Morgunblaðið - 04.10.1980, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.10.1980, Blaðsíða 34
Kvikmyndir: 34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1980 Myndiist Sýningar um helgina Kjarvalsstaðir: Haustsýning FÍM 1980. A sýningunni eru teikningar, olíumálverk, vatnslitamyndir, pastelmyndir, glermyndir, vefnað- ur, höggmyndir, grafík og myndir unnar í leir. Sýningunni lýkur 12. þ.m. Norræna húsið: Palle Nielsen sýnir grafíkmyndir í anddyri hússins. Sýningin stendur ti! mán- aðamóta. Jónas Guðvarðsson sýn- ir 58 „lágmyndir" og 10 teikningar í kjallara hússins. Sýningunni lýkur annað kvöld. FÍM-salurinn, Laugarnesvegi 112: Lars Hofsjö sýnir teikningar af veggskreytingum, grafík og vegg- teppi. Sýningin stendur til 12. þ.m. og er opin frá 17—22 virka daga og 14—22 um helgar. Djúpið. Hafnarstræti: Guðrún Tryggvadóttir sýnir ljósmynda- og Ijósritaraðir. Sýningunni lýkur 8 þ.m. Mokka-kaffi. Skólavörðustíg: Úlf- ur Ragnarsson sýnir vatnslita- og pastelmyndir. Sýningunni lýkur annað kvöld. Landspítalinn: Jóhanna Boga- dóttir sýnir 24 myndir, málverk og grafíkmyndir á göngum spítalans. Sýningunni lýkur annað kvöld. Galleri Langbrók, Landlæknis- húsinu á Bernhöftstorfu: Rúna, Sigrún Guðjónsdóttir, sýnir leir- myndir og teikningar. Sýningin stendur til 17. þ.m. Ásmundarsalur: Ingvar Þor- valdsson sýnir 32 olíumálverk. Sýningin stendur til 12. þ.m. og er opin daglega frá kl. 16—22. Bóka.safnið á ísafirði: Kjeld Hel- toft sýnir 19 myndir unnar með þurrnál. Sýningin stendur til 11. þ.m. FÍM hefur látið prenta fimm póstkort eftir myndverkum þeirra sem eru gestir haustsýn- ingarinnar. Á þessu korti er mynd af eirmynd eftir Guðmund Benediktsson, Persónur, 1979. Jónas Guðvarðsson við eina mynda sinna á sýningunni í kjallara Norræna hússins. ■ILSgaa Myndröð á sýningu Guðrúnar Tryggvadóttur i Djúpinu. Ingvar Þorvaldsson við eitt verka sinna í Ásmundarsal við Freyjugötu. Sýning hans á 32 olíumálverkum verður opnuð þar í dag kl. 16. Þetta er 10. einkasýning Ingvars. Stjörnubíó frumsýnir Þjófinn frá Bagdad í gær frumsýndi Stjörnubíó bandarísku ævintýramyndina Þjófurinn frá Bagdad (The Thief of Bagdad). Leikstjóri er Clive Donner, framleiðandi Aida Young, handrit A.J. Caroth- ers, tónlist John Cameron, Aðalhlutverk: Kabir Bedi, Pavla Ustinov, Terence Stamp og Roddy McDowall. Taj prins í Sakhar er mjög sorgbit- inn við fráfall föður síns, konungsins, og verður nú að taka við konungdómi, þótt ungur sé að árum. Jaudur, hinn illi ráðgjafi, hvetur hann til að fara til Bagdad og biðja dóttur kalífans, hinnar undurfögru Jasmínu. Prinsinn kemst þangað við illan leik eftir að hafa sloppið frá tilræðismönnum Jaudurs. í Bagdad kynnist hann töframanni nokkrum, Hasan, greindum manni, sem reynist honum því meiri stoð sem þeir lenda í ægilegri skelfingum af völdum Jaudurs hins illa. Kvikmyndir: Laugarásbíó frumsgn- ir Moment bg Momerit í dag frumsýnir Laugarásbíó bandaríska kvikmynd, Moment by Moment (Lifað fyrir líðandi stund) með Lily Tomlin og John Travolta í aðalhlutverkum. Framleiðandi myndarinnar er Robert Stigwood, höfundur hand- rits og leikstjóri Jane Wagner, útsetning tónlistar Lee Hold- ridge. Tisha Rawlings (Lily Tomlin), leið og vonsvikin eiginkona í Beverly Hills — og móðir — er að reyna að fá svefnpillur án lyfseð- ils í lyfjabúð. Úngur slæpingi, Strip (John Travolta), truflar samtal hennar við lyfsalann. Hann er að leita að vini sínum, sem lyfsalinn hefur rekið úr vinnu. Þegar Tisha gengur að bíl sínum, gefur Strip sig á tal við hana. Hún býður honum að sitja í. Strip stingur upp á því að þau fari niður á ströndina, en hún telur það ekki góða hugmynd. Hún er niðursokkin í eigin vanda- mál og grunar að eiginmaður hennar haldi fram hjá henni. Leiksýningar og bíó Sjá enn fremur um sýningar leikhúsanna og bíóin á bls. 42 í blaðinu í dag. NORRÆNA HUSIÐ: Palle Nielsen sýnir grafík í NORRÆNA húsinu stendur yfir yfirlitssýning á verkum danska grafíklistamannsins Palle Nielsen. Á sýningunni eru myndir úr mikiivægustu myndröðum lista- mannsins, sem hann hefur sent frá sér, að því er segir í fréttatil- kynningu frá Norræna húsinu. Palle Nielsen nam list sína í Kaupmannahöfn hjá Kræsten Iversen og Aksel Jörgensen. Frá því er hann fyrst kom fram á sjónarsviðið hefur hann haldið sýningar á Norðurlöndum öllum og víða í Evrópu, í Norður- og Suður-Ameríku, sem og í Tokyo. í fréttatiikynningu frá Norræna húsinu segir: „Palle Nielsen, sem hefur verið prófessor við Lista- háskólann í Kaupmannahöfn frá 1967, er talinn einn fremsti lista- maður Danmerkur á sínu sviði á okkar dögum. Verk hans eru oft heilar myndraðir eða bækur svo sem Orfeus og Evridís, Den For- tryllede by og Pandæmonium. Myndir hans, þar sem blandað er saman realisma og súrrealisma, lýsa á nákvæman og yfirvegaðan Látt nútímamanninum og um- hverfi hans og ótta við hrotta- skapinn í lífsháttum stórborg- anna.“ Sýning Palle Nielsen er í and- dyri hússins og stendur allan þennan mánuð. Eitt af verkum Pallc Nielsens á sýningunni í anddyri Norræna hússins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.