Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 42. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32 SIÐUR
42. tbl. 67. árg.
MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRUAR 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Kosningarnar í Kanada:
„Ástarævintýri
flokks og þjóðar
66
Ottawa. 19. íebrúar. AP.
FRJÁLSLYNDI flokkurinn í
Kanada undir forystu Pierre Ell-
iott Trudeaus, fyrrum forsætis-
ráðherra, vann stórsigur í þing-
kosningunum í landinu á mánu-
dag. Flokkur Trudeaus hefur
þegar tryggt sér 146 þingsæti af
281, en íhaldsflokkur Joe Clarks,
fráfarandi forsætisráðherra, hef-
ur fengið 103 sæti og Nýi demó-
Hittust Ghotbzadeh
og Jordan i Paris?
Genf. Teheran. París. 19. lebrúar. AP.
í KVÖLD var von á mönnunum
fiinm. sem rannsaka eiga feril
keisarastjórnarinnar í fran á
vegum Sameinuðu þjóðanna, til
Genfar, en þaðan er ráðgert að
þeir fljúgi til Teheran í fyrra-
málið. Waldheim framkvæmda-
stjóri S.Þ. hefur enn ekki látið
uppi hvert formlegt umboð
nefndarinnar verður og bíður
hann skjalfestrar tilkynningar
stjórnarinnar í íran um að hún
fallist á umboðið og þá. sem
tilnefndir hafa verið í nefndina.
Slík staðfesting hefur þó borizt
Waldheim símleiðis.
Khomeini trúarleiðtogi í íran
fól í dag Bani-Sadr forseta öll
yfirráð yfir herafla landsins.
Velta menn því nú fyrir sér í
Teheran, hvort Bani-Sadr muni
senn láta til skarar skríða gegn
fólki því, sem hefur gíslana í
sendiráði Bandaríkjanna á valdi
sínu. Einnig er getum að því leitt
að hann kunni brátt að reyna að
vinna bug á uppreisnarmönnum í
Kúrdistan, en þar hefur verið
barizt undanfarna mánuði.
Sadeg Ghotbzadeh  utanríkis-
Líðan Títós
enn óbreytt
licllírad. 19. febrúar. AP.
LÆKNAR Títós Júgóslavíufor-
seta sögðu í dag, að forsetinn
væri enn mjög alvarlega veikur,
þótt nýru hans störfuðu nú
eðlilegar en áður. Talið er, að vél
hafi verið sett í samband við
nýrun til að hreinsa blóðið en
það er talið geta aukið þrýsting-
inn á hjartað, sem læknar höfðu
miklar áhyggjur af fyrir.
Tveir járnbrautarvagnar úr
einkalest Títós hafa verið fluttir
frá Belgrad til Ljubliana, þar sem
hann liggur á sjúkrahúsi, og
rennir það stoðum undir þá
skoðun, að fyrirhugað sé að flytja
lík hans með lest til Belgrad með
viðkomu á ýmsum stöðum, lifi
hann ekki af veikindin.
Helztu ráðamenn í Júgóslavíu
hittust í Belgrad og ræddu að
sögn „skipulagsleg" og „stjórn-
arfarsleg" málefni. Einnig kom
miðstjórn júgóslavneska komm-
únistaflokkdns saman til fundar
ídag.
ráðherra írans hélt í gær heim-
leiðis eftir nokkurra daga dvöl í
Frakklandi, þar sem hann ræddi
m.a. við hinn franska starfsbróð-
ur sinn. Þær fregnir komust á
kreik í París í dag, að Ghotbza-
deh hefði átt leynilegan fund með
Hamilton Jordan, skrifstofu-
stjóra Carters Bandaríkjaforseta,
sem einnig var staddur í borg-
inni, en báðir hafa þeir vísað
þessum fréttum á bug.
krataflokkurinn, sem er jafnað-
armannaflokkur, 32 þingsæti. Á
þinginu í Ottawa sitja 282 þing-
menn, en kosningu í einu kjor-
dæmi var frestað, þar sem einn
frambjóðendanna féll frá í kosn-
ingabaráttunni.
Stjórn Joe Clarks hefur aðeins
verið við völd í níu mánuði, en hún
féll á vantrausti í þinginu í
janúar. Talið er að tillaga stjórnar
Clarks um að leggja 18 senta
aukaskatt á hvert gallon af
benzíni hafi ráðið miklu um úrslit
kosninganna.
Trudeau sagði, þegar úrslit
kosninganna lágu fyrir, að þau
væru til vitnis um gamalt ástar-
ævintýri frjálslynda flokksins og
kanadísku þjóðarinnar. Trudeau
var búinn að ákveða að láta af
starfi leiðtoga Frjálslynda flokks-
ins í næsta mánuði, en hann hefur
nú sagt, að hann muni verða
forsætisráðherra í 2—3 ár en
eftirláta öðrum þá völdin.
Utanrikisráðherrar EBE:
Trudeau, sem nú verður á ný forsætisráðherra í Kanada, i hópi
stuðningsmanna sinna í Ottawa í fyrrakvöld, þegar kosningaúrslitin
lágu fyrir. Trudeau, sem nú er sextugur, var forsætisráðhérra Kanada
á árunum 1968 - 79.                                  Sfmamynd AP.
Bjóðast til að tryggja
hlutleysi Af ganistans
Róm, Bonn. WashinKton. 19. febrúar. AP.  I samningum og Sovétmenn hverfi I  un um þátttöku landanna í Ól- I álitshnekki
Utanríkisráðherrar Efnahags-
bandalagslandanna níu lögðu í
dag til, að hlutleysi Afganistans
verði  tryggt  með  alþjóðlegum
jafnhliða brctt úr landinu með
herlið sitt. Ráðherrarnir, sem
funduðu daglangt í Róm, ákváðu
að slá á frest endanlegri ákvörð-
200 bilar í árekstri
— Einn mesti árekstur, sem
sögur fara af, varð á Normandy-
hraðbrautinni skammt frá París á
mánudag. Alls lentu um 200 bílar í
árekstrinum, sem varð í niðaþoku.
Tvéir létust í slysinu og 20 slösuð-
ust alvarlega.
Um helgina varð einnig mikill
árekstur skammt utan við Ósló,
þegar 18 fólksbílar og áætlunarbíll
rákust á við mynni neðanjarðar-
ganga. Fyrsti bíllinn lenti á vegg
ganganna, en síðan komu hinir
allir í kjölfarið. Mikil hálka var,
þegar slysið varð og einnig sól,
sem talið er að hafi blindað
ökumann fyrsta bílsins. Einn
maður beið bana í þessum árekstri
og 20 slösuðust.
ympíuleikunum í Moskvu, þar til
Sovétmenn hafa svarað boði
þeirra.
Tillaga sú, sem ráðherrarnir
samþykktu, var fram borin af
Carrington lávarði, utanríkisráð-
herra Bretlands. Carrington sagði
eftir ráðherrafundinn, að hann
hefði í huga svipaða hlutleysis-
tryggingu og samið var um fyrir
Austurríki árið 1955. Fréttaskýr-
endur telja, að með tillögu þessari
sé verið að gefa Sovétríkjunum
kost á því að hverfa frá Afganist-
an með herlið sitt án þess að bíða
Vance       utanríkisráðherra
Bandaríkjanna var hafður með í
ráðum um samningu þessarar
tillögu, en hann er nú í Bonn og
mun eiga þar viðræður við
v-þýzka ráðamenn um Afganist-
anmálið.
Carter Bandaríkjaforseti sagði í
ræðu í kvöld, að samningar um
takmörkun gereyðingarvopna
væru enn mikilvægari en áður
eftir atburðina í Suðvestur-Asíu
og að hann hefði ekki lagt Salt-
2 samkomulagið endanlega á hill-
una.
Dauf leg vist í
sendiráði Dana
Mexikóborg, 19. febrúar. AP.
LÖGREGLUMAÐUR á verði fyr-
ir framan danska sendiráðið i
Mexíkóborg sagði í dag, að mót-
mælaaðgerðirnar í sendiráðinu
væru „hljóðlegar og leiðinlegar".
Sama mun hafa verið uppi á
teningnum í belgíska sendiráðinu
i borginni.
Lítill hópur vinstri manna kom
sér fyrir í sendiráðunum tveimur í
gær og krafðist þess, að fangar,
sem sagðir voru í haldi af pólitísk-
um ástæðum, yrðu látnir lausir.
Jafnframt var þess krafizt, að
lífskjör í Mexíkó yrðu bætt.
Starfsmenn sendiráðanna fá að
fara óhindraðir ferða sinna og ekki
hefur komið til neinna átaka vegna
þessara mótmæla.
I Herlög i Izmir?
Ankara. 19. febrúar. AP.
TYRKNESKA stjórnin ákvað
í dag að óska eftir því við þing
landsins, að herlög taki gildi í
Izmir-héraði á Eyjahafsströnd
Tyrklands og í Hatay-héraði í
suðurhluta landsins, en miklar
óeirðir hafa verið á þessum
stöðum undanfarið. Gengið
verður til atkvæða um þessa
tillögu stjórnarinnar í þinginu
á miðvikudag.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32