Morgunblaðið - 22.04.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.04.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1981 11 Islandsmeistarar í bridge 1981, sveit Egils Guðjohnsens. Sitjandi: Egill Guðjohnsen og faðir hans Stefán Guðjohnsen. Standandi: Óli Már Guðmundsson, Sigtryggur Sigurðsson og Þórarinn Sigþórs- son. Sveit Egils Guðjohn- sen Islandsmeist- ari í bridge 1981 Sveit Egils Guðjohnsens sigr- aði í íslandsmótinu i sveita- keppni sem lauk á páskadag á Hótel Loftleiðum. Spilaði sveit- in úrslitaleik gegn sveit Ás- mundar Pálssonar en i lokaum- ferðinni komu aðrar sveitir ekki til greina sem íslands- meistarar. í sveit Egils eru ásamt honum: Óli Már Guð- mundsson, Sigtryggur Sigurðs- son, Þórarinn Sigþórsson og Stefán Guðjohnsen faðir Egils. Stefán Guðjohnsen hefir trú- lega oftast allra spilara orðið fslandsmeistari i sveitakeppni, líklega einum 10 sinnum og að ég held aldrei með sama með- spilaranum. Brlflge eftir ARNÓR RAGNARSSON Sveitir Ásmundar Pálssonar og Egils Guðjohnsens voru eins og tvíburar keppnina út í gegn. Unnu þrjá fyrstu leiki sína. Töpuðu báðar leikjum sínum í fjórðu umferð, unnu báðar leiki sína í fimmtu umferð og töpuðu báðar leikjum sínum í sjöttu umferð. Eftir þennan tröppu- gang var staðan í mótinu þessi: Egill Guðjohnsen 81 Sævin Bjarnason 18 Örn Arnþórsson 50 Guðmundur Sv. Hermannsson 71 Sigurður Sverrisson 68 Gestur Jónsson 30 Ásmundur Pálsson82 Samvinnuferðir 70 Þegar þessi staða var upp komin var ljóst að aðeins tvær sveitir gátu unnið mótið þar sem þær áttu að mætast i síðustu umferðinni. Var leikurinn sýndur á töflu í ráðstefnusal Loftleiða. Snemma í leiknum tók sveit Egils forystu sem hún jók allan fyrri hálfleik- inn og eftir 16 spil var sveit Egils með 34 punkta yfir, 59—25. Hafði þá á ýmsu gengið í leikn- um og miklar sviptingar verið. Það var því ljóst að Ásmundur og félagar hans urðu að taka á honum stóra sínum í síðari hálfleik. Fátt eitt gerðist í fyrstu spilunum en þá kpm kafli sem gerbreytti stöðu Ásmundar til hins betra og þegar aðeins var eftir að spila 6 spil var staðan 72—71 fyrir Egil. Var þá svo komið í ráðstefnusalnum að ekki komust fleiri að til að fylgjast með á töflunni. Var fullsetið í salnum og tugir manna stóðu. En síðustu spilin voru einstefna til Egils sem stóð uppi sem hinn öruggi sigurvegari. Vann sveitin leikinn 15—5 og mátti litlu muna að Ásmundur og félagar hans höfnuðu í 3. sæti. Lokastaðan: Egill Guðjohnsen 96 Ásmundur Pálsson 87 Sigurður Sverrisson 85 Sveit Samvinnuferða 83 Guðmundur Sv. Hermannsson 78 Örn Arnþórsson 53 Gestur Jónsson 45 Sævin Bjarnason 23 Mótið fór vel fram nema hvað spilurum hitnaði einstaka sinn- um í hamsi eins og gengur og gerist. Athygli vakti slök frammistaða „landsliðssveitar- innar“, þ.e. sveitar Arnar Arn- þórssonar en þeir komust í úrslitakeppnina fyrir mikið harðfylgi í undankeppninni. Bjóst undirritaður við að þeir yrðu erfiðir viðureignar í úrslit- unum en svo varð þó ekki. Fengu þeir meira að segja mínusstig í einum leiknum en aðeins í þrem- ur leikjum kom fyrir að sveitir fengju mínusstig. Sveit Guð- mundar Sv. Hermannssonar vantar alltaf herzlumuninn í efsta sætið. Þá ber að geta Samvinnuferðasveitarinnar og sveitar Sigurðar Hermannsson- ar. Ég tel að þessar sveitir geti lagt hvaða lið að velli hvenær sem er. Keppnisstjóri var Agnar Jörg- ensson. Stjórnaði hann mótinu af röggsemi eins og hans er von og vísa. Mikill fjöldi fylgdist með úrslitaleiknum á páskadag. Ljósmyndir Arnór. Námskeið fyrir stjórnendur og viögeröarmenn Caterpillar- þungavinnuvéla veröur haldiö dagana 28,—30. apríl. Takmarkaöur fjöldi — Látiö skrá ykkur strax. CATERPILLAR SALA S, ÞJÓNUSTA Caterpillar, Cat og skrásett vörumerki. [qIhIHEKIAHF Wmmmmmmrn .■■■■. KJÖLUR S.F. selur utanhússveggklæðningar Frá USA — Alside-áklæðning Alside-áklæöningin býöur upp á tvenns konar möguleika til uppsetningar, lóörétta eöa lágrétta (skaraöa) meö viöaráferð í 14 fallegum litum. Frá Belgíu — Sonobat plastklæðningu Sonobat klæöningin er tvöföld meö milligeröum mjög sterk. Sendiö okkur teikningu eöa riss af húsinu — við gerum tilboö. Utanhússveggklæöningar — kanniö úrvaliö hjá Kili s.f. KJÖLUR S.F. Borgartúni 33, sími 21490 — 21846. Keflavík Víkurbraut 13, sími 2121.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.