Morgunblaðið - 30.01.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.01.1980, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 24. tbl. 67. árg. MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1980 Prentsmiðja Morsunblaðsins. Sex diplómatar flúðu frá íran Carter forseti tekur í höndina á Sophiu Loren í Hvíta húsinu þegar þar fór fram athöfn í gær fyrir barnaverndarsamtök sem leikkonan er í forsæti fyrir. Thomas O’Neill, forseti fulltrúadeild- ar Bandaríkjaþings. er til vinstri. Teheran. 29. janúar. AP. SEX bandarískir diplómatar föld- ust í vinveittum sendiráðum í Teheran frá töku bandaríska sendi- ráðsins 4. nóv. þar til um síðustu helgi og komust úr landi með hjálp kanadíska sendiráðsins að sögn bandarískra embættismanna í dag. Talsmaður bandaríska utan- um Palestínu með því að hann og Hafez Assad forseti lýstu því yfir að þeir virtu „rétt afgönsku stjórnarinnar til að verja land sitt og hlutleysi". Assad lét í ljós áhuga á auknu samstarfi við Sovétríkin og Gromyko kallaði Bandaríkin „mesta óvin Islams og Þriðja heimsins". Gromyko ræddi einnig við Yasser Arafat, leiðtoga PLO. • Heimildir í Beirút hermdu að ísraelsmenn hefðu dregið saman mikið herlið á tveimur stöðum ná- lægt líbönsku landamærunum og sjónarvottar sögðu að Israelsmenn hefðu skotið á svæði nálægt hafnar- borginni T.vros. Israelskur tals- maður neitaði fréttum um að ísraelskir hermenn væru í Líbanon, en vildi ekkert segja um fullyrðingar' um liðssafnað Israelsmanna nálægt landamærunum. Sovézkur stríðsvagn fyrir framan Hótel Afganistans. Kabul í höfuðborg ríkisráðuneytisins lýsti „djúpu þakklæti" Bandaríkjanna við Kanada fyrir hjálpina og sagði að hvers konar hefndaraðgerðir gegn gíslunum í sendiráðinu vrðu „gagnstæðar skynsemi". Jafnframt hafnaði nýkjörinn for- seti írans, Abolhassan Bani Sadr, tilboði Bandaríkjastjórnar um hern- aðarlega og efnahagslega aðstoð ef bandarísku gíslunum verður sleppt, en bandaríski utanríkisráðherrann, Cyrus Vance, bauðst til þess að vinna með honumSað því að tryggja að fangarnir fái frelsi. Bandarísku diplómatarnir voru ekki í sendiráðinu þegar það var hertekið og neitað er að láta uppi hvar þeir földust í 12 vikur, þar til kanadíska sendiráðið útvegaði þeim fölsuð vegabréf um síðustu helgi, af ótta við að Iranir grípi til hefndar- ráðstafana gegn viðkomandi sendi- ráðum. Kanada lokaði sendiráði sínu í gær af öryggisástæðum, írönskum embættismönnum að óvörum, og starfsmenn þess voru kallaðir heim. Bandarískir prestar sem heim- sóttu gíslana um jólin sögðu að þeir væru 43 talsins, þótt bandaríska utanríkisráðuneytið segi að þeir séu 50 að tölu, en sagt er að ekki sé hægt að skýra þetta misræmi með því að diplómatarnir sem flúðu hafi ekki verið taldir með. íranska útvarpið og sjónvarpið, sem er undir stjórn klerka sem eru í nánu sambandi við stúdentana í bandaríska sendiráðinu, sakaði í dag hinn nýja forseta um að fara út fyrir verksvið sitt með yfirlýsingum um að hann ætli að hreinsa til í stofnuninni. Bani Sadr hefur sagt síðan hann sigraði í kosningunum, að hann ætli ekki að sætta sig við völd stúdentanna, og sakaði útvarp- ið og sjónvarpið um fjandskap gegn sér í kosningabaráttunni. Jafnframt skýrði ríkisútvarpið í dag frá nýjum átökum í Azerbaijan og sagði að árás hefði verið gerð á herflokk við borgina Salmas. Lið- þjálfi beið bana og tveir aðrir særðust. ísraelsmenn hafna áætlun Tcl Aviv, 29. janúar. AP. ÍSRAELSMENN höfnuðu í dag tillogum Egypta um heimastjórn Palestínumanna og sögðu að þær væru ekki viðunandi umræðu- grundvöllur. Bandarískir embættis- menn viðurkenndu að löndin væru á öndverðum meiði og sögðu að Bandaríkjamenn mundu taka virk- ari þátt í viðræðunum. Sol Linowitz, sérlegur sendimaður Carters forseta, kom til viðræðna við Menachem Begin forsætisráðherra að loknum fundi með Anwar Sadat forseta í Kaíró og sagði fyrir brott- förina, að hann væri bjartsýnn á að löndin kæmust að samkomulagi um heimastjórn fyrir maí eins og kveðið er á um í friðarsamningi þeirra. Þetta bar einnig til tíðinda: • Einn maður beið bana og átta særðust af völdum sprengju, sem var komið fyrir á neðstu hæð sýrlenzka sendiráðsins í París. Þrír slösuðust alvarlega, þar af ein þunguð kona. Sprengingin varð tveimur tímum áður en sýrlenzki utanríkisráðherr- ann, Abdel Halim Khaddam var væntanlegur frá Damaskus og sumir töldu tilræðið standa í sambandi við heimsókn hans. Þrjú óþekkt samtök tóku á sig ábyrgðina — „Líbanska fylkingin“, „Herdeildir Gyðinga" og' „Sameinaðir Afganar". • í Damaskus lauk þriggja daga opinberri heimsókn sovézka utan- ríkisráðherrans Andrei Gromykos Boða aðgerðir gegn Rússum Islamabad — 29. janúar — AP ÞRJÁTÍU og fjögur múhameðstrúarlönd af 41 í heiminum kröfðust þess i dag, að sovézka herliðið í Afganistan yrði tafarlaust flutt á brott og hvöttu til ýmiss konar refsiaðgerða gegn Sovétríkjunum og Rússahollri stjórn Afganistans. Utanríkisráðherrar landanna og PLO ákváðu á fundi sínum í Pakist- an að víkja Afganistan úr samtökum sínum og hvöttu einnig til þess að hætt yrði við þátttöku í Ólympíu- leikunum í Moskvu, að slíta sam- bandi við Afganistan, lýsa yfir samstöðu með afgönskum uppreisn- armönnum, aðstoða afganska flótta- menn og að hjálpa grannríkjum Afganistans að standa gegn hvers kor.ar ógnun við öryggi þeirra. Ráðstefnan gagnrýndi einnig Eg- ypta fyrir að taka upp stjórnmála- samband við ísrael og lýsti yfir stuðningi við PLO í baráttu samtak- anna fyrir stofnun Palestínuríkis. Jafnframt var skorað á Bandaríkin og íran að jafna ágreining sinn friðsamlega og lýst yfir andstöðu gegn því að beita hótunum, valdi eða refsiaðgerðum gegn tran eða öðrum múhameðstrúarlöndum. Sovézka fréttastofan Tass sagði seinna, að áskorun ráðstefnunnar um brottflutning sovézka herliðsins frá Afganistan væri „gróf íhlutun í innanríkismál Afganistans". Pravda viðurkenndi í frétt frá Kabul að afganskir uppreisnarmenn yllu Rússum erfiðleikum. Blaðið sagði að þeir „sprengdu upp brýr, skæru í sundur samgönguleiðir og myrtu fólk“. Varað við hættu á átökum við Rússa Washington, 29. jan. AP. FORSETI hérráðs bandaríska her- aflans, David Jones hershöfðingi, skýrði bandaríska þjóðþinginu frá því í dag, að „möguleikar á hernað- arárekstrum við Sovétríkin mundu aukast verulega" á árunum fram til 1985. Jones hershöfðingi og Ilarold Brown landvarnaráðherra sögðu, að sókn Rússa inn í Afganistan sýndi, að þeir gætu verið reiðubún- ir til að ógna mikilvægum hags- munum Bandarikjanna á oliufram- leiðslusvæðum. Brown ítrekaði í árlegu yfirliti til þingsins þann ásetning Bandaríkj- anna að varðveita öryggi ísraels og benti á, að samtímis yrðu Bandarík- in áfram háð olíu frá Miðausturlönd- um. Hann sagði að mesta ógnunin við Vestur-Evrópu væri hættan á rösk- un á olíuflutningum frá Opec-lönd- um og „gífurlegur hernaðarmáttur Rússa í Austur-Evrópu" ásamt lang- fleygum kjarnorkuvopnum Rússa. Hann sagði að „enginn vafi gæti leikið á því að Vestur-Evrópa væri lífsnauðsynleg hagsmunum Banda- ríkjanna ... Við erum reiðubúnir að berjast ef nauðsynlegt reynist til að verja aftur bandamenn okkar í Evrópu“. Brown sagði að Rússar hefðu sótt fram á norðurvængnum og þeir hlytu óhjákvæmilega að hafa áfram áhyggjur af atburðarásinni í Aust- ur-Evrópu. Hann kvaðst hafa hvatt Japani til að efla varnir sínar og sagt Kínverj- um að Bandaríkjamenn væru reiðu- búnir að íhuga þann möguleika að útvega þeim fullkominn tæknibúnað sem þeir gætu ekki útvegað Rússum. Blaðið sagði einnig, að við erfið- leika væri að stríða nálægt landa- mærum Pakistans og Kína og nærri landamærum Afganistans og Sovét- ríkjanna. Pravda kvað þetta sýna að afganski herinn yrði að vera við öllu búinn. Sjö aðildarríki samtaka múham- eðstrúarlanda hundsuðu fundinn í Islamabad: Afganistan, Sýrland, Suður-Jemen, Uganda, Efri-Volta, Guinea-Bissau og Egyptaland, sem hefur lýst yfir stuðningi við Carter- kenninguna og heitið Bandaríkja- mönnum aðstöðu til að verja ríki við Persaflóa. Á ráðstefnunni var pkki lýst yfir stuðningi við tillögu Mohammed Zia Ul-Haq, forseta Pakistans, um sam- eiginlegar varnaraðgerðir múham- eðstrúarlanda. Kassim Zahiri, að- stoðarframkvæmdastjóri samtaka múhameðstrúarlanda, sagði að at- huga yrði málið rækilega áður en hægt yrði að ræða það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.