Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 40. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1981
ÓVEÐRIÐ OG AFLEIÐINGAR ÞESS
Smiðir uppá þaki eins raðhússins við
Ásgarð. Þeir sögðust þegar vera búnir að
kaupa efni í viðgerðina fyrir u.þ.b. hálfa
milljón gamalla króna. í baksýn er Log-
reglublokkin svonefnda við Ásgarð, en
nær allar þakplötur þeirrar blokkar fuku í
óveðrinu. — Ljósm. K.Ö.E.
Bílar fuku,
hús nötruðu og
rúður brustu!
FJÖLDI landsmanna var utan-
dyra, að lagfæra hús sin og
athuga skemmdir á bílum o.s.frv.,
er Morgunblaðsmenn óku um höf-
uðborgarsvæðið i gærdag. Mest
var tjónið að öllum likindum að
Engihjalla i Kópavogi þar sem
varð milljarða (gkr.) tjón á öku-
tækjum. Bilar tókust á loft og
fuku, svo skipti tugum metra,
bílaraðir klesstust saman, þak-
plotur losnuðu mjög viða og nokk-
uð var um rúðubrot.
Húsmæður að Engihjalla í Kópa-
vogi sögðust hafa átt vægast sagt
hörmulega nótt. Stórar íbúða-
blokkir standa við Engihjalla, og í
austari endum þeirra hélst fólkið
ekki við og flýði í vestari hlutann.
Það hvein í öllu og rúður svignuðu,
húsin nötruðu og skulfu, jafnvel á
neðstu hæðum. — Það varð engum
svefnsamt í Engihjallanum, meðan
versta veðrið gekk yfir, sagði ung
kona við blm. Mbl.
Fólk  var ekki  beinlínis  hrætt,
það gerði sér grein fyrir hættunni,
og hegðaði sér mjög skynsamlega.
Það greip ekki um sig nein skelfing.
Allir voru rólegir.
Utandyra var ekki stætt, bílar
tókust á loft. Sjónarvottur fullyrti í
samtali við Morgunblaðið, að næst-
um hefði verið hægt að ganga
undir suma bílana, sem feyktust
um á bílastæðinu milli Engihjalla
18 og 25. Að Engihjalla 25 hitti
blm. þá Sigurð Inga Ólafsson,
tæknifræðing og Sigtrygg Jónsson
„Óhjákvæmi-
legt að stjórn-
völd grípi
til sérstakra
ráðstafana"
bíla sem hafa stórskemmst, og ég
reikna með að meðaltjón sé svipað
og það sem ég varð fyrir sjálfur,
eða um tvær milljónir gamalla
króna.
—  Ég reyndi að komast hingað
uppeftir um kvöldmatarleytið í
fyrrakvöld, sagði Sigurður Ingi, en
varð að snúa við. Ég komst hrein-
lega ekki inní götuna. Og ég vissi af
einum hérna í nágrenninu, sem sat
af sér óveðrið inni í bifreið sinni og
þorði sig hvergi að hræra, nötrandi
af hræðslu.
—  Ég bý við Engihjallann, sagði
Sigtryggur, og þegar við íbúarnir
höfðum barist út að bílunumsuppúr
kvöldmatarleytinu í gærkvöldi —
ætluðum að færa þá til — þá urðu
allt upp í tíu manns að sitja í
bílunum og hanga á þeim, svo þá
tæki ekki á loft. Við sátum fimm í
mínum bíl, meðan við færðum
hann, og tveir héngu utan á. Svo
strengdum við kaðal milli húsa til
að komast að bílunum, og fyrir rest
skriðum við — það var ekki um
annað að ræða. í rauninni var
stórhættulegt að vera utandyra.
Sigtryggur Jónsson, Sigurður Ingi Olafsson og vinnupallar i hrúgu.
- Ljósm. K.Ö.E.
framkvæmdastjóra hjá Byggingar-
samvinnufélagi Kópavogs, sem er
að reisa stórt fjölbýlishús að Engi-
hjalla 25. Þaðan höfðu fokið vinnu-
pallar, stórir og þungir, langar
leiðir. Fjöldi þeirra eyðilagðist og
margir vinnupallar stórskemmdu
bifreiðir á bílastæðinu milli Engi-
hjalla 18 og 25. Eftir því sem
Sigtryggur sagði, munu trygg-
ingarfélög ekki greiða eigendum
þeirra bíla bætur, sem vinnupall-
arnir eyðilögðu, vegna þess að þeir
fuku í óveðri. — Það er mjög lítið
sem fólkið getur fengið í bóta-
greiðslur, sagði Sigtryggur, sem og
við í Byggingarsamvinnufélaginu
nema stjórnvöld grípi til sérstakra
ráðstafana, sem hlýtur að vera
óhjákvæmilegt. Hér á þessu bíla-
stæði er vitað um að a.m.k. þrjátíu
Þannig var umhorfs við
Engihjalla i Kópavogi i
gærmorgun er fólk vakn-
aði til vinnu. — Ljósm.
Rax.
Það er varla ofsagt, að þakplötur
hafi fokið af þriðja hverju húsi við
Ásgarð í Reykjavík, þar sem
Mbl.menn hittu fyrir smiði uppi á
þaki eins raðhúsanna. Nær allt þak
lögreglublokkarinnar svokölluðu
við Ásgarð var farið og plöturnar
lágu sumstaðar eins og hráviði.
Stofugluggar höfðu brotnað í sum-
um húsanna og fólkið bjóst ekki við
neinum bótagreiðslum, nema ríkis-
stjórnin gripi til sérstakra ráðstaf-
ana. I nýjum húsakynnum
Prentsmiðjunnar Eddu við Smiðju-
veg hafði orðið milljónatjón og
smiðir voru þar að störfum.
I byggingavöruverslunum og
glersölum á höfuðborgarsvæðinu
var nánast örtröð í allan gærdag og
héldu verslunarmenn, að öll kurl
væru ekki komin til grafar, því
margir vildu áreiðanlega ekki fara
í nema bráðabirgðaviðgerðir, með-
an óljóst væri um bótagreiðslur.
Þaksaumur, þakpappír, plastdúkar,
bárujárn, háruplast og hvaðeina
sem þarf til lagfæringar á þökum
seldist næstum upp í mörgum
verslunum, og glersalar afgreiddu
gler í gær, eins og þeir gátu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
20-21
20-21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40