Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 47. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTAKÁLFI
47. tbl. 67. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Stjórnin í Kabúl valdalaus:
Rússar ráða öllum
málum í Afganistan
Kahul. Washinitton. Bonn. 25. fehrúar. AP.
STJÓRNIN i Kabúl virðist nú vera algjörlega valdalaus eftir þau miklu I
átok og verkföll sem vcrið hafa i landinu siðustu daga. Opinberir
starfsmenn virtu að vettugi skipanir um að snúa til vinnu og var starfsemi
opinberra stofnana þvi lömuo. Þá voru búðir lokaðar fimmta daginn i röð.
Hodding Carter. talsmaður bandariska utanrikisráðuneytisins, sagði i
dag, að opinberir starfsmenn i Kabúl hcfðu flestir snúið til vinnu sinnar, en
verzlanir væru þó lokaðar. Stangast þær fullyrðinKar á við frásagnir vitna
og erlendra fréttamanna i Kabúl. Carter sagði. að bardagar væru enn viða i
borginni og að likur bentu til að enn fleiri hefðu fallið i bardögum siðustu
daga en skýrt hefur verið frá.
Heimildir hermdu, að yfir 300 óbreyttir borgarar hefðu fallið i
bardögunum og að auki margir sovézkir og afganskir hermenn. Skýrðu
fréttamenn svo frá, að kyrrt hcfði verið að mestu í borginni i dag, en
öflugur vörður sovézkra og afganskra hermanna og vopnaðar deildar
félaga í Khalqflokknum væru á hverju strái i borginni.
Sovézkir hermenn á t-55 og t-66
skriðdrekum stæðu vörð á flugvellin-
um í Kabúl, við helztu brýr yfir
Kabúlána og við götur sem liggja að
sovézka sendiráðinu og skrifstofum
ráðuneyta og höfuðstöðvum Khalq-
flokksins. Afganskir hermenn í bryn-
vörðum vögnum gættu helztu vega-
móta í borginni og margir brynvagn-
ar ækju um götur og væri stórum
vélbyssum miðað á gangandi vegfar-
endur. Þá reistu vopnaðar sveitir
félaga í Khalqflokknum vegatálma,
leituðu vopna á heimilum fólks og
tækju marga til fanga.
Rússar
stjórna öllu
Áreiðanlegar heimildir hermdu, að
yfirmaður sovézka hersins í Kabúl
væri í raun og veru hæstráðandi í
landinu, og að stjórn landsins, sem
Sovétmenn styddu dyggilega, hefði í
raun ekki hemil á herskáu deildinni í
Khalqflokknum. Yfirmaður sovézka
hersins fékk æðstu völd í sínar
hendur þegar herlög voru sett í
landinu á föstudag, en stjórn sovézka
og afganska hersins var fyrir
skömmu sett undir einn hatt vegna
aukinna ofbeldisverka og vaxandi
andstöðu við veru sovézka hersins í
Afganistan. Hafa Sovétmenn þá
stjórn allra mála í Afganistan á sinni
hendi.
Karmal fer
huldu höfði
Babrak Karmal forseti, sem komst
til valda við byltingu Sovétmanna 27.
desember síðastliðinn, hefur ekki
sézt opinberlega í þrjár vikur. Óstað-
Veik staða
Kennedys
Coneord, New Hampshire,
25. febrúar. AP.
EDWARD M. Kennedy öld-
ungadeildarmaður nýtur að-
eins fylgis 30 af hundraði
demókrata í New Hampshire
miðað við 55 af hundraði,
fylgis Carters**forseta, sam-
kvæmt skoðanakönnun blaðs-
ins Boston Globe, sem birt var
idag.
New Hampshire er sagt vera
eitt helzta vígi Kennedys, og
tapi hann fyrir Carter í for-
kosningunum er allt eins búist
við að hann dragi sig í hlé úr
keppninni um útnefningu
Demókrataflokksins við for-
setakosningarnar í haust.
Kennedy hefur viðurkennt op-
inberlega að hann standi höll-
um faeti í fylkinu.
Sjá nánar frétt
á bls. 12 og 46.
festar fregnir herma að hann hafi
leitað skjóls í sovézka sendiráðinu, en
þess gætir öflugur hervörður.
Stjórnvöld í Bonn lýstu yfir því, að
ekkert væri hæft í fréttum um að
Carter Bandaríkjaforseti hefði beðið
Willy Brandt fyrrum kanslara um að
hafa milligöngu í deilu vestrænna
ríkja og kommúnistaríkja A-Evrópu
vegna Afganistanmálsins. Flokkur
Brandts tilkynnti hins vegar, að
kanslarinn fyrrverandi væri reiðu-
búinn að taka að sér milligöngu.
Josip Vrhovec utanríkisráðherra
Júgóslavíu sagði fréttamönnum í
Nýju-Delhi í dag, aö fyrsta skrefið til
lausnar deilunni um Afganistan væri
að Sovétmenn hyrfu þaðan með heri
sína. Hann sagði að indversk og
júgóslavnesk stjórnvöld væru andvíg
íhlutun erlendra ríkja í mál sjálf-
stæðra ríkja, og að það væri skoðun
þeirra að hlutlaus ríki væru fórnar-
lömbin í baráttu stórveldanna.
Afganskur diplómat skýrði frá því
í dag, að varaforseti Afganistans,
sem sagður var hafa dáið í sjúkra-
húsi í Moskvu eftir skotbardaga í
höll alþýðunnar í Kabúl 7. nóvember,
væri í Moskvu þar sem hann væri
óðum að jafna sig eftir meðferð við
magasári. Diplómatinn sagði, að
varaforsetinn, Sultan Ali Kisht-
mand, hefði verið lagður inn á
sjúkrahús í Moskvu 7. febrúar
síðastliðinn, en sömu heimildir og
skýrðu frá láti hans sögðu, að þann
dag hefði Mahmud Baryalay, bróðir
Karmals forseta, fallið í skotbardaga
í aðsetri stjórnarinnar í Kabúl.
Fallbyssuþyrla sovézka
hersins á sveimi yfir
Kabúl, höfuðborg Af-
ganistans. Herlög voru
sett i landinu á föstu-
dag og hafa miklir bar-
dagar geisað i borginni
og viðar um helgina.
Myndina tók frétta-
maður japanska blaðs-
ins Yomiuri Shimbun.
Simamynd — AP.
Verkfall
bílstjóra
Frá fréttaritara Morgunblaosins i ósló i
gœr.
VEGNA verkíalls bifreiðastjóra
almenningsvagna i eigu einka-
fyrirtækja urðu yfir 100.000
manns á Óslóarsvæðinu að koma
sér með öðrum hætti til vinnu i
gær.               — Laure.
B-29 sprengjuf lugvél
til Kef lavíkur í dag?
Limestone. Maine, 25. fehrúar. AP.
SÍÐASTA B-29 sprengjuflugvél-
in i eigu bandariska flughersins
hefur kvatt Bandarikin fyrir
fullt og allt og hélt áleiðis til
London i dag með millilending-
um á Grænlandi og íslandi. Gert
hafði verið ráð íyrir, að vélinni
yrði flogið i dag, mánudag, i
einum  áfanga  frá  Gander  á
B-29 sprengjuflugvél. Eina „eftirlifandi" vél þessarar tegundar er
væntanleg til Keflavikurflugvallar i dag. Vélin er i eigu bandariska
f lughersins, en hef ur verið lanuð til Bretlands, þar sem henni verður
komið fyrir á safni.
Nýfundnalandi til Keflavíkur-
flugvallar, en vegna veðurs var
aðeins flogið til Syðri-Straum-
fjarðar.
B-29 vélin er sömu gerðar og
vélin sem varpað var úr kjarn-
orkusprengjum á Nagasaki og
Hiróshima í seinni heimsstyrj-
öldinni. Þessi vél, sem nefnist
„It's Hawg Wild," var ekki í
notkun í seinni heimsstyrjöld-
inni, en var hins vegar mikið
notuð í Kóreustríðinu.
Vélin er á leið á safn í London.
Ferðin hefur sóst heldur seint til
þessa vegna bilanna en lagt var
upp frá Tucson í Arizona í byrjun
janúar.
Bylting í
Surinam
Paramaribo, Haag, 25. febrúar AP.
BYLTING var gerð í Sur-
inam i dag er undirfor-
ingjar úr her landsins
náðu á sitt vald höfuð-
stoðvum lögreglu landsins
og ýmsum öðrum opinber-
um byggingum eftir átta
klukkustunda bardaga,
þar sem a.m.k. sex manns
féllu.
Látið var til skarar skríða um
miðja nótt og voru þá höfuð-
stöðvar lögreglunnar að hálfu
eyðilagðar í sprengjuárás. Rofið
var allt fjarskiptasamband við
umheiminn, en í tilkynningu
uppreisnarmanna, sem send var
út á fjarrita, sagði að lýðræði
yrði haft í heiðri í landinu og
hagsmunir íbúa ávallt bornir
fyrir brjósti í aðgerðum nýju
valdhafanna.
Ekki heyrðist frá Henck Arr-
on forsætisráðherra né ráðherr-
um hans og er ekki vitað hvar
þeir voru niðurkomnir. Herinn
hafði náð yfirhöndinni er á leið
daginn og var allt með kyrrum
kjörum í landinu. Lögreglan
veitti      uppreisnarmönnum
nokkra mótspyrnu, en var yfir-
buguð. Kunnugir sögðu að bylt-
ingin ætti rætur að rekja til
óánægju hersins með laun og
aðbúnað hermanna.
Óbreytt
ástand
Belgrad, 25. febrúar. AP.
LÆKNAR Títós forseta skýrðu
frá því, að líðan forsetans væri
óbreytt og væri hann enn með
lungnabólgu. Þá væru nýru forset-
ans enn óstarfhæf og hann af
þeim sökum hafður í sérstakri
nýrnavél.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48