Morgunblaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ1980 59 Skýlið í Hlöðuvík. Náttúrulíf óvíða sérstæðara Morgunblaðið á bjarndýraslóðum með slysavarna- félags- og varð- skipsmönnum 2. grein Texti og myndir Fríða Proppé Næsti viökomustaöur var í Fljótavík. Skýliö í Fljótavík er eflaust þekktast fyrir þaö, aö þjarndýr var lagt aö velli rétt viö húsdyr skýlisins hér um áriö, eftir aö það haföi komiö aftan aö fólki, því aö óvörum, étiö nesti úr bakpoka á hlaöinu og komiö verulegum skrekk í viö- stadda. Færu víst ekki sögur af fólki þessu, ef skýlið heföi ekki veriö til staðar því þegar fariö var innan í dýriö kom í Ijós, aö þaö haföi verið banhungrað, innihald bakþokans var þaö eina sem það haföi látið ofan í sig í langan tíma. Á tímum búsetu í eyðilegum víkum Hornstranda komu bjarndýr oft íbúunum aö óvörum og urðu margir þeim að bráö, enda íbúarn- ir þróttlitlir eftir haröa ísavetur. Segir sagan aö bjarndýr hafi eitt sinn rifið á hol og deytt og limlest sex manns, áöur en tókst aö ráöa niöurlögum þess. Dýrin voru fylgi- fiskar hafíssins, sem fyllti oft flóa og víkur og lokaöi inni báta og þar með bjargarleiöum til öflunar fæðu úr sjó. Þá var komu fugls í björg beðiö með eftirvæntingu og stóð oft í járnum eftir harða vetur að saman næöi vetrarforðinn og sú björg er fuglinn gaf aö vori. ' : Fjalliö Kálfatindur í Hornvík, Jörundur til vinstri. Enginn nema fuglinn fljúgandi í Fljótavík er nattúrufegurö mik- il. Þar mátti sjá álftapör fljúga tilkomumiklu flugi til fjalla, heiö- argæsin var þarna einnig í tilhuga- lífi og höföu þessir fuglar sumir hverjir þegar hafiö varp. Á Horn- ströndum er enn aö finna nokkra erni, og fálka hefur einnig oröið vart. Gera náttúruverndarmenn sér vonir um, að þessir sjaldgæfu fuglar fái notið friölandsins á Hornströndum, þannig aö stofn þeirra viðhaldist. í Fljótavík reyndist allt vera í röö og reglu, enda enginn átt þar leið um nema fuglinn fljúgandi frá því á síðasta hausti. Úr Fljótavík sigldi Óðinn síðan fyrir nyrzta hluta Hornstranda, Kögur og Leiti. Sygnahlein er klettur einn mikill skammt austan Leitis. Segir sagan, aö Vébjörn Sygnakappi hafi brotiö skip sitt þar um slóöir og tekist á óskiljan- legan hátt aö koma föruneyti sínu öllu yfir klett þennan, því hlaut kletturinn nafnið Sygnakleif. Atli í Fljóti, þræll Geirmundar heljar- skinns tók Vébjörn og liö hans til vetrarsetu og bað þau engu launa vistina, því Geirmundur ætti nægar vistir. Geirmundi þótti Atli nokkuð djarfur aö gera slíkt aö honum forspuröum. Atli svaraði því til, aö hann myndi halda nafni Geirmund- ar á lofti meöan landið byggöist, að hann sem þræll hans teldi sig ekki þurfa að gera slíkt. Fyrir þetta tiltæki hlaut Atli frelsi og búiö til eignar, sem hann bjó á. Sygnakleif er nú í daglegu tali nefnd Sygna- hlein. Þá var siglt meöfram Balaströnd og Almenningum hinum vestri. Strönd Almenninga er lítt vogskor- in. Jafnan er þar ókyrrt og brima- samt og varla lendandi nema í sérstökum veöurskilyrðum. Þaö er álit margra aö fleiri skip hafi brotnaö viö dauöaströnd þessa, en menn vita um. Ströndin er opin gegn hafi og þar skolar brimaldan mörgu á land, og oft var þar leitað fanga eftir byggingarefni. I fótsporum Dick Philips Næsti viðkomustaöur var Hlööuvík. Þar uröum viö fyrst vör viö mannaferðir þá um voriö og var meira aö segja enn heitt inni í skýlinu, og auöséö aö það haföi verið notaö sama daginn eöa nóttina áöur. Vel var þó gengiö frá öllu í skýlinu. Loftnet var slitiö niður og sagöi Jósep algengt, að þau gæfu sig í höröum vetrarveðr- um. Viö lestur gestabókar kom í Ijós, aö þar hafði haft viökomu Dick Philips ásamt fimm erlendum feröalöngum. Skrifar hann í bók- ina, aö hópurínn hafi haft þar viðkomu og kveikt upp vegna bilunar á hitunartækjum leiöang- ursins. Nokkur blaöaskrif uröu sl. haust vegna notkunar leiöangurshópa Dick Philips á skýlum þessum og spuröum viö Jósep, hvort mikiö væri um feröalög útlendinga á þessum slóðum. Hann sagöi þaö vera og færi vaxandi aö erlendir náttúruunnendur, fuglaskoöarar og náttúrufræöingar leituöu til Hornstranda, enda náttúrulíf óvíða sérstæðara. Hann sagöi Dick Phil- ips hafa komiö árlega sl. fimm ár á þessum árstíma, ásamt þremur til fjórum útlendingum og yfirleitt kæmu síöar um sumarið tveir stórir hópar á hans vegum. „Út- lendingarnir ganga þó yfirleitt ekk- ért verr um en gróöur er mjög viðkvæmur og þaö verður aldrei nógsamlega brýnt fyrir þeim sem og íslendingum að sýna fyllstu aögæzlu." í þessari ferö voru varðskips- mennirnir Kristinn Árnason 1. stýrimaður og Sófus bátsmaöur. Kristinn sýndi mikil tilþrif er hann kleif, liöugur sem köttur, upp í loftnetsmastriö. Loftnetiö komst í lag, útbúnaöur skýlisins var í lagi og gaskútur var fja'rlægöur. Sagöi Jósep, aö þaö ráö heföi verið tekiö til aö minnka eldhættu, enda minni þörf fyrir þá aö sumrinu. Umgengni batnað Kristinn er gamalreyndur varöskipsmaöur og hefur farið margar feröir sem þessa. Sagði hann aökomu í skýlin oft hafa veriö fádæma slæma. Flest hefði veriö eyðilagt sem unnt var aö eyði- leggja og heföi umgengni auösýni- lega batnað meö auknu eftirliti og áróöri. Þó sagöist hann ekki skilja þá áráttu náttúruunnenda aö sækja í aö nota skýlin. Þetta fólk færi til Hornstranda til aö komast í snertingu viö náttúruna og hann teldi betra tækifæri til þess með því aö gista í tjöldum og vera sjálfu sér nægt. Frá Hlööuvík hélt Óöinn yfir í Hornvík, siglt var fyrir Hælavíkur- bjarg. Á vinstri hönd er siglt var inn í Hornvíkina skagaði fram fjallið Núpur, þá Miöfelliö og Kálfatindur trónaöi þar einnig með fylginauti sínum Jörundi. Var dagur að kveldi þegar gúmmíbáturinn var enn einu sinni settur á sjó og haldiö var frá skipshliö í Hornvíkurskýliö, en þaö er staðsett spölkorn frá sjávarmáli. Sagt verður frá síöasta hluta ferðarinnar í næstu grein.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.