Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 26. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						DAR
DerustQ
GALV-A-GRIP
Ot0linMafrÍ*>
¥—n  r—I  /—7  Hr*inl»ti*ta»ki
\  *—¦  ¦—*  /   BMndunarteki
*               *    Stálvaakar
ARABIA  "^lSi
I^NSrafftN
Nýborgarhúainu, Ármúia 23, afrhi 31810.
SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1981
Lézt af völd-
um voðaskots
ÞRKTTÁN ára piltur á
Hvamm.stanga lézt af völdum
voðaskots að kvöldi sl. fimmtu-
dags. Var hann að handleika
skotvopn og staddur í bílskúr
við heimili sitt er skot hljóp i
hann. Mun hann hafa látist
samstundis. Pilturinn hét Guð-
jón Páll Arnarson.
Sex skip
með loðnu
SEX loðnuskip höfðu tilkynnt
afla sinn til loðnunefndar á
tímanum frá miðnætti þar til
laust eftir hádegi í gær. Loðnan
fékkst á somu slóðum og fyrr,
norðaustur af Langanesi.
Skipin, sem tilkynntu afla
eru: Dagfari með 480 tonn,
Helga II 200, Bjarni Ólafsson
750, Sæberg 220, Seley 370 og
Gullberg 550, en alls eru þetta
2.570 tonn. Skipin sigla á Aust-
fjarðahafnir með afla sinn,
Seyðisfjarðar, Neskaupstaðar og
Eskifjarðar.
Tjörnin,
Horace P. Byrd við vél sína.
Ljtem.: KrÍBtján.
Þríðja óhapp flugmanns hér við land:
Nauðlenti á vegin-
um við Stokkseyri
LÍTIL bandarísk flugvél nauð-
lenti á þjóðveginum skammt
frá Stokkseyri laust fyrir há-
degi i gær. Bandarískur flug-
maður, Horace P. Byrd. sem var
einn í vélinni, slapp ómeiddur
og vélin er óskemmd, að því er
Morgunblaðið fékk upplýst hjá
flugstjórninni á Reykjavíkur-
flugvelli í gær.
Vélarbilun varð í vélinni, sem
er einshreyfils, þar sem hún var
korriin nokkuð á haf út við
Stokkseyri á leið til Bretlands-
eyja. Flugmaðurinn hafði þá
samband við flugturninn á
Reykjavíkurflugvelli, sem leið-
beindi honum inn yfir landið
með radar. Tókst honum að láta
véiina svífa inn og náði að lenda
á veginum á giftusamlegan hátt
sem fyrr segir, en illa hefði getað
farið hefði hann verið kominn
lengra út.
Flugvélin, sem var bandarísk
og  er  af  gerðinni  Rockwell
Thrush Commander,' áburðar-
dreifivél, hafði verið hér á landi
í hálfan mánuð, en var á leið til
Bretlands í gær:
Það hefur gengið á ýmsu hjá
flugmanninum Horace P. Byrd,
við að ferja flugvélina, en héðan
fer hún til Malawi í Afríku.
Þegar hann var staddur 60
sjómílur vestur af landinu á
leiðinni frá Gander til Reykja-
víkur, drap hreyfill flugvélarinn-
ar skyndilega á sér og hrapaði
flugvélin niður á við. Eftir
nokkrar mínútur tókst flug-
manninum þó að ræsa hreyfil-
inn.
En þegar hann ætlaði svo að
halda flugi sínu áfram héðan,
brustu stjórnvírar í stéli er Byrd
hafði flogið í hálfa klukkustund.
Sneri hann við til Reykjavíkur
og beið varahluta. Byrd er flug-
maður á sextugsaldri, flaug m.a.
bandarískri sprengjuflugvél í
heimsstyrjöldinni síðari.
Verknaðurinn framinn
í örvilnan vegna áfeng-
isneyzlu eiginmannsins
VIÐ YFIRHEYRSLUR
hjá Rannsóknarlögreglu
ríkisins hefur Björg
Benjamínsdóttir, 26 ára
gömul, játað að vera völd
að láti eiginmanns síns,
Sigíúsar Steingrímssonar,
sem lézt í eldsvoða á heim-
ili þeirra hjóna að Kötlu-
felli 11 í Reykjavík á
sjöunda tímanum sl.
sunnudag. Björg var hand-
tekin sl. þriðjudag og hef-
ur setið í gæzluvarðhaldi
síðan.
Morgunblaðinu barst í gær
eftirfarandi fréttatilkynning frá
Rannsóknarlögreglu ríkisins:
„Síðla dags hinn 25. þ.m. kom
upp eldur í íbúð á 3. hæð t.v. í
fjölbýlishúsinu nr. 11 að Kötlu-
felli í Reykjavík. Lézt þar í
eldinum Sigfús Steingrímsson,
37 ára vélsmiður, sem þar bjó
ásamt eiginkonu sinni, Björgu
Benjamínsdóttur, 26 ára, og 2
ungum börnum þeirra hjóna.
Kærður fyrir
kynferðisafbrot
Rannsóknarlögregla ríkisins
handtók í fyrrinótt 31 árs gamlan
mann, sem kærður hafði verið
fyrir kynferðisafbrot gagnvart 17
ára pilti. Málið er í rannsókn hjá
RLR.
— segir konan.
sem játað hef ur
að vera völd
að dauða hans
Við rannsókn á bruna þessum
beindust fljótlega grunsemdir
að því, að Björg hefði með
einhverjum hætti átt hlut að
eldsupptökum. Björg hefur nú
játað við yfirheyrslur hjá
rannsóknarlögreglu ríkisins, að
hún hefði fyrrgreindan dag hellt
benzíni yfir mann sinn, þar sem
hann svaf ölvunarsvefni í rúmi
þeirra og lagt síðan eld í með
fyrrgreindum afleiðingum.
Segir hún ástæður þessa
verknaðar hafa verið langvinnir
sambúðarerfiðleikar     þeirra
hjóna vegna óhóflegrar áfeng-
isneyzlu Sigfúsar og annað mis-
sætti þeirra, sem loks hafi
dregið hana í örvilnan til þessa
óhæfuverks er áfengisdrykkja
Sigfúsar hafi keyrt úr hófi
síðustu dagana.
Unnið er áfram að rækilegri
rannsókn þessa hörmulega at-
burðar og hefir Björgu verið
gert að sæta gæzluvarðhaldi í
þágu rannsóknar málsins."
Formaður Verkalýðsfélags Stokkseyrar:
„Ástandið miklu verra
en öll undanfarin ár"
togarinn Bjarni Herjólfsson, sem
keyptur var með það markmið
fyrir augum að brúa þetta erfiða
tímabil ársins atvinnulega séð
fyrir Stokkseyri, Eyrarbakka og
Selfoss, skuli sigla utan með
aflann, þegar við lífsnauðsynlega
þurfum á honum að halda."
Dagbjört sagði að nokkuð væri
um að menn frá Stokkseyri hefðu
leitað atvinnu utan byggðarlags-
ins, m.a. væru um tíu sjómenn
komnir á báta í Þorlákshöfn. Hún
sagði í lokin, að hún sæi ekki lausn
þessara mála nema togarinn færi
að landa afla sínum á Stokkseyri.
„ÞAÐ ER vægast sagt slæmt
atvinnuástandið hjá okkur. í dag
eru 50 manns á atvinnuleys-
isskrá, en sú tala fór yfir 70 i
desember og janúar. Ég man ekki
eftir að ástandið hafi áður orðið
eins slæmt á þessum árstima.
Þetta er miklu verra en öll
undanfarin ár og tíðarfar og
gæftir hjálpa ekki til," sagði
Dagbjört Sigurðardóttir formaður
Verkalýðs- og sjómannafélagsins
Bjarma á Stokkseyri, í viðtali við
Mbl. í gær. „Okkur finnst það
hart," sagði Dagbjört einnig „að
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32