Morgunblaðið - 19.07.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.07.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ1980 ÞEGAR Síldarverksmiðjur ríkisins hófu starfscmi sína árió 1930 var síldarbræðsla hcr á landi cinjíónjíu í hönd- um útlcndinga. Af þcssum sökum urðu hcztu aflaárin á síldvciðum stundum mcstu tapárin hjá íslcnzkum síld- arútvcKsmönnum. þar scm úticndingar sátu fyrir viðskiptum. Var talið að aðstaða útlcndinga hér hcfði átt sinn þátt í að Íslcndinjíum tókst svo seint að nýta scr þann mögulcika. scm síldvciðarnar Káfu. Óskar Ilalldórsson, útjjcrð- armaður. skrifaði árið 1924 blaðajírcin í „Vísi“. þar sem hann hclt því fram að bczta ráðið til að losa síldarútveK- inn undan yfirráðum út- lendinj;a væri að ríkið setti I huj'um marjtra cr reykurinn frá síldarverksmiðjunni hluti af Sijdufirði oj; lífinu þar. Þarna standa gömlu bryggjurnar enn sem minnismerki um liðna tíð. Síldarverksmiðjur ríkisins á stofn síldarverksmiðjur. Hann vann að framganjíi málsins or fékk menn til liðs við hujfmyndir sínar ojí árið 1927 bar Majínús Kristjánsson fram þings- ályktunartillöKU á Alþinjíi „um rannsókn á kostnaði við að hyjíjíja fullkomna síldarverksmiðju á hentug- um stað á NorðurIandi“. TiIIagan var samþykkt nær einróma og Jóni Þorláks- syni falin rannsóknin. Að henni lokinni báru þeir Erl- ingur Friðjónsson og Ingv- ar Pálmason fram frum- varp á Alþingi um stofnun síldarbræðslustöðvar á Norðurlandi. Frumvarpið var samþykkt og notaði Tryggvi Þórhallsson. at- vinnumálaráðherra, heim- ild Alþingis til að reisa fyrstu síldarverksmiðjuna 1929-1930 í Siglufirði. Forstöðumaður byggingar- innar var Guðmundur Illíð- dal. vcrkfræðingur. Þessi fyrsta verksmiðja var köll- uð S.IÍ. 30 og tók á móti fyrstu síldinni 19. júlí 1930 ojí cr talið að starfsemi Síldarvcrksmiðja ríkisins hcfjist þá. Á blaðamannafundi, sem hald- inn var í tilefni afmælisins, greindi Þorsteinn Gíslason, stjórnarformaður S.R., frá starf- semi verksmiðjanna þennan tíma: „Stofnkostnaður fyrstu verk- smiðjunnar, S.R. 30, nam um 1.460.000 kr. og lagði Siglufjarðar- kaupstaður til lóðina. Afköst verk- smiðjunnar voru fyrsta sumarið um 1.700 mál, en tókst að auka þau í 2.300 mál á sólarhring, þegar hún var komin í fullt lag. Fyrsta stjórn Síldarverksmiðja ríkisins var skipuð 1930 og var Þormóður Eyjólfsson, ræðismaður, formað- ur. Fyrsti framkvæmdastjóri var Ockar Ottesen, norskur verkfræð- ingur, en hann hafði töluverða reynslu af rekstri verksmiðja og var það talið mikið lán að fá hann til starfa. Þormóður var stjórnarformaður í 11 ár og tók Jón L. Þórðarson við af honum og sat í eitt ár. Finnur Jónsson var formaður í tvö ár, en síðan tók Sveinn Benediktsson, sem lengst allra hefur setið í stjórn, við stjórnarformennsku og gegndi henni í 33 ár. Stjórn S.R. skipa nú: Kjörnir af Alþingi: Þorsteinn Gíslason, skipstjóri, formaður, Jón Kjartansson, for- stjóri, varaformaður, Einar B. Ingvarsson, bankafulltrúi, ritari, Sigurður Hlöðversson, tæknifræð- ingur, Siglufirði. og Hallsteinn Friðþjófsson, form. verkamanna- félagsins Fram, Seyðisfirði. Til- nefndur af L.Í.Ú.: Júlíus Stefánsson, útgerðar- maður. Tilnefndur fyrir samtök sjómanna og verkamanna: Guð- mundur M. Jónsson, varaformað- ur Sjómannasambands íslands, Akranesi. Ockar Ottesen var fram- kvæmdastjóri í 5 ár, en við af honum tók Gísli Halldórsson, síð- an þeir Jón Gunnarsson, Magnús Blöndal, Hilmar Kristjánsson og Sigurður Jónsson, sem var fram- kvæmdastjóri í 24 ár. Jón Reynir Magnússon er framkvæmdastjóri S.R. í dag og hefur gegnt því starfi síðan 1970. Aðstoðarframkvæmda- stjórar hafa verið þeir Hilmar Kristjónsson, Vilhjálmur Guð- mundsson og Kristinn Baldursson, sem hefur verið í því starfi frá 1976. Uppbyggingar- tímabil Fyrsta síldarverksmiðjan reyndist strax ómissandi stoð fyrir síldarútveginn, auk þess sem hún var mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf Siglufjarðar. Þrátt fyrir mikið verðfall, sem varð á síldarlýsi fyrsta starfsárið, bar verksmiðjan sig fjárhagslega. En verðfallið kom mjög illa niður á erlendum eigendum tveggja verk- smiðja, sem urðu gjaldþrota og eigandi hinnar þriðju, dr. Paul, seldi S.R. sína verksmiðju 1933. borsteinn Gislason, stjórnarformaður S.R. Haustið 1933 samþykkti Alþingi með samhljóða atkvæðum lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að reisa nýja síldarverk- smiðju á vegum ríkisins á Norður- landi. Magnús Guðmundsson, at- vinnumálaráðherra ákvað að nota heimild Alþingis og fól þeim Guðmundi Hlíðdal og Geir Zoéga yfirstjórn byggingar verksmiðj- unnar. Verksmiðja þessi var reist árin 1934—35 í Siglufirði og var nefnd S.R.N.-verksmiðjan. Sama ár keyptu S.R. gömlu verksmiðj- urnar á Sólbakka og Raufarhöfn. Það ár var hafin vinnsla á karfa hjá S.R. í allstórum stíl. Var unnið úr karfanum lýsi og mjöl og vítamínlýsi úr lifrinni. Átti dr. Þórður Þorbjarnarson, efnaverk- fræðingur, mikinn þaít í því, að þessi vinnsla var hafin. Næsta skrefið í uppbyggingu S.R. var tekið þegar árið 1937, er Bjarni Snæbjörnsson flutti frumvarp á Alþingi um nýja 5.000 mála sildar- verksmiðju á Raufarhöfn, sem samþykkt var með þeirri breyt- ingu að helmingur afkastaaukn- ingarinnar skyldi koma í Siglu- fjörð. Afköst S.R.N. verksmiðj- unnar voru aukin um 2.500 mál fyrir síldarvertíð 1938 samkvæmt þessari' heimild, sem Haraldur Guðmundsson, atvinnumálaráð- herra, ákvað að nota. Hafði Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri verksmiðjanna. yfirstjórn bygg- ingarframkvæmda með höndum. Afram var haldið stækkun verk- smiðjanna og á Alþingi 1940 var samþykkt frumvarp Ólafs Thors, atvinnumálaráðherra, um heimild til stækkunar Raufarhafnarverk- smiðjunnar upp í 5.000 mála afköst á sólarhring og stækkun dr. Pauls-verksmiðjunnar í Siglufirði, sem áður er getið, um 2.500 mál. Enn eitt skrefið til stækkunar var síðan tekið vorið 1944, en þá ákvað verksmiðjustjórnin, að fengnu leyfi Vilhjálms Þór, at- vinnumálaráðherra, að auka enn afköst verksmiðjanna í Siglufirði um 3.500—4.000 mál. Stríðið olli því, að erfitt var að útvega þessar vélar erlendis frá og því drógust framkvæmdirnar á langinn. Vorið 1945 skipaði Áki Jakobsson, at- vinnumálaráðherra, sérstaka byggingarnefnd til að standa fyrir byggingu nýrra síldarverksmiðja í Siglufirði og á Skagaströnd. Var Trausti Ólafsson, efnaverkfræð- ingur, skipaður formaður nefndar- innar, en Þórður Runólfsson, vél- fræðingur, var tæknilegur ráðu- nautur. Þessar nýju verksmiðjur voru reistar á árunum 1945—1947 og eftir byggingu þeirra var heild- arafkastageta Síldarverksmiðja ríkisins komin í um 35.000 mál á sólarhring (5.000 tonn), en afköst annarra síldarverksmiðja á Norð- ur- og Austurlandi námu um 40.000 málum á sólarhring (5.700 tonn). Nýja síldarverksmiðjan í Siglu- firði, S.R. 46, kom að miklum notum við vinnslu Hvalfjarðar- síldarinnar 1947—1948. Þá voru á vegum S.R. flutt norður til vinnslu um ein milljón mála síldar. Árið 1962 keyptu S.R. hlutabréf Síldarbræðslunnar hf. á Seyðis- firði og á sama ári var ný verksmiðja reist á Reyðarfirði. Með þessum tveim verksmiðjum jukust afköst S.R. um tæp 6.000 mál. Síldar- saga rituð HÁTÍÐARFUNDUR stjórnar Síldarverksmiðju ríkisins verður haldinn í Siglufirði í dag 19. júlí. Það verður 1860. fundur stjórnarinnar og mun sjávarútvegsráðherra, Stein- grímur Hermannsson sitja hann. Ennfremur verður opn- uð myndasýning, sem Stein- grímur Kristinsson hefur undirbúið, um starfsemi S.R. í hálfa öld. í tilefni afmælisins hefur stjórn S.R. ákveðið að leggja fram töluvert fjármagn til ritunar síldarsögu. Síldarút- vegsnefnd hefur einnig ákveð- ið að leggja fram fjármagn og væntanlega Fiskimálasjóður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.