Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 159. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						4 krónur
eintakið
%tot$smblabib
4 krónur
eintakið
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1981
Berglind sökk
eftir árekstur
í dimmri þoku
FLUTNINGASKIPIÐ Berglind
sökk skammt undan Sydney i
Nova Scotia á Nýfundnalandi um
klukkan 14.45 i gær eftir árekst-
ur við danskt flutningaskip.
Fjórtán manna áhöfn var á
Berglind og varð mannbjörg.
Berglind var á leið frá Ports-
mouth í Bandaríkjunum til ís-
lands með nær fullfermi af ýms-
um varningi fyrir varnarliðið á
Keflavíkurflugvelli og íslenzka að-
ila. Um klukkan 22.40 á sunnu-
dagskvöld lenti Berglind í árekstri
við danska skipið mv. Charme 17
mílur norðvestur af Sydney í Nova
Scotia. Niðaþoka var á þessum
slóðum og skyggni aðeins fjórð-
ungur úr mílu. Gat kom framar-
lega á stjórnborðssíðu Berglindar
og komst sjór í framlest. Danska
skipið skemmdist á stefni, en
sigldi fyrir eigin vélarafli eftir
áreksturinn.
Kanadíski dráttarbáturinn Irv-
ing Beach átti skemmsta siglingu
að skipunum og kom að þeim um
fimm tímum eftir áreksturinn.
Tók hann Berglind í tog og var
reiknað með, að skipin kæmu til
Sydney um klukkan 15 í gær, en
kíukkan 14.45 sökk Berglind um 5
sjómílur frá Sydney. Áhöfninni
var bjargað um borð í danska
skipið og dráttarbátinn. Engan
sakaði úr áhöfninni.
Berglind var 3.074 rúmlestir að
stærð og skipstjóri var Sævar
Guðlaugsson. Skipið var í eigu
íslenzkra kaupskipa hf., dóttur-
fyrirtækis Eimskipafélags ís-
lands, en skipið sigldi undir fána
Singapore.
Þingflokksfundur sjálfstæðismanna i gær. Fyrir miðju sitja þrir ráðherrar, Gunnar Thoroddsen, Pálmi Jónsson og Friðjón Þórðarson. Við hlið
Friðjóns situr Jósep Þorgeirsson, aiþingismaður. í baksýn eru Þorvaldur Garðar Kristjánsson, alþingismaður, Geir Hallgrimsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, ólafur G. Einarsson, formaður þingflokksins, Lárus Jónsson, varaformaður þingflokksins, og Halldór Blöndal,
aíþingismaður. Fremst á myndinni Pétur Sigurðsson, alþingismaður.                                                  i.K*m. EmiH*.
Þingflokkur Sjálfstæðisf lokksins um súrálsmálið:
Krefst þess að staðið
verði við gerða samninga
Ályktun rikisstjórnarinnar felur ekki í sér mat á niðurstöðum rannsóknarinnar
þingflokksins sé að þeir séu haldn-
„RAÐHERRARNIR þrir tóku
þátt i umfjöllun ályktunar þing-
flokks sjálfstæðismanna um súr-
Flutningaskipið Berglind i Reykjavíkurhöfn.
álsmálið," sagði ólafur G. Ein-
arsson, formaður þingflokksins, i
viðtali við Mbl. i gær. Þeir gerðu
ekki beinar athugasemdir við
efnisatriði ályktunarinnar en
tóku fram að þeir myndu ekki
taka þátt i atkvæðagreiðslu um
hana og vóru raunar viknir af
fundi áður en til hennar kom, en
ályktunin var gerð samhljóða.
ólafur sagði ennfremur að bæði
forsætisráðherra og dómsmála-
ráðherra hefðu ítrekað tekið
fram að i ályktun rikisstjórnar-
innar væri enginn dómur lagður
Strið á milli stjórnar OLÍS og starfsfólks á aðalskrifstofu:
Hóta að hætta verði ekki
gengið að kröfum þeirra
Starfsfólk i oliustöðinni i Laugarnesi á öndverðum meiði
STARFSMENN     aðalskrifstofu
Oliuverzlunar Islands boðuðu
blaðamenn á sinn fund i gærkvöldi,
en þorri þeirra hefur ekki mætt til
starfa siðustu daga og hefur hótað
uppsognum verði ekki gengið að
kröfum þeirra. Um er að ræða 36
manns, sem starfa á skrifstofunni i
Hafnarstræti, en alls vinna um 220
manns hjá OLÍS.
Kröfur starfsfólksins á aðal-
skrifstofu eru þær, að Önundur
Ásgeirsson, fyrrverandi forstjóri,
verði ráðinn sem forstjóri að fyrir-
tækinu á ný um tíma. Jafnframt
verði Svan Friðgeirssyni, stoðvar-
stjóra í Laugarnesi, vikið frá störf-
um hjá félaginu. Hann víki úr stjórn
þess og hætti afskiptum af málefn-
um fyrirtækisins. Hins vegar hefur
starfsfólk OLÍS í oliustöðinni í
Laugarnesi, um 100 manns, lýst yfir
stuðningi við Svan Friðgeirsson,
stöðvarstjóra í olíustöðinni.
í greinargerð 36-menninganna
kemur fram, að það er einkum
tvennt, sem hópurinn er óánægður
með. I fyrsta lagi „ærumeiðing
Önundar" er honum var fyrirvara-
laust sagt upp störfum hjá OLÍS
eftir 34 ára starf. í öðru lagi
„ábyrgðarleysi stjórnarinnar gagn-
vart fyrirtækinu, sem haft hefur
skaðleg áhrif á virðingu og viðskipti
fyrirtækisins". Talsmenn hópsins
sogðust ekki vefengja rétt stjórnar-
innar til að segja forstjóranum upp,
heldur vildu þau gagnrýna aðferð-
ina, sem notuð var og aðdraganda
uppsagnarinnar.
Stjórn Olíuverzlunar Islands sendi
einnig frá sér greinargerð og þar
kemur m.a. fram, að aðeins 32 af 220
starfsmönnum fyrirtækisins standi
að því deilumáli, sem uppi er. Þá
kemur fram í greinargerðinni, aö
stjórnin hefur fallist á, að Önundur
Ásgeirsson gegni áfram starfi sem
ráðunautur, í t.d. þrjá mánuði,
meðan nýr forstjóri setur sig inn í
starfið.
Hins vegar segir þar, að stjórnin
geti ekki fallist á, að Svan Frið-
geirsson víki úr stjórninni. Á það er
bent, að Svan Friðgeirsson hafi verið
kjörinn í stjórn OLÍS á aðaifundi 30.
apríl sl. og stjórnin geti ekki breytt
aðalfundarsamþykkt. Þá er bent á,
að samkvæmt lögum er ekki hægt að
meina Svan afskipti af málefnum
félagsins, sem hluthafa. Einnig kem-
ur fram í greinargerðinni, að Svan
hefur lýst því yfir við stjórnina, að
hann sé reiðubúinn að hætta störf-
um hjá félaginu, en stjórnin telur
það ekki leysa vandamálið.
Sjá nánar bls. 38 og 39.
á þetta mál og engin afstaða
tekin til skýrslu Coopers &
Lybrand né niðurstaðna hennar,
heldur aðeins til skýrslunnar
vitnað I ályktuninni. „Á þetta
lögðu þeir áherzlu," sagoi ólafur,
„og ég legg þessi ummæli svo út,
að túlkun iðnaðarráðuneytis á
niðurstöðum skýrslunnar séu
einkaskoðun iðnaðarráðherra."
Halldór Blöndal, alþingismaður,
hafði eftir Friðjóni Þórðarsyni,
dómsmálaráðherra, að ályktun
ríkisstjórnarinnar fæli ekki í sér
mat á þessu máli, og það væri
deginum ljósara að málssókn af
okkar hálfu væri ekki æskileg.
Forsætisráðherra mun hafa tekið
í sama streng. Ráðherrar Sjálf-
stæðisflokksins hafa sjaldan mætt
á þingflokksfundum og Gunnar
Thoroddsen aðeins á einum fundi í
upphafi síðasta þings.
Stjórnarskrármál vóru og á
dagskrá þingflokksfundarins, en
súrálsmálið tók upp allan fundar-
tímann. Áformað er að halda
sérstakan fund um stjórnar-
skrármálið snemma í næsta mán-
uði, sagði þingflokksformaðurinn.
í ályktun þingflokksfundarins
er m.a. lögð áherzla á eftirfarandi
atriði:
• Að samningar íslendinga og
Alusuisse um álverið í Straumsvik
tryggi  rétt okkar  og að krafa
Frá fundi starfsmanna i aðalskrifstofu OLÍS á fundi með blaðamönnum i
gærkvöldi, talsmenn hópsins voru, talið frá vinstri: Halldór Vilhjálmsson
aðalbókari, Kristján óskarsson deildarstjóri, Vilhjálmur ólafsson sölu-
stjóri, Sigriður Bergmann bókari og örn Guðmundsson skrifstofustjóri.
(Ljiwm. ólafur K. Magnússon).
• Til þess að ganga úr skugga um
hvort svo sé eða ekki verði að fara
fram alhliða athugun á þeim
rekstrarþáttum ÍSALs sem varða
íslenzka hagsmuni. Rannsókn
Coopers & Lybrand hafi að fyrir-
mælum iðnaðarráðherra einungis
beinzt að takmörkuðum þætti
málsins, þar sem eru innkaup á
súráli.
• Gagnrýnt er ennfremur að iðn-
aðarráðherra hafi ekki notað samn-
ingsbundinn rétt til að endurskoð-
unar á reikningum ÍSALs fyrr en á
þessu ári — og að ýmis gögn, sem
í skýrslu endurskoðunaraðila sé
vitnað til, hafi ekki komið fyrir
augu stjórnarandstöðu né almenn-
ings. Iðnaðarráðherra liggi á upp-
lýsingum og skýli sér bak við
kröfu Alusuisse um leynd.
• Þingflokkurinn tjáir sig fúsan
til samstarfs um málefni álversins
í Straumsvik, enda verði ríkis-
stjórnin reiðubúin til samvinnu á
þeim grundvelli sem nauðsynlegur
er. Fyrsta skrefið sé að ljúka
alhliða athugun málsins, þannig
að í ljós komi, hvort íslendingar
hafi orðið fyrir tjóni á skatt-
greiðslum eða með öðrum hætti.
• Vegna breyttra aðstæðna frá
því endurskoðun álsamningsins
fór fram 1975 verði síðan teknar
upp viðræður við Alusuisse m.a.
um hækkun raforkuverðs og
skattgreiðslu fyrirtækisins. Jafn-
framt fari fram athugun á aðgerð-
um til þess að bæta rekstraraf-
komu álversins, þar á meðal
stækkun þess svo og eignaraðild.
Jafnhliða verði teknar upp við-
ræður við aðra aðila um samstarf
og þátttöku í áliðnaði og öðrum
orkufrekum iðnaði. Til að vinna að
framangreindum verkefnum telur
þingflokkurinn nauðsynlegt að
sett verði á stofn fagleg nefnd með
aðild allra þingflokka undir for-
ystu, sem þeir geta sætt sig við.
Alyktunin i heild er birt
á miöopnu Mbl. i dag.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
18-19
18-19
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40