Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1981 39 Minning: Asmundur Jónsson trésmíðameistari Fæddur 12. júlí 1893. Dáinn 29. janúar 1981. Asmundur Jónsson, trésmíða- meistari á Sólvallagötu 56 í Reykjavík, varð bráðkvaddur að heimili sínu hinn 29. janúar sl. Bálför hans fór fram hinn 16. þ.m. . frá Fossvogskapellu. Með Asmundi Jónssyni hvarf af sjónarsviði mikill persónuleiki sem með hógværð sinni, skilningi á aðstöðu samferðafólksins og rausn í öllum sínum verkum, öðlaðist tiltrú og virðingu allra þeirra er honum kynntust. Og vinahópurinn var býsna stór. Hann var tvímælalaust fremstur í hópi hins þögla fjölda íslendinga sem engar kröfur gerði til annarra en sjálfs sín. Hugsun hans og handverk, hvorttveggja í víðasta skilningi, beindist að því að verða öðrum til liðs. Allt var hjá honum í kærleika gjört. Asmundur var fæddur 12. júlí 1893 á Kalastöðum á Hvalfjarð- arströnd. Foreldrar hans voru hjónin Jón Þorsteinsson, Jónsson- ar bónda á Kambshól og Sesselja Jónsdóttir, Sigurðssonar bónda á Ferstiklu. Jón og Sesselja bjuggu á Kalastöðum á fimmta tug ára. A fyrstu búskaparárum sínum máttu þau heyja harða baráttu við illt tíðarfar og var vorið 1882 eitt hið harðasta á síðari hluta nítj- ándu aldar. Geta má nærri, hvort um alla þá baráttu í harðæri þeirra tíma, væri ekki mikil saga ef sögð væri. Sú saga verður ekki rakin af mér, en heyrt hefi ég og séð heimildir fyrir því að foreldrar Asmundar létu hvergi bugast en sóttu á brattann með einbeitni og föstum ásetningi að sigra. Síra Einar Thorlacius, er á þeirra tíð var prestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, segir m.a. svo í minningargrein um þau: „En brátt kom í ljós, að hjónin voru samhent búsýsluhjón, svo að hagur þeirra blessaðist og batnaði, þrátt fyrir mikla ómegð, enda var hin mesta regla og snyrtimennska á heimil- inu, hver hlutur á sínum stað, og þrifnaður og hreinlæti jafnt utan bæjar sem innan hvar sem litið var. Mun óvíða hafa verið betur í þeirri grein ...“ Bæjarhús byggðu þau í tvígang á búskaparárum sínum, hið síðara vandað timburhús sem búið var í á Kalastöðum framyfir miðja yfir- standandi öld. Peningshús öll voru reist og heygeymslur við þau, en það var á þeirri tíð nærri óþekkt. Jarðabætur voru unnar og töðufall stóraukið. Jón og Sesselja voru nærfærin um meðferð á skepnum og gættu vel að velferð þeirra og gagnsemi. Jón á Kalastöðum var sagður þrekmenni mikið til sálar og líkama, hár vexti og höfðinglegur meðan hann stóð uppá sitt besta. Sagður var hann örgeðja nokkuð og gat verið óvæginn í orðum en „harðastur við sjálfan sig“, en alltaf hress í anda og ræðinn, bókhneigður mjög og fróðleiksfús. Jón lést hinn 14. febrúar árið 1923. Sesselja kona hans bjó á Kala- stöðum i eitt ár eftir fráfall manns síns en fluttist þá burt úr sveitinni til Reykjavíkur þar sem hún í fjölda ára hélt heimili með Asmundi syni sínum. Sesselju, ömmu minni, man ég vel sjálfur eftir. Hún var góð kona og skemmtileg. Sannarlega yndisleg amma, sem barnabörnin voru ætíð velkomin til. Af því er auðvelt að trúa og gera sér í hugarlund, að hún hafi verið umhyggjusöm og alhiiða móðir börnum sínum. Sesselja var beinvaxin og tígu- leg, hvöt í hreyfingum og svo vinnusöm að henni féll aldrei verk úr hendi. Hún undi heldur ekki öðrum að dunda neitt í kring um sig, en lét alla skilja með sinni einstöku prúðmennsku og ein- beitni, að hlutirnir yrðu að ganga fyrir sig. Sesselja andaðist í hárri elli á heimili Ásmundar hinn 15. júlí árið 1947. Hún fékk að halda sínum líkams- og sálarkröftum allt til hins síðasta og kvaddi lífið með þeirri reisn og gáfaðri yfir- vegun eins og hún hafði lifað því. Hjá foreldrum sínum, í stórum systkinahópi, ólst Ásmundur upp við þau heimilisstörf og heimilis- brag er ég hefi hér að framan lítillega minnst á. Á æskuárum fór hann svo til starfa utan æskuheimilisins að afla sér tekna, en hugur hans beindist nú mjög að trésmíðanámi. Réðst hann til kaupavinnu næstu sumur hjá bændum hér og þar á Suðurlandi og á vetrum við sjóróðra í ver- stöðvum við Faxaflóa svo sem í Garði og víðar. Allsstaðar var hann hinn verklagni og trúi þén- ari. Gaf hann húsbændum sínum frá þessum tíma jafnan hið besta orð. Árið 1919 hóf hann svo tré- smíðanám hjá Guðmundi Ei- ríkssyni húsasmið er á þeirri tíð var víða og vel þekktur í þeirri iðn í Reykjavík. Ásmundur hlaut svo Fædd 26. apríl 1907. Dáin 8. febrúar 1981. Kristín var fædd 26. apríl 1907 að Jarðbrúargerði í Svarfaðardal. Hún var yngsta barn hjónanna Oddnýjar Þorkelsdóttur og Jó- hannesar Jónssonar, sem þar bjuggu. Á fyrsta ári flutti hún með foreldrum sínum að Syðra- Hvarfi í Skíðadal þar sem hún ólst upp. Þann 14. maí 1938 giftist hún Böðvari Tómassyni frá Bústöðum í Skagafirði og eignuðust þau einn son, Tómas Búa. Kristín lést í Sjúkrahúsi Akur- eyrar 8. febrúar sl. Nú, þegar hún Kristín, mín elskulega tengdamóðir, er horfin, leitar hugurinn til baka. Ég sé hana fyrir mér netta og snyrtiíega klædda með líf og fjör í augum. Heimili þeirra hjóna var henni mikils virði og bar vott um snyrtimennsku. Þar var oft sópað út úr dyrum og fram á götu og þá gangstéttin fyrir framan lóðina gjarnan tekin með. Hvergi mátti rusl sjást. Þá var ekki síður dundað við garðinn. Þar var geng- ið um og hver arfakló hirt jafnóð- um. Þar hefur illgresi ekki sést í mörg ár. Hún hafði mikið yndi af blómum og sáði gjarna fræjum sínum inni snemma árs. Fyrirvari var jafnan hafður á hlutunum. Fyrir fáeinum árum keypti hún eór <rr/iAi i r Vi 11 c> oow ontt • garðinn hennar. Það gaf mögu- leika til rósaræktunar og nýtti hún þá óspart. Sl. sumar voru hundruð blóma í gróðurhúsinu og þeir voru margir, sem stöldruðu við á leið sinni framhjá og nutu fegurðar blómanna. Þau sýndu, að sporin höfðu ekki verið spöruð. Á heitum sumardögum voru margar ferðirnar farnar út í gróðurhús til að vökva og hlúa að blómunum og þetta gerði hún allt sjálf. Henni þurfti ekki að hjálpa. Þetta var hennar frístundagaman, líf og yndi. Fleira fékkst þessi lífsglaða kona við í frístundum sínum. 66 ára gömul fór hún á námskeið í Myndlistarskólanum á Akureyri og stundaði þar nám í þrjá vetur. Aðstaða var henni búin heima til frístundamálunar og nefndi hún það herbergi „Bláskóga“. Nú prýð- ir heimili þeirra mörg málverkin, svo undur góð, sem gerð voru á þessum árum. Ekki get ég látið hjá líða að minnast á hina miklu löngun hennar til að hjálpa og gleðja. Synir okkar tveir nutu þess í réttindi sín árið 1923 í húsasmíði, en trésmíðameistararéttindi afl- aði hann sér árið 1929. Vann hann eftir það í áratugi sjálfstætt að húsasmíði í Reykjavík, en þó ekki síst að breytingum og viðgerð eldri húsa. Eftir að aldur færðist yfir, en þó fremur af því að sjón hans tók þá að daprast, hætti hann því starfi en vann dag hvern á verkstæði sínu við trésmíða- vinnu. Var verkstæði hans vel búið vélum oe varð honum ómet- ríkum mæli og fólk víðs vegar að af landinu naut þess einnig vegna hennar sérstöðu hæfileika til að hjáipa. Þakklæti og gjafir, sem henni hafa borist víða að bera þess glöggt vitni. Þótt Kristín gengi ekki alltaf heil til skógar, var viljastyrkurinn samt mikill og trúin á það góða hennar hjálp. Sem dæmi um mikinn kjark hennar má nefna þá Vestfjarðaferð, sem við fjölskyld- an, ásamt þeim hjónum, fórum í sl. sumar. Þar var ekki hikað við að gista 5 nætur í tjaldi jafnvel þótt rigndi og hiti í lofti væri ekki mikill. Sjötíu og þriggja ára kona gat legið í tjaldi eins og aðrir. Henni þurfti ekki að hlífa. Það var þá frekar læðst út úr tjaldi með sólarupprás og náttúrunnar notið í kyrrð og ró. Áð síðustu vil ég þakka þessari hjartahlýju konu allar samveru- stundirnar og alla þá gleði, sem hún veitti mér og mínum. Mér finnst vel við hæfi að láta þetta ljóð hennar fylgja með. Ragnheiður Stefánsdóttir. Rósir i runni Ég vil rækta rósir i runni vlft mitt hús. I>að eykur yndi or RÍeði, ég er til þess svo fús. Á sælu sumarkveldi ég sit ok horfi á þær. Ein er hvitust allra. hún er svo fin og skær. Hér er rauða rósin. sem rejtnið vætti i da*í- Hún breiðir út bloðin föjcru svo blitt um sólarlaK- Ok rósin Kula KÍeóur. meÓ Krænu blöóin sin. Það hlýjar mér um hjarta að huKsa um blómin min. Nú moldin milda anKar. svo mjúk við foldarbarm. ÖK nóttin. þýð ok þoKul. þreyttan hvílir arm. (Úr Rósin i runni) Er mér var tilkynnt andlát Kristínar Jóhannesdóttur sem lést á FjórÖungssjúkrahúsinu á Akur- eyri þann 8. þ.m. greip mig saknaðartilfinning en jafnframt gagntók mig þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast henni Stínu, eins og hún var alltaf kölluð. Kona eins og Stína skilur eftir sig svo ljúfar minningar að þar skyggir ekkert á. Ég hitti Stínu alltof sjaldan en þó samveru- stundirnar væru ekki margar þá Minning: Kristin Jóhannesdótt- ir frá Syðra-Hvarfi anleg dægrastytting í að vinna þar að margvíslegri smíði smærri hluta. Er ekki ofsagt að mörgum var til stórrar undrunar með hverri nákvæmni Ásmundur gat unnið með vinnuvélum sínum þó að sjón hans hefði beðið þann hnekki sem raun var á. Árið 1931 keypti Ásmundur húsið á Sólvallagötu 56. Var það þá kjallari og ein hæð. Hófst hann þegar handa að byggja ofaná húsið hæð og ris. Lauk hann því verki á árinu 1938, og flutti hann þá með móður sinni í aðra af hinum nýju íbúðum. Eftir lát hennar var hann í heimili hjá ýmsum leigjendum sínum og nú i mörg ár hjá frú Ambjörgu Tholl- efsen. Hefir sú góða kona reynst Ásmundi sem besta móðir. Um- hyggjusöm, hlý í viðmóti og fundvís á léttari hliðar hvers- dagsleikans. Á frú Ambjörg ein- lægt þakklæti allra frænda og vina Ásmundar fyrir umhyggju og einlægt samstarf við hann á lið- inni tíð. Og nú þætti móðurbróður mín- um, Ásmundi, ég þegar hafa sagt nóg um sig ef hann mætti mæla. Hitt vissi ég, að sjálfum þótti honum vænt um að sjá minnst vina sinna á þeim vettvangi sem þessi orð mín eru birt. Með þá vitneskju að leiðarljósi hefi ég tekið þessi minningarorð mín saman. Og með virðingu fyrir gaf hver stund í návist hennar mér aukna trú á lífið og fyllti mig bjartsýni. Hún opnaði mér einnig innsýn inn á hin æðri svið, en Stína var gædd dulrænum hæfi- leikum og voru þeir ófáir sem hún hjálpaði og var ég ein þeirra sem hennar hjálpar naut. Sumarið 1977 dvaldist ég nokkra daga ásamt manni mínum og 3 dætrum á hinu hlýja og fallega heimili Stínu og Böðvars að Helgamagrastræti 49 á Akur- eyri. Þeim móttökum sem við þar hans sérstaka persónuleika skal ég hér hóf á hafa. Allar liðnar stundir eru þakkaðar. Öll rausn og umhyggja hans við foreldra mína og afkomendur þeirra, er þökkuð og geymd í sjóði minninga um dáðríkan drengskaparmann. Heimsóknir hans á jólum hingað að Seljatungu falla heldur ekki í gleymskunnar dá. Þá var hátíð í bæ, og Ásmundur tiginn gestur okkar. Háttvís, glettinn en trúr sögulegri helgi jólanna blandaðist hann heimilislífi okkar át svo nærfærinn hátt að þar verður ekki lengra til jafnað. Ásmundur Jónsson var einlæg- ur trúmaður. Hann ólst upp við einlægt trúartraust foreldra sinna og systkina þar sem einlæg til- beiðsla um handleiðslu þess mátt- ar er yfir öllu ríkir var viðhöfð. Þar var andi Passíusálma sr. Hallgríms ekki síst leiðarljós. Og því skulu þessi orð hans tilfærð hér: „Jesús er mér i minni, mÍK á hans vald éK Kef, hvort éK er úti eða inni. eins þá ég vaki’ ok sef. hann er min hjálp ok hreysti. hann er mitt rétta lif. honum af hjarta éK treysti. hann mýkir dauðans kíf.“ H.P. Blessuð sé minning Ásmundar Jónssonar. Gunnar Sigurðsson, Seljatungu. fengum gleymi ég aldrei og mæli ég þar fyrir munn okkar allra. Hún hafði sérstakt lag á börnum og það rifjast upp fyrir mér þegar litlu stúlkurnar þrjár sátu við eldhúsborðið og fengu að sulla að vild í olíulitum og mála á striga. Stína var mjög listræn kona eins og málverk hennar bera glöggan vott um. Gróðurhúsið hennar Stínu var fullt af rósum og þar inni ríkti hinn sanni kærleikur og friður. Sumarið 1977 átti ég stutta stund með henni þar inni og fannst mér ég þá komast í snertingu við eitthvað stórkostlegt en þannig var það ætíð er hún var nærri. Ég sá hana síðast í sumar sem leið er hún kom til okkar hjón- anna eina kvöldstund. Hún hafði þá dvalist um vikutíma á Vífils- staðaspítala og virtist hafa náð góðum bata. Það hvarflaði ekki að mér þá að þetta yrði okkar síðasta samverustund. Én ég trúi því að fögur heimkoma bíði konu eins og Stínu, því hvar sem hún kom var hún boðberi kærleikans. Ég bið algóðan guð að styrkja Böðvar, eiginmann Stínu, Tómas Búa, son hennar, og hans fjölskyldu í sorg þeirra. Minningarnar um hana munu verma hugi okkar allra sem hana þekktu. Hafi hún þökk fyrir allt. Ása Brandsdóttir SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Eg veit ekki. hvað í því felst að gefa sig Kristi algjörlega á vald. Vinsamlcgast útskýrið það fyrir mig. Fyrst og fremst táknar það, að markmið okkar verður annað en áður var. Yfirleitt lifum við menn til að þóknast okkur sjálfum. Maður, sem helgar sig Kristi, leitast við upp frá því að þóknast Kristi. Það felur í sér, að Kristur er nálægur okkur ósýnilegur í hversdagslífinu. Hann talar til okkar í Biblíunni, og við tölum við hann eðlilega og þvingunarlaust í bæninni. Hvað sem að höndum ber, tökum við svo sem úr hendi hans. Hvað sem brýtur í bága við kenningar ritningarinnar, fjarlægjum við úr lífi okkar: Óheiðarleika, rógburð, siðleysi, kuldalegt viðmót eða hvað sem vera skal. Algjör undirgefni er meira en athöfn. Það er afstaða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.