Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 27. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						44 SÍÐUR OG LESBÓK
#tgm&fatoi!b
27. tbl. 67. árg.
LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Varaformaður sovézku ólympíunefndarinnar:
Sovézkir hermenn
verða í Af ganistan
eins lengi og þarf
París, 1. febrúar. AP.
„MOSKVU ólympíuleikarnir
verða haldnir eins og íyrirhugað
er, þrátt fyrir hótanir um að
hundsa þátttöku og sovézkir her-
menn verða um kyrrt í Afganist-
an eins lengi og ástæða er talin
til þess," sagði Vitaly Smirnov,
varaformaður sovézku Ólympíu-
nefndarinnar, á feiknafjölménn-
um blaðamannafundi i Paris i
dag. Hann bætti við, að hann
væri þeirrar trúar, að „skynsem-
in myndi sigra að lokum og að
Bandaríkin myndu taka þátt í
leikunum".
Þúsundir báðu
Khomeini bata
i Teheran í gær
Iran, 1. (ebrúar. AP.
TUGbÚSUNDIR manna fóru í
göngu til sjúkrahússins í Teheran
þar sem Khomeini erkiklerkur ligg-
ur rúmfastur til að votta honum
hollustu og biðja honum bata. Segir
í fréttum, að þetta hafi verið
fjölmennasta ganga þar um all-
langa hrið. Karlar og konur grétu
hástöfum, hrópuðu stuðningsyfir-
lýsingar við Khomeini og slagorð
gegn Bandarikjamönnum og fyrr-
verandi keisara. Þegar til sjúkra-
hússins kom tókst mönnum að
lægja tilfinningaólguna nokkuð til
að raska ekki um of ró hins sjúka
erkiklerks. Að bænagjörð lokinni
fór allmikið fjölmenni til háskólans
í borginni þar sem guðsþjónusta
fór fram og hvatt var til að menn
stæðu einhuga um islömsku bylt-
inguna. Þess var og viða minnzt um
landið, að ár var í dag liðið frá þvij
Khomeini  sneri  heim.  Fór  það
friðsamlega fram.
Sendiherra írans í Kanada, Mo-I
hammed Adeli, sagði fréttamönnum'
í Ottawa í dag, að samkomulag um
að láta lausa gíslana fimmtíu í
sendiráðinu kynni að dragast á
langinn vegna þeirrar reiði sem það
hefði vakið með mönnum, þegar
spurðist að sex bandarískir sendi-
ráðsstarfsmenn hefðu sloppið úr
landi með kanadísku diplómötunum
í vikunni.
Takmarkaðar fréttir hafa borizt
úr Kúrdahéruðum, en þó er hermt að
þar hafi víða komið til átaka og vitað
er að nokkrir leiðtogar Kúrda hafa
sent Khomeini beiðni um að beita
sér persónulega fyrir því að blóðbað-
ið í Kúrdistan verði stöðvað.
Maximo Cajal y Lopez, sendiherra Spánar í Guatemala, ræðir við
fréttamenn fyrir utan spánska sendiráðið eftir að lögreglan réðst inn
i húsið. Sendiherrann sagði að aðfarir lögreglunnar hefðu verið
ruddafengnar og hún hefði rofið diplómatahelgi sendiráðsins.
Smirnov, sem er á leið frá
Moskvu til Mexiko og Lake Placid,
lagði margsinnis á það áherzlu, að
stjórnmálum og íþróttum skyldi
ekki blandað saman og engar
slíkar hótanir myndu þvinga Sov-
étríkin til að breyta stefnu sinni.
Aðspurður um hvað Sovétríkin
myndu gera ef einá ráðið til að
bjarga Ieikunum væri að 85 þús-
und sovézkir "hermenn færu frá
Afganistan sagðist hann ekki bera
ábyrgð á veru þeirra þar en
vitnaði til orða Brezhnevs forseta
Sovétrikjanna um að hermennirn-
ir yrðu fluttir þaðan, þegar hætt-
an á hernaðaríhlutun f rá Pakistan
vofði ekki lengur yfir.
Smirnov sagði aðspurður að
hann skildi fullvel ástæðu margra
Afríkuríkja fyrir því að hundsa
'leikana í Montreal 1976, en hann
neitaði að nokkur hliðstæða væri
milli þessa og hugsanlegrar al-
mennrar hundsunar Ieikanna nú.
Smirnov var margsinnis spurð-
ur um afstöðu sína til Afganistans
og brást hann á endanum argur
við og sagði: „Ég er að gefa ykkur
upplýsingar, en þið neitið að
meðtaka þær — þið heimtið að
tala öðrum tungum en ég." Smir-
nov var spurður um, hvort alþýða
manna í Sovétríkjunum vissi um
framvinduna í Afganistan og
svaraði: „Við í Sovétríkjunum vit-
um að nokkur ríki hafa hótað að
hætta þátttöku og að þeir sem
gera það þekkja ekki  sáttmála
'lympíuleikanna."
Alexander Ginzburg (t.v.) tók á móti konu sinni, Irinu, móður sinni og
tveimur börnum er þau komu til Parísar í gær með vél Aeroflot.
Fjölskylda Ginz-
burgs laus frá
Sovétríkjunum
París. 1. íebrúar. AP.
SOVÉZKI andófsmaðurinn Alex-
ander Ginzburg hitti loks á ný
fjölskyldn sina í Paris í dag, en
hana hefur hann ekki séð siðan í
apríl, að hann var sendur úr
landi, en f jölskyldan fékk ekki að
fara fyrr en nú. Eiginkona Ginz-
burgs, Irina, tvö börn þeirra, sem
eru fimm og sjö ára gömul. og
aldurhnigin móðir Ginzburgs
komu með Aeroflotvél frá
Moskvu tii Parísar síðdegis í dag.
Fyrr hafði verið talið að fjöl-
skyldan myndi halda áleiðis til
Bandaríkjanna. Ljóst er að kjör-
sonur þeirra hjóna Sergei Shi-
bayev, sem styrrinn stóð um
hvort fengi að f ara úr landi hef ur
orðið eftir í Sovétríkjunum.
Fram á síðustu stund hélt Irina
Ginzburg fast við það að hún færi
ekki án hans. en nú er álitið að
fjölskyldan hafi verið flutt um
borð í vélina, hvort sem hún vildi
eða ekki.
Krafa um 200 mílur um
hverfis allt Grænland
Kaupmannahðfn i gær.
LANDSTJÓRNIN á Grænlandi
hefur krafizt þess af dönsku
ríkisst jórninni. að fiskveiðitak-
mörkin verði færð út í 200
sjómilur umhverfis allt Græn-
land að því er formaður græn-
lenzku landstjórnarinnar, Jona-
than Motzfeldt, sagði í gær í
viðtali við Kristeligt Dagblad.
Hingað til hefur aðeins verið
200 mílna fiskveiðilögsaga norðan
Stjórnin í Madrid rýf ur
sambandið við Guatemala
Madrid. 1. febrúar. AP.
SPÁNN sleit stjórnmálasam-
bandi við Mið-Ameríkuríkið
Guatemala í dag vegna árásar
lögreglu á sendiráð Spánar í
Guatemalaborg í nótt, að þvi er
spænska stjórnin tilkynnti í dag.
Stjórnmálasamband verður
ekki tekið aftur upp fyrr en
Guatemalastjórn hefur gefið
viðhlitandi skýringu á árásinni
sem varð 39 manns að bana, sagði
í tilkynningu stjórnarinnar.
Meðal þeirra, sem biðu bana,
var fyrsti sendiráðsritarinn og
spænsk kona. Allir aðrir, sem
biðu bana, voru Guatemalabúar
sem sögðust vera smábændur og
höfðu lagt sendiráðið undir sig.
Spænski sendiherrann, Maximo
Cajal y Lopez, var annar tveggja
sem lifði af árásina. Hann liggur í
sjúkrahúsi í Guatemala og fékk
minniháttar sár, meðal annars
brunasár. Hann komst út úr
sendiráðinu sem stóð í björtu báli
með því að stökkva út um glugga. I
kvöld réðust fimmtán vopnaðir
menn inn í sjúkrahúsið þar sem
sendiherrann  og  annar  maður
liggja. Höfðu þeir á brott méð sér
þann síðarnefnda, án þess að
vörnum yrði við komið.
Stjórnin sagði að Venezúela
hefði samþykkt að gæta hags-
muna Spánar í Guatemala.
Cajal y Lopez sendiherra sagði í
símtali, að lögregluaðgerðin hefði
verið „óþolandi" og að nærveru
þeirra í sendiráðinu hefði ekki
verið óskað.
Lögreglan skundaði til sendi-
ráðsins til þess að reka burtu
bændurna sem höfðu náð sendi-
ráðinu  á  sitt  vald  nokkrum
klukkustundum áður.
í orðsendingu frá spænsku
stjórninni segir að ekkert svar
hefði fengizt við ítrekuðum til-
mælum spænska utanríkisráðu-
neytisins um að lögreglunni yrði
skipað að fara úr sendiráðinu.
Spænska stjórnin fordæmir
harðlega framferði yfirvalda í
Guatemala í orðsendingunni og
segir að grundvallarákvæði al-
þjóðalaga 'hafi verið þverbrotin
þar sem lögreglu hafi verið leyft
að gera grimmdarlegt áhlaup á
sendiráðið.
við 67. breiddarbaug og það hefur
valdið engum óþægindum. Ef fisk-
veiðilandhelgin verður færð út í
200 mílur umhverfis allt Græn-
land snertir það Norðmenn um-
hverfis Jan Mayen og þar með
íslendinga vegna deilu þjóðanna.
Jafnframt mun útfærsla í 200
mílur færa grænlenzku landhelg-
ina inn á hefðbundin fiskimið
Islendinga á Norður-Atlantshafi.
Tilgangurinn með slíkri útfærslu
er að vernda fiskveiðar, en ekki sá
að tryggja Grænlendingum hugs-
anlegar olíuauðlindir á hafsbotni,
að sögn Motzfeldts.
Fram kemur í ummælum í
Grönlandsposten, að Jonathan
Motzfeldt gerir ráð fyrir því að
með slíkri útfærslu geti Græn-
lendingar tryggt sér betri samn-
ingsstöðu í væntanlegum viðræð-
um um fiskveiðar við m.a. íslend-
inga og Færeyinga, sem Græn-
lendingar vilja hafa góða sam-
vinnu við. Jafnframt telur hann að
með útfærslunni verði hægt að
stemma stigu við áhrifum frá
Ef nahagsbandalaginu.
— Fréttaritari.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44