinu að sögn talsmanns samtakanna. Gert er ráð fyrir að Mexíkó taki undir beiðnina sem þarf samþykki níu fulltrúa í Öryggisráðinu. Tass sakaði í dag Jody Powell blaðafulltrúa um „mannhaturs- og mannætu" yfirlýsingar um hugsan- legar afleiðingar kornsölubannsins á Rússa. Fréttastofan fullyrti í harð- orðri yfirlýsingu, að „sovézka þjóðir. mundi ekki úthella tárum" yfir ráðstöfun Bandarikjamanna og sagði að tilraunir til að beita Sovétríkin þrýstingi hefðu aldrei borið árangur og mundu ekki gera það. Carter átti í dag fyrsta fund sinn af nokkrum með starfsmönnum fyrrverandi stjórnar og öðrum til að afla sér aukins stuðnings. Hvíta húsið sagði að forsetinn hefði fengið stuðning úr báðum flokkum við ákveðnu svari við innrás Rússa og langtíma ráðstafanir sem kynnu að reynast nauðsynlegar til verndar hagsmunum í þessum heimshluta. Gefið var í skyn að komið hefði verið inn á beitingu hervalds en ekki fjallað um það ítarlega. Bernard Rodgers hershöfðingi, yf- irmaður herafla NATO, kvað innrás- ina sýna að halda yrði áfram eflingu hernaðarmáttar NATO og að þrátt fyrir détente yrði að gera ráð fyrir að Rússar „réðust á hvaða ríki sem væri ef þeir hefðu ákveðið það á annað borð“. Bretar frestuðu í dag fyrirhugaðri heimsókn kolaráðherra Rússa. Saudi-Arabar tilkynntu að þeir mundu ekki taka þátt í Ólympíuleik- unum í Moskvu og skoruðu á aðrar Arabaþjóðir að fara að dæmi þeirra. Önnur viðbrögð: Sjá bls. 23. Harold Brown Tölvur til Kína koma til greina Peking, 9. janúar.AP. HAROLD Brown, landvarna- ráðherra Bandaríkjanna, ítrekaði á blaðamannafundi i Peking í dag þá stefnu Banda- ríkjastjórnar að selja ekki Kínverjum hergögn, en sagði að sala á tölvum og öðrum háþróuðum tækjum, sem geta komið að gagni i hermálum, yrði tekin til athugunar. Ekkert áþreifanlegt sam- komulag tókst um Afghanistan, en Brown sagði að Bandaríkja- menn og Kínverjar hefðu mjög líkar skoðanir á „þörfinni á því að styrkja aðrar þjóðir í þessum heimshluta". Hann sagði að báðir aðilar mundu gera áþreifanlegar ráðstafanir í því skyni, hvor fyrir sig, en skýrði það ekki nánar. Hann kvað mesta árangur viðræðna sinna við kínverska ráðamenn þann að lagður hefði verið grundvöllur sem mætti byggja á í framtíðinni. Hann sagði að ekki hefði verið rætt um heimsóknir skipa úr 7. flotanum og heldur ekki um þjálfun kínverskra hermanna í Bandaríkjunum. En hann spáði auknum samskiptum, m.a. gagnkvæmum heimsóknum her- foringja og fyrirlestrahaldi. Brown tilkynnti að Geng Biao, varaforsætisráðherra og aðalritari hermálanefndar kommúnistaflokksins, hefði þegið boð um að heimsækja Bandaríkin, en tími heimsókn- arinnar hefur ekki verið ákveðinn. 63 líflátnir fyrir árásina í Mekka Riyadh. 9. janúar. AP. SEXTÍU og þrír úr hópi trúarof- stækismannanna, sem i nóvember lögðu undir sig stórmoskuna i Mekka, mesta helgidóm múha- meðstrúarmanna, voru hálshöggnir i dag að sögn hinnar opinberu fréttastofu Saudi-Arabíu. Khaled konungur fyrirskipaði aftökurnar sem fóru fram í átta borgum, bersýnilega til að sýna að stjórnvöld réðu fyllilega við ástand- ið. Tekið var fram í tilskipun kon- ungs i Saudi-Arabiu, að dauðarefs- ing lægi við árás á hænahús sam- kvæmt kóraninum. Aftökur fara venjulega fram opinberlega eftir hádegisbænir og frá fornu fari hafa menn, sem eru dæmdir til dauða, verið hálshöggnir. í hópi hinna líflátnu var Juhai- man Bin Seif Al-Otaiba, herforingi mahdíista-hópsins sem réðst á moskuna. Hann er af ættflokki Al-Otaiba í Suður-Saudi-Arabíu, en sá ættflokkur er andvígur stjórn- völdum. Fjörutíu og einn hinna líflátnu var saudi-arabískur borgari. Hinir voru 10 Egyptar, sex Suður-Jemenar, þrír Kuwaitmenn og einn frá Norður- Jemen, einn frá Súdan og einn frá írak. Stjórnvöld segja að útlendingarnir í hópnum hafi breytt eftir trúar- sannfæringu og ekkert erlent ríki hafi verið viðriðið árásina. Aðalleiðtogi hópsins, Mohammed Bin Abdullah Al-Qahtani, sem kall- aði sig Mahdi eða Messías shíta- arms múhameðstrúarmanna, beið bana í hálfs mánaðar umsátri saudi- arabískra hermanna um stór- moskuna eftir töku hennar. Yfirvöld sögðu að í umsátrinu hefðu 127 hermenn fallið og 451 særzt, 75 árásarmenn hefðu fallið í bardögunum, 27 látizt í sjúkrahúsi og 15 lík hefðu fundizt síðar — eða alls 117 beðið bana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.