Morgunblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 4 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 104. tbl. 68. árK. ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1981 Prentsmiðja Morgunhlaðsins. Verðfall í kauphöllum eftir sigur Mitterands StuÓninusmenn nýkjörins íorseta Frakklands. Francois Mitterands. óska honum til hamingju með sijíurinn. Paris. 11. maí. AP. VERÐFALL varð í kauphollinni í París. KenKÍ frankans lækka<M mikið (>k verð á ruIIí snarhækkaði eftir sÍKur jafnaðarmannsins Francois Mitterands í fronsku forsetakosninKunum. Ha-Kri menn hófu þegar í stað undirhúning haráttunnar fyrir þinKkosninKar. sem Mitterand mun efna til ok kommúnistar krófðust þess að fá að KCKna meiriháttar hlutverki í ríkisstjórn. Uppi varð fótur og fit í kaup- höllinni, sem troðfylltist, en svo til engir vildu kaupa. Verst gekk að selja hlutabréf í fyrirtækjum sem Mitterand segist ætla að þjóðnýta. Frankinn lækkaði eins mikið og leyfilegt var gagnvart þýzka markinu og gull hækkaði um 7%. Stjórn Raymond Barre forsæt- isráðherra, sem biðst lausnar inn- an hálfs mánaðar, sendi frá sér alvarlega viðvörun og sagði að kosning Mitterands mundi leiða til „versnandi ástands inn á við og út á við fyrir landið“. Talsmaður jafnaðarmanna, Paul Quiles, vildi lítið gera úr viðbrögðum á peningamörkuðum, sagði að markaðurinn mundi jafna sig fljótt og taldi þetta „vafalaust tímabundið ástand“ vegna fyrstu valdaskipta í 23 ára sögu Fimmta lýðveldisins. „Kaup- höllin er ekki Frakkland," sagði hann. Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti sendi Mitterand heillaóska- skeyti, vitnaði til „aldagamallar hefðar vináttu Frakka og Banda- ríkjamanna og sagði sigurvegar- anum að þessi hefð mundi stuðla að „varðveizlu anda vestrænnar samvinnu". Starfsmenn Hvíta hússins voru yfirleitt varkárir í dómum um áhrifin af kosningu Mitterands, en einn þeirra kvaðst gera ráð fyrir að samskiptin við Frakka mundu' halda áfram að eflast. Caspar Weinberger, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, sagði þegar hann kom til ráð- herrafundar í Brússel að kosning Mitterands mundi ekki hafa áhrif á samskipti aðildarríkja NATO, en viðbrögð annarra fulltrúa bandalagsins lýstu meiri varkárni, þótt þeir segöu einnig að þeir sæju ekki fram á verulega breytingu innan bandalagsins. Josef Luns, FÖGNUÐUR - Dansað á vélar- hlíf bifreiðar á Champs Elysées á sunnudagskvöld og sigri Mitter- ands fagnað. framkvæmdastjóri NATO, sendi Mitterand stutt og formlegt heillaóskaskeyti. Leonid Brezhnev, forseti Sovét- ríkjanna, sendi einnig Mitterand árnaðaróskir og hvatti til eflingar samskipta landanna. Sovézka sjónvarpið sagði að sigri Mitter- ands hefði verið spáð, en fáir hefðu talið að hann yrði eins sannfærandi. Mitterand sigraði Giscard d’Estaing auðveldlega með 51,75 af hundraði atkvæða gegn 48,24%. Samkvæmt lokatölum fékk Mitt- erand 15.714, 598 atkvæði, en Giscard 14.647.787 atkvæði. í Vestur-Indíum fékk Giscard 75% atkvæða. Stjórnlagaráðið kunn- gerir úrslitin innan 10 daga og lýsir kjöri Mitterands sem forseta. Athygli franskra stjórnmála- manna hefur þegar beinzt að fyrirhuguðum þingkosningum, sem Mitterand hyggst halda seint í júní í von um að fá vinstrimeiri- hluta til að fylgja fram stefnu sinni. Mitterand hvíldi sig í dag og átti fundi með helztu aðstoðar- mönnum sínum, trúlega um undir- búning baráttunnar fyrir þing- kosningarnar og myndun bráða- birgðastjórnar. Giscard d’Estaing fór aftur til Elysée-hallar frá heimabæ sínum og hélt svipaða fundi og mun senda frá sér yfirlýsingu þegar umboði hans lýkur. Talsmaður hans sagði að hann mundi beina orðum sínum til þeirra sem kusu hann „þrátt fyrir gagnrýnendurna og yfirvegaða svikara", en með því var greinilega átt við Jacques Chirac, borgarstjóra gaullista í París og keppinaut Giscards. Chirac er þegar kominn í kosn- ingaham og reyndi í dag að koma fram í hlutverki leiðtoga stjórnar- andstöðunnar, sem hefur 90 þing- sæta meirihluta, en stjórnmála- sérfræðingar segja ummæli Gisc- ards yfirlýsingu um „stríð" gegn Chirac og klofningur þeirra getur spillt fyrir frammistöðu þeirra í þingkosningunum. Ef Mitterand fær ekki meiri- hluta í þingkosningunum verður hann fyrsti forseti Fimmta lýð- veldisins, sem hefur ekki þing- meirihluta, og hann verður að vinna með þingmeirihlutanum. Þing er aðeins hægt að rjúfa einu sinnu á ári. Ef hann reynir að skipa vinstristjórn í trássi við þingræðisreglur fellur sú stjórn áreiðanlega þegar tillaga um van- traust verður borin fram. Forset- inn gæti sagt af sér, en það er ólíklegt, og Mitterand mundi trú- lega skipa stjórn, sem speglaði vilja þingsins, og reyna að vinna með henni. Barre kenndi gaull- istum um ósigurinn og sakaði þá um að leika tveim skjöldum og stofna lýðveldinu í hættu. Chirac hvatti til einingar og skoraði á mið- og hægriflokka að bjóða fram sameiginlega í hverju kjör- dæmi til þess að sigra kommún- ista og sósíalista. Sjá bls. 46, 20 og 21. Begin biður Assad að flytja eldflaugarnar Jorúsalom. 11. mai. AP. SENDIMAÐUR Bandarikjastjórn- ar. Philip C. Habib. bað i dag Menachem Begin. forsætisráðherra ísraels. um frest til að setja niður deiluna um sýrlenzku eldflaugarn- ar i Líhanon að sögn ísraelska útvarpsins. Begin sagði í dag að Sýrlendingar hefðu flutt fleiri loftvarnaeldflaugar til vígstöðvanna í Líbanon síðustu tvo daga, eða í sama mund og Habib var í Damaskus að reyna að stilla til friðar. Forsætisráðherrann skoraði á Hafez Assad Sýrlandsforseta „að hörfa frá barminum" og flytja eld- flaugarnar, sem geta leitt til nýrrar styrjaldar í Miðausturlöndum, frá Líbanon. Begin sagði á þingi að hann hefði skipað heraflanum fyrir 11 dögum að eyðileggja eldflaugarnar, en hætt við aðgerðina, fyrst vegna slæms veðurs og síðan þar sem Bandaríkin báðu um frest til að leysa deiluna friðsamlega. Begin lýsti í smáatriðum aðgerð- unum sem hann hætti við, greinilega til að sýna að hann væri reiðubúinn að beita hernaðarlegum ráðum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu þetta harðlega og sökuðu Begin um að skýra frá viðkvæmum hernaðarlegum upplýsingum. Begin sagði að 1. maí hefði Alexander Haig utanríkisráðherra beðið um tíma til að leysa deiluna og Israelsmenn hefðu ákveðið að bíða í „þrjá eða fjóra daga“ og í sjö daga að auki ef Sýrlendingar ábyrgðust að eldflaugarnar yrðu fluttar burtu. Loks sendi Reagan forseti Begin orðsendingu á þriðjudaginn var og bað um meiri tíma. Begin kvaðst hafa samþykkt það, en sagt forset- anum að því lengur sem Israel biði, því fleiri eldflaugar yrðu fluttar til Líbanon og því erfiðara yrði að eyðileggja þær. I New York sagði Ezer Weizman, fv. landvarnaráðherra, í viðtali að Bclíast. 11. maí. AP. ÍRSKI lýðveldisherinn (IRA) gal sterklega í skyn í dag að árásir yrðu halnar að nýju á hrezka hermenn og lögreglumenn með því að skora á foreldra á kaþóiskum sva'ðum að halda börnum sínum í hæfilegri fjarlægð frá herbílum. Yfirlýsingin hefur aukið þann ótta að Provo-menn hyggist hefja árásir á öryggissveitir og kunna stjórn- málamenn og yfirmenn öryggismála. Eins og til að undirstrika yfirlýs- ingu IRA voru tveir brezkir her- menn skotnir úr launsátri í Vestur- Belfast. Annar þeirra særðist alvar- lega. Belfast-deild Provo-armsins tók á sig ábyrgðina á skotárásinni, sem var gerð þegar hermennirnir fylgd- ust með peningasendingu í pósthús. Rétt áður köstuðu unglingar grjóti, benzínsprengjum og mjólkur- flöskum með sýru í á öryggissverði í nálægri götu. Hermennirnir skutu stríð við Sýrlendinga gæti eyðilagt friðarsamninginn við Egypta og dregið Bandaríkin og Sovétríkin inn í árekstra gegn vilja sínum. Stórskotaliði var beitt við Græna strikið i Beirút í dag og um 80 munu hafa fallið og særzt. Palestínumenn sögðu að ísraelsmenn hefðu gert stórskotaárásir á þorp í Suður-Líb- anon. gúmmíkúlum til að dreifa hópnum. Vopnaður maður rændi pósthús í Andersontown og í Londonderrv er hafin rannsókn á íkveikjuárás í hús, sem grímuklæddir menn leituðu í. Ættingjar IRA-fangans Francis Hughes segja að hann sé að missa meðvitund, 58 dögum eftir að mót- mælasvelti hans hófst. Marley látinn Miami. II. mai. AP. BOB Marley. söngvari frá Jamaica og fra'gasti rcKKae-tónlistarmaður heim.sins. lézt í daK eftir sjo mánaða haráttu gegn krahhameini. 36 ára að aldri. Marley kom til Miami á fimmtu- daginn frá Vestur-Þýzkalandi, þar sem hann leitaði sér lækninga við lungnakrabba og heilaæxli. IRA hótar árásum á brezka hermenn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.