Morgunblaðið - 05.03.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.03.1980, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 54. tbl. 67. árg. MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Sakharov meinað að sitja f undi vísindaakademíunnar Moskvu, 4. marz. AP. ANDREI Sakharov, Nóbelsverðlaunahafinn og andófsleiðtoginn heimsfrægi, sem nú dvelur í útlegð í rússnesku borginni Gorky, sakaði sovézku vísindaakademíuna i dag um að meina sér að njóta þeirra réttinda, sem honum bæri sem félaga í akademiunni. Sakharov sagði í yfirlýsingu, sem Liza Alekseyeva, unnusta stjúpsonar hans, kom til frétta- manna, að sér hefði verið meinað að sækja fundi akademíunnar, sem hófust í Moskvu í dag. Sakharov óskaði eftir því í skeyti 12. febrúar, að fá að koma til Moskvu til að sækja fundi aka- demíunnar. í svarskeyti frá stjórn akademíunnar í gær sagði, að þar sem ekki væri „fyrirsjáanlegt," að Sakharov yrði í Moskvu á næstunni væri honum boðið að senda tillögur sínar um umræðuefni í pósti. Sakharov hefur ekki verið formlega sviptur sæti sínu í akademíunni, en í henni sitja 248 menn. Tvo þriðju hluta atkvæða í leynilegri kosningu þarf til að svipta mann þar sæti, og er talið að Sovétstjórnin óttist að hún hafi ekki nægilegan meirihluta meðal meðlima akademíunnar til að fá honum vikið úr henni. Sakharov var sviptur öllum heiðursmerkjum sínum, þegar hann var sendur í útlegð í janúar sl. Einkennisklædd lögregla var við íbúð Sakharov-hjónanna í Moskvu í dag, þegar vestrænir fréttamenn komu þar að til að hitta Lizu Alekseyevu. Var fréttamönnunum vísað frá íbúð- inni og varð Liza að koma yfirlýsingu Sakharovs til þeirra símleiðis. Robert Mugabe fagnar kosn- ingasigri sinum í Zimbabwe- Rhódesíu á fundi með frétta- mönnum í gær. Mugabe sagði að hjartað í sér hefði tekið kipp, þegar honum urðu úrslitin ljós og á myndinni lýsir hann því fyrir fréttamönnum. (Símamynd AP). heillaóskir víða að í dag, m.a. frá Olof Palme, formanni sænska Jafnaðarmannaflcdíksins, sem nú er staddur í Reykj'avík. Mugabe átti í dag fundi með Smith, leiðtoga hvítra manna, og Peter Walls hershöfðingja, yfir- manni hers landsins. Mugabe til- kynnti í dag, að hann hefði falið Walls að hafa yfirumsjón með sameiningu hers Rhódesíu og skæruliðaherjanna. Mugabe full- vissaði hvíta yfirmenn hersins og hátt setta embættismenn um það í dag, að þeir myndu halda stöðum sínum. Iran: Ný skilyrði fyrir fundi með gíslunum Teheran, 4. marz. AP. MANNRÆNINGJARNIR, sem halda um 50 gíslum í bandaríska Sigraði Iíennedy í Massachusetts? Boston, 4. marz. AP. LÍTIL þátttaka var fram eftir degi í forkosningunum í Massachusetts, sem fram fara í dag. Búizt er við því, að Edward Kennedy sigri Carter forseta í forkosningum Demó- krataflokksins, en talið er að George Bush og Ronald Reag- an verði mjög jafnir í kosning- um repúblikana. Starfsmenn Kennedys telja, að hann muni fá a.m.k. 60% atkvæða, en Massachusetts er heimaríki hans. Stjórnandi kosningabar- áttu Carters sagði, að Kenn- edy yrði að fá 75% atkvæða til að geta haft roð við Carter í síðari forkosningum. Forval kjörmanna, sem velja munu fulltrúa á þing flokkanna í sumar, fer einnig fram í Vermont í dag og eru úrslitin þar talin mjög óvís. Bandaríkin: Vextir í 17,25% New York, 4. marz. AP. CHASE Manhattan banki hækkaði í dag vexti á lánum til beztu við- skiptavina sinna úr 16,75% í 17,25% og hafa vextir í Bandaríkjunum aldrei verið hærri. Þessir vextir voru hækkaðir í 16,75% sl. föstudag og hafa vextir í Bandaríkjunum nú hækkað um tvö prósentustig frá því 15. febrúar. Morgan Guaranty Trust bankinn fylgdi þegar fordæmi Chase Man- hattan og hækkaði vexti sína í 17,25% og búizt er við að aðrir bankar fylgi brátt í kjölfarið. Vaxtaþróunin í Bandaríkjunum er tekin til marks um verðbólguna þar í landi, sem mjög hefur vaxið undan- farið. sendiráðinu í Teheran, settu i dag ný skilyrði fyrir því, að rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna, sem kannar feril fyrr- um íranskeisara fengi að hitta gislana. Talsmaður mannræningjanna tilkynnti, að rannsóknarnefndin yrði að kynna Sameinuðu þjóðun- um niðurstöður sínar og samtökin að fallast á þær, áður en íhugað yrði, hvort nefndin fengi að hitta gíslana. Ghotzbadeh utanríkisráðherra írans tilkynnti hins vegar í dag, að byltingarráðið í landinu hefði ákveðið að nefndin fengi að hitta gíslana og hefði Khomeini trúar- leiðtogi veitt samþykki sitt fyrir því. Fundartími hefði ekki verið ákveðinn. Ljóst virðist af þessum gagn- stæðu yfirlýsingum, að ágreining- ur fari vaxandi milli mannræn- ingjanna í sendiráðinu og stjórnar Bani Sadr. Að loknum ráðherrafundi í Ráðherrabústaðnum í gær. Þar voru til umræðu orkumál og möguleikar á nánari samvinnu Norðurlandanna á þvi sviði. Á myndinni eru forsætisráðherrarnir Maouno Koivisto, Finnlandi, Anker Jörgensen, Danmörku, Gunnar Thoroddsen, Thorbjörn Fálldin, Sviþjóð og Odvar Nordli, Noregi. (Ljósm. Emilia). „Skora á ykkur öll . að gleyma fortíðinni — sagði Mugabe verðandi forsætisráðherra Zimbabwe Salisbury, 4. marz. AP. ROBERT Mugabe, sem í dag fékk umboð til að mynda ríkisstjórn í Zimbabwe-Rhodesíu, sagðist i kvöld ætla að mynda styrka stjórn svartra manna og hvítra, sem leiða mundi landið til fulls sjálfstæðis. „Ég skora á ykkur öll, hvíta menn jafnt sem svarta, að heita því með mér að gleyma fortíðinni,“ sagði Mugabe í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar í kvöld. Carrington lávarður, utanríkis- ráðherra Breta, hvatti í dag til þjóðareiningar og sátta í Rhódesíu í kjölfar kosninganna. Hann fagn- aði hógværum yfirlýsingum Mug- abes, en sagði jafnframt, að of snemmt væri að fagna góðum árangri fyrr en séð yrði hvað gerðist á næstunni í hinu nýja Zimbabwe. Ýmsir þingmenn íhaldsflokksins í Bretlandi réðust harkalega á Carrington í þinginu i dag og sökuðu hann um að bera ábyrgð á því að marxísk stjórn hliðl.oll Sovétríkjunum tæki nú við völdum í Rhodesíu. Hodding Carter, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytis- Flokkur Mugabes, Zanu, sigraði með yfirburð- um í þingkosningunum, sem fram fóru í landinu í síðustu viku, og fékk 57 af 80 þingsætum blökkumanna. Zapu, ílokkur Joshua Nkomos, fékk 20 þingsæti, en flokkur Muzorewas biskups, fyrrum forsætisráðherra, fékk 3 sæti. Hvítir menn hafa 20 þingsæti og ræður flokkur Ian Smiths, fyrrum forsætisráðherra, þeim öllum. ins, fagnaði í dag „fyrstu lýðræð- islega kjörnu stjórninni" í Rhód- esíu og sagði Bandaríkjastjórn hlakka til góðrar samvinnu við sigurvegarann og stjórn hans. Talsmaður Waldheims, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, lét einnig í ljósi ánægju með kosningarnar. Mugabe bárust

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.