Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 43. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48 SÍÐUR
43. tbl. 67. árg.
FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Enn er f ör
nefndarinn-
ar frestað
Genf, S.Þ.. 20. febrúar. AP.
KURT Waldheim framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna til-
kynnti íormlega í dag skipan
fimm manna nefndar sem á að
kanna feril fyrrverandi írans-
keisara.
Jafnframt frestaði Hann för
nefndarinnar til írans þar til
eftir helgi. „Þar sem veriö væri
að ganga betur frá hvert starfs-
svið nefhdarinnar verði". Einnig
vildu íranir fá meira svigrúm til
að undirbúa komu nefndarinnar,
en þeir óskuðu þess m.a. í dag að
nefndarmenn ræddu við alla
gíslana 50 í bandaríska sendi-
ráðinu.
15 slasast
í árekstri
Kaupmannahðfn, 20. febrúar, AP.
JÁRNBRAUTARSLYS varð
síðdegis i dag í Kaupmanna-
höfn er farþegalest á leið til
Kaupmannahafnar rakst á
tóma lest sem verið var að aka
út úr járnbrautarstöðinni.
Að sögn lögreglu slösuðust 15
manns, sumir alvarlega.
Tveir fremstu vagnar far-
þegalestarinnar ultu út af tein-
unum við áreksturinn og
skemmdust mikið. Varð að
logsjóða marga hinna slösuðu
lausa úr brakinu, en meðal
þeirra sem slösuðust var lestar-
stjórinn.
í fyrstu var haldið að yfir 30
hefðu slasast, en síðar var talan
leiðrétt.
Óperusöngkonan Galina Vichnevskaya þerrar tárin meðan eiginmaður hennar, tónskáldið og
cellóleikarinn Mstislav Rostropovitch, skýrir frönskum fréttamönnum frá því hvernig komið hefur
verið fram við náinn vin þeirra hjóna, sovézka eðlisfræðinginn Andrei Sakharov, á blaðamannafundi
í Paris i gær. Sovézku listamennirnir halda tónleika i París i næstu viku til heiðurs Sakharov.
Öldungadeild Bandarikjaþings samþykkti i dag einróma tillögu þar sem skorað er á sovézku
stjórnina að láta Sakharov lausan úr útlegðinni, sem hann hefur verið í undanfarið.        sfmamynd ap.
Spá algjörri
upplausn í
Júgóslavíu
MUnchen, Belgrað. 20. febrúar. AP.
VARAFORSETI þjóðernissam-
taka Króata sagði í dag, að algjör
upplausn yrði í Júgóslavíu við
fráfall Títós forseta.
Hann sagði að lögreglan hefði
þegar hafið sókn á hendir Króötum
og öðrum minnihlutahópum sem
óttast er að láti að sér kveða við
fráfall Títós.
Læknar forsetans sögðu í dag, að
líðan forsetans væri nánast óbreytt.
Talsmaður bandariska utanrikisráðuneytisins:
Bandaríkjamenn
taka ekki þátt í Ól
Bonn, Lake Placid. 20. febrúar. AP.
HODDING Carter, talsmaður
bandaríska utanríkisráðuneytis-
ins, sagði í dag, að bandariskir
íþróttamenn yrðu ekki meðal
þátttakenda í Olympíuleikunum í
Moskvu þar sem Sovétmenn hefðu
ekki orðið við þeirri kröfu Banda-
ríkjamanna að hverfa á brott með
herlið sitt frá Afganistan fyrir 20.
febrúar, en í landinu eru nú a.m.k.
NATO-æfing í Noregi
Casteau. 20. febrúar, AP.
TILKYNNT var í höf uðstöðvum
Atlantshafsbandalagsins i dag,
að 18,200 hermenn frá aðildar-
löndum bandalagsins tækju
þátt i sameiginlegum æfingum
er hæfust í Norður Noregi 28.
febrúar og stæðu yfir i fjórar
vikur.
Hermt var að tilgangur æf-
inganna væri að kanna hæfni
herjanna í vetrarríki því sem er
í norðurhluta Noregs. Hermenn-
irnir eru frá Bandaríkjunum,
Kanada, Vestur-Þýzkalandi, ít-
alíu, Hollandi, Stóra-Bretlandi
og Noregi.
eitt hundrað þúsund sovézkir her-
menn.
Carter gaf út yfirlýsinguna að
loknum viðræðum utanríkisráð-
herranna Cyrus Vance og Hans-
Dietrich Genscher í Bonn í dag.
Stjórnin í Bonn hefur ekki tekið
formlega afstöðu til þátttöku
vestur-þýzkra íþróttamanna í leik-
unum, og í dag gaf Schmidt kansl-
ari í skyn, að það yrði ekki gert í
bráð.
Fulltrúar í bandarísku Ólympíu-
nefndinni vildu ekki tjá sig um
yfirlýsingar Carters í kvöld, en
fyrir viku tilkynnti nefndin, að það
kæmi í hlut Carters forseta að
ákveða endanlega hvort bandarísk-
ir íþróttamenn tækju þátt í leikun-
um eða ekki.
Heimildir í Hvíta húsinu hermdu
í dag, að stjórnir 50 ríkja hefðu lýst
sig fylgjandi stefnu Bandaríkja-
stjórnar varðandi leikana í Moskvu,
ýmist opinberlega eða í einkavið-
Bretland:
Dregur   úr   áhrif-
um verkalýðsfélaga
Sheerness, Longbridgre, 20. febrúar, AP.
UM 1.500 verkfallsvörðum tókst
ekki í dag að stöðva vinnu i
stálverinu í Sheerness, sem er í
einkaeign. í átökum, sem brutust
út við verið, þrátt fyrir að yfir
1.000 lögreglumenn reyndu að
koma i veg fyrir óeirðir, slösuðust
sex manns og 13 voru handteknir.
Þúsundir starfsmanna í verk-
smiðju British Leyland í Longbridge
greiddu í dag atkvæði gegn kröfu
verkalýðsfélaga um verkfall í verk-
smiðjunni þar sem verkstjóra, sem
er kommúnisti, var sagt upp störf-
um. Hentu starfsmennirnir ávöxt-
um og moldarkögglum að verkstjór-
anum fyrrverandi á fundi í verk-
smiðjunni, en gizkað var á að af um
16.000 viðstaddra hefðu aðeins um
1.000 rétt upp hönd þegar spurt var
hverjir væru fylgjandi verkfalli.
Að sögn fróðra þykja þessi úrslit,
svo og misheppnuð barátta verk-
fallsvarða við stálverið í Sheerness,
vera ósigur fyrir brezku verkalýðs-
samtökin. Verkalýðssamtökin hafa
hvatt til vinnudeilna í trássi við
lagafrumvðrp stjórnar Thatchers er
miða að því að takmarka áhrif
verkalýðsfélaga og þykja síðustu
atburðir því enn meiri ósigur fyrir
verkalýðssamtökin.
ræðum. Moi, forseti Kenýa, lýsti í
dag fylgi Kenýastjórnar við Carter
forseta, og vísaði Moi til afstöðu
kenýskra íþróttamanna, einkum
hlaupara, sem þættu líklegri en
aðrir til að sópa til sín verðlaunum,
en þeir væru fylgjandi því að hætt
yrði við þátttöku vegna aðgerða
Sovétmanna í Afganistan.
Khaled
konung-
ur þungt
haldinn?
London, Paris, Riyadh. 20. febrúar, AP.
ÁREIÐANLEGAR diplómatiskar
heimildir hermdu í dag, að Khaled
konungur Saudi-Arabiu væri alvar-
lega veikur, og sögðu það vera eina
af ástæðum þess að Yamani oliuráð-
herra landsins hefði skyndilega
haldið frá London af fundi Opec-
ríkja fyrr um daginn. Óstaðfestar
fregnir hermdu að Khaled hefði
verið lagður inn á sjúkrahús í
Bahrain.
Tilkynnt var í París, að Raymond
Barre forsætisráðherra hefði frestað
fyrirhugaðri för til Saudi-Arabíu
vegna veikinda konungsins.
Heilbrigðisyfirvöld í Saudi-Arabíu
tilkynntu síðdegis að heilsa konungs
batnaði stöðugt. Hann hefði verið
lagður á sjúkrahús í Riyadh á
mánudag til venjulegs eftirlits og
yrði hann á sjúkrahúsi nokkra daga
til viðbótar til hvíldar.
Samþykki við
tfflögur EBE
Washington, Rómaborg, 20. febrúar, AP.
VANCE utanrikisráðherra Banda-
rikianna, sem er á ferð um nokkur
Evrópuriki, kom siðdegis i dag til
Rómaborgar til viðræðna við Ruf f-
ini utanríkisráðherra og Pertini
forseta um Afganistanmálið, en
fyrr um daginn ræddi Vance i
Bonn við Genscher utanrikisráð-
herra og Schmidt kanslara V-
Þýzkalands um sama mál.
Sagði Vance að viðræðurnar
hefðu verið gagnlegar, en þær hefði
einkum beinst að þátttöku vest-
rænna ríkja í Ólympíuleikunum í
Moskvu og hugmyndum Efnahags-
bandalagsríkja um hvernig hlut-
leysi Afganistans yrði tryggt með
alþjóðlegum samningum ef Sovét-
menn samþykktu að hverfa með
heri sína úr landinu.
Bandaríkjastjórn         samþykkti
fyrir sitt leyti tillögur EBE, en
Vance varaði við því að málið væri
ekki eins ekifalt og líta kynni út
fyrir. Engin viðbrögð hafa komið
frá Moskvu.
Indira Gandhi forsætisráðherra
Indlands sagði í dag að sovézk
yfirvöid hefðu tjáð sér að sovézkt
herlið hyrfi á brott frá Afganistan
þegar hætt yrði utanaðkomandi
stuðningi við þjóðernissinna og þeir
legðu niður vopn. Fréttamenn í
Afganistan hermdu í dag að þjóð-
ernissinnar hefðu helztu aðflutn-
ingsleið frá Pakistan á valdi sínu og
gerðu jafnan árásir á umferð um
veginn, jafnvel þótt óbreyttir ættu
hlut að máli.
Cyrus Vance
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48