Morgunblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 20. tbl. 67. árg. Vsevolod Soíinsky Sovézki sendi- herrann rekinn WcllinKton, Nýja Sjálandi 24. jan. AP. STJÓRN Nýja Sjálands skip- aði í dag sendiherra Sovétríkj- anna þar V.N.Sofinsky úr landi fyrir að greiða fé í sjóði lítils nýsjálenzks kommún- istaflokks. sem er mjög fylgi- spakur Moskvu. Robert Muldoon forsætisráð- herra sagði að brottvísunin stæði ekki í sambandi við innrásina í Afganistan, eins og fréttamenn gátu sér til um. Muldoon sagðist ekki mundu gefa upp hversu mikla peninga Sofinsky hefði greitt kommún- istaflokknum, en á því léki enginn vafi að starfsemi hans hefði verið fjármögnuð með sovézkum fjármunum og hefði Sofinsky persónulega átt þar hlut að. Sofinsky sagði á fundi í sendiráðinu í þann mund er hann bjóst til að fara í brautu að ógerningur væri að sanna þessar fullyrðingar, sem væru fleipur eitt og hinn versti rógur. Sjómenn í mál við stjórnvöld Ósló, 24. janúar. Frá fréttaritara MBL.. Jan Erik Laure. IIÓPUR sjómanna í Tromsfylki hef- ur ákveðið að stefna norskum stjórnvöldum og fá úr því skorið hvaða rétt íbúar við sjávarsíðuna hafi til nálægra hafsvæða. Ein af kröfum sjómannanna ér að allri olíuleit fyrir Norður-Noregi verði frestað þar til að dómstólar hafi úrskurðað um rétt þeirra til sjávarins, en fyrirhugað er að boran- ir vegna olíuleitar hefjist við strend- ur Tromsfylkis í maí. Unnið er að undirbúningi málsókn- arinnar við sjávarútvegsdeild há- skólans í Tromsö, og hefur fjöldi lögfræðinga heitið kröftum sínum endurgjaldslaust. Reiknað hefur ver- ið út að tekjutap sjómanna í Troms- fylki og Finnmörk verði um 30—40 milljónir norskra króna, eða sem svarar um þremur milljörðum íslenzkra króna, meðan boranir vegna olíuleitar fara fram á veiði- svæðum þeirra. FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Rússar taka viðvaran- ir Carters stinnt upp Moskvu. Washington. London, 24. janúar. AP. SOVÉZK yfirvöld brugðust hart við þeirri hótun Carters forseta að Bandaríkjamenn myndu beita her- valdi, ef nauðsyn bæri til í því skyni að koma í veg fyrir að utanaðkom- andi öfl seiídust til yfirráða á Persaflóa-svæðinu. Sagði TASS- fréttastofan sovézka. að það væri ein af villukenningum Carters að halda fram að Persaflói væri svæði þar sem Bandaríkjamenn hefðu mikilvægra einkahagsmuna að gæta. í ræðu sinni um ástand og horfur í málefnum rikisins sagði Carter. að stóru og hernaðarlega mikil- vægu svæði stæði mikil hætta af sovézku hersveitunum í Afganist- an. Hann sagði að rússneskir her- menn væru í aðeins 500 kilómetra fjarlægð frá Ilormuz-sundi. en um það ætti eftir aö fljóta mikiil hluti þeirrar olíu sem hinn frjálsi heimur þyrfti á að halda. Carter sagði einnig að bandarískir þegnar yrðu að vera viðbúnir her- kvaðningu. Hann sagðist vona að ekki þyrfti að grípa til herskyldu, en vegna hins alvarlega ástands sem nú ríkti í alþjóðamálum yrðu menn að vera viðbúnir slíku, og hefði hann þegar gert ýmsar ráðstafanir því til undirbúnings. Einnig vék Carter að töku banda- ríska sendiráðsins í Teheran, og sagði að ef gísiunum yrði gert mein, myndu íranir sæta þungum refsing- um. Hann hvatti stjórnvöld í íran til samstöðu með Bandaríkjunum, þar sem Iran stafaði miklu meiri hætta af Sovétmönnum. Ræðu Carters var víðast hvar vel tekið, jafnt heima fyrir sem erlendis. Undirtektir þingmanna voru að yfir- gnæfandi meirihluta jákvæðar en Carter forseti flytur ræðu sína í þinginu í gær. I baksýn má sjá Walter Mondale varaforseta. Símamynd AP. þátttakendur í keppninni um for- setaframboð í kosningunum í haust tóku dræmt undir. Carrington lávarður, utanríkis- ráðherra Breta, sagði, að brezka stjórnin væri ánægð með ræðu forsetans og styddi hann heilshugar. I framhaldi af henni hefði brezka stjórnin gripið til ýmissa refsiað- gerða vegna innrásar Sovétmanna í Afganistan. Meðal annars væri ákveðið að hætta við viðræður hátt- settra embættismanna og ráðherra á ýmsum sviðum, hætt yrði við sam- vinnu á sviði hermála og fjölgað útsendingum brezka útvarpsins til Sovétríkjanna og Afganistans. Þá verða ekki endurnýjaðir viðskipta- samningar sem stjórn Verkamanna- flokksins gerði við Sovétmenn og rennur út í næsta mánuði, en hann var Sovétmönnum afar hagstæður. „Rússum verður að skiljast að við þá verða ekki höfð nein viðskipti eða samskipti meðan þeir hegða sér jafn svívirðilega og þeir hafa gert í Afganistan,“ sagði Carrington. Harkalegri ræðu og viðhorfum Carters var í dag líkt við viðbrögð Eisenhowers forseta 1957 þegar hætta var á að Sovétmenn storkuðu Frökkum og Bretum og hæfu íhlutun í Egyptalandi. Þá sagði Andrew Peacock utanríkisráðherra Astralíu að ræða Carters bæri vott um mikinn styrk Bandaríkjamanna á erfiðum tímum heima og heiman. Einnig sagði Roy Jenkins, leiðtogi fastaráðs Efnahagsbandalagsins, að Evrópumenn hefðu að undanförnu krafizt þess af Bandaríkjunum að þau sýndu frumkvæði og festu sem forysturíki Vesturveldanna og mætti því búast við miklu fylgi við ræðu Carters, einkum þann hluta er snerti Persaflóa. Sakharov andæfir í útlegðinni í Gorky: Handtakan bendir til valdabaráttu í Kreml Moskvu, Ilelsinki, Ilaag, 24. janúar. AP. ANDREI Sakarov hafði i dag sam- band við vini og ættingja frá dvalarstað sínum í hafnarbænum Gorky við Volgu, en bærinn er í 600 kilómetra fjarlægð frá Moskvu og lokaður útlendingum, og sagðist hann vera við góða heilsu. Sakh- arov bað og vini sina að fordæma sovézk yfirvöld harðlega fyrir inn- rásina í Afganistan og hvetja íþróttamenn og unnendur íþrótta um heim allan til að fordæma aðgerðirnar og krefjast þess að sovézkt herlið yrði kallað frá land- inu. Þrátt fyrir tilraunir Sakharovs til að halda áfram andófsaðgerðum sögðu vinir hans í Moskvu í dag að með handtökunni hefði hreyfing þeirra beðið afhroð. Væri andófs- mannahreyfingin nú hálfpartinn sem höfuðlaus her, og hefði hún vart mátt við handtökunni þar sem hún hefði orðið illilega fyrir barðinu í herferð sovézku leyniþjónustunnar (KGB) gegn andófsmönnum að und- anförnu. Eiginkona Sakharovs fékk einnig að hringja í ættingja í Moskvu, en þegar hún sagði að í íbúðinni sem þau hjónin hefðu til afnota byggi Símamynd — AP. Ilandtaka Sakharovs tók stjúpdóttur hans, Tanyju Yaknelevich, mjög þungt. Myndin var tekin á hcimili hennar í Newton í Massachusetts skömmu eftir handtökuna á þriðjudag og sýnir Tanyu ásamt eiginmanni hennar, Eftrem, og bróður hans, Alexey Semenov. einnig einhver kona sem hún þekkti ekki, var sambandið rofið. Handtaka Sakharovs var harðlega fordæmd í finnskum blöðum í dag. í blöðunum var þess getið að handtak- an, svo og innrásin í Afganistan, gætu bent til mikillar innbyrðis ólgu meðal helztu ráðamanna Sovétríkj- anna, og styddi brottvikning Kirill- ins aðstoðarforsætisráðherra þann grun. Sögðu blöðin að þegar um innbyrðis valdabaráttu væri að ræða og óeiningu um leiðtogann í Sov- étríkjunum, gripu valdahóparnir til ýmissa aðgerða, einkum á sviði innan- eða utanríkismála, í þeim tilgangi að ófrægja hver annan. Ríki Efnahagsþandalagsins (EBE) fordæmdu harðlega handtöku Sakh- arovs í sameiginlegri yfirlýsingu, sem Walter Maccotta sendiherra Italíu í Moskvu, afhenti sovézkum yfirvöldum í dag, og sögðu hana brjóta í bága við Helsinki-sáttmál- ann. Þá kvaddi Van der Klaauw, for- sætisráðherra Hollands, sovézka sendiherrann á sinn fund og lýsti áhyggjum og andúð hollenzkra yfir- valda á handtöku Sakharovs. Einnig lýsti sænska vísindaakademían áhyggjum vegna handtöku Sakh- arovs, sem hún veitti á sínum tíma Nóbelsverðlaun í eðlisfræði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.