Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 1980 45 götum. Hafði hann lagt þetta svo vel á minnið, að þá, sextán árum seinna, rissaði hann þarna upp fyrir mig Reykjavíkurhöfn ásamt Örfirisey, Engey og Viðey. Var þetta það rétt gert, að hann sannfærði mig algjörlega um sannleiksgildi frásagnar sinnar. Samkvæmt frásögn hans var ákveðið að framkvæma árásina einhverja nóttina í síðustu tveim- ur vikunum í ágúst, eða í fyrstu viku septembermánaðar 1941. En þá í byrjun ágúst var hætt við árásina, þar sem ófyrirsjáanlegt atvik hafði skeð. En það var það, að bandarískur her kom til ís- lands 7. júlí það ár, og ef árásin hefði verið framkvæmd, mundi það hafa kostað styrjöld við Bandaríkin, samkvæmt því, sem hann sagði. í staðinn fyrir að fara drepandi og eyðandi um Reykja- vík, var þessi herdeild send til austurvígstöðvanna, þar sem hún var, þangað til Þjóðverjar lögðu niður vopn í maí 1945. Það væri mikill fengur fyrir íslenska sagnfræði að fá upplýs- ingar um þennan árásarundirbún- ing Þjóðverja, einkanlega þar sem framvindan staðfestir, að sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar og al- þingis í júlí 1941 að gera her- verndarsamning við Bandaríkin var heillarík ákvörðun og forðaði okkur frá því, að Reykjavík yrði orrustuvöllur með þeim skelfilegu afleiðingum, sem af hefði hlotist fyrir okkur íbúana. Ásmundur J. Jóhannsson. • „Tveir ágætir útvarpsþættir“ Stundum kemur fyrir að Ríkisútvarpið er skammað fyrir lélega dagskrá og oftast er lítið gert úr sígildri tónlist, sem flutt er, og hún talin lítt hlustunarverð. Ég held þó, að þetta sé nokkur misskilningur. Hún á vissulega erindi til landsmanna, eins og margt annað. Undanfarið hafa t.d. verið ágætir þættir með slíkri tónlist, sem vert er að veita athygli. Annars var ekki ætlunin að rita sérstaklega um tónlistarflutning útvarpsins, heldur langar mig að minnast á tvo dagskrárliði, nýlega afstaðna, sem vöktu athygli mína. Hinn fyrri eru viðtöl Björns Th. Björnssonar við menn sem kynnst höfðu Einari Benediktssyni, vafstri hans og umsvifum. Sumt af því sem fram kom var áður lítt kunnugt. Er að þessum upptökum hinn mesti fengur, því þegar rannsaka skal ritstörf Einars, ber að leggja til grundvallar bak- grunninn sem starf mannsins hvílir á, uppruna hans og feril. Síðari liðurinn er sagan um sr. Odd V. Gíslason eftir sr. Gunnar Benediktsson. Enn er sr. Gunnar kvikur og ern í anda þó aldraður sé. Og í sögunni var ekki að greina neina afturför frá fyrri dögum Gunnars. Það var vissulega tíma- bært að saman væri tekið yfirlit yfir ævi og störf sr. Odds. Segja má, að eldmóður hans hafi neistað af hverri línu, svo vel komst efnið til skila úr penna sr. Gunnars. Táknræn er barátta sr. Odds og hversu andsnúin sum öfl verða framfaramönnum. Er það bæði gömul saga og ný. Viðureign hans við sveitunga í Grindavík færir okkur heim sannindin um hvað þeir voru eiginlega lítt hugsandi, langt á eftir og uppteknir af eigin ágæti í allri fáfræðinni, er þeir lögðust gegn sjálfsögðum félags- og menningarmálum. Einnig er varpað öðru ljósi á afstöðu kirkj- unnar manna í Vesturheimi hvers til annars en oft er látið í veðri vaka. Stingur það nokkuð í stúf við fögur orð, en á bakvið lá áróðurinn um að hvetja fólk til vesturfarar. Baldvin Halldórsson flutti þætt- ina um sr. Odd ágætavel. Að lokum vil ég þakka þeim er stóðu að þessum ágætu liðum, og um leið drepa á, að mér finnst Ríkisútvarpið rækja mun betur menningarskyldur sínar en sjón- varpið, þó þar komi stundum fyrir efni, sem fengur er að. Skúli Magnússon. • Slysagildra Laufey Sigurðardóttir hringdi og vildi benda á það hversu vegmerkingar á Hellisheiði eru slæmar. Kvaðst hún hafa keyrt yfir heiðina í þoku um sl. helgi og orðið vitni að því að litlu munaði að einn bíll fullur af fólki keyrði útaf. Sagði hún að sjálflýsandi stangirnar lægju brotnar utan við veginn og málningin við vegkant- inn væri farin að gefa sig. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákmóti í Kiev í Sovétríkj- unum í ár kom þessi staða upp í viðuregin meistranna Foigelj, sem hafði hvitt og átti leik, og Novi- kovs 28. Bxg6! - Dxc4, 29. Hf8+ - Kg7, 30. Hlf7+! - Kxg6, 31. Re7+ og svartur gafst upp, því hann er mát í næsta leik. HÖGNI HREKKVÍSI „EifaOM 'Iig> ^Kki AÍ> r/\Q/\ to vpg>A &LUN6? . þ*0 VECfetH? e/N5 Oó AO AkJcrrA "FIéa 'i fcrru. . ’’ Ljósm. Arnór. Örn Arnþórsson og Guðlaugur R. Jóhannsson taka við fyrstu verðlaunum i íslandsmótinu i bridge. Einn af stjórnarmönnum i B.S.Í., Rikharður Steinbergsson afhendir verðiaunin. • • Guðlaugur og Orn urðu Islandsmeist- arar í tvímenningi Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson urðu íslands- meistarar í bridge. tvimenn- ingi, en mótinu lauk sl. sunnu- dag. Hlutu þeir félagar 178 stig yfir meðalskor. í siðustu um- ferð spiluðu þeir gegn Sverri Ármannssyni og Guðmundi P. Arnarssyni, sem þá voru í öðru sæti með 166 stig en Guðlaugur og Örn með 183 stig. Guðmund- ur og Sverrir unnu síðustu umferðina en ekki nógu stórt þannig að Örn og Guðlaugur stóðu uppi sem sigurvegarar. Mótið hófst sl. fimmtudag með þátttöku 64 para víðs vegar að af landinu. Var spilað í fjórum riðlum með Mitchel-fyrirkomu- lagi og komust 24 pör í aðalúr- slitin. Undankeppnina unnu Óli einnig athygli góð frammistaða eins af þremur kvennapörum í mótinu. Esther Jakobsdóttir og Ragna Ólafsdóttir urðu í 7. sæti. Óli Már Guðmundsson og Þórar- inn Sigþórsson áttu sér aldrei viðreisnar von í úrslitunum. Gekk þeim illa eftir mjög góða spilamennsku i undankeppninni. Lokastaða efstu para: Guðlaugur R. Jóhannsson — Örn Arnþórsson 178 Guðmundur Páll Arnarsson — Sverrir Ármannsson '170 Ásmundur Pálsson — Þórir Sigurðsson 141 Guðmundur Pétursson — Karl Sigurhjartarson 106 Guðjón Guðmundsson — Viktor Björnsson 103 Keppnisstjóri var Agnar Jörg- ensson og stjórnaði hann mótinu af sinni alkunnu röggsemi. Bridge Umsjón: ARNÖR RAGNARSSON Már Guðmundsson og Þórarinn Sigþórsson örugglega, hlutu 2750 stig sem er nálægt 500 stigum yfir meðalskqr. Fengu þeir félag- ar 1034 í skor í síðustu umferð- inni en meðalskor var um 750. Úrslitakeppnin hófst á laugar- dag. Voru 5 pör af 24 utan af landi, þ.e. ekki af Reykjanes- svæðinu. Guðlaugur og Orn tóku snemma forystu í mótinu og héldu henni fyrstu 11 umferðirn- ar. Eftir 10 umferðir voru þeir með 125 stig. Ásmundur Pálsson og Þórir Sigurðsson höfðu 113 stig og Sverrir og Guðmundur Páll 83 stig. Eftir 20 umferðir voru Guð- mundur Páll og Sverrir Ár- mannsson búnir að ná foryst- unni með 154 stig. Guðlaugur og Örn voru með 144 stig og Ás- mundur og Þórir voru með 134 stig. Þessi pör skiptust á um að hafa forystu þar til í allra síðustu umferðunum að Guð- laugur og Örn tóku góðan loka- sprett sem nægði þeim til sigurs enda þótt þeir fengju undir meðalskor í síðustu umferðinni. Pörin utan af landi stóðu sig vel í úrslitakeppninni. Þá vakti Landsliðskeppnin Þriðja lota í landsliðskeppn- inni verður spiluð í Hreyfilshús- inu í kvöld og hefst keppnin kl. 18. Síðasta lotan verður svo í Domus Medica á miðvikudag og hefst einnig kl. 18. I hálfleik gefst spilurum og áhorfendum kostur á að sitja aðalfund Bridgefélags Reykja- víkur sem áætlað er að hefjist kl. 20. Verður síðan lokið við lands- liðskeppnina. Bridgefélag Selfoss Bridgefélag Selfoss hefur nú lokið vetrarstarfi sínu. Síðasta keppnin var meistaramót í sveitakeppni. Úrslit urðu þau, að efst varð sveit Haraldar Gests- sonar. Auk hans eru í sveitinni: Halldór Magnússon, Vilhjálmur Þ. Pálsson, Sigfús Þórðarson og Tage R.Olesen. Sveit nr. 2 Gunnars Þórðarsonar 3 Sigurðar Sighvatssonar 4 Bjarna Jónssonar 5 Steingerðar Steinþórsdóttur 6 Leifs Österby 7 Helga Garðarssonar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.