Morgunblaðið - 06.11.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.11.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1980 Tveir nefndarmanna. Einar Birgir Steinþórsson o»{ Þorjíeir Pálsson, kynna frumvarpið fyrir hlaðamónnum á fundi í Félagsstofnun. Drög að frumvarpi um námslán og námsstyrki: Óskert námslán og námsmenn fái aðild að lifeyrissjóði Menntamálaráðherra skipaði hinn 21. apríl sl. nefnd tii þess að endurskoða lög ok reglur um námslán ok námsstyrki. Nefndin hefur nú samið dröK að frum- varpi um námslán ok námsstyrki er levsa skal af hólmi nÚKÍidandi lóg. I upphafi var ætlun nefndar- innar að lejfxja fram frumvarp til hreytinKa á nÚKÍldandi löKum en síóar tók hún þann kost að semja heiidstætt lavcafrumvarp. Mun frumvarp þetta verða kynnt á fundi í FélaKsstofnun stúdenta kl. 20.30 í kvöld. Á blaðamannafundi sem nokkr- ir nefndarmanna efndu til kom m.a. fram að helztu breytinKar, sem verða á tilhögun námslána samkvæmt frumvarpinu, eru: Að hlutfall námslána af reiknaðri fjárþörf námsmanna hækkar í áföngum úr 90 prósentum í 100 prósent haustið 1982. Allar tekjur námsmanna dragist ekki frá framfærslukostnaði, eins og sam- kvæmt gildandi lögum, heldur eru þær umreiknaðar með sérstökum hætti eftir heimilisaðstæðum námsmanns. Fleirum en áður er gert fært að gerast aðilar að lánakerfinu með afnámi svo- nefndrar „tuttugu ára regli^". Samkvæmt núgildandi lögum eiga nemendur innan við tvítugt í skólum, sem aðild eiga að Lána- sjóði íslenzkra námsmanna, öðr- um en Háskóla Islands, ekki rétt á námsláni nema þeir geti sýnt Fróðárheiði auð sem á sumardegi Ilrafnar aðgangsharðir við fé á Snæfellsnesi Ólafwik. 5. nóvember. EFTIR hlýindin síðustu daga er Fróðárheiði auð sem á sumardegi, en vegir eru þungir og holóttir. Sérleyfisbílarnir ganga samkvæmt sumaráætl- un og hyggjast forráðamenn þeirra halda því áfram í vetur meðan nokkur kostur er, en slíkt er auðvitað háð færð og hversu oft er greitt fyrir umferð þegar snjóa gerir. Mik- ill munur er á sumar- og vetraráætlunum fyrir okkur neytendur, daglegar ferðir í stað þriggja í viku í vetrar- áætlun. Hér á norðanverðu nesinu eru ær enn í fjalli. Hrafnar hafa verið mjög að- gangsharðir við fé og hafa ráðist umsvifalaust á afvelta kindur. Hefur orðið að aflífa nokkrar ær, sem fundist hafa afvelta og holrifnar eftir hrafn. — Ilelgi framá að þeir geti ekki haldið áfram námi nema þeir fái lánið. Samkvæmt frumvarpsdrögunum öðlast þeir rétt á námsláni sem aðrir námsmenn. I frumvarps- drögunum hefur reglum um endurgreiðslu námslána verið breytt þannig að meira tillit er tekið til tekna námsmanns að námi loknu en í núgildandi lögum. Er þar gert ráð fyrir að greitt sé af námslánum í tvennu lagi — annars vegar föst greiðsla, sem innheimt er á fyrri hluta ársins, en hins vegar viðbótargreiðsla, sem innheimtist á síðari hluta ársins, og er háð tekjum fyrra árs. Þá er stjórn Lánasjóðsins heimilt að veita undanþágu frá árlegri endurgreiðslu ef verulegar breyt- ingar til hins verra verða á högum Iánþega milli ára. Samkvæmt frumvarpinu lengist endur- greiðslutími námslána úr 20 í 30 ár. í frumvarpsdrögunum er það nýmæli að námsmönnum er gef- inn kostur á að greiða í lífeyris- sjóð með þeim hætti að leggja 4 prósent af námsláni í sjóðinn en ríkið láni 6 prósent á móti. Ekki hefur enn verið gengið frá hvort námsmenn stofni sinn eigin lífeyr- issjóð eða greiði til þeirra sem fyrir eru. Þær breytingar á veittum lán- um, sem felast í frumvarpinu og öðrum tillögum nefndarinnar, valda hækkun á upphæð veittra lána úr 5900 m.kr. árið 1980 í 10.200 m.kr. á áratugnum 1990— 2000, samkvæmt útreikningum nefndarinanr. Nettó fjárþörf sjóðsins, þ.e. úthlutun lána að frádregnum endurgreiðslum, mun vaxa nokkuð eða úr 5800 m.kr. 1980 í 7500—9000 m.kr. á árunum 1983—1984 en úr því fer fjárþörf lækkandi og verður 3000—4000 m.kr. um aldamótin. Þessar tölur miðast við verðlag ársins 1980. í nefndinni áttu sæti: Eiríkur Tómasson, tilnefndur af þing- flokki Framsóknarflokksins, formaður; Pétur Reimarsson, til- nefndur af SÍNE, varaformaður; Einar B. Steinþórsson, tilnefndur af Bandalagi íslenzkra sérskóla- nema; Friðrik Sophusson, til- nefndur af þingflokki Sjálfstæðis- flokksins; Guðrún Helgadóttir, til- nefnd af þingflokki Alþýðubanda- lagsins; Jón Ormur Halldórsson, tilnefndur af forsætisráðherra; Vilmundur Gylfason, tilnefndur af þingflokki Alþýðuflokksins; Þor- geir Pálsson, tilnefndur af Stúd- entaráði Háskóla íslands. Að auki áttu sæti í nefndinni, án atkvæðis- réttar, Tómas Óli Jónsson, fulltrúi menntamálaráðherra; Þorsteinn Vilhjálmsson, fulltrúi stjórnar Lánasjóðs námsmanna og Auðunn Svavar Sigurðsson, fulltrúi Vöku, Félags lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla íslands. Manuela fær frábæra dóma í Danmörku í SÍÐUSTU viku lék Manuela Wiesler (lautuieikari á tvenn- um tónleikum í Kaupmanna- höfn, auk þess sem hún hlaut þar Sonningstyrk sem nemur 1.500.000 islenzkum krónum, sem kunnugt er af fréttum. Hér fara á eftir umsagnir um leik Manuelu úr dönskum blöðum. „Atorkan ein hrekkur ekki til að verða einn af örfáum úrvals- leikurum heimsins á eitthvert hljóðfæri; hún er aðeins sjálf- sögð forsenda. Annað sem til þarf er sú gáfa að geta birt áheyrendum heima tónlistarinn- ar sem eins konar opinberun. Og það var flautuleikarinn Manuela Wiesler ein um að geta á fyrstu tónleikum „Biennale" tónlistarhátíðarinnar. Hún sannaði það með því að endur- taka hinn yfirgengilega flutning sinn á „Kalais" eftir Þorkel Sigurbjörnsson frá því í nóvem- ber 1978. Aftur voru áheyrendur sem í álögum yfir því hvernig hún upphóf sjálf náttúrulögmál flautuleiksins og skapaði gífur- lega eftirvæntingu eftir fram- gangi verksins og þeim undar- Manuela Wiesler legu brögðum sem þar er beitt. Og eins fór hún með einleiks- sónötu op. 71 eftir Holmboe; þar vann hún annað afrek með sannfæringarkrafti sínum. Áheyrendur voru einfaldlega bergnumdir." Hans Voigt i Berlingske Tidende, 30. október 1980. „Manuela Wiesler, austur- rísk-íslenzki flautuleikarinn, sameinar formlega heildarsýn og óskorað vald á töfrum líðandi stundar, frjálsræði í túlkun og fullkomna tækni. Hún var opin- berun dagsins." Jan Jacoby i Information. 30. október 1980. „Hátíðarsalur Glyptoteksins er ekki góður tónleikasalur; því veldur hljómburðurinn. Á mið- vikudag voru þar tvennir tón- leikar sex hljóðfæraleikara. Þar kom aðeins fram einn ungur norrænn hljóðfæraleikari sem fór meistarahöndum um allt þrennt: tónlistina, hljóðfærið og hljómburðinn. Auðvitað var þetta Manuela Wiesler, hinn ævintýralegi ís- lenzki flautuleikari, sem lék hina löngu og erfiðu einleikssónötu Finns Mortensens og sýndi bæði listræn og tæknileg meistaratök sem samboðin væru fremstu tónsnillingum veraldar." Jens Brincker í Berlingske Tidende, 1. nóvember 1980. Æskulýðsvika á Akureyri Á AKUREYRI stendur nú yfir kristniboðs- og æskulýðsvika sem KFUM og K og kristniboðsfélög karla og kvenna þar standa að. Samkomur eru haldnar hvert kvöld vikunnar kl. 20:30 i kristni- boðshúsinu Zion og lýkur sam- komuvikunni á sunnudagskvöld. Meðal ræðumanna á samkom- unum eru Jónas Þórisson kristni- boði, sem verið hefur við störf í Eþíópíu, Benedikt Arnkelsson starfsmaður Sambands ísl. kristniboðsfélaga og sr. Pétur Þór- arinsson sóknarprestur á Hálsi í Fnjóskadal. Auk talaðs máls er á dagskrá tónlist og kynning á kristniboðsstarfi. Mjög góð aðsókn að sýningu Svavars MJÖG góð aðsókn var að sýningu Svavars Guðnasonar í Listasafni Islands um helgina, að sögn dr. Selmu Jónsdóttur forstöðumanns safnsins. Sýningin var opnuð á laugar- daginn og var forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir viðstödd opnunina ásamt ýmsum fleiri gestum. Sýningin stendur út nóv- embermánuð. Leiðrétting í FRÉTT Mbl. í gær misritaðist nain mannsins, sem varð bráð- kvaddur á rjúpnaveiðum í Eyja- firði um helgina. Hann hét Þor- steinn Þorsteinsson en ekki Þor- steinn Höskuldsson eins og stóð í fréttinni. Eru hlutaðeigendur beðnir afsökunar á þessum mis- tökum. (Ljósm. RAX.) Fyrsta skóflustungan Fyrsta skóflustungan að íbúðum fyrir aldraða á Seltjarnarnesi var tekin i gær. Það var Ingibjörg Stephensen, sem tók fyrstu skóflustunguna, en hún hefur búið á Nesinu í um 40 ár. Með henni á myndinni er Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. ómar Skúlason og Sigurður Örlygsson hafa opnað myndverkasýningu i Gallerí Langbrók á Torfunni. Sýna þeir þar 12 myndverk sem þeir hafa unnið í samein- ingu, annar formað verkin, en hinn gefið litinn. Sýning- in verður opin til fimmtu- dagskvölds 13. nóvember og er hún opin á virkum dögum kl. 12—18 og um helgina verður hún opin kl. 14 — 18. LjÓKm. Kmilia

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.