Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 35. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						44 SÍÐUR MEÐ 8 SÍDNA ÍÞRÓTTABLAÐI
wgmðtflMbíb
35. tbl. 67. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRUAR 1980
Prentsntiðja Morgunblaðsins.
Hert kverkatak
á Af ganistan
þrátt fyrir „friðarsóknartal"
Washington, 11. febrúar. AP.
SOVÉTRÍKIN eru að hefja hina
svonefndu „friðarsókn" sina, sem
sagt var frá fyrir helgi að stæði
fyrir dyrum og var gefið í skyn,
að Sovétmenn myndu reiðubúnir
að fækka í herliði sínu i landinu.
Hins vegar hefur enn ekkert
komið fram, sem sýni að þessi
brottflutningur sé hafinn.
í fréttum frá Afganistan í kvöld
var hermt að þá um morgunin
hefðu uppreisnarmenn náð á sitt
vald nokkrum bæjum í Badakhs-
hanhéraði í norðausturhluta
landsins og hefðu sezt um hér-
aðshöfuðborgina þar. Hefðu bar-
dagar milli þeirra og sovézkra
hermanna yerið mjög grimmilegir
og harðir. í fréttum var líka haft
fyrir satt, að uppreisnarmenn
hefðu komið höndum yfir töluvert
af vopnum og matvælum, sem
sovézku hermennirnir hefðu skilið
eftir á undanhaldinu.
AP fréttastofan sagði og í kvöld
að þrátt fyrir hina títtnefndu
fyrirhuguðu friðarsókn benti fiest
til þess að Sovétmenn hertu enn
kverkatakið á Afganistan og ótal
ráðgjafar, sovézkir og austur-
þýzkir hefðu tekið við störfum í
aðskiljanlegum ráðuneytum. Er
verk þeirra að „hjálpa okkur að
byggja upp fullkomið sósíalískt
Únsan upp f yrir
700 dollara
VERÐ á gulli hækkaði nokkuð aftur
á evrópskum gjaldeyrismörkuðum í
dag, og þegar kauphallir lokuðu var
verð á únsunni 713.50 dollarar í
Zurich og er það 25 dollurum meira
en var s.l. föstudag. I London var
verðið 711 dollarar í kvöld. Aftur á
móti átti dollarinn víða nokkuð í vök
að verjast og lækkaði hann
gagnvart öllum helztu gjaldmiðlum
öðrum.
ríki" eins og einn embættismanna
orðaði það.
Sex vestrænum fréttamönnum
var snúið frá við komuna til
Kabulflugvallar í dag og þeir fáu
fréttamenn erlendir sem eftir eru
verða fyrir stöðugri áreitni.
Þá má geta þess að það þykir
tíðindum sæta að forsetinn Karm-
al hefur ekki sézt úti fyrir Þjóðar-
höllinni í meira en viku. Þar er
gríðarlega öflugur sovézkur her-
vörður á verði. Ostaðfestar fregnir
eru um að heyrzt hafi mikil skot-
hríð frá höllinni fyrir nokkrum
dögum, en cngin nánari skýring
verið á því gefin.
Eskútinn
hækkaður
Lissabon, 11. febr. AP.
ÁKVEÐIÐ hefur verið að
hækka eskútann, portúgalska
gjaldmiðilinn um sex prósent
¦gagnvart öðrum gjaldmiðlum,
að því er Cavaco e Silva
fJármálaráðherra skýrði frá i
morgun.
Hann sagði í viðtali við
sjónvarpið að þessi gjörð væri
liður í ráðstöfunum hinnar
nýju ríkisstjórnar Sa Carneiro
að reyna að sporna gegn verð-
bólgu og þetta myndi verða til
þess að bæta samkeppnisað-
stöðu portúgalskra iðnaðar-
vara á erlendum mörkuðum.
Þetta myndi einnig ýta undir
tiltrú á eskútanum og væri
ekki vanþörf á því.
Þá greindi Silva einnig frá
„matarkörfu" ríkisstjórnarinn-
ar, en ákveðið hefur verið að
draga verulega úr niðurgreiðsl-
um á ýmsum vörum svo sem
sykri, mjólk, hrísgrjónum,
hveiti og fiski.
Hjón skilja líka í Kína —en sjaldan þó
Hjónaskilnaðir í Kína eru fátíðir og yfirleitt
ekki farið hátt með slikar fréttir, enda þykir
hjónaskilnaður þar mikil skömm báðum
aðilum. Nú er fyrir rétti í Peking slíkt mál og
mun vera í fyrsta sLipti, að vestrænir
fréttamenn hafa fengið að fylgjast með
málflutningi.
Eiginkonan Zhou Huixie, þritug að aldri, til
vinstri á myndinni, sækir um skilnaðinn frá
Han Fali, vörubilstjóra, 35 ára, (t.h) eftir
fjögurra ára hjónaband. Hún sagði að maður-
inn hefði svikið heit um að veita móður
hennar fjárhagsaðstoð, hann liggi í drykkju
og stundi fjárhættuspil og hafi margsinnis
lamið sig. Þær misþyrmingar hafi leitt til þess
að hún hafi tvivegis misst fóstur. Han Fali tók
ásökunum konunnar rólega fyrir réttinum.
Hahn viðurkenndi að hafa stöku sinnum
danglað í hana, en það tæki ekki að kalla það
barsmiðar. Búizt er við að þeim verði
úrskurðaður skilnaður, þrátt fyrir andmæli
eiginmannsins, sem kvaðst hafa hug á að þau
tækju upp sambúð og slægju striki yfir hið
liðna.
íran:
Milljónir fögnuðu árs-
af mæli byltingarinnar
Teheran, ll.febr. AP.
SAMTÍMA þvi að fimmtiu banda-
rískir gíslar höfðu setið 100 daga
fangnir i bandaríska sendiráðinu
i Teheran, fóru um milljón borg-
arbúar í fagnaðargöngu til að
minnast þess að ár er nú liðið frá
því að islamska byltingin var
fullkomnuð. Bani Sadr, forseti
írans ávarpaði þjóðina og lesin
var  yfirlýsing  frá  Khomeini
erkiklerki, sem  gat ekki verið
viðstaddur, vegna sjúkleika sins.
Fréttaskýrendum ber saman um
að auknar blikur séu á lofti í íran,
eftir að Bani Sadr, forseti sagði í
viðtali við franska blaðið Le Monde
nú um helgina, að stjórn hans
krefðist ekki lengur að fyrrv. keisari
yrði framseldur, ef viðurkennt yrði
að hann og stjórn hans hefðu framið
margvíslega glæpi í stjórnartíð
sinni og þetta yrði rannsakað af
alþjóðlegri nefnd, til þess þegar
skipuð.
Bani Sadr sagði samkvæmt Le
Monde að hugsanlegt væru að gísl-
arnir yrðu látnir lausir „á næstu
dögum", en í kvold var síðan sagt, að
rangt hefði verið farið með orð
fórsetans.  Var  þá  lögð  sérstök
áherzla á að vitanlega kæmi ekki til
greina að sleppa fólkinu, nema
byltingarráðið og Khomeini iegðu
blessun sína yfir þessa tillögu. Var
haft eftir Bani Sadr í kvöld, að hann
hefði lagt hugmyndir sínar fyrir
Khomeini og vænti svars innan
tveggja daga um hvað Khomeini
teldi réttast að gera í málinu.
Auk hátíðahaldanna í Teheran
var í flestum borgum og bæjum
landsins efnt til funda og fagiiað-
arhátíða vegna afmælisins og ber
fréttum saman um að þau hafi
hvarvetna verið fjölsótt. I Teheran
urðu nokkur slys í þrengslunum,
pallur með fjölda manns brotnaði og
slösuðust tugir og á aðaltorgi Teher-
an tróðust a.m.k þrír til bana.
Sovézki útlaginn og andófsmaðurinn Vladimir Bukovsky sest hér ávarpa fjöldafund á Trafalgar torgi i
London á sunnudag. Þetta var fyrsti fundur samtaka, sem hafa að markmiði að berjast gegn kúgun í
Sovétrikjunum. Gyðingar, Múhammeðstrúarmenn og kristnir menn tóku þátt i þessari göngu og fordæmdu
einum rómi innrás Sovétmanna i Afganistan og útlegð visindamannsins Andrei Sakharovs, svo og meðferð
á þúsundum andófsmanna i Sovétrikjunum.
Hjarta Títós
að gef a sig?
Belgrad 11. febr. AP.
í STUTTORÐRI tilkynningu
lækna Titos Júgóslávíuforseta,
sem var lesin upp í kvöldfrétt-
um útvarpsins í Júgóslaviu
sagði, að læknismeðferð vegna
nýrnakvilla, sem upp hefði
komið, reyndist nú erfiðleikum
bundin, þar sem truflun hefði
gert vart við sig i hjartastarfs-
seminni. Bentu líkur til að
breyta yrði um lyf og meðferð
vegna þessa og hef ðu viðeigandi
ráðstafanir þegar verið gerðar
vegna þessa.
AP fréttastofan segir að þetta
hafi komið löndum Titos illa á
óvart, þar sem útlit hafi virzt
fyrir, að hann væri allur að
braggast, eftir að af honum var
tekinn annar fóturinn. Um helg-
ina komu síðan í ljós truflanir á
nýrna og meltingarstarfssemi
hjá Tito, og nú virðist sem Tito
hraki enn, er hjarta hans er að
byrja að gefa sig.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44