TÝmarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunbla­i­

and  
M T W T F S S
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Click here for more information on 186. t÷lubla­ og ═■rˇttabla­ 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Morgunbla­i­

						MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1981
25
l.jósm.: Kristján EinarsMin.
idurnar á einum leikmanni Nigeríu og vítaspyrna var dæmd.
erfióar aðstæður
Tvö mörk og
misnotuð vítaspyrna
Það virtist ekki blása byrlega
fyrir íslenzka landsliðinu í leik-
hléi, að hafa aðeins náð eins
marks forskoti undan rokinu og
bjuggust menn því við miklum
barningi síðari hálfleikinn. En svo
var ekki, vindinn hafði heldur
lægt og það virtist sem íslending-
um gengi betur að byggja upp
sóknarleikinn   gegn   vindinum.
Þegar á 46. mínútu skallaði Pétur
rétt framhjá eftir góða sendingu
Lárusar. Pétur var svo aftur á
ferðinni augnabliki síðar er hann
fékk stungu frá Magnúsi, lék inn í
vítateiginn þar sem Nígeríubúi
náði af honum knettinum, að því
er virtist á löglegan hátt, en Pétur
féll og Eysteinn dæmdi víta-
spyrnu. Marteinn Geirsson, fyrir-
liði, tók spyrnuna, en markvörður
Nígeríu varði glæsilega, en virtist
hafa hreyft sig of snemma, án
þess að dómarinn gerði athuga-
semd við það. Á 63. mínútu átti
Árni hörkuskot í stöng og þaðan
hrökk knötturinn til Lárusar, sem
var óvaldaður á markteig, en
honum mistókst illa í þessu upp-
lagða færi og sendi knöttinn
framhjá. Lárus bætti síðan fyrir
mistökin 2 mínútum síðar er hann
skoraði fallegt mark með skalla
eftir fyrirgjöf Péturs og átti
markvörðurinn enga möguleika á
að verja. Á 70. mínútu skapaðist
eina hætta leiksins við íslenzka
markið, er Nígería náði hraðaupp-
hlaupi og tveir leikmenn voru á
móti Marteini einum, en það
nægði þeim ekki því skot þeirra
var máttlaust og auk þess fram-
hjá.
Á 72. mínútu kom svo þriðja
og síðasta mark leiksins er Mart-
einn bætti fyrir mistök sín og
skoraði úr annarri vítaspyrnu
íslenzka liðsins, sendi knöttinn í
mitt markið, en markvörðurinn
hafði kastað sér í sama horn og
áður. Þetta víti var dæmt á
varnarmann fyrir að verja skot
Lárusar af stuttu færi með hönd-
um á marklínu. Þrátt fyrir nær
linnulausa sókn íslenzka liðsins
urðu mörkin ekki fleiri og
Nígeríumenn héldu áfram að verj-
Hörð keppni um að komast í liðið:
Spjallað við fyrirliða
Breióabliks og
markakóng íslandsmótsins
ast svo úrslit urðu eins og áður
sagði, 3:0 íslendingum í vil.
5 leikmenn léku sinn
fyrsta opinbera landsleik.
Eins og áður sagði er erfitt að
dæma frammistöðu íslenzka liðs-
ins af þessum leik til þess voru
aðstæður of erfiðar og mótspyrna
Nígeríumanna allt of lítil. Liðið
virðist þó vera á réttri leið og oft
brá fyrir laglegum samleiksköfl-
um og vörnin var örugg. Þá er það
ánægjulegt að að þessu sinni léku
5 leikmenn sinn fyrsta opinbera
landsleik, þeir Guðmundur Bald-
ursson, Ólafur Björnsson, Sigurð-
ur Lárusson, Ragnar Margeirsson
og Ómar Torfason og komust þeir
allir vel frá leiknum. Beztan leik
að þessu sinni áttur Pétur
Ormslev, Lárus Guðmundsson og
Marteinn Geirsson.
Geta Nígeríumanna verður
heldur ekki dæmd af þessum leik,
til þess voru aðstæður þeim allt of
erfiðar og að þeirra sögn hafa þeir
aldrei leikið knattspyrnu í veðri
sem þessu. Þeir voru þó tiltölulega
ánægðir, enda var þessi ferð farin
til að kynnast hinum ýmsu að-
stæðum og knattspyrnu sem
flestra þjóða. Það er varla hægt að
taka nokkurn leikmanna þeirra út
úr hópnum sakir getu, en þó bar
mest á leikmönnum númer 6, 4 og
markmanninum, sem hafði nóg að
gera.
Eysteinn Guðmundsson dæmdi
leikinn og gerði það þokkalega, þó
að hann stöðvaði hann stundum
full oft. Honum til aðstoðar voru
Grétar Norðfjörð og Vilhjálmur
Þór Vilhjálmsson.
íslenzka liðið var þannig skipað:
Guðmundur Baldursson (Þor-
steinn Bjarnason), Viðar Hall-
dórsson (ólafur Björnsson), örn
Óskarsson, Sævar Jónsson, Mart-
einn Geirsson, Pétur Ormslev,
Magnús H. Bergs, Lárus Guð-
mundsson, ómar Torfason (Sig-
urður Lárusson), Sigurlás Þor-
leifsson (Ragnar Margeirsson) og
Árni Sveinsson.
Áhorfendur voru 1130.
HG
LÍTIÐ HEFUR verið f jallað um kvennaknattspyrnuna í f jölmiðlum í
sumar, og til að gera bot hér á, rabbaði Mbl. við fyrirliða Breiðabliks
og markakónginn i ár, sem einnig er úr Breiðablik. Þær voru
eldhressar stöllurnar, Rósa Áslaug Valdimarsdóttir fyrirliði og Ásta
B. Gunnlaugsdóttir markaskorari, þótt fimm mínútur væru til leiks,
en það vill oft brenna við að iþróttamenn séu ekki við mælandi rétt
áður en átökin hef jast, ýniist vegna taugaspennu eða einbeitni.
„Við urðum fyrst öruggar með
íslandsmeistaratitilinn eftir leiki
í síðustu viku," sagði fyrirliðinn,
er við spurðum hvort Breiðablik
væri með það yfirburðalið sem af
væri látið. Stúlkurnar höfðu um-
talsverða yfirburði í kvennabolt-
anum, töpuðu aðeins einu stigi í 14
leikjum, hlutu 27 stig en næsta
félag hlaut 22 stig.
„Þetta var anzi erfitt," bætti
markaskorarinn mikli við. Ásta
skoraði 33 mörk í leikjum sínum,
þar af eitt i síðasta leiknum. Háði
skorun væri. En því má bæta við,
að Asta er sprettharðari en and-
stæðingarnir og kemur það henni
mjög til góða. Skoraði Ásta sér-
staklega skemmtilegt mark í síð-
asta leiknum.
Þær stöllurnar, Rósa og Ásta,
sögðu að mikil stemmning og
góður andi ríkti í Breiðabliks-
hópnum. Hópurinn sem kepptist
um að komast í keppnisliðið hefði
lagt mikið á sig í vetur, strangar
æfingar hefðu byrjað skömmu
eftir áramót, og væri árangurinn í
Ásta B. Gunnlaugsdóttir
markakóngur
hún lengi keppni um markaskor-
aratitilinn við Laufeyju Sigurðar-
dóttur af Akranesi, sem skoraði 30
mörk.
„Ég fæ svo rosalega góða
stungubolta," sagði Ásta og brosti
sínu breiðasta þegar hún var
spurð að því hver leyndardómur-
inn á bak við hina miklu marka-
Rósa  Áslaug  Valdimars-
dóttir
sumar uppskera erfiðisins. Jafnan
kepptu 24 stúlkur um að komast í
liðið, og segði það sig sjálft að
keppnin um að komast í lið væri
mikil. Sogðu þær að jafnan hefði
verið æft þrisvar til fjórum sinn-
um í viku, og mikill tími farið í
æfingar og keppni. Hefði aðeins
verið ein helgi í allt sumar, sem frí
Kvennaknattspyrnan:
Breiðabliksstúlkur
íslandsmeistarar
Breiðabliksstúlkur urðuís-
landsmeistarar i kvennaknatt-
spyrnu 1981 er þær sigruðu
Viking 4—0 í Kópavoginum á
föstudagskvöld. Hlaut Breiðablik
samtals 27 stig i 14 leikjum,
skoraði 72 mörk en fékk á sig
100 þúsund
króna tap
VERULEGT fjárhagslegt tap
varð af heimsókn Nigeríumanna
hingað til lands þar sem aðeins
1.130 áhorfendur greiddu að-
gangseyri að landsleik þeirra við
Islendinga.
Að sögn gjaldkera KSÍ, Frið-
jóns B. Friðjónssonar, mun tapið
nema um 100 þúsund krónum og
er þar með farinn allur hagnaður
af komu enska 1. deildarliðsins
Manchester City.
átta. í öðru sæti varð IA með 22
stig, Valur i þriðja með 19 stig,
en Valsstúlkurnar eiga einn leik
eftir, gegn KR, sem er í fjórða
sæti með 14 stig. Átta kvennalið
léku i deildinni i sumar.
Markakóngur mótsins varð
Ásta B. Gunnlaugsdóttir sem leik-
ur í framlínu Breiðabliks, skoraði
alls 33 mörk, eða tæpan helming
marka Breiðabliks. Skoraði Ásta
gullfallegt mark í síðasta leiknum.
Breiðabliksstúlkurnar höfðu
mikla yfirburði í leiknum gegn
Víkingi, leikurinn fór nánast allur
fram á vallarhelmingi Víkings. í
hálfleik var staðan 3—0, Breiða-
blik í vil. Léku Breiðabliksstúlk-
urnar oft skemmtilega knatt-
spyrnu. Þær hafa flestar góða
knattmeðferð, gott auga fyrir
samspili og eru útsjónarsamar.
Meiri byrjendabragur var á Vík-
ingsliðinu. Markvörður Víkings
bjargaði liði sínu frá stærra tapi,
varði oft skemmtilega.
hefði gefist frá keppnisleikjum, en
þegar bikarkeppnin var í gangi
var jafnan leikið tvisvar í viku.
Rósa og Asta sögðu, að stúlk-
urnar sem mynduðu kjarnann í
liðinu, hefðu flestar byrjað að
leika knattspyrnu 1977. Rósa hefði
reyndar byrjað áður, og þá leikið
og æft með strákunum.
„Þetta er rétt að fara af stað hér
á landi, íþróttin er ung og því
koma ennþá fáir áhorfendur á
leiki," sögðu stúlkurnar er þær
voru spurðar um aðsókn að leikj-
um í kvennaflokki. „Það koma
alltof fáir," vildu þær meina,
yfirleitt kæmu þó fleiri áhorfend-
ur á þeirra leiki en hjá öðrum, og
áhorfendum færi fjölgandi.
„Þeim fjölgar stöðugt stúlkun-
um, sem stunda knattspyrnuna,"
sagði Rósa. Hún sagði að fleiri
félög tefldu fram kvennaliðum
með ári hverju. Margar stúlkn-
anna stunduðu aðrar íþróttir jafn-
framt, t.d. handknattleik á vet-
urna. Meðalaldurinn í liði Breiða-
bliks væri líklega 18 til 19 ár,
stúlkurnar væru á aldrinum 14 til
24 ára.
Er þær stöllurnar voru að því
spurðar, hvort knattspyrnan væri
ekki hálfgerð „karlaíþrótt, höfðu
þær svörin á reiðum höndum: „Við
erum nú búnar að spila t.d. bæði
handbolta og fótbolta, og ég
mundi ráðleggja þeim sem sækj-
ast eftir hasar og slagsmálum að
fara í handbolta. Menn fá ekkert
að gera inn á knattspyrnuvellin-
um, það er ekkert leyft. Ef menn
sýna einhver tilþrif í þá veru þá
geta þeir fengið gult spjald af
minnsta tilefni, því reglurnar eru
miklu harðari í knattspyrnu en
handbolta. Menn eru jafnan í
návígi og slá frá sér í handbolta,
en það á miklu síður við knatt-
spyrnuna," sögðu þær Rósa og
Asta.
Að Iokum hættum við okkur inn
á þá hálu braut, að spyrja þær
stöllurnar hvernig þeim fyndist
fjölmiðlarnir hafa fjallað um
kvennaboltann, og var þá eins og
flóðgáttir væru opnaðar, blaða-
maður vissi vart hvaðan á sig stóð
veðrið, en sjálfsagt hafa þær haft
mikið til síns máls, er þær sögðu:
„Það er aldrei neitt um kvenna-
boltann í Mogganum, ekki neitt,
og það er alveg skammarlegt.
Hann er alveg glataður, að ein-
hver skuli kaupa þetta blað."
Lokastaðan
í 1. deild
kvenna í
knattspyrnu
Lokastaðan í 1. deild kvenna
varð þessi:
Breiðablik 14 13 1   0 72-8  27
ÍA        14 11 0  3 63-18 22
Valur      13  9 1  3 54-11 19
KR        13  6 2  5 31-20 14
FH        13  4 2  7 20-39  9
Víkingur   14  3 3  8  8-39  9
Leiknir    13  1 2 10  3-64  4
Víðir      14  1 1 12  9-59  3
Leikur Vals og KR er ekki í
töflunni og ekki leikur FH og
Leiknis.
Markahæstar í mótinu voru
Asta B. Gunnlaugsdóttir UBK
með 33 mörk og Laufey Sigurðar-
dóttir í A með 30 mörk.
					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
Page 8
Page 8
Page 9
Page 9
Page 10
Page 10
Page 11
Page 11
Page 12
Page 12
Page 13
Page 13
Page 14
Page 14
Page 15
Page 15
Page 16
Page 16
Page 17
Page 17
Page 18
Page 18
Page 19
Page 19
Page 20
Page 20
Page 21
Page 21
Page 21
Page 21
Page 22
Page 22
Page 23
Page 23
Page 24
Page 24
Page 25
Page 25
Page 26
Page 26
Page 27
Page 27
Page 28
Page 28
Page 30
Page 30
Page 31
Page 31
Page 32
Page 32
Page 33
Page 33
Page 34
Page 34
Page 35
Page 35
Page 36
Page 36
Page 37
Page 37
Page 38
Page 38
Page 39
Page 39
Page 40
Page 40
Page 41
Page 41
Page 42
Page 42
Page 43
Page 43
Page 44
Page 44
Page 45
Page 45
Page 46
Page 46
Page 47
Page 47
Page 48
Page 48