Morgunblaðið - 25.03.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.03.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 1981 21 Fer þessu ekki að linna? íslendingar eru sagðir ræða um veður ofr veðurfar hvenær sem tveir eða fleiri koma saman á mannamótum eða hittast á förnum vegi. Síðustu vikurnar hefur þessi umræða jafnvel yfirgnæft venjubundið dægurþras og hápólitískar umræður og ekki að ástæðulausu. Mörgum er farið að leiðast hin harða veðrátta og líta löngunaraugum til betri tíðar og blóma í haga. Mörg andvörpin má heyra samfara spurningum eins og: „Fer þessu ekki að linna?“ eða öðrum ámóta. Myndirnar hér að neðan eru frá Akureyri, ólafsfirði, ísafirði og Ilellis- heiði, en þessir staðir hafa ekki fengið hvað minnstan skerf af þyngslum vetrarins. Akureyri Nú er hart í ári hjá smáfuglunum og þiggja þeir með þðkkum það sem að þeim er rétt. Sú góða vísa er áreiðanlega ekki of oft kveðin að muna eftir smáfuglunum, sérstaklega i veðráttu sem nú. Þessi mynd er tekin að Einholti 10, sem er norðarlega í Glerár- hveríi, en þar eru víða mikil snjóþynnsli. Ljósmyndari stendur á snjónum við hlið þakbrúnarinnar og börnin þrjú eru við útidyrahurð hússins, en eigendurnir þurftu að grafa sig niður að þeim. Strákurinn heit- ir Magnús Már Lárusson, stelp- an i miðið Svanhildur Svans- dóttir og sú dökkhærða lengst til hægri Gunnhildur Gylfadótt- ir. Ljósm. Mbl. Sv.P. Þessi mynd er tekin í höfninni á ísafirði en höfnin er i klakaböndum eins og sjá má. Ljósm. Mbi. Úllar. Þarna virðist vera snoturlega útbúin af manna höndum snjókerl- ing, karl og barn. Svo er þó ekki. Undir eru, þegar betur er að gáð. myndarleg tré, sem snjórinn hefur hlaðið sig utan á. Myndin virðist við fyrstu sýn vera tekin af snjóbreiðu. Ef betur er að gáð sézt á miðju hennar húsnúmerið 50. Inni i holunni er inngangur i ibúðarhús og húsnúmerið er á útidyrunum. Dökku dilarnir þrir ofar á myndinni eru lofttúður hússins, sem eru það eina sem stendur upp úr snjófarginu. Hver láir þessum bileiganda þó hann liti vonleysislega yfir umhverfið? Ljósm. Mbl. Sv»v«r B. MairnÚHNon Hellisheiði hefur liklega sjaldan eða aldrei verið jafn oft ófær og þennan veturinn. Skaflar meðfram veginum eru orðnir þar margra metra háir og snjóruðningstæki og blásarar haft þar nægu að sinna. Ljósm. Mbl. RAX.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.