Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 160. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADID, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ1981
19
Sjópróf í Kanada í gær:
Áhöfn Berglindar við góða heilsu
- segir Sævar Guðlaugsson skipstjóri,
en áhöfn kemur til íslands á föstudag
„ALLIR i áhöfninni eru við góða heilsu og ómeiddir og gekk
björgun manna vel," sagði Sævar Guðlaugsson skipstjóri á
Berglind, sem sökk út af Nova Scotia sl. mánudag eftir
árekstur við danskt skip. Áhðfnin telur 12 menn og sagði
Sævar að þeir kæmu flugleiðis heim um New York á
fimmtudag og verða þeir komnir til íslands á föstudagsmorg-
un. Sjópróf stóðu yfir í Sydney í gær og bjóst Sævar við að
þeim lyki um kvöldið, en síðan myndu fara fram sjópróf
hérlendis.
Fjölmargir aðilar, fyrirtæki og
einstaklingar, áttu varning með
Berglind. Hjá nokkrum trygg-
ingarfélögum fékk Mbl. þær upp-
lýsingar, að beðið væri farmbréfa
og upplýsinga frá sendendum
varnings um hvað verið hefði með
skipinu, en mörg fyrirtæki hafa
svokallaðan opinn samning.
Tryggja þau allan flutning sinn og
segja farmbréf til um hvað hefur
verið flutt. Af þeim sökum fengust
ekki nánari upplýsingar um tjón
einstakra aðila er áttu vörur meö
skipinu og í mörgum tilfellum
tryggir sendandi vöruna og kemur
það tjón því ekki fram hjá íslenzk-
um tryggingarfélögum.
Meðal þeirra fyrirtækja er áttu
varning má nefna íslenzka aðal-
verktaka, sem tryggt höfðu farm
fyrir um 150 þúsund Bandaríkja-
dali eða um 1,1 milljón króna og
hjá Agli Vilhjálmssyni var upp-
lýst, að fyrirtækið hefði átt bæði
bíla og varahluti, en beðið var
eftir upplýsingum um hve marga.
Danska skipið Charm, sem lenti
í árekstri við Berglind átti að
halda frá Sydney í gærkvöld.
Fyrirtækið Islenzk kaupskip,
dótturfyrirtæki Bimskipafélags
íslands, gerði út Berglind og hefur
Sævar Guðlaugsson verið skip-
stjóri í 5 ár. Skipið er skráð í
Singapore og hjá Eimskipafélagi
íslands fengust þær upplýsingar,
að fyrri eigendur skipsins, sem
voru kanadískir, hefðu skráð það
þar og því hefði ekki verið breytt
eftir að Islendingar keyptu það,
þar hefðu m.a. fjárhagslegar
ástæður legið að baki.
Berglind tryggð
fyrir 2 millj. dala
Berglind er tryggð hjá brezkum
aðilum fyrir 2 milljónir Banda-
ríkjadala og upplýsti Eimskipafé-
lagið að þegar á mánudag hefði
verið byrjað að kanna hvort fáan-
leg væru önnur leiguskip og var
ekki búist við teljandi erfiðleikum
á að halda uppi nauðsynlegum
flutningum frá Bandaríkjunum.
Sævar Guðlaugsson skipstjóri á
Berglind.
Gámar dregnir í land
Sævar Guðlaugsson sagði helm-
ing áhafnarinnar hafa farið um
borð í danska skipið, að Berglind
hefði verið fullhlaðin stykkjavöru
í gámum og að þoka hefði verið
þegar áreksturinn varð, en vildi að
öðru leyti ekki tjá sig um mála-
vöxtu, það yrði að bíða sjóprófa.
Gámar, er voru á dekki, hefðu
flotið upp, og hefðu þeir verið
dregnir til hafnar og í skeyti
AP-fréttastofunnar segir, að þar
hefði verið um að ræða gáma með
matvælum, bílavarahlutum o.fl.
Nokkur olíubrák er á sjónum. Hún
hefur þó ekki valdið tjóni þar sem
hún er alllangt frá landi.
Bílar og búslóðir
Hjá Eimskipafélaginu fékkst
upplýst, að meðal varnings hefðu
t.d. verið bílar, búslóðir, matvæli,
vélar, varahlutir, byggingarefni
og ýmsar vörur fyrir varnarliðið.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins mun íslenzk fjölskylda,
sem búsett hefur verið í Banda-
ríkjunum og var að flytjast heim,
hafa misst alia búslóð sína, sem
var um borð í Berglind, þar á
meðal nýjan bíl, sem hún hafði
nýlega keypt.
EFÞAÐERFRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Bátur dregur gám úr Berglind til hafnar í Sydney, en með skipinu var margs konar stykkjavara,
matvæli, vélar, bílar og búslóðir.                                                simamynd ap.
Pinotex grund   Pinotex extra    Pinotex struktur
Þessi Pinotex-viðarvörn er ætluð
til að grunna ófrágenginn við.
Seld í 1, 2Vi og 5 lítrum litlaus
og svört.
Nýjung á Pinotex-sviðinu. Þessi
viðarvörn lekur ekki niður, er
óvenjulega litheld og að auki
búin mikilli endingu og varnar-
hæfileika. Seld í 1, 2% og 5
lítrum. Níu litir og auk þess
litlaus.
Þessi Pinotex-viðarvörn skýrir
og varðveitir fagra og eðlilega
æðagerð og byggingu viðarins.
Seld í 1, 2'/i, 5 og 25 lítrum í 28
litum og litlaus.
FÆST í ÖLLUM HELZTU
MÁLNINGARVÖRUVERZLUNUM  LANDSINS.
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Ljósritun — Fjölritun
Fljól afgreiðsla BAastæöi. Ljós-
fell, Skipholtl 31, sfml 27210.
Ljósborg hf. er flutt
aö Laugavegi 168, Brautar-
holtsmegin. Ljósprentun — f|öl-
ritun. Sími 28844.
Innheimtustofa
Þorvaldur Ari Arason hrl.,
Smiöjuvegi D-9, Kópavogi.
S: 45533, box 321, 121 Reykjavík
Til sölu
baðker, hitakerfisdæla og galv
þensluker, selst ódýrt. Baðkerið
er hvttt úr þykku steypujárni
Hentar vel sem skolker f þvotta-
hús, eöa fyrir olíuböðun véla-
hluta. Sfmi 12890
Njarðvík
Til sölu fokhelt einbýlishús viö
Kópubraut. kominn sökkull fyrlr
bílskúr.
Fasteignasala  Vilhjálms  Þór-
hallssonar, Vatnsnesi 20, Kefla-
vík. Sími 1263.
Skip óskast til leigu
Tveir amerískir vísindamenn
óska eftir bát til leigu, tll þess að
flytja sig til Kulusukk á Græn-
landi svo fljótt sem auðið er.
Lysthafendur sendi nöfn sfn og
símanúmer inn 6 augl.deild Mbl.
fyrir 25. júli nk. merkt: .B —
1510".
HörgshliÖ 12
Samkoma í kvðtd kl. 8.
UTlVISTARFtRÐlR
Miðvikudagur 22. júlí kl. 20.
Mosfell og nágrennl, létt kvöld-
ganga. Ver kr. 40, frítt f. börn m.
fullorðnum  Fariö frá BSÍ, vest-
anverðu
Um næstu helgi:
1. Þórsmörk.
2. Fimmvöröuháls.
Verslunarmannahelgi: Horn-
strandir, Þórsmörk, Dalir —
Akureyjar, Snætellsnes, Gæsa-
vötn — Vatnajðkull.
Ágústferöir: Hálendishringur,
Borgartjöröur eystri, Grænland.
Sviss.
Upplýsingar og farseölar á
skrifstofunni Lækjargðtu 6a,
sími 14606.
Útivist.
FEROAFELAG
ISLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR11798 og 19533.
í kvöld kl. 20. — Kvöldferð í
Viðey, fariö fré Sundahöfn. Verð
kr. 30.-. Frítt fyrir börn í fylgd
með fullorðnum.
Feröafélag islands.
Kristniboossambandið
Almenn samkoma veröur í
krlstniboðshúsinu Betanía, Lauf-
ásvegi 13. í kvöld kl. 20.30.
Jóhannes Ólafsson kristniboðs-
læknir talar. Tekiö veröur á móti
gjöfum til krlstniboðslns.
Allir velkomnir
FERDAFELAG
ISLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11798 og 19533.
Helgarferðir 24—26. júlí:
1. Þórsmörk - Skógá - Kverná.
Gist í húsi.
2. Þórsmörk - Fimmvöröuháls.
Gist í húsi.
3. Hveravellir Gist í húsi.
4. Landmannalaugar  -  Eldgjá
(ef færð leyfir). Gist í húsi
F armiðar og allar upplýsingar á
skrifstofunni, Öldugötu 3.
Feröafélag islands.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32