Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 245. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48 SÍDUR MEÐ 8 SÍDNA ÍÞRÓTTABLAÐI
245. tbl. 68. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
DenÍH Healey
Miehael Fout
Nýr leið-
togi í dag?
Lundúnum. 3. nóvember. AP.
ÞINGFLOKKUR      brezka
Verkamannaflokksins gengur
i dag til kosninga um nýjan
flokksformann, og er búizt við
þvi, að fyrrum fjármálaráð-
herra. Denis Healey. fari með
sigur af hólmi.
Þetta er í síðasta sinn sem
þingflokkurinn kýs formann-
inn, en nýjar skipulagsreglur
Verkamannaflokksins gera ráð
fyrir því, að mun fleiri taki
þátt í því kjöri en verið hefur.
Talsverðar líkur eru á því, að
enginn fjögurra frambjóðenda
nái tilskyldum meirihluta í
atkvæðagreiðslu í dag, og verð-
ur þá kosið um þá tvo sem flest
atkvæði fá á mánudaginn kem-
ur. Að óllum líkindum reynist
Michael Foot skæðasti keppi-
nautur Healeys.
Sjá bls. \1.
Verða gíslarnir ekki
lausir innan 10 daga?
WanhinKton. Teheran. 3. nóvember. AP.
NÁMSMENNIRNIR róttæku.
sem á sínum tima tóku 52
bandaríska sendiráðsmenn í Te-
heran í gíslingu, afhentu stjórn-
völdum í íran forsjá gislanna i
dag. og var því fagnað af
bandarískum embættismönnum.
og lýst sem meiriháttar áfanga í
hugsanlegri lausn gíslamálsins.
Sendiherra Vestur-Þýzkalands í
Teheran, Gerhard Ritzel, sagði í
kvöld, að ekkert benti til þess
hvenær gislarnir yrðu látnir
lausir, og að liklega liðu a.m.k.
tíu dagar þar til þeir yrðu
lausir. Edmund S. Muskie, utan-
rikisráðherra Bandaríkjanna.
dró einnig úr vonum manna um
að gíslarnir yrðu látnir lausir
áður en Bandaríkjamenn
gengju að kjörborði í forseta-
kosningunum á morgun. þriðju-
dag, með því að láta svo um
mælt i kvóid, að „margt væri
ógeRt", áður en deilan yrði leyst.
Þingið í íran samþykkti í gær,
sunnudag, að láta gíslana lausa
gegn fjórum skilyrðum, í hópum,
Voru ár
á Marz?
Baton Rouge. 3. nóvember. AP.
BANDARÍSKUR vísindamaður,
er rannsakað hefur ljósmyndir af
reikistjörnunni Marz, sagði í dag,
að þúsundir árfarvega væru á
reikistjörnunni. Sagðist hann
álíta, að vatn hefði runnið í
þessum farvegum á mótunarskeiði
stjörnunnar. Vatnið hefði varð-
veitzt sem ís á plánetunni, en
hefði leyst í eldgosum fyrir þrem-
ur milljörðum ára.
Simamynd AP.
Khomeini trúarleiðtogi á fundi með námsmönnunum er tóku sendiráð
Bandarikjanna í Teheran á sitt vald i fyrra. Á fundinum afhentu
námsmennirnir stjórnvöldum í íran forsjá gislanna, sem verið hafa í
haldi frá töku sendiráðsins.
þegar hverju skilyrði út af fyrir
sig yrði fullnægt, ef Bandaríkja-
menn treystu sér ekki til að
uppfylla þau öll samtímis. Skil-
yrðin eru á þá lund, að Banda-
ríkjamenn heiti því að hafa ekki
afskipti af málefnum írans, láti
af hendi eigur írana í Bandaríkj-
unum, skili eigum og innstæðum
keisarafjölskyldunnar fyrrver-
andi og að allri málshöfðun gegn
yfirvöldum í Iran verði hætt.
Ekki er enn ljóst, hver viðbrögð
Bandaríkjastjórnar verða, en
sendiherra Alsírs kom samþykkt
þingsins í kvöld boðleiðis til
bandarískra yfirvalda.
Muskie     utanríkisráðherra
sagði þó, að „þjóðarheiður og
mikilvægir hagsmunir" yrðu
hafðir í huga af hálfu stjórnar
Carters.
Ákvörðun þingsins og „fram-
sali" námsmannanna á gíslunum
var fagnað í Bandaríkjunum og
töidu sumir, að nú hillti loks
undir lausn gíslamálsins. Þó voru
ýmsir embættismenn smeykir
um að yfirvöld í íran ætluðu að
færa sér bandarísku forsetakosn-
ingarnar í nyt til þess að tryggja
sér betri kjör en þeir hefðu ella
fengið. Ýmsir, þar á meðal Ger-
ald Ford fyrrum forseti og Kiss-
inger fyrrum utanríkisráðherra,
vöruðu harðlega við því, að írön-
um yrðu látin í té hergögn í
skiptum fyrir gíslana.
Gíslamálið bar lítið sem ekkert
á góma á lokasprettinum í kosn-
ingabaráttunni vegna forseta-
kosninganna á morgun. Carter
hét að blanda því ekki í barátt-
una, og Ronald Reagan sagði
málið of viðkvæmt til að fjalla
um það á þessu stigi.
Samkvæmt fregnum frá Hol-
landi skýrði blað þar í landi frá
því, að lögfræðingar, er færu með
mál Bandaríkjamanna í gísla-
deilunni, hefðu fundið „hugvit-
samlega lausn" er fullnægja ætti
skilyrðum írana. Bandaríkja-
stjórn gæti m.a. afhent eigur
keisarafjölskyldunnar og íransk-
ar innstæður að undangenginni
„frystingu" á þeirri forsendu, að
fjármunirnir hefðu verið þjóð-
nýttir af hálfu byltingarstjórn-
arinnar í Iran.
Búizt var við, að tilkynnt yrði í
íran í nótt hvenær gíslarnir yrðu
látnir lausir, en engar fregnir
höfðu borizt þaðan er Mbl. fór í
prentun.
Sjá nánar á bls. 29 og 46.
íranir heimta
oliuráðherra
BaKdad. Teheran. Belgrad.
3. nóvember. AP.
YFIRVÖLD í íran vitnuðu í „allar alþjóðlegar venjur og reglur" um
meðferð háttsettra emba-ttismanna og heimtuðu það af írokum. að þeir
létu þegar lausan Mohammed Jawad Tunguyan oliumálaráðherra sem
íraskar hersveitir tóku fastan í Abadan á föstudag. ásamt fimm
aðstoðarmönnum hans. Af hálfu yfirvalda í Bagdad var þ\ i syarao til. að
oliuráðherrann væri striðsfangi. og að lausnarkröfur írana væru
hlálegar með tilliti til töku gíslanna 52 í bandaríska sendiráðinu í
Teheran fyrir ári.
Blöð í íran sögðu frá töku olíu- I  fyrirsögnum  er  náðu  yfir  þvera
ráðherrans í dag undir átta dálka I  forsíðuna  og  lýstu  tökunni  sem
meiri háttar sigri í stríðinu. Báðir
Verður sá ekki forseti
er f lest fær atkvæðin?
W iishiniítnn. 3. nóvember. AP.
NÝJUSTU og síðustu skoðana-
kannanir benda til þess. að
Ronald Reagan, frambjóðandi
Repúblikanaflokksins,      og
Jimmy Carter. frambjóðandi
Demókrataflokksins. standi það
jafnt að vigi, að vonlaust sé að
spá, hvor þeirra fari með sigur
af hólmi i forsetakosningunum
á morgun, þriðjudag, en kosn-
ingabaráttunni lýkur formlega
i kvöld. Og ekki er sá möguleiki
talinn útilokaður, að þótt ann-
arhvor þeirra Reagans eða Cart-
ers hljóti flest atkvæði, verði
hinn forseti þar eð hann hefur
hlotið fleiri kjörmenn, en úrslit
forsetakosninganna ráðast af
fjolda kjörmanna sem hver
frambjóðandi hlýtur. Það gerir
málið enn flóknara, að kjör-
menn eru ekki allir bundnir af
Jlmmy Carter
úrslitum kosninganna i hverju
fylki.
Carter, Reagan og John Ander-
son, sem býður sig fram utan
flokka, voru allir á þönum í dag á
lokasprettinum í kosningabar-
áttunni. Varð baráttan persónu-
Ronald Reaitan            John Anderwn
bundnari en fyrr. Reagan sagði
Carter óhæfan sem forseta og að
hann hefði ekki manndóm til að
viðurkenna skipbrot stefnu sinn-
ar á forsetastóli. Carter sagði
Reagan vera stríðsmangara og
reyndi hvað hann gat að telja
væntanlega kjósendur Ander-
sons á sitt band með því að halda
því fram, að skoðanir þeirra í
flestu því er máli skipti, væru
þær sömu. Reagan var mjög
bjartsýnn á að hann næði kjöri
og Anderson spáði því að eigin
útkoma yrði betri en skoðana-
kannanir bentu til.
Skoðanakannanir sýna flestar
hverjar, að forskotið sem Reagan
hafði á Carter í sumar, er orðið
að engu. I nýjustu könnun ABC-
sjónvarpsstöðvarinnar nýtur
Reagan fylgis 45 af hundraði en
Carter 40, og í skoðanakönnun
Gallup-stofnunarinnar skildi að-
eins eitt prósent þá að. Ýmsar
aðrar kannanir benda til eins til
þriggja prósentustiga munar,
venjulega Reagan í vil.
Sjá nánar grein á bls. 29.
stríðsaðilar skýrðu í dag frá átök-
um við olíuborgina Abadan og að
hvor aðili um sig hefði valdið tjóni
á hernaðarlega og efnahagslega
mikilvægum   skotmörkum   hins.
Loftvarnaflautur kváðu við í 15
mínútur í Bagdad í morgun, en
íranskar flugvélar sáust ekki yfir
borginni. I Bagdad var þó skýrt frá
loftárásum írana í norðurhluta
íraks, en að ekkert tjón hefði orðið.
íranir höfnuðu í dag friðarum-
leitunum óháðra ríkja og hétu að
berjast, „þar til árásarmennirnir
yrðu á brott frá íran". Hvatti
stjórnin í Teheran ríkjasamtökin til
að reka Irak úr samtökunum. Fimm
utanríkisráðherrar óháðra ríkja og
fulltrúar frelsishreyfingar Palest-
ínumanna (PLO) héldu áfram fund-
um sínum í Belgrad í dag um með
hvaða hætti mætti binda endi a
stríð írana og íraka, en samkvaemt
fregnum AP virðist ágreiningur um
aðferðir á fundunum og að viðræð-
urnar séu í sjálfheldu.
Sovézka fréttastofan TASS vísaði
í kvöld á bug fregnum í fjölmiðlum
í íran að sovézkir „sérfræðingar"
tækju þátt í hernaðaraðgerðum
íraka gegn íran.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48