Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 39. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						44 SÍÐUR OG LESBÓK
39. tbl. 67. árg.
LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Hörð
átökí
Tyrk-
landi
Ankara, 15. febrúar. AP.
SKIPST var á skotum við
og við í dag milli tyrk-
neskra öryggissveita og
hermdarverkamanna, sem
hafa komið sér fyrir í
fátækrahverfum borgar-
innar Izmir við Eyjahaf.
Talið er að hér sé um að
ræða hluta þeirra, sem
flýðu spunaverksmiðju
skammt frá borginni í
gær, eftir að lögregla og
hermenn höfðu beitt
skriðdrekum til að yfir-
buga verkamenn, sem
höfðu verksmiðjuna á
valdi sínu.
Suleyman Demirel forsætis-
ráðherra sendi í dag frá sér
haröoröa aðvörun til allra starfs-
manna í fyrirtækjum í ríkiseigu
og sagði m.a. að ríkið gæti ekki
alið verstu óvini sína. Öll ríkis-
fyrirtæki hafa fengið fyrirmæli
um að víkja þegar úr starfi öllu
því starfsfólki, sem uppvíst verð-
ur að því að liðsinna hermdar-
verkamönnum.
„Enginn
lifir í þús-
und ár"
Tító dauðvona
Belgrad, 15. febrúar. AP.
HELDUR bráði af Tító Júgóslav-
íuforseta í dag, að því er læknar
hans sögðu, en forsetinn er þó
enn mjög þungt haldinn. Læknar
Títós sendu aðeins frá sér til-
kynningu um liðan hans árdegis
og var þá sagt, að allt væri gert
sem unnt væri til að ná valdi á
hjarta- og nýrnasjúkdómum
þeim, sem Tító þjáist af.
Þrátt fyrir þessar fréttir höfðu
júgóslavneskir embættismenn litl-
ar vonir um að forsetinn mundi
halda lífi. Upplýsingamálaráð-
herra landsins, Ismail Bajra, sagði
í dag að enginn yrði þúsund ára að
aldri og Júgóstavar væru ekki
frábrugðnir öðrum í því efni.
Víða í Belgrad unnu verkamenn
að því í dag að snurfusa svæði sem
talin eru koma til greina sem
greftrunarstaðir Títós. Hótel í
borginni taka nú ekki við pöntun-
um nema til einnar nætur í senn
og er það talið stafa af því að
ráðamenn vilji vera viðbúnir mikl-
um fjölda gesta vegna útfarar
Títós.
Vopnaðir afganskir uppreisnarmenn á hestum sinum i vesturhluta Afganistans. Uppreisnarmennirnir hafa gætur á landamærum
Afganistans og írans í fjallahéruðunum vestast i landinu, þott þar séu einnig á ferðinni sovézkir herflokkar og sveitir hliðhollar
Stjórninni í Kabul.                                                                                             (Símamynd AP)
Afganistan:
Senda Bandaríkin upp-
reisnarmönnum vopn?
Wa8hington,  Barogai.  Afganistan,  15.
febrúar. AP.
BANDARÍSKA leyniþjónustan CIA
hefur hafið flutninga á léttum
handvopnum og vopnum gegn
skriðdrekum yfir landamæri Pak-
istans til stuðnings uppreisnar-
mönnum i Afganistan, að því er
stórblaðið Washington Post telur
sig hafa komist að. I frétt blaðsins í
dag segir, að Bandarikin hafi byrj-
að vopnaflutninga til uppreisnar-
manna skömmu eftir að Sovétríkin
gerðu innrás i landið í lok desem-
ber sl.
Að sögn Washington Post eru þau
vopn, sem hér um ræðir, af sovézkri
gerð og líklega fengin úr vopnabúr-
um, sem Bandaríkjamenn komust
yfir í Víetnam-stríðinu. Engin stað-
festing á frétt blaðsins hefur fengizt
af opinberri hálfu í Washington, en
Sovétmenn hafa lengi sakað Banda-
ríkin, Kína, Pakistan og Egyptaland
um að senda uppreisnarmönnum
vopn.
Enn er barizt víða í Afganistan og
fréttir bárust í dag af því, að
afganskir uppreisnarmenn hefðu
fyrr í vikunni ráðist á flokk sovézkra
hermanna í norðurhluta landsins og
hafi mannfall verið mikið í röðum
Sovétmanna.
Flóttamannahjálp    Sameinuðu
þjóðanna hefur samið við ríkis-
stjórnina í Pakistan um að veita 26,4
milljón dollara aðstoð við afganska
flóttamenn í Pakistan. Talið er að nú
séu um 500 þúsund afganskir flótta-
menn þar í landi.
Barry Schlachter fréttamaður AP
dvaldi nýlega þrjá daga á svæðum
þeim, sem uppreisnarmenn hafa á
valdi sínu í Afganistan. Hann segist
hafa komist á snoðir um það að
fréttir af fjöldamorðum afganska
hersins og sovéskra ráðgjafa þeirra í
þorpinu Kerala skammt frá landa-
mærum Pakistans í apríl 1979 séu
ekki ýkjur. Schlachter hefur átt
viðdvöl við marga þeirra, sem kom-
ust lífs af úr hörmungunum í
Kerala, og hafa þeir staðfest að
mörg  hundruð  karlmönnum  og
drengjum í þorpinu hafi verið safnað
saman þennan dag og lífið síðan
murkað úr þeim með hríðskotabyss-
um. Jarðýta kom síðan og gróf lík
hinna látnu og hina særðu með. Eitt
vitnanna, sem Schlachter ræddi við
sagðist hafa heyrt einn hinna særðu
hrópa áður en hann var grafinn
lifandi: „Við erum lifandi, ekki grafa
okkur."
Verða gíslarnir látnir
lausir eftir tvær vikur?
l'aris, Washington,
Dublin, 15. febrúar. AP.
SADEGH Ghotbzadeh utanríkisráð-
herra írans sagði í dag í Paris að
bandarísku gíslarnir í sendiráðinu
i Teheran yrðu ekki látnir lausir
fyrr en rannsókn á stjórnarferli
fyrrverandi keisara væri lokið.
Búizt er við því, að Kurt Waldheim
tilkynni seint í kvöld eða í fyrra-
málið hverjir hafi verift valdið í
rannsóknarnefndina.
Sean Macbride, Nóbelsverðlauna-
hafi  og fyrrum  utanríkisráðherra
írlands, sagði í gær að gíslarnir yrðu
látnir lausir, þegar rannsókn nefnd-
arinnar hæfist. Búizt er við því að
Macbride verði einn nefndarmanna
og sömuleiðis franski lögfræðingur-
inn Edmond Pettiti. Einnig er gert
ráð fyrir að fulltrúar Alsír, Bangla-
desh og Mexicó verði í nefndinni.
Ghotbzadeh utanríkisráðherra hefur
sagt að nefndin þurfi 10—14 daga til
að ljúka störfum sínum.
Reza Pahlavi fyrrum Iranskeisari,
sem nú er í Panama, er sagður una
sér þar vel með konu sinni og 16 ára
dóttur. Bornar hafa verið til baka
fréttir um að keisarinn fyrrverandi
sé ekki frjáls ferða sinna.
íransstjórn er sögð hafa ráðið sér
fyrrverandi forseta hæstaréttar
Panama til að vinna að því að fá
Pahlavi framseldan, en ekkert
stjórnmálasamband er miili
ríkjanna og framsalslöggjöf í Pan-
ama sögð mjög flókin. Stjórn írans
hefur frest til 22. marz til að færa
fram rök fyrir ósk sinni um framsal
keisarans.
Hreinsanir í Póllandi
Varsjá, 15. febrúar. AP.
PIOTR Jaroszewicz forsætisráð-
herra Póllands var i dag vikið frá
völdum i lok fimm daga þings
kommúnistaflokks landsins. Jaro-
szewicz hefur verið forsætisráð-
herra i 10 ár. Hann hefur setið
undir sivaxandi gagnrýni undan-
farið vegna efnahagserfiðleika
þeirra sem að Pólverjum steðja.
Edward Gierek flokksleiðtogi
sagði í dag í lok flokksþingsins, að
Jaroszewicz, sem nú er sjötugur, hafi
óskað eftir því að láta af störfum í
ríkisstjórn og fyrir flokkinn. Jaro-
szewicz sætti harðri gagnrýni á
flokksþinginu, en flutti þó aldrei
ræðu sér til varnar.
Búizt  er  við  því,  að  Edward
Babiuch, náinn samstarfsmaður
Giereks, verði valinn forsætisráð-
herra í pólska þinginu á mánudag-
inn. Hann hefur verið næstvalda-
mesti maðurinn í æðsta ráði pólska
kommúnistaflokksins.
Þrír aðrir menn voru látnir víkja
úr æðsta ráðinu auk Jaroszewicz.
Þeirra á meðal er Stefan Olszowski
fyrrum utanríkisráðherra Póllands.
Efnahagsástandið í Póllandi er nú
mjög bágborið og landið gríðarlega
skuldugt erlendis. Matvælafram-
leiðsla í landinu hefur dregizt saman
og sama er að segja um iðnaðarvöru-
framleiðslu Pólverja. Mikill halli
hefur verið á viðskiptum Pólverja
við önnur lönd undanfarin ér.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44